Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 9
nd ara Hjörtur Pálsson: Fyrsta grein Frá því að fyrstu dönsku kaupmennirnir settust að á eyrinni fram undan Búðar- gili og fram eftir allri síð- ustu öld var Akureyri smá- þorp undir áhrifum hálf- danskrar kaupmannastétt- ar. Hver dagurinn leið þar öðrum líkur, framfarir voru litlar og mannlíf staðarins var í sannleika einfalt og fábrotið. Framan af blönduðu Danir og íslendindar lítt blóði og geði saman, enda áttu þeir fyrr- nefndu öllu öðru en ástsæld að fagna hjá viðs'kiptavinum sín- um úr nágrannasveitum Akur- eyrar. Þessir dönsku faktorar eða innlendir fulltrúar þeirra litu niður á fátækan og ómennt aðan pupulinn og vógu honum út misgóðan varning á nauma vog og kortan mæli. Þeir höfðu í hendi sinni alla verzlun á staðnum, og þó að það væri töluverð framför, þegar þeir tóku að verzla þar allan ársins hring, mun þó framan af hafa skort allmjög á, að þar fengist allt það, sem telja verður til nauðsynja. Smám saman fjölg- aði fólki og húsum í bænum, handiðnaðarmenn urðu áhrifa- mikil stétt við hlið verzlunar- manna, en verzlunin sjálf færð ist með árunum í hendur íslend inga eða verzlunarfélaga þeirra í ríkari mæli en verið hafði. Þrátt fyrir danskar erfðir, urðu afkomendur hinna aðfluttu kaupmanna mun íslenzkari í hugsun og háttum en forfeður þeirra og brúuðu að nokkru það djúp, sem í fyrstu var staðfest milli Dana og íslendinga. Og það var ekki fyrr en þessar breytingar gerðu vart við sig og Akureyri fékk kaupstaðar- réttindin 1862, að fyrst fór að vakna áhugi hjá bæjarbúum fyrir vexti og viðgangi kaup- staðarins, sem vitanlega gat . ekki orðið, nema fyrir sameig- inlegt átak þeirra, þegar þeim varð ljóst, að hver einstakling ur hafði hlutverki að gegna. Ekki margt um marminn í janúar 1785 taldi sálnareg- istur Akureyrar 12 manns. Elzt- ur þeirra var Friedrich kaup- maður Lynge, þá fertugur. Á- samt honum áttu þá heima á Laxdalshúsið, Hafnarstræti 11. UM LIFSSTILINN VID POLLINN staðnum kona hans og fóstur- barn, og einnig er þar getið rúmlega tvítugrar stúlku, sem hét Christina Hof. Þá er að nefna undirkaupmann, dréng og assistent, assistentsfrú og loks beyki með konu og tvö börn, það yngra tveggja ára. Og svo skulum við líta á hús in, sem þetta fólk bjó í. í til- efni þess, að verzlunin var gef- in frjáls, var af sýslumanni haldin skoðunargerð á hús- um konungsverzlunar þann 20. apríl 1787 eða tveimur árum síðar en manntalið var tekið. Þá eru húsin á Akureyri kram búð, sláturhús, mörbúð og göm ul krambúð, og síðan síðast var haldin skoðunargerð á húsum Akureyrar, 20. júlí 1774, hafa þá bætzt við íbúðarhús, nýtt geymsluhús og tvö torfhús, bæði lítilfjörleg. „Klögumálin ganga á víxl" Á tímum einokunarverzl- unarinnar og meðan kaup- menn dvöldust aðeins á Akur- eyri yfir sumarið, voru búðir þeijra vitanlega lokaðar all- an veturinn, en höfðu þó að Akureyri 1882 (ís á Pollinum). Hvíta húsið t v er „ráðhúsið" geyma margt, sem manninn gleður, eins og tóbak og brenni vín. Liggur því í augum uppi, ^ að mörgum hefur verið það tálsverð freísting að brjótast þar inn, enda til um það marg ar sagnir, og munu slík innbrot ekki hafa verið fátíðari á Ak- eyri en annars staðar, þar sem einokunarkaupmenn verzluðu hérlendis. Sumir mundu jafn- vel segja, að fátæklingum þessa lands hafi naumast verið láandi að láta undan þessari freist- ingu í skjóli vetrarhríðar og náttmyrkurs. Með því gafstþeim tækifæri til þess að hefna sín á því verzlunarvaldi, sem nær undantekningarlaust tefldi fram svikum og prettum gegn fátækt, eymd og einfeldni. — Sporin í snjónum báru ekki að- eins vitni einföldum þjófnaði, heldur um leið uppreisn æru, svölun hins óánægða og hefnd hins kúgaða. Til eru líka sagn- ir um ryskingar danskr,a og ís- lenzkra, og kaupmenn reyndu að reka réttar síns, en það mun cft hafa gengið misjafnlega, þó að þeir hlífðu ekki íslending- um