Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 8
Fröken Helga Sigurðardóttir, fyrrverandi skólastjóri Húsmæðra- keimaraskóla íslands, er látin. Hún fæddist á Akureyri 17. ágúst 1904. Var hún dóttir hinna nafnkuhnu hjóna Þóru Sigurðar- dóttur og Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra á Hólum og síðar bún- aðarmálastjóra. Hólar í Hjaltadal var bernsku- og æskuheimil frök- en Helgu. Þaðan var lagt upp. Þeir, sem vaxa upp í húsi við götu í borg, geta ekki gert sér í hugarlund hvaða skyldum sá er bundinn, sem slítur barnsskónum á Hólastað. Það kom fyrir að nem- endur fröken Helgu brostu, þeg- ar hún sagðist vera frá Hólum; en henni var það meira en orðin tóm, því einmitt’það að hún var frá Hólum, átti þátt f að ákveða stefnuna í lífi hennar og starfi. Umsvif og ábyrgð búsýslunnar á stóru skólaheimili, gefa glöggu auga skýra mynd af því hve það starf er mikilvægt að veita heirna- mönnum hvers húss, aðbúð og um- önnun. Fröken Helga tók snemma þátt i hússtjórn á heimili foreldra sinna, jafnframt því sem hún naut menntunar og öðlaðist sinn hlut hinnar vonaríku trúar á fram- farir, sem gerði þá tíma öðrum betri. Ég held að fröken Helga hafi frá upphafi vitað, hver staður henni var ætlaður í fylkingu hinna bjartsýnu framfaramanna, því að hún lagði þegar á unga aldri hik- laust út á menntabrautina, sem bjó hana undir ævistarfið. f þá daga var þag ekkert sjálfsagt eða hversdagslegt að sigla og læra til hússtjórnarkennara. Kennarastöð- ur í þeirri grein voru þá naum- ast til og virðing almennings fyrir þeim fræðum mjög takmörkuð. Ekki sagðist fröken Helga heldur haf-a notið hvatningar þegar hún að loknu húsmæðraskólanámi í Danmörku fór þess á leit við for- eldra sína að fá að stunda nám í skóla Birgitte Berg-Nielsen í Kaupmannahöfn. Það varg þó að ráði; lauk hún húsmæðiakennara- prófi úr þeim skóla árið 1926. Þegar heim kom, stundaði hún matreiðslustörf og kenndi á nám- skeiðum til ársins 1930 er hún gerðst hússtjórnarkennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Fór brátt mikið orð af kunn- áttu hennar í matgerðarlistinni, svo að ekki var örgrannt um að hinum eldri þætti fram hjá sér gengið er húsmæður tóku almennt ag leita til hennar um sérfræði-| legar leiðbeiningar, en þær veitti; hún hverjum sem var, með ljúfu j geði, hafði hún jafnt á valdi sínu j nýja þekkingu utan úr hejmi sem gamla reynslu að heiman. Varði hún jafnan öllum stundum, sem afgangs voru frá störfum og skyld- um' heima, til náms og ferða- laga erlendis, að afla sér þekking- ar og reynslu er að haldi mætti koma. Sparaði hún til þess hvorki fé né fyrirhöfn, og gerðist víðförul og margfróð. Það var f samræmi við hið gjöf- ula lundarfar hennar að hún vildi láta aðra njóta góðs af þekkingu sinni í sem ríkustum mæli; varð hún brátt mikilvirkur rithöfundur. Fyrsta bók hennar, „Bökun í heimahúsum“, kom út 1930, rak síðan hver bókin aðra um hina ýmsu þætti matreiðslunnar. 1947 lauk hún við stóra alhliða mat- reiðslubók, hefur sú bók „Matur og drykkur", verið gefin út í þremur útgáfum, alls um 7 þús. eintök, og er óefag útbreiddasta matreiðslubók hérlend, næst kennslubókinni „Lærið að mat- búa“ er hún skrifaði fyrir barna-! skólana og gagnfræðaskólana. Auk - þessa skrifaði hún að staðaldri í blög og tímarit til fræðslu og hvatningar húsmæðrum landsins. Það er víst að ritarar og aðstoðar- menn fröken Helgu eiga sinn þátt í hinum miklu afköstum hennar { á þessu sviði, og ber að þakka það. Hins vegar grunar mig að þeim hafi heyrzt yfir eitthvað af MINNING: Helga Sigurðardóttir r fyrrverandi skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla Islands því, sem lesið var fyrir, þótt mat- reiðslubækur fröken Helgu beri glögg einkenni höfundarins, eru þær ekki gæddar eins miklu lífi og bók sú, er við nemendur í Hús- mæðrakennaraskóla íslands skrif- uðum eftir henni á skólaárunum. Hiklaust má segja að bækur fröken Helgu marki tímamót