Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 15
ívjnkramism Framhald uf blg. 1. Georg Lúðvíksson, fram- lrvæmdastjóri byggingarnefnd- ar Landspítalans, kvað erfitt að segja um, hvenær byggingar- framkvæmdum við Landspítal- ann yrði lokið, en þær mundu standa a. m. k. 3—4 næstu ár. Árið 1953 var byrjað að grafa fyrir viðbótarbygging- unni, sem er í þremur álmum, hver á fjórum hæðum, og bygg ingin alls um 35.000 rúmmetr- ar. Byggingin hefur öll verið steypt upp, og er frágangi að utan nær lokið. Tengiálman, þ. e. a. s. álman næst gömlu byggingunni, er lengst komin, og hefur þegar verið tekið í notkun húsnæði í kjallara henn ar undir tannlæknadeild Land- spítalans. í tengiálmu verður ein sjúkradeild með 25 sjúkra- rúmum, nýjar skurðstofur og rannsóknarstofur, kennslustof- ur fyrir læknastúdenta, vakther bergi námskandidata, bókasafn iækna, skjalasafn fyrir sjúkra- deildir o. fl. Er miðað við, að kennslustofur verði til fyrir 1. okt. n. k., og vonast til, að öll álman verði langt komin um næstu áramót. í vesturálmu verða 4 sjúkra- ' deildir með um 110 sjúkrarúm um og æfingadeild fyrir lam- aða og fatlaða. Er miðað að því, að öll álman verði full- gerð í lok 1963. f austurálmu verða um 100 sjúkrarúm, svo að fjölgun sjúkrarúma verður alls um 235. Þar með eru talin 60 sjúkrarúm, sem munu til- heyra barnaspítalanum, sem verður í vesturálmu. Auk þess, sem upp er talið, er áformað að byggja nýtt þvottahús fyrir Landspítalann, og einnig verður að rísa ný eld húsbygging á næstu árum. Sjoppustríðið Framhald ai 1 síðu. ir menn ráða mestu í matvörukaup mannafélaginu og hafa reynt að beita áhrifum sínum leynt og ljóst til þess að fá þetta bannað. — Þótt sjoppuleyfið kosti 1000 krónur á mánuði, sagði Svavar, og afgreiðslan sé dýrari, þá viljum við berjast fyrir ag fá að halda þessu áfram, því að neytendurnir eru mjög þakklátir þeim verzlun- um, þar sem hægt er að fá mat- vöru á kvöldin, og láta þær verzl- anir njóta þess. Eg held, sagði Svavar að lokum, að hagsmunir okkar og neytenda fari hér sam- an, og bið þá að fylgjast vel með því, sem fram vindur í þessum málum. TÍMINN hafði í gær samband við Guðna Þorgeirsson, formann Félags matvörukaupmanna, en hann vildi ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál að sinni, en sagði, að skoðanakönnun væri í gangi meðal kaupmanna um lok- unartíma sölubúða. Íþróttir v Framhald af 12. síðu. ið, og önnur mál, sem þing- meirihluti leyfir. LAUGARDAGINN 15. sept. kl. 2 e. h. 10. Tekin fyrir fjárhagsáætlun og tillögur fjárhagsnefndar. 11. Ákveðin ársgjöld. 12. Þingnefndir skila störfum. 13. a. Kosin framkvæmdastjórn á- samt varamönnum. b. Kosnir fulltrúar landsfjórð- unganna og Reykjavíkur í sambandsráð. c. Kosnir tveir endurskoðendur og tveir til vara. d. Kosinn íþróttadómstóll. 14. Þingslit. P. s.: — Dagskráratriði verða færð til á milli 'daga í samræmi við hversu þingstörf ganga og þingviljá. MinningarsjóSur um Helgu SigurS- ardóttur STJÓRN nemendasambands Hús mæðrakennaraskóla íslands gengst fyrir stofnun sjóðs við Húsmæðra- kennaraskólann til minningar um Helgu Sigurðardóttur, fyrrverandi skólastjóra. Höfuðmarkmið sjóðsins á að vera að styrkja stúlkur við nám í skólanum. Minningarkort verða afhent, og gjöfum verður veitt móttaka í sjóðinn í Bókaverzlun ísafoldar Austurstræti og í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti. SÍLDIN Framhald af 16. síðu, gær var saltað í tæpar 400 tunnur á Raufarhöfn. Átján skip komu til VOPNAFJARÐAR í gær meg 8500 mál síldar, aðal- lega af vestursvæðinu. Síld- in var dálitið misjöfn, og var ekkert af henni saltað. Síldarbræðslan hefur nú tekið á móti 200 þúsund mál um, og er það meira en nokkru sinni fyrr. Á síðasta sumri tók hún samtals á móti um 150 þúsund málum. Búið er að salta í 12 þúsund tunnur. Ágætt veður var á Vopnafirði í gær, en þoka. Til SEYÐISFJARÐAR komu í gær 7 skip með 6— 7000 mál. Dálítið var saltað á þremur stöðvum um morg- uninn, en víðast hvar er orðið lítið um fólk. Á ESKIFIRÐI var von á mörgum bátum með síld í gærkvöldi, og vitað var að Seley var á leið inn með 1200 tunnur, en eitthvað af