Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 13
Akureyri Framhald af 9. síðu. blöðin flytu á mundlaugum þess og á veturna æki það um ísilagðan Pollinn í troikasleð- um, eins og rússneskir aðals- menn á keisaratímanum, þá naut ekki nema lítill hluti bæj arbúa slíkrar skemmtunar og munaðarauka í þessu smáþorpi við botn Eyjafjarðar, þar sem allir töluðu enn dönsku, sem einhvers máttu sín, — eða þá eitthvert óskiljanlegt tungumál, sem því betur er nú gleymt fyr- ir löngu. Norðralýsing 1853 Árið 1852 var í fyrsta sinn komið upp prentsmiðju á Ak- ureyri, en ári siðar hóf fyrsta blaðið, sem prentað var og gef- ið þar út göngu sína. Það var Norðri undir ritstjórn Björns Jónssonar og Jóns Jónssonar, bónda á Munkaþverá. Nú væri ráð að fletta upp í febrúarblaði Norðra frá 1853 og athuga, hvað hann hefur að segja um Akureyri: ,,Þar eru nú heimilis- fastir 230 manna, þar af 40 heimilisráðendur, þeirra á meðal fjórðungslæknirinn, apó tekarinn, þrír kaupmannafull- trúar, einn borgari, ein borgar inna, ein veitingakona, sem selur kaffi með fleiru og nokkr ir, sem þjóna að verzlun, einn prentari, einn bókbindari, fjór ir gull- og silfursmiðir, fjórir járnsmiðir, fimm tré- og húsa smiðir, einn söðlasmiður, einn múrari, einn skóari og enn nokkrir, sem meðfram leggja stund á járn- og trésmíði, og hér um bil 60 börn ófermd. í bænum eru 33 timburhús og nokkur af timbri með torfþaki, auk annarra sem eru með veggj um og þaki af torfi, ein prent- smiðja, en kirkja engin, barna- skóli enginn, spítali enginn, gestgjafahús ekkert. Næstliðið sumar öfluðu bæjarmenn 686 tunnur, 4 skeppur af jarðepl- um og hér um bil 1800 hesta af heyi. Þar eru 40 kýr, fátt eitt af sauðfé og hrossum. Þar eru 32 för, mest tveggja manna og fáein stærri. Helztu atvinnu- vegir bæjarmanna eru: Verzlun smíðar, heyskapur, jarðepla- rækt, selaveiði, fiskiafli og síld arveiði. Meginbærinn liggur á sléttri sandeyri, sem er Akur- eyri, innst við Eyjafjörð vest- anverðan, hér um bil 18 fet yfir sjávarmál, þar sem hún er hæst. Fyrir ofan bæinn er brött brekka eða hár bakki — að meiri hlutanum rnelur, en grasi vaxinn, í hverjum jarðeplagerð arnir liggja — er skerst á ein- um stað í sundur af gili miklu rétt upp undan téöri eyri. Gil þetta er kallað Búðargil og nokkrir jarðeplagarðar eru þar líka, en út og fram undan bæn um liggja Pollurinn áður ræfnd ur Hofsbót, hann líkist mest af öllu hringskornu miklu stöðu vatni.“ Um aldamófin Um áramótin 1900—1901 voru 123 íbúðarhús á Akureyri. Af þeim voru fimm eða sex torfbæir, en hin úr timbri utan eitt. Flest voru þau einloftuð með kvisti. Er fróðlegt að bera nú bæinn saman við lýsingu Norðra 47 árum áður. — 20 ljósjier lvstu upp bæinn. Ýmist hofðu menn þá fengið vatns- ból eða höfðu afnot af því, og farið var að hreyfa umræðum um vatnsleiðslu. í hópi iðnaðar manna voru þá 14 trésmiðir, 8 skósmiðir, 4 járnsmiðir, 2 bók bindarar, 3 söðlasmiðir, 3 ljós- myndarar, 2 úrsmiðir, 2 gull- smiðir, 2 bakarar og 1 skradd- ari, blikkari, málari og sótari, en iðnfyrirtækin vorti tóvinnu vélar, prentsmiðja og íshús. — Yfirleitt var þá afkoma fóiks talin góð og sveitarþyngsli lít- il, en þá voru íbúar Akureyrar 1038 eða nær fjórum sinnum fleiri en 1862. Verzlun og allir atvinnuvegir bæjarbúa tóku á sig muníslenzk ari