Tíminn - 29.08.1962, Blaðsíða 23
Sfldarverksmlðjan f Krossanesl.
gengið skry’' _'' ‘ L— .mdanfarin
ár, eins og víðar, en stórt skarð
mundi opið og ófyllt standa í at-
vinnulífi bæjarins, ef hana þryti.
Vinnsluafköst hraðfrystihússins,
sem tók til starfa árið 1957, eru
um 100 lestir á dag, en auk þess
hefur félagið skreiðarvinnslu og
saltfiskframleiðslu og rekur neta-
verkstæði.
Sfldarvinnsla «g nrðursuða
í Krossanesi, utarlega á bæjar-
landinu, er síldar- og fiskimjöls-
verksmiðja bæjarins, sem brætt
getur um 3000 mál síldar á sólar-
hring. Má segja, að í Krossanesi
sé óslitin vinnsla allt árið um
kring, og hagur fyrirtækisins góð-
ur. Síldarsöltun hefur ekki verið
á Akureyri um margra ára skeið,
þar til nú i sumar, að hafin var
söltun í Krossanesi. Niðursuðu-
verksmiðja Kristjáns Jónssonar &
Co er sérstakt fyrirtæki í bæn-
um, þar sem aðallega eru unnar
síldarafurðir, bæði til útflutnings
og innanlandssölu. Mest af fram-
leiðslunni fer til Rússlands og
Tékkóslóvakíu. Aðalhráefni verk-
smiðjunnar er smásíld, sem veidd
er á innanverðum Eyjafirði og Ak-
ureyrarpolli og soðin niður i tveim
ur stærðum, sem „sardínur“ og
„breakfast herring“. Auk þess er
talsvert magn af kryddsíld „lagt
niður“ yfir vetrarmánuðina. Vann
verksmiðjan úr um 1500 tunnum
kryddsíldar f fyrra og 3000 tunn-
um af smásíld. Við fyrirtækið
vinna oft um 60 manns og komst
um tíma upp I 100.
Skipasmíðj — viðgerðir
Fyrir utan fiskiðjuna er skipa-
og bátasmíði sá iðnaður, sem stend
ur í nánustum tengslum við út-
gerðina, svo og allar skipaviðgerð-
ir og vélsmíði. Er slíkur iðnaður
verulegur þáttur i athafnalífinu og
á sér langari aldur. Nú eru á Akur-
eyri 2 dráttarbrautir fyrir allt að
500 lesta skip, og fyrirhugað er
ag gera togaradráttarbraut. Áhugi
er hjá mörgum að auka skipasmíði
í bænum, og má telja, að næsta
stigið verði að koma upp stál-
skipasmíði, og hefur þegar tals-
vert verið unnið að þvf máli.
Á AKUREYRI ERU 150
BÚFJÁREIGENDUR 0G 21
BÆNDABÝLI, ÞAR SEM
LIFAÐ ER EINVÚRÐUNGU
AF BÚSKAP
Fegurð sína og hrCinleik á Ak-
ureyrarbær einna mest að þakka
ræktun túna, garðiagróðri við
heimahús og yndisreitum opln-
berra skrúðgarða. Sé horft yfir
bæinn af VaðHaheiði, sem mörg-
um ferðamanni gefst kostur á,
mun fátt vekja athygll áhorfand-
ans meira en allur hinn mikli
gróður, sem umvefur nærri hvert
hús I bærnum og bælnn sjálfan
með túnum, matjurtagörðum og
trj'á'iundum. Kálræktar er getið
á Akureyri þegar f upphafi
byggðar þar, og var Lynge kaup-
maður bnautryðjandi á þvi sviði.
Hann var einnig sagður hafa
ræktafð byigig hér með góðum
árangri. Kartöflurækt hófst á
Akureyri uipp úr aldamótum 1800
í norðanverðu Búðargilinu, þari
sem enn eru kartöflugarðar, sem
nú hafa verið notaðir samfellt í
nær 160 ár. Áður fyrr var það
miklu algengara en nú er, að
bæjarbúar hefðu einhvem bú-
skap, matjurtarækt og skepnu-
hald, en þó er það svo, að enn í
dag er landbúnaður talsvert mik-
ill þáttur í atvinnulífi Akureyr-
inga.
