Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 2
HANN SKAPADIJAPANSKA STÖR- VELDD A EINIIM MANNSALDRI „Þeir, sem ekki hafa tekið þátt í allmörgum sjóorrust um, hafa tilhneigingu til þess aS ofmeta styrkleika and- stæSingsins, einkum af þvi aS þeir geta ekki dæmt um áhrif skothríSarinnar á skip andstæSinganna, en sá skaSi, sem eigin skip verSa fyrir er áþreifanlegur og augljós. Þeir eru til, sem halda, þegar þeir sjá óvinaskip, sem reynir að forða s-ér undan, að það sé að ráð'ast á okkur með djörfung, — aðrir, sem nálgast skip, sem er stjórnlaust og lætur skjóta út i bláinn, halda, að þetta skip hafi aukið skotkraft sinn stórkostlega. Og það kemur líka fyrir, að menn haldi í orrustunni, að þeir séu að bíða ósigur, þótt reyndin sé sú, að fjandmennírnir hafi þeg ar lotið í lægra haldi. Fái óvin- irnir sjö tækifæri til sigurs og við sjálfir þrjú, stöndum við raunverulega jafnt. í sjóorrustu má aldrei hugsa um vörn, því að skipulögð árás er alltaf bezta vörnin . . .“ Sá, sem sagð'i þessi orð, var Togo aðmíráll, frægasti fiotafor- ingi Japana. Ummælin viðhafði hann að kvöldi 26. maí 1904, kvöldið fyrir orrustuna við Tshus hima, sem olli ekki aðeins þátta- skilum í sögu sjóhernaðarins heldur og í veraldarsögunni. Eft- irlitsskip hans höfðu komið auga á fyrs-tu skipin úr níssneska Eystrasalts-flotanum, sem hafði siglt umhverfis hnöttinn til þess að mæta herskipum Togos — og bíða stórkostlegan ósigur. Togo hafði beðið þessarar stundar vikum og mánuðum sam an, ef ekki árum. Allt var undir- búið', allir vissu, hvað þeir skyldu gera, orð hans til liðsforingjanna, að standa sig í orrustunni, var aðeins síðasta áminningin. Sig- urinn við Tshushima fékk sögu- lega þýðingu, ekki vegna þess, að Rússum væri komið á óvart, sem ekki átti sér sfað, eða vegna þess, að þá skorti heraga og nægi leg vopn, sem talsvert var til í, heldur vegna hins, að japanski flotinn og Togo aðmiráll höfðu fyrirfram sett upp þá orfustu, sem stóð fyrir dyrum, í öllum smáatriðum, og höfðu lagt þá gildru, sem rússneski flotinn sigldi í morguninn eftir. Skutu á brezk fiskiskip í dögun dró hann að hún á skipi sínu flagg, áem var næst- um hið sama og Nelson notaði einni öld fyrr, við Trafalgar: — Örlög lands vors eru komin und- ir þessari orrustu. Hver maður gerj skyldu sína af þeim þrótti, s'em hann býr yfir. Togo hafði að'eins þrjú stór orrustuskip á móti átta hjá Rúss- um, en af þeim voru þó aðeins fimm í samræmi við kröfur tím- ans. Togo hafði átta beitiskip á móti þremur hjá Rússum, og hann hafði yfirburði, hvað snerti léttari skip og tundurskeytabáta. Rússar höfðu helmingi fleiri þungar fallbyssur, en fjöldi hinna minni og kraftur þeirra hjá Japönum var svo mikill, að þeir gátu skotið þrisvar sinnum öflugar, ef reiknað er með kúlu- þyngd á mínútu. En meginþýðingu hafði, að Togo var undirbúinn á allan hátt. Japanskir njósnarar h.