blæ en verið hafði eftir því sem nær dró aldamótum, og bæjarbragurinn fékk líka ís- lenzkan svip, enda voru þá verzlunar- og hagsmunasamtiik borgaranna sjálfra komin til sögunnar. Gránufélagið hafði þá unnið markvert brautryðj- andastarf undir forustu Tryggva Gunnarssonar, og Kaupfélagi Eyfirðinga, sem stofnað var 1886, óx fljótt fislc- ur um hrygg og hóf verzlun í bænum 1907. Og allar félags- hreyfingar þessara ára og hug- sjónaeldur ýttu undir trú fólks ins á sjálft sig og samtakamátt sinn. Aldamótaárið voru göturnar orðnar allmargar um bæinn og milli bæjarhlutanna, og byggð- in meðfram þeim hafði verið skipulögð. Oddeyrin var fyrir nokkru tekin að byggjast, og á næstu árum byggðist Bótin og Torfunefið, þar sem einnig var byggð hafskipabryggja. Reist var samkomuhús og barna skóli sem á sínum tíma var sagð ur bjartasti og rúmbezti barna- skóli landsins, Möðruvallaskól- inn fluttist til bæjarins, nýtt sjúkrahús var byggt við Spítala veg, vatnsleiðsla lögð um bæ- inn. Um sama leyti hafði tal- 2. sjðan skilnum vini, sem flytur mál sitt á þann heiðarlega hátt, sem göml um aðalsmanni sæmir.“ Þetta bréf er að nokkru leyti dæmi um stjórnkænsku, en þó fyrst og fremst merki þess, að Togo var á undan samtímanum í þeim „sálfræðilega hernaði" sem Japan átti síðar eftir að fullkomna. Ting flotaforlngi tók ekki tilboðinu að gerast lið- hlaupi. Orrustan fór fram og Kínverjar biðu ósigur. í nýju bréfi hvatti Togo enn hinn sigr- aða óvin að leita „sómaríkrar út- legðar í Japan“. Með bréfinu sendi hann nokkrar flöskur af kampavíni. Ting endursendi þær meg tveimur boðberum, sem sögðu: — Flotaforinginn var yð- ur þakklátur fyrir vinskap yðar og bað að láta' segja yður, að hann iðraðist einskis. Hann hefur snúið andliti sínu í átt að Peking og hefur látizt, eftir að hafa tek- ið inn eitur. í maí árið 1900 varð Togo að- míráll yfir öllum japanska flot- anum. Þá stóð uppreisn yfir í landinu. Meginþýðing hennar var að hún átti þátt í að skapa eins konar alþjóðlega samkennd mapna í landinu, sem leit á sig sem jafnoka þeirra stórvelda sem fyrir fáeinum árum höfðu fyrir- litið og barizt við Japan. Nú sáu Japanir að Vesturlandabúar voru þeim ekki lengur sterkari. Togo gat búig sig undir það upp- gjör við Rússa, sem menn fóru að telja óhjákvæmilegt. Forsend ur þeirra sigra, sem hann vann, voru ekki sízt fullkomið njósna- kerfi. Japanskir sjóliðsforingjar unnu árum saman dularklæddir sem hafnarverkamenn í Vlado- vistok, þeir ferðuðust um Mansj- úríu sem verzlunarmenn og heim sóttu strendurnar sem fiskimenn, alveg eins og meistaraleg njósna- starfsemi hálfri öld síðar var for- senda árásarinnar á Pearl Har- bor.* Kenning Togos, „að stiíð vinnast á tímanum milli stríða" fékk staðizt og varð grundvall- arkenning japanska hersins. Síðustu æviár sín lifði Togo sem þjóðhetja og mikils virtur stjórnmálamaður. Um hann mynduðust helgisögur lifandi; löngu fyrir dauða sinn var hann orð'inn kjarni í heilu þjóðtrúar- kerfi. Hann andaðist 30. maí 1934, og hlaut útför á kostnað ríkisins, sem hefði sæmt keis- ara. Síðustu orð hans voru: — Eg hugsa til keisarans — og rósanna minna. (Þýtt og stytt úr Berlingske Aftenavis úr grein eftir Eigil Steinmetz). sími verið lagður milli Akureyr ar og Oddeyrar, gerður trjá- lundur, sem varð vísir