Þórhallur Guðmundsson frá
Dæli getur frætt okkur um margt
varðandi búskapinn í bænum, og
hjá honum fáum við ag vita, að
það munu vera um 150 manns á
Akureyri, sem stunda dálítinn bú-
skap í hjáverkum og eiga ein-
hverjar skepnur, aðallega sauðfé
og hesta, en alls eru á bæjarlandi
Akureyrar 21 býli, þar sem ábú-
endur lifa einvörðungu af búskap.
„Alvörubændurnir" stunda mest-
metgnis nautgriparækt, eins og aðr
ir bændur í Eyjafirði, enda liggur
það vel við markaði f bænum.
Samkvæmt upplýsingum Þór-
halls Guðmundssonar var búfjár-
eign Akureyringa um mánaða-
mótin marz—apríl sl. sem hér
segir:
Ær 2547
Lömb 486
Hrútar 88
Sauðir 3
Kýr 376
Geldneyti 232
Hestar 302
Heyja 20—30 þús.. hesta
Heyskapur á bæjarlandinu er
milli 20 og 30 þús. hestburðir á
ári og túnastærð nú 542 hektarar.
Við það má bæta, að bærinn hefur
leigt á erfðafestu til ræktunar 38
hektara, og sjálfur er bærinn a'3
láta ræsa fram um 30 hektara, sem
búig er að girða. Auk þess sem
nefnt er hér um búskap einstakra
bænda og tómstundaiðju bæjar-
búa, er þess að geta, að á Akur-
eyri eru rekin tvö stór kúabú, þ. e.
á Galtalæk hjá Gróðrarstöðinni
og á Búfjárræktarstöðinni að
Lundi. Svínarækt er m. a. stund-
uð á Gríshóli á vegum Mjólkur-
samlags KEA, og einnig stunda
margir hænsnarækt og hafa
nokkra eggjasölu, að ógleymdri
matjurtaræktinni.
Mikiai búskaparáhugi
Stór hluti Akureyringa er upp-
runnin úr sveit, og þó að þeir séu
löngu horfnir frá eiginlegum
sveitastörfum og sitji í skrifstof-
um, afgreiði í búðum eða vinni í
verksmiðjum langan vinnudag, þá
eimir þó enn eftir af bændaeðlinu,
sem segir til sín, ekki sízt hjá
þeim mörgu, sem leita hvíldar og
upplyftingar í því að sýsla við
fé og hesta og að heyja handa
gripum sínum, þegar tóm-
stund gefst. Efst í Búðargilinu er
röð fjárhúskofa, og má þar oft sjá
margan áhugasaman „bónda“ á
stjákli, og ofan við bæinn, nálægt
Lundi, getur að líta kofaþyrpingu,
sem ýmsir kalla „Sameinuðu þjóð-
imar'
akureyrskra tómstundabænda, og
er ekki trútt um nema þar megi
sjá f safni gripahúsa dálítið sögu-
leg mannvirki, ef út í það væri far
ið. A.m.k. sá ég ekki betur en að
þar væri niður kominn „Söluturn-
inn við Hamarsstíg", sem var upp
á sitt bezta fyrir 20 árum, þegar
undirritaður kom fyrst til Akur-
eyrar, og hefur mér verið sagt, að
áður hafi hann verið staðsettur
niðri á „torgi“ og sett talsverðan
svip á miðbæinn. Það má með
sanni segja, að flest sé breyting-
um undirorpið. Hús, sem einu
sinni voru reisulegar byggingar,
stolt eigenda sinna og bæjarprýði,
ýmist sem mannabústáðir eða
verzlunarhús o.s.frv., enda jafn-
vol ævi sína sem fjárhúskofar!
Byggðin heldur sífellt áfram að
teygja sig yfir holt og hæðir í sí-
vaxandi bæ, og enginn veit, hve
„söluturninn" fær lengi frið þarna
í skjóli „Sameinuðu þjóðanna",
því að vel má svo fara, að landsins
verði þörf undir ný hús eða önnur
Hvort turninn verður
en það er önnur bækistöð j mannvirki.
þá aftur fluttur um set, veit held-
ur enginn, en trúlegt er, að bú-
skaparáhugi Akureyrjnga minnki
ekki og að það verði áfram þörf
fyrir þessa öldruðu viði, þó að
„bændurnir" verði hraktir úr nú-
verandi vígjum sínum undan sókn-
arþunga nýrra byggðahverfa.
Ingvar Gíslason.
Búfjárræktarstöðin að Lundi.
TÍMINN, miðvikudaginn 29. ágúst 1962
19