þeim afla átti að fara í bræðslu. Síldarbræðslan var þá búin að taka á móti 46.200 málum, eða 9000 mál- um meira en í fyrra. Saltað hafði verið í rúmlega 9000 tunnur og í frysti höfðu far- ið 3300 tunnur. Einn bátur kom til REYÐ- ARFJARÐAR í fyrradag og tveir í gær. Saltað hefur verið þar í á 11. þús. tunn- ur, og síldarbræðslan hefur tekið á móti 1400—1500 málum. Nokkrir byrjunar- örðugleikar eru hjá bræðsl- unni, og í gær kom mjöl- pokinn á tveimur minútum, en á að geta komið á einni. Engin söltun var á FÁ- SKRUÐSFIRÐI í gær, þar eð verið var að hreinsa sölt unarstöðina, en búizt var við að söltun hæfist með kvöldinu. Þrír bátar komu þangað í gær með nokkurn afla og von var á þeim fjórða. Síldarbræðslan hefur tekið á móti 55 þúsund mál- um í sumar, og er það meira en nokkru sinni áður, enda var verksmiðjan stækkuð í sumar og er afkastameiri en áður hefur verið. Ljósafellið og Kambaröst komu til STÖÐVARFJARÐ- AR í gær með síld til sölt- unar. Mikil síld hafði verið á svæðinu þar sem skipin voru á veiðum, og höfðu þau bæði sprengt nætur sín- ar. Búið er að salta í 3400 tunnur og búizt var við að saltað yrði í 400—500 tunn- ur í nótt. Alls hafa 300 tunn ur farið í frysti, en mikið er að gera í frystihúsinu við annan afla, og hafa þar ver- ið frystir 1300 kassar af þorski og ýsu í þessum mán- uði. Tólí fundir her- námsandstæð- BIFREIÐ MEÐ ÓJAFNA HEMLA 0LLI STÓRSLYSI í GÆRDAG inga um næstu helgi LANDSFUNDUR hernámsand- stæðinga verður settur föstudag- inn 14. sept. n. k. kl. 5 í Iðnó í Reykjavík. Undirbúningur er þeg- ar hafinn um land allt og hafa tíu umræðufundir verið haldnir á Austur- og Norðurlandi undanfarn ar tvær vikur, nýjar héraðsnefnd- ir kjörnar og val á fulltrúa ákveð- ið. Nú um þessa helgi verða haldn ir tólf umræðufundir á vegum her námsandstæðinga á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Á sunnudagskvöld verða framsögu- menn á Stykkishólmi: Gunnar Guð bjartsson frá Hjarðafelli, Séra Þor grímur Sigurðsson, Staðastað, Þor- varður Örnólfsson, kennari og Ein ar Laxness, sagnfræðingur. Þrír þeir síðastnefndu tala í Ólafsvík á mánudagskvöld, en Einar og Þor varður í Grafarnesi á laugardag. Á Vestfjörðum verða fundir í Súðavík, á Suðureyri og ísafirði, og framsögu hafa á öllum fundun- um: Guðmundur Ingi Kristjáns- son frá Kirkjubóli, Páll Bergþórs son, veðurfr., og frú Guðrún Guð- varðardóttir. Þeir Gils Guðmundsson, rithöf. og Ragnar Arnalds verða á fund- um á Norðurlandi, en aðrir fram- sögumenn verða Skúli Guðjóns- son, Ljótunnarstöðum, á Hólma- vík, Hermann Pálsson, lektor á Hvammstanga og Skagaströnd, Magnús Gíslason frá Frostastöðum á Sauðárkróki og Steingrímur Baldvinsson í Nesi og Þóroddur Guðmundsson á Akureyri, en á Siglufirði er enn óráðið um aðra framsögumenn. Klukkan 3,30 í gær varð ungur drengur fyrir bifreið á Sogavegi með þeim afleiðing- um, að hann lærbrotnaði beggja megin og skaddaðist mikið á höfði en bifreiðin var með ójafna hemla og rann þvert á öll hjól yfir barnið. Drengurinn lá á Landsspítalan- um í gær, en þar var óttast um líf hans. Eigandi bifreiðarinnar hafði fengið frest hjá bifreiðaeftirlitinu til að gera við hemlana. Hér er um sex manna fólksbif- reið að ræða. Henni var ekið vestur Sogaveg á allmikilli ferð, þegar slysið bar að, en þar, skammt vestan Tunguvegar, var strætisvagn að hleypa farþegum út á biðstöð. I sama bili og stræt- Sýning Sigfúsar Næstkomandi laugardag kl. 16 opnar Sigfús Halldórsson mál- verkasýningu í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Á sýningunni verða rúmlega 60 myndir, og eru þær all ar frá Hafnarfirði. Að þessu sinni sýnir Sigfús rúm lega 60 myndir, og hafa þær all- ar verið gerðar á síðustu tveimur árum. Þarna verða olíumyndir, vatnslitamyndir, mannamyndir, olíupastelmyndir, rauðkrítarmyncji ir og svartkrítarmyndir. Málverkasýningin í Iðnskólan- um í Hafnarfirði verður opin dag- lega frá klukkan 14 til 22, til 10. september. Myndirnar, sem á sýn- ingunni verða, eru allar til sölu. \ isvagninn ók af stað, sá ökumað- ur fólksbifreiðarinar tvö börn leggja út á götuna aftan við vagn- inn, lítinn dreng, 4—5 ára, og