að Gróðr arstöðinni, Oddur Björnsson stofnsetti prentverk sitt á Ak- ureyri, göturnar fengu hver sitt nafn, og öllu miðaði áleiðis til glæstara mannlífs og meiri vaxtar. Breyttur bær Margt mætti tína til, ef ætlun- in væri að gera grein fyrir vexti Akureyrar og lífinu þar á síðustu öld o.g þaðan af fyrr í smáatriðum. En þetta, sem hér hefur verið sagt, er ekki annað en molar, tíndir af handahófi. Nú er bæinn svo breyttur frá því, sem þá var, að yngri Ak- ureyringum er ekki fært að gera sér grein fyrir honum, eins og hann var þá, nema af afspurn og eftir gömlum heim- ildum, en þó að Búðarlækur- inn .sé horfinn undir malbikiö og góðborgarar aldarinnar, sem leið. undir græna torfu, muna þó margir, að hér gerðist einu sinni saga. þegar þeir taka sér kvöldgöneu inn Fiöruna eða út Hrossamál Framhald af 6. síðu. sem markmið og hinna sem stunda vilja kjötframleiðsluna. Stefna stjórnar Hrossaræktar- sambandsins í þessu efni hefur komið skýrt fram í umræðum um þessi mál. Því var strax lýst yfir að af hennar hálfu myndi ekkert verða amazt við því þótt stóð- hestar væru ekki í vörzlu yfir að- alfengitíma hryssanna, eða ná- ar til tekið frá 20. maí til 10. júlí. Yfir þann tíma telur stjórn- in kleift að menn geti passað þær hryssur sem þeir ekki vilja láta fyljast, og þær hryssur sem halda á undir ákveðna kynbótahesta, þá í hólfum hjá þeim. Þá er komið að spumingunni: Hagsmunum hverra þjónar það að láta hest- ana ganga lausa á öðrum tímum og þag jafnvel marga frá sama bænum? Því er fljóssvarað. Ekki hags-munum hrossaræktarmanns og ekki heldur hagsmunum kjöt- framleiðenda. Sem sagt það þjón- ar ekki hagsmunum neinna hrossa eigenda að hryssumar séu að fá fang og kasta á öljum tímum árs, en séu stóðhestarnir látnir ganga lausir allt árið, á þetta sér stag í stórum stíl, öllum til tjóns. Það er því staðreynd hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að það er sameiginlegt hagsmunamál allra hrossaeigenda að stóðhestarnir gangi ekki lausir, og auk þess mannúðarmál ekki svo lítið. Af hálfu Hrossaræktarsambands ins er því tekið fullt tillit til þeirra sem stunda vilja kjötfram- leiðsluna en óska eftir að þeir fari þá leið sem þeim sjálfum er hagkvæmust og eyðileggi ekki ræktunarstörfin fyrir þeim sem sýna vilja hestinum einhvern sóma og stunda ræktun hans. Að endingu vill stjórnin benda á þrjú atriði sem eru óvéfengjan- legar staðreyndir: 1. Það að hafa vald á stóðhesta haldinu er undirstaða undir hrossa ræktinni. 2. Þag er hreint hagsmunamál allra hrossaeigenda. 3. Hér er um mannúðarmál að ræða, og það ekki svo lítið. Sauðárkróki, 14. ágúst 1962 Stjórn Hrossaræktarsambands Norðurlands. Vextir lækkaðir Framhald af 16. síðu. samninga sagði hann, að ef hinir einscöku aðilar gætu ekki sjálfir fundið, hvað væri hæfilegt skref til að stíga neyddist ríkisstjómin til að gera það. Kampmann sagðí, ag hann myndi leitast við ag hrinda þrem- ur stórum málum í framkvæmd: Hækkun eftirlauna, meðallauna og lengingu sumarleyfa. Þá sagði hann, að löggjafinn yrði að beita ýmsum ráðum til að bæta kjör hinna lægst launuðu, en stjóm- málamenn yrðu að koma í veg fyrir að slíkt yrði til þess að fracn kæmu samsvarandi kröfur frá þeim, sem betur væru settir. — Aðils. Norðmennirnir Framhald af 16. síðu. laginu var, þegar þeir