við refsingu, þegar þeir sáu sér fært. Stundum bar líka við, að kaupmenn gerðu sig seka um gripdeildir gagnvart íslendingum. Á sumrin kom það stundum fyrir, þó að sjald gæfara væri, að hnupl ætti sér stað úr búðum eða verzlunar- skipum, og árið 1768 var t.d. maður einn dæmdur til að standa fjórar klukkustundir í gapastokk, af því að hann hafði stolið hálfri flösku af frönsku koníaki úr káetu skip stjóra. Þó að þessar ávirðingar legðust að miklu leyti af eftir að kaupmenn settust að á Ak ureyri fyrir fullt og allt, eru þó til sagnir um ryskingar og barsmíðar milli Dana og ís- lendinga, sem áttu sér stað etfir það. Sjálfsagt hafa þær ekki ævinlega verið að ástæðulausu, en drykkjuskapur var á þessum árum mikill og algengur, og hefur hann eflaust verið und- irrótin öðru hverju. Mq8 svip síns tíma Á þessari litlu eyri með sín- um fáu húsum var vitanlega mikil ös og talsvert um manna- ferðir úr nágrannasveitunum sumar og haust, þó að öll hús væru þar þögul og dimm að vetrinum. Stórbændur og smá- bændur sóttu þangað til fanga með hestalestir sínar, færðu kaupmanninum afurðir sínar af sjó og landi og heimaunninn iðnaðarvarning, en keyptu af honum nauðsynjavörur í stað inn. Núverandi íbúa Akureyrar mundi án efa reka í rogastanz, ef þeim gæfist að sjá þetta danska þorp og þá, sem það byggðu, næstu áratugina, áður en það öðlaðist kaupstaðarrétt- indi og nokkru lengur. Allt bar þar vitanlega svip síns tíma, og fram eftir allri síðustu öld urðu breytingarnar hvorki snöggar né stórkostlegar. Hús in voru lítil timburhús og torf- kofar, sem klúktu á eyrinni niður undan Búðargilinu, og þó að mikill væri að vísu munur- inn á húsi kaupmannsins og tómthúsmannsins og bilið breitt milli þess ríkasta og snauðasta á staðnum, þætti þð bezta húsið tæplega eftirsóknar verður íverustaður nú á dög- um, og klæðaburður íbúanna var ekki ævinlega upp á marga fiska og kæmi mörgum spánskt fyrir sjónir 1962. Oddeyrin, brekkurnar og Bótin voru ó- byggðir bæjarhlutar (Lundur, elzta hús á Oddeyri, var ekki byggt fyrr en 1859), og mar- bakkinn og fjaran milli eyr- anna var illfær og stundum ó- fær. Það var engin gata í bæn- um, og vegur upp úr Búðargili og milli Akureyrar og Oddeyr- ar var ekki lagður fyrr en á níunda og tíunda tug aldarinn- ar, sem leið. Vatns- og skolp- leiðslur voru engar, og eldstó var talin munaður. Þeir, sem sóttu sjóinn, brýndu bátum sín um í naust meðfram standlengj unni, en fjaran og bakkarnir voru ekki ævinlega þrifalegir í slátuftíðinni á haustin og Búðarlækurinn ekki heldur. — Skemmtanalífið var löngum fremur fábreytt, þó að menn reyndu að bæta sér það upp með drykkjuskap, og helztu skemmtiatriðin, sem lífið hafði upp á að bjóða, voru komur er- lendra skipa á Pollinn og heim sóknir framandi útlendinga auk bakhjals um náungann. Þegar leið á öldina varð þó talsverð breyting á þessu, þegar farið var að stofna ýmis menningar- og framfarafélög, sem gegndu merkilegu hlutverki á sínum tíma. Það var ekki fyrr en tals vert var liðið á öldina, að bær- inn eignaðist skóla, sjúkrahús og kirkju, og framan af var heldur engin byggingarnefnd, sem skipulagði húsbyggingar í bænum eða skipaði mönnum að snúa húsum sínum eftir öðru en eigin geðþótta. Farartækin voru ekki önnur en hestar og sleðar á veturna, en ekki var óalgengt, að menn riðu hratt um bæinn, drukknir sem ó- drukknir, og með svo miklum bægslagangi, að við sjálft lá, að gangandi fólkið og blessuð börnin væru riðin um koll, og var oft undan því kvartað, bæði í blöðum og af almenningi. — Það var sem sagt lítið um margt af því, sem nú þykja sjálfsögð þægindi og þjónusta, og þó að kaupmennirnir og nánasta skyldulið þeirra héldi sig ríkmannlega, reykti úrvals- vindla og drykki gæðavín, rósa Framhald á bls. 13. Akureyri um 1890. Myndin tekin frá höfnlnnl T í M I N N, föstudagurinn 31. ágsút 1962. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.