öfðu fylgzt með rússneska flotanum, allt frá þvi, að hann lagði út úr Eystrasalti. Þeir höfðu séð', hvernig á hann skaut á brezk fiskiskip á Norðursjónum í þeirri röngu trú, að þar væru á ferðinni japanskir stríðsbátar. Þeir drápu allmarga brezka sjómenn, og þetta olli harðorðum mótmælum frá brezku stjórninni, og lá við hervæðingu í Bretlandi. Japan- ir vissu allt þetta upp á hár, og þeir höfðu vitneskju um, hve miklar kúlubirgðir skipanna voru, hve stórar fallbyssur þau höfðu, og hve mjög aginn og kjarkur sjóliðanna hafði rýrnað eftir því sem fjær dró heimkynn um þeirra. Orrustan við Tshushima var há punkturinn á löngum ferli Togos, sú stund, sem hann hafði búið sig undir í meira en mannsaldur, þegar japanski flotinn, sem hann hafði skapað, hlyti eldskírn sína. Fimmtíu árum fyrir þessa orr- ustu hafði Japan verið lokað land, óþekkt með'al annarra þjóða, og dauðarefsing lá við því að fara úr landi. Fjörutíu árum fyrir orrustuna höfðu erlend her skip lagzt þar að landi til að refsa „villimönnunum", og 35 árum áð'ur hafði Togo fyrst tek- ið þátt í ófriði í orrustu, sem fór fram að miðaldahætti með boga og örvum. Hinn keisaralegi japanski floti, sem hann nú veitti forystu, hafði skapazt, eins og reyndar það Japan, sem hann var fulltrúi fyrir, á einum manns aldri, mannsaldri Togos. „Hinn friðsami sonur" Togo fæddist 27. janúar 1848 skammt frá Kagos'hima, þar sem fað'ir hans var lénsherra. Móðir hans var af sömu ætt og þekkt fyrir fegurð sína og gieind. Þeg- ar hann var þrettán ára, fékk hann að japönskum sið og eftir að hafa hlotið hið bezta uppeldi, sem hægt var að fá í Japan, nafn ið' Heihachiro, sem þýðir, þótt ótrúlegt sé, „hinn friðsami son- ur.“ „Eins og Napoleon", segir sagnritari einn, „var Togo svo heppinn að fæðast á réttum tíma. Frami hans var ekki sízt árangur þjóðfélagslegrar gjörbyltingar, hann var tilbúinn, þegar gamla skipulagið hvarf úr sögunni og allt félagskerfi þjóðfélagsins gjörbreyttist. Heppni Togos, sem í upphafi leit út eins og hin versta ólán, var sú, að Japan hætti skyndilega að vera öllum lokað. Einangrun þess féll sam- an við stöðugar árásir utan frá. Á næstu árum meðan Japan nauðugt, viljugt drost inn í al- þjóðastjórnmálin, hófst framafer ill Togos á venjulegan hátt; hann gekk í foringjaskóla, vaið lið's- foringi og hækkaði smám saman í tign. Fimmtán ára gamall kom hann í fyrsta sinn í orrustu, þeg- ar mestallur her Japans ógnaði bandarískum herskipum með bog um og örvum. Fór til Englancls Árið 1871 var hann ásamt nokkrum öðrum ungum sjóliðs- foringjum seudur til Englands. Japanir höfðu skilið, að þeir gátu ekki lengur einangrað sig og þeir höíðu ekki styrkleika til að verjast útlendingum, svo að þeir ákváðu að gera það næst- bezta: að læra af þeim. Dvölin í Englandi hlýtur að hafa vald- ið algerum þáttaskilum í lífi Tog os. Ilann saug að sér ný áhrif, án þess að láta allt of mikið bera á því út á við, hve undrandi og himinfallinn hann var yfir öllu þessu nýja. í brezka sjóhernum, þar sem hann hlaut skólun, var hann sér til mikillar armæðu kallaður „Johny Chinaman“; Bretar gerðu ekki svo glöggan mun á Kinverjum og Japönum. Og í Bretlandl uppgötvaði hann fyrst, aðaíján ahans »var eklci i lagi. Hann leyndí- þessu lengi framan af, því að honum var ljóst, að sjóndepran gætj stöðv- að feril hans í flotanum, en að lokum neyddist hann til að leita til brezkra augnlækna. Sjón