á sínu sviði. Aldir hi'ns hefðbundna og einhæfa mataræðis eru liðnar og nýir siðir era teknir, upp. Þeg- ar fjölbreytnin eykst og úrræðun- um fjölgar, er sú hætta nálæg, is. Voru það aðeins níu kennarar, sem nokkru síðar, liklega árið 1937, bundust samtökum. En Kenn arafélagið Hússtjórn var starfhæft þrátt fyrir fámennið, og komst nú skriður á, þar sem áður var kyrr- staða. í febrúar 1941 kýs félagið nefnd úr sínum hópi til þess að undir- búa stofnun húsmæðrakennara- skóla. Samstarfskonur fröken Helgu í nefndinni voru frá Soffía J. Claessen og frú Ólöf Jónsdóttir. Var nú hvergi hikað. Sömdu nefnd að hinu garnla sé varpað fyrir arkonur drög að reglugerð og borð athugalaust. En fröke.T Helga kostnaðaráætlun fyrir húsmæðra- var frá Hólum og barðist af eld- kennara?kóla, sendu síðan Alþingi móði fyrir því, að þjóðlegar erfðir væru í heiðri hafðar, og að jafn- framt væri hlítt leiðsögn nýrra vísinda í manneldismálum. Alls liggja eftir hana undir 20 bækur og rit, stór og smá. Fröken Helga var kennari við Austurbæjarskólann til 1942. Á síðustu starfsárum hennar þar, dregur t.i! þeirra tíðjnda. sem lengst munu halda nafni hennar á loft. Voru þá fvrir nokkru teknir til starfa í landinu húsmæðraskól- ar; lög um húsmæðrafræðslu í sveitum voru sett á Alþingj 1938. og þremur árum síðar lög um húsmæðraskóla í kaupstöðum í þeim lögum var heimild um stofn- un húsmæðrakennaraskóla, því að Ijóst var.að skortur á sérmenntuð- um kennurum mundi brátt há sfarf semi húsmæðraskólanna. Höfðu áður verjð gerðar tillögur um stofnun húsmæðrakennaraskóla af nefndum o? félagasamtökum. en þær komust aðeins á pappírinn, og frumvarp um sama efni samið og flutt á Alþingi, náði heldur ekki fram að ganga. sitt erindi með þeim árangrj ag í maí 1942 staðfesti þáverandi menntamálaráðherra, Hermann Jónasson, reglugerð fyrir Hús- mæðrakennaraskóla fslands sam- kvæmt lagaheimild þeirri, er fyrr greinir, og var jafnframt veitt fé lil að stofna og reka skólann. Fröken Helga var skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla Tslands frá upphafi. og helgaðj honum krafta sína óskipta. Vart mun nokkur kona hafa vakas yfir vel- ferð óskabarns síns með meiri kostgæfni. Skólinn fékk inni í háskólabygg- ingunni og voru hinir færustu sér- fræðingar kvaddir þar til kennslu- ktarfa, en verklega kennslan hvíldi öll á'herðum fröken Iíelgu fyrstu tvö s’arfsárin. Fröken Helga var fríð kona, svipurinn bjartur og hlýr; hún var ætíð vel búin, sómdi sér vel í sam- kvæmum og var hvarvetna eftir- sött, ef stofnað var til mannfagn aðár. Þótt hún væri löngum heilsu veil, var þrek hennar undravert. Minnist ég þess frá skólavist minni svipan og haldið af stað til þess að njóta menningar- og skemmt- analífs borgarinnar. Hún tók þátt í margháttuðu félagsstarfi, sem of langt yrði upp að telja. Yfir þessum fyrstu stajfsárum í Húsmæðrakennaraskóla íslands er mikill glæsibragur. Fröken Helga var örlynd og ókvalráð og hreif alla með áhuga sínum og krafti. Mikilvægum áfanga var náð. Hún hafði ævinlega verið staðráðin í að vinna húsmæðrafræðslunni, svo sem hún megnaði; nú var grund- völlurinn lagður og nóg að stríða og starfa. Öll stjórn hennar var hiklaus og ótvíræð, athöfn fylgdi orðum, hugmyndirnar íklæddust á- þreifanlegu gervi, en vesluðust ekki í skugga efasemdanna. Þá var oft hressandi gustur í Húsmæðra- kennaraskóla íslands, örvandi og vekjandi en óhægur þeim, sem vildu móka og njóta drauma sinna. Hver venjulegur maður efast oft um gildi verka sinna, lítur til baka, hikar og íhugar hvort stefn- an sé rétt; við því gefast sjaldan einhlít svör. Sumir álitu að fröken Helga væri laus við þetta tvílráða hugarfar, sem svo mjög heftir fram kvæmdasemi og hamlar því að hæfileikar manna fái notið sín. Svo stórra mála með smámunasemi. á gildi og nauðsyn þess málefnis, sem hún vann fyrir og lét ekki efa- semdir hefta för sína. Mættu menn af því læra að tefja ekki framgang stórra