Tíminn - 29.08.1962, Side 17

Tíminn - 29.08.1962, Side 17
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frarakvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fullfcrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur I Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Af. greiðslusími 12323 - Askriftargjald kr 55 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Afmælisbærinn í dag er aldarafmæli Akureyrar, höfuðstaðar Norður- lands. 29. ágúst 1862 gaf Friðrik konungur sjöundi út tilskipun, þar sem hann ,bauð og skipaði“ að Akureyri skyldi verða sérstakt bæjarfélag og lögsagnarumdæmi með kaupstaðarréttindum og skyldum. Akureyrar er fyrst getið í Ljósvetningasögu (Vöðu- Brands-þætti) og Oddeyrar í Víga-Glúmssögu, en þar var þing- og samkomustaður Eyfirðinga, og þar gerðu Norðlendingar Álfi úr Króki aðför og þar voru eignir Jóns Arasonar dæmdar undir konung árið 1551. Síðan liðu aldirnar, og fara ekki miklar sögur af Ak- ureyri, nema að þar héfst dönsk höndlun um 1580, og er þar flest dæmt undir konung og danska einokunarkaup- menn í 300 ár. Var Akureyri „autoriseraður höndlunar- staður“, en byggð óx þar lítt. Árið 1785 eru 12 manns á sálnaregistri Akureyrar og bera flestir dönsk nöfn, en upp úr því fara umsvif á staðnum að vaxa þegar verzlun var gefin frjáls. Um síðustu aldamót eru 123 hús á Akureyri og íbúar orðnir um eða yfir þúsund. Eftir það dafnar bærinn óðfluga, enda er þá hætt að dæma flesta hluti und- ir danskan kóng. Og það, sem af er þessari öld hefur Akureyri verið óum- deilanlegur höfuðstaður Norðurlands. Eyrarnar tvær hafa tengzt æ sterkari böndum byggðar og athafna, svo að eyrin sunnan við Búðargilið hefur fært drjúglega út ríki sitt, og fólkið, sem lifir og starfar í þessum myndarlega kaupstað, er komið á tíunda þúsund. Margt ber til þess, að Akureyri hefur hlotið höfuðstað- arsess í Norðlendingafjórðúngj, en þar kemur ekki til nein valdskipun, heldur lega kaupstaðarins og tengsl til beggja átta og eðlilegar krossgötur á leiðum Norðlend- inga. Bæjarstæðið er hið bezta, sem fundið verður á Norðurlandi, við langan og veðursælan fjörð með mestu búsældarsveitum fjórðungsins. Vöxtur Akureyrar hefur orðið mjög jafn síðustu ára- tugi, en þó mestur síðustu tuttugu árin. Kaupmannaverzl- un varð öflug á Akureyri um síðustu aldamót og er raun- ar myndarleg enn, en samvinnustefnan hefur skotið þar rótum með þeim hætti, að þar er meiður hennar ef til vill mestur á landi hér. Hafa þar farið saman óvenjulega góð skilyrði og einstakir forystumenn. Segja má, að sam- vinustarfið í landinu hafi endurfæðzt á Akureyri á öðr- um áratug aldarinnar. Bæjarstæði Akureyrar er svo fagurt að margir telja að langt þurfi að leita til samjafnaðar. Gróðurríki er hvergi meira eða fegurra í íslenzkum kaupstað. Menning bæjarins stendur djúpum rótum. Þar eiga landsfræg skólasetur heimili. Þar er byggt með óvenjulegum mynd- arbrag og stjórn bæjarmálefna traustari og betri en víð- ast hvar annars staðar. Bæjarbragur stendur á gömlum merg og þar eiga gamlar og skemmtilegar sambúðarvenj- ur sér meira hald en annars staðar. Akureyri er í dag glæsileg nýbygging á gömlum og traustum grunni. Slíkur bær getur með heiðri haldið aldarafmæli og mun gera það þessa dagana. Akureyr- ingar unna bæ sínum og bera 