hans var bjargað á síðasta augnabliki. Menn geta skeggrætt um það, hvernig mannkynssagan hefði orðið, ef brezku læknarnir hefðu ekki skorizt í leikinn og bjargað sjón Togos, Það er líka hægt að velta því fyrir sér, hvað orð- ið hefði, ef Togo hefði farið heim, þegar hann frétti að vinir hans, bræður og grannar hefðu gert vopnaða uppreisn gegn keis- aranum. En Togo hélt kyrru fyr- ir í London, þar til hið nýja skip „Fuju“, sem Japanir höfðu látið Smíða undir umsjón Togos, hélt af stað heimleiðis í febrúar 1878. Eftir komuna heim hækkaði Togo ört í tign. Hann gekk fljót- lega í hjónaband, og brúður hans var 19 ára gömul að nafni Tesuko og að japönskum sið hafði hann aldrej séð hana fyrir giftinguna, sem ættingjarnir sáu algerlega um. Stuttu eftir hjónavígsluna, varð Togo að halda aftur til sjós, og kona hans bjó fyrst hjá tengda foreldrunum, en síðar keyptu þau hús í Tokyo, þar sem þau bjuggu til dauðadags. Skrifaði andstæðingnum Aftur lá nærri, að her- mennskuferill Togos tæki snögg- an enda. Árið 1886 varð hann illa haldinn af gigt. Ilann lá rúm- fastur í eitt ár og annað ár var hann frá verki, en lífsvilji hans og vitundin um það að hafa hlut verki að gegna, sigraði og hann gat tekið við störfum sínum á ný. Þennan iðjuleysistíma notaði hann til að sökkva sér niður í rit um þjóðarétt og sljórnmál’út frá sjónarmiðinu, að „ekkert er nauðsynlegra foringja herskips en stjórnmálaþekking. Skipherra getur hæglega komizt í þær að- stæður að þurfa sjálfur og án þess að geta spuit yfirmenn sína, að taka ákvarðanir, sem geta haft miklar stjórnmálalegar afleiðingar." Það kom m. a. fyrir 1895, þeg- ar sambúðin við Kína var orðin svo slæm, að flotar beggja land- anna, sá japanski undir stjórn Togos og sá kínverski undir stjórn Tings flotaforingja, lágu reiðubúnir til orrustu, sem svo lauk með sigri Togos. Áður en átökin hófust sendj Togo bréf til kínverska flotaforingjans, þar sem segir meðal annars: „Hörmulegar aðstæður hafa gert okkur að andstæðingum, en styrjöld er deilur milli þjóða, ekki manna, og þess vegna er vinátta mín til yðar óbreytt. Eg bið yður að líta ekki á þetta bréf sem kröfu um uppgjöf, heldur bið yður að skilja, að'það er ein- ungis sprottið af áhyggjum um yður persónulega. Sú aðstaða, sem land yðar er í, stafar ekki einungis af mistökum fáeinna foringja heldur er vafalaust sjálfu stjórnarkerfinu að kenna. Þér munið þær erfiðu aðstæður, sem Japan átti við að stríða fyr- ir þrjátíu árum og vitið hvernig við höfum sigrazt á þeim með því að kasta fyrir borð ,hinu gamla skipulagi okkar og til- einka okkur nýtt. Land yðar ætti á sama hátt að tileinka sér nýja lifnaðarhætti. Geri það það, mun allt ganga vel; geri það ekki, mun það fyrr eða síðar hníga að velli Sá, sem óskar að þjóna landi sínu tiúlega og heið- arlega, á ekki að láta skola sér burt með því flóði, sem nú ógn- ar Kína. Þegar örlögin eru mót- stæð og tímarnir erfiðir, hefur það, að yfirgefa flota óendanlega lítið að segja, þegar um er að ræða, hvort heilt ríki muni líða undir lok. Eg hvet yður þess vegna til að koma til lands míns og bíða þar þeirrar stundar, þeg- ar land yðar kallar á yður til að leggja yður fram við nýsköpun- ina. Hlýðið á gott ráð frá hrein- Framhald á bls 13 ........... b............ ÚR ÖORUM LÖNDUM Bjarni @g bæjar- fógetinn Fr'á því var fyrir nokkru skýrt í blöðum, að Alfreð Gíslason, fyrrverandi bæjarfógeti oig bæj arstjóri í Keflavík gengi um meðal manna þar syðra og reynd'i að siafna undirskriftum að áskorun til dómsmálaráð- herra um að liann skipaði AI- freð aftur í bæjarfógetaemb- ættið í Keflavík, þ.ar sem það er laust á ný eftir fráfall Eggerts Jónssonar. Hitt er og kunnugt, iað undirskriftasöfnun þessi hef- ur gengið ákaflega illa. Alfreð Gíslason varð sem kunnuigt er,. að láta af embætti eftir rök- studdar ákærur um embættis- glöip, o.g hann bíðn.r enn dóms í ákærumáli, sem tekið mun verða í dóm í haust. En þótt imdirskriftasöfnun gangi treglega, kemur það lítt að sök, því að dómsmálaráð- herra landsins virðist reiðubú- inn t'il sinnar undirskriftar. Hann ritar sem kunnugt er, Reykjavíkurbréf Morgunblaðs- ins á sunnudögum, oig s.l. sunnu dag ræddi hann þetta mál og segir m.a.: „Þess eru ótal dæmi, að emb- ættismenn, sem af ýmiss konar ástæðum, oft alvarlegri en hér um ræðir, hafa látið af störf- um, hafa hlotið embætti á ný, stundum viiSingarmeiri en þeir höfðu áður, þegar talið var, að þeir liefðu fengig næga áminn- ingu“. Bjarni ræðir síðan ýmislegt Oeira um þetta, og sést á öllu, að Inann er reiðubúinn að veita hinum afsetta embættið aftur. Við því væri raunar fátt áð sogja, ef komið hefði í Ijós, að sakarefni væru minni en talið var, þegar embættismaðurinn var sviptur embætti. En hvað sem um það er að segja, er hitt staðreynd, að þessi embættis- maður bíður enn dóms f ákæru- málí, sem höfðað hefur verið gegn honum, o>g það er heldur hvatvíslegt af dómsmáliaráð- herra landsins að rjúka til og skrifta í flokksblað sitt á þá lund, að ekki verði úr lesið á annan hátt en þann, að hann sé reiöubúinn að veita mann- inum embættið, og mejra að segja sýkna hann, áður en dóm- ur er fallinn, því að Bjiarni lýk- ur skrifi sínu með þessum orð- um: „Umhyggja fyrir góðum embættisrekstri er Iofsverð, en engum er til heilla að halda uppi ofsóknum gegn þeim, sem þetgar liefur þolað afleíð'ingar þess, sem áfátt var“. Ætli dómsmálaráðherrann mætti ekki bfða svolítið fnam á haustið? Liggur nokkug 'á? Eð'a telur hann sér þetta sæmandi? Lausar skrúfar Þau eru skrítin viðbrögð stjóraarblaðanna við ummælum Adenauers um fsland og EBE. Morgunblaðið faldi fréttina fyrsta dag. Alþýðublaðið sagði, að „þessi villa hefði fest ræt- ur“ í huga ,ygamia mannsins”. En hver gróðursetti hana þar? f gær skrifar MM. langloku um að Adenauer liafi fengið rang- ar upplýsingar. Hver veitti hon- um þær? Svo ræðst Mbl. á Tím- ann og segir hann rangfæra orð Adenau.ers — engin dæmi eru samt um það? Skrítnastiir er samt Visir eins og vig yar að búast, og þar eru heldur en ekki lausar skrúfur í .gær. Þeg- ar Tíminn hefur eftir orðrétt það, sem dr. Adenauer sagði Ieins og erlcndar fréttastofur birta það — og allir vita að það (Framhald á 13 ;siðu • 2 T f M I N N, föstudagurinn 31. ágsút 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.