mála með smámuna semi. f 14 ár var Húsmæðrakennara- skóli fslands til húsa í háskóla- byggingunni, en árið 1956 var þeirri gistivist lokið. Höfðu for- ráðamenn Háskóla fslands ávallt sýnt fröken Helgu og skóla hennar allan sóma, var þag Húsroæðra- kennaraskólanum heilladrjúgt að vaxa upp í skjóli æðstu mennta- stofnunar landsins. Því var erfitt að þurfa að yfirgefa þann stað. Féll starfsemi Húsmæðrakennara- skóla íslands niður næstu tvö árin með því ag ekki reyndist kleift að útvega húsnæði til skólahalds. Var þó margra úrræða leitað. Kom þá til mála að fá skólanum til af- nota hús á Akureyri, sem ekki var fullnýtt þá stundina; var á Alþingi flutt frumvarp þess efnis. En þá tók fröken Helga í taumana. Skipu lagði hún harðsnúinn andstöðu- flokk bæði innan þings og utan og lét fella frumvarpið. Fannst henni frumvarp þetta stefna að því að gera óskabarn hennar, skólann, að niðursetningi, sem höfuðborgin gæti ekki alið lehgur. Gætti nokk- urs tilfinningahita á báða bóga; norðanmenn kváðust albúnir að taka Húsmæðrakennaraskóla fs- lands undir sinn verndarvæng, og væru þeir kunnir að því ag búa vel að skólum. Að loknu þessu stríði fékk skól- inn til umráða hús það er hann nú hefur aðsetur í við Háuhlíð. Auðnaðist fröken Helgu að ná því marki ag búa skólanum heim- ili á nýja staðnum og starfa þar í þrjú ár. Þá voru kraftar hennar þrotnir, og var henni veitt lausn frá embætti síðastliðið haust. Fröken Helga var sæmd ridd- arakrossi fálkaorðunnar 1956, en áður hafði hún hlotið Mannerheim- orðuna finnsku. Eg hef nú reynt að rekja nokkur atriði hins mikla og farsæla ævi- starfs fröken Helgu Sigurðardótt- ur. Sú frásögn er ófullkomin og einföld, en forðast ber að draga af því þá ályktun að líf hennar hafi verið óbrotið og auðvelt. Hún háði marga baráttu, og það tók þeim mun meira á hana sem hún var til- finningaríkari en almennt gerðist, en með óbilandi viljaþreki kom hún áhugamálum sínum fram. Næstum allt sitt starfsskeið átti hún við vanheilsu að búa. Naut hún alla tíð í ríkum mæli um- hyggju vandamanna sinna, í föður- húsum, í systkinahóp, en þó eink- um um margra ára skeið í sambýli við frú Rögnu systur sí’na ,hjá henni var ag finna þann styrk sem aldrei brást. Fröken Heiga átti marga tryggðavini, var svo um flesta, að þeir höfðu á henni því meiri mætur, sem kynnin urðu lengri. f kringum hana var aldrei auðn né tóm, vinir og vandamenn fylltu húsið. Eg minnist óviðjafn- anlegra gleðistunda á heimili hennar, spenningur lá í loftinu, hátíg var runnin upp, því að frök- en Helga gaf á báðar hendur hverj- um þeim, sem fær var um að njóta. Því fór þó fjarri að menn væru sammála öllu, sem hún sagði, eöa þætti allt gott, sem hún gerði en öll orð hennar og verk voru hluti af óvenju samstilltri og listrænni heildarmynd, persónuleika, sem vart átti sinn líka, og gæddur var einstæðum lífskrafti. Mikilhæf kona er fallin í valinn. Sagt er ag maður komi í manns stað en í hugum og hjörtum vina sinna er fröken Helga ódauðleg og gerir hversdagsleg orðtök ómerk. Vér getum aðeins verið þakklát fyrir það lán að hafa fengið að njóta samfylgdar hennar spölkorn á lífsleiðinni, og kvatt hana með blessunaróskum og alúðarfullri þökk. Vigdís Jónsdóttir. Gullbrúðkaup Arig 1934 byrjaði fröken Helga hin fyrstu tvö starfsár í Húsmæðra að vinna að félagsstofnun þeirra kennaraskóla íslands, hversu hún kvenna, er aflað höfðu sér hús- gat' eftir langan og strangan mæðrakennaramenntunar erlend- i kennsludag búizt skarti í einni GULLBRUÐKAUP eiga j dag hjónin Elfn Lárusdóttir og Hermann Jóns- son bóndi og hreppstjóri á Yzta-Mói í Fljótum. Þau hjón eru kunn a8 miklum störfum, höfðingsskap og ágaetum mannkostum. Hermann hefur unnið mjög að félagsstörfum, var lengl kaupfélagsstjóri á Haganesvfk, odd- vi'fi og hreppstjóri sveftar sinnar auk margra annarra trúnaðarstarfa 8 T f M I N N, föstudagurinn 31. ágsút 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.