Tíminn - 29.08.1962, Síða 27

Tíminn - 29.08.1962, Síða 27
 — SEGIR MAGNÚS E. GUÐJÚNSSON, BÆJARStJÓRI Á AKUREYRI. Eins og margir aðrir af íbú- um bæjarins, hefur Magnús E. Guðjónsson, lögfræðingur og bæjarstjóri á Akureyri, haft öðrum hnöppum að hneppa undanfarna daga en tala við blaðamenn. Auk da<glegra anna, hefur aldarafmæli bæj- arins og undirbúningur hátíða haldanna skorið drjúgum af tíma hans. í stuttu hléi, sem varð eftir hádegið einn dag- inn fyrir skemmstu, gafst þó fréttamanni Tímans tækifæri til að leggja fyrir hann nokkr- ar spurningar, sem hann var fús til að svara: — Hve lengi hefur þú gegnt starfi bæjarstjóra á Akureyri, Magnús? — Frá því í febrúar 1958. — Og hvernig hefur þér líkað starfið? — Því er fljótsvarað. Mér hef- ur líkað það mjög vel. Og er kann- ski fréttnæmt að segja um Akur- eyri í þessu sambandi, að hér svífur sýnu meiri friður yfir vötn unum en víða annars staðar, — Akureyri er kyrrlátur og friðsam- ur bær, og það er þess vegna mun skemmtilegra að starfa við kring- umstæðurnar hér en þar sem allt logar í innbyrðis deilum. — Hvernig kanntu við Akur- eyringa? — Ég þarf nú varla að svara því. Ég kann mjög vel við þá. Ef ég hefði ekki kunnað við þá, hugsa ég, að ég væri hér ekki núna. Og ég hef ekki orðið var við þetta snobb, sem víða er talað um annars staðar af fólki, sem kannski hefur aldrei komið hing- að eða lítið þekkir til. Það má skjóta því hér inn 1, að Magnús E. Guðjónsson er fæddur og uppalinn á Hólmavík í Stranda- sýslu, en hefur í bæjarstjóratíð sinni á AkUreyri notið vinsælda og trausts bæjarbúa. — Hvað viltu segja um afmælið, sem óðum nálgast? — Ég vil segja það um afmælið í fljótu bragði, að við höfum vilj- að freista þess að halda upp á þetta afmæli, sem við teljum merkisafmæli, — aldarafmæli kaupstaðarréttinda — með sóma. Og ekki aðeins bærinn sjálfur sem stofnun, heldur bæjarbúar hafa lagzt á þá sveif með því að prýða og fegra í kringum sig, og þó að ekki væri annað en það að skila nýrri öld fegurri og þrifalegri bæ en áður, teldi ég það góðan ár- angur og vel viðeigandi í sjálfu sér. — Er ekki tíminn orðinn naum ur til að Ijúka öllum þeim undir- búningi, sem hátíðahöldin krefj- ast? — Sannleikurinn er sá, að það er sama, hve tíminn væri langur til að undirbúa svona iagað. Hann er aldrei nógur. En það er engin afsökun fyrir okkur. Þetta er fyrst og fremst hátíð bæjarbúa, og hér verður almennur frídagur 29. ágúst. Hátíðahöldin eru fyrst og fremst útihátíðahöld, svo að það veltur að miklu leyti á veðrinu, hvernig til tekst. — Ifefur ekki undirbúningttr- Magnús E. Guð|ónsson, bæ|arst|órl. inn skapað talsverða atvinnu í bænum? — Það má náttúrlega segja, að allt, sem bætist við það, sem fyrir er að gera, skapi aukna atvinnu. Ég mundi segja, að hjá fag- mönnum, eins og t.d. málurum og húsasmiðum, hafi það skapað aukna atvinnu og talsverða spennu, að bæði einstaklingar og fyrirtæki í bænum eru að láta ijúka við og hafa hraðað ýmsum byggingum og framkvæmdum, sem afmælið og undirbúningur þess hafa rekið á eftir. — Er ekki fyrirhugaður hátíðar- fundur í bæjarstjórn á afmælis- daginn? — Það er búið að tilkynna það í dagskrá, svo að það hlýtur að vera óhætt að svara því játandi. — Hvað verður á dagskrá? — Eg vil færast undan að svara því, þangað til dagskráin verður gefin út. Hins vegar er öllum heimill aðgangur að þeim fundi, sem verður í samkomuhúsinu kl. 5,45 þann 29. — Hvaða framkvæmdir eru framundan á vegum bæjarins, og að hverju er nú einkum unnið fyrir bæjarfélagið? — Við erum auðvitað með ýms- ar framkvæmdir á prjónunum, en gatna- og holræsagerð er vitan- lega alltaf meginverkefni bæjar- ins, auk húsbygginga og opinberra bygginga. Við erum nú með fimm byggingar í smíðum, skrifstofu- hús við Geislagötu, skíðaskála í Hlíðarfjalli, elliheimili og íþrótta- vallarbyggingu og annan áfangá barnaskólans á Oddcyri. Svo erum við að byrja á öðrum áfanga Gagn fræðaskóla Akureyrar þessa dag- ana. Nýbyggingin verður jafnstór að rúmmáli og byggingin, sem fyr- ir er, — um 4300 rúmmetrar, og verður þar m.a. samkomusalur fyr ir skólann. Svo var ákveðið í fyrra í tilefni afmælisins í ár að byggja hús yfir Amtsbókasafnið, en teikn ingar eru ekki til enn, svo að ekki hefur verið hægt að byrja, en verður að sjálfsögðu gert, þeg- ar uppdrættirnir eru til. Á fjár- hagsáætlun þessa árs voru veitt- ar 750.000 kr. til þessarar bygg- ingar, en samtals mun henni nú hafa verið ætluð um ein milljón. Enn fremur er búið að samþykkja uppdrætti að nýrri lögreglustöð, sem verður byggð á gatnamótum Brekkugötu og Þórunnarstrætis, en bókasafnið á að rísa á horn- inu við gatnamót Brekkugötu og Oddeyrargötu. í lögreglustöðinni verður bifreiðaeftirlitið einnig til húsa, auk jarðskjálftamæla Veður stofunnar. í tvö ár hefur verið hér mikill skortur á trésmiðum og múrurum. Það má geta þess, úr því að við erum að tala um bygg- ingaframkvæmdir. — Verður ekki iðnaður að telj- ast aðalatvinnuvegur bæjarbúa? — Jú, hann er það örugglega, og langsamlega stærsti atvinnuveg urinn og hlutfallslega stærri en í nokkrum öðrum íslenzkum bæ að Reykjavík meðtalinni, og sam bandsverksmiðjurnar hér á Akur- eyri eru þær verksmiðjur á ís- landi, sem flest fólk starfar við. — Fór ekki Akureyrarbær fram á það við Póststjórnina í fyrra, að HVAÐ UNGUR NEMUR GAMALL TEMUR IÐUNNARSKÓR Á ALLA FJÖLSKYLÐUNA gefið yrði út Akureyrarfrímerki í ár? — Jú, fyrir ári síðan var sótt um það. Þeír synjuðu hins vegar á þeim forsendum, að það gæti skapað „hættulegt fordæmi"! — Hver er bezta afmælisgjöfin, sem Akureyringar geta gefið bæn um? — Ég tel í raun og veru, að þeir séu búnir að því, með því að fegra bæinn, eins og þeir hafa gert á undanförnum vikum. —• hjp. TÍMINN, miðvikudaginn 29. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.