1 brjósti heilbrigðan metnað og heitan fyrir hans hönd. Tíminn telur ástæðu til að fagna með Akureyringum á þessum afmælisdegi og hefur því efnt til sérstaks há- tíðarblaðs, sem helgað er Akureyri og kemur út í dag. Tíminn sendir höfuðstað Norðurlands og íbúum hans beztu afmælisóskir og vonir um, að reisn hans og vöxtur næstu öldina verði talandi vottur um blómlegt og ham- ingjusamt mannlíf þar og í landsfjórðungnum öllum. Gleðilega hátíð, Akureyringar. Maithías Heil og blessuð, Akureyrí, Eyfirðiuiga höfuðból! Fáar betri friöarstöíyvar fann ég undir skýjastól: hýran bauðstu bömum mínum blfífu-faðm og líknar skjól. Þú átt flest, sem friðinn boðar, fjar'ðar drottning mild og holl, vefur grænum fagurfaðmi fiskiríkan silfur-„poIl“, en í suöri Súlur liáar sólargeislum prýða koll. Skrúðaveggur Vöðluheiðar vendir að þér betri hli'3; ramlegt, fjall með reknar herðar reisir gafl við hánorðrið; út og suður sveitamð',r sumargrænar taka vi'5. Líf og björg á báðar hendur, blómatún og engi frjó; síldarh'liaup og sjóbi timgar silfurglita lygnan sjó. Sett er borð en sægur fugla syngur li'átt, að veitt sé nóig. Leita skip ,að lægi blíðu, Ijómar vor um Ránar skau.t, eng'.nn le'it á láði ísa iistum-fegri liafnarbraut; ekkert hérað hagianlegri höfuðsta'5 sér kaus og híaut. Hér er mitt á milli tveggja meginöfga, fjörs og hels; stöðugt móti il'ium árum andar banda fagrahvels, sælublíðir sumarvindar sefa reiði frosts og éls. Hér er svást á sumardegi, svæfa vindar dagsins glóð, Norðri og Suð'ri saman kveða sáttarmál og gamanljóð, kallast þeir á kveld og mongna: Kveðum, bræður, fjör í þjóð! Önnur hö,nd þín, Eyrin breiða, afli Ránar bendir mót; Ægir flaniar hrár og harður, horfir fyrst á blíða snót, hrekkur svo Við' hjarta lostinn, h'lær og sofnar við þinn fót. Þú átt einn, mín eyri,n kæra, óvin þann, er skerðir ián; það er „landsins forni fjandi“ — farí’ hann lemgi hróðurs án, þótt hann fremur þér en öðrum þykist stundum borga rán. Héða.n sól um sumarmorgna sýnjst kyssa fjarffar munn, heimsins drottning h'álf • í baði helgum eldi sveipar unn: Líttu’ á Drottins Ijómann vígja lífsins svaia nægtabrunn! Sólin rís og rauðagull'i reifar tind og fjallasvörð, Jochumsson svala dagigir b'Iíðu blómi, blundar sætt hin raka jörð; undan sólu silfurþokan svífu.r létt um Eyjafjörð. Sólin deyr en Drottinn reisir dýriíarstóra vetrarhöll; þegir hrönn oig helgir vindar, hlustar jörð og skuggafjöll; þúsund liiminlamipiar lýsa lagarkringlu spegi'lvöll. Þú ert glöð, hin börnum-blíða, bernskan hér er fljót á legg; Höfðinn deyfir súg og svala, sjaldan geisar éJj.a bregg; skemmtíþing á græðis glerí gleður jafnan snót og segg. Þú ert ung oig ör í sbapi, áfram vilt, en skortir margt: Frjálsir menn, er fremdum unna, færi þig í gu.ll og skart! Þú munt vaxa, þú munt siigra; þó að stríðið verði hart. Saga þín er enn í æsku, eyrar rósa, fjórðungsbót! Dafna þú í fullu frelsi, framiatíma gakkt-u mót; stunda mennt og styrk þinn anda, stattu fast á landsins rót! Lifðu blessuð, Akureyri! Auðnu- vi'ð þig leiki -hjól, þó að tímans strið og stormar sturli lýð ag byrgi sól. Blessj þig meff börinum þínum blessan Guðs og líknarskjól! Matthías Jochumsson (1890). T í M I N N, miðvikudagurinn 29. ágúst 19152. 13

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.