neydd- ust til að skjóta tryggu sleða- hundana sína, einn af öðmm, 16 að tölu, vegna srnithættu, sem skapazt hefði, þegar austur grænlenzku hundarnir hefðu hitt vestur-grænlenzku hund- ana. Politiken birti myndir og fréttir af pilturtum í gær. Víöavangur Framhald af 2. síðu. var rétt eftir liaft — þá ræðst Vísir meg offorsi á Tímann og segir liann eiga alla sökina á missögnum þessum. Kempan Adenauer fær engin skot hjá Vísi. Tíminn á sökina á því, sem Adenauer sagði.. Heitir þetta ekki ofstækisblinda, eða hvað? Auglýsing um opnun Gjaldheimtunnar í Reykjavík Á grundvelli laga nr. 68/1962 um heimild til sam- eiginlegrar innheimtu opinberra gjalda, hefur verið gerður samningur milli ríkissjóðs, borgar- sjóðs Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur, um sameiginlega innheimtustofnun, sem nefnist Gjaldheimtan í Reykjavík. Stofnuninni er í byrjun falið að innheimta þing- gjöld er áður hafa verið innheimt samkvæmt skatt- reikningi (þ.e. tekjuskattur, eignarskattur, náms- bókagjaid, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, alm. tryggingasjóðsgjald, lífeyris- og slysatrygginga- gjöld atvinnurekenda og atvinnuleysistrygginga- gjald), borgargjöld (þ.e. útsvör og aðstöðugjald) og sjúkrasamlagsgjöld. Álagningu gjalda er lokið, og verður gjaldendum sendur gjaldheimtuseðill, þar sem sundurliðuð eru þau gjöld, er þeim ber að greiða á árinu 1962, til tekin fjárhæð þeirra samtals, svo og sú fjárhæð, sem gjaldendur kunna að hafa greitt fyrirfram upp í gjöld álagningarársins. Sérstök athygli er vakin á, að það sem talið er fyrirframgreisðla á gjaldheimtuseðli er sú fjár- hæð, er gjaldendur hafa greitt í þinggjöld útsvör og sjúkrasamlagsgjöld samtals á árinu 1962 fram að 15. ágúst s.l. Greiðslur er kunna að hafa ver- ið inntar af hendi frá þeim degi og fram að opnun Gjaldheimtunnar, verða færðar inn á reikning við- komandi gjaldanda í Gjaldheimtunni. Það sem ógreitt kann að vsrða af sameiginlegum gjöldum yfirstandandi árs, ber gjaldendum að greiða með fjórum, sem næst jöfnum afborgunum þ. 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des. Næsta ár ber gjaldendum að greiða fyrirfram upp í gjöld árs- ins 1963 fjárhæð, sem svarar helmingi gjalda yf- irstandandi árs, með fimm jöfnum afborgunum þ. 1. febr., 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, og er sú fjárhæð tiltekin samtals og einnig sundur- liðuð eftir gjalddögum á gjaldheimtuseðli 1962, enda verður ekki sendur út nýr seðill vegna fyr- irframgreiðslu 1963. Fari svo af einhverjum ástæðum, að gjaldheimtu- seðill komist ekki í hendur réttum viðtakanda, leysir það að sjálfsögðu ekki undan gjaldskyldu. Eftirstöðvar hinna ýmsu gjalda frá 1961 og eldri, hefur Gjaldheimtunni einnig verið falið að inn- heimta og ber þeim, sem þannig er í vanskilum að gera skil hjá Gjaldheimtunni, hvort sem um er að ræða ógreidd þinggjöld, útsvör eða sjúkra- samlagsgjöld. Gjaldheimtan í Reykjavík verður opnuð til af- greiðslu í Tryggvagötu 28 þ. 1. september og er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 9—16, föstu- daga kl. 9—16 og 17—19 og laugardaga kl. 9—12. Reykjavík, 30. ágúst 1962. Gjaldheimtustjórinn. Bótina niður a Eyri T f M I N N, föstudagurinn 31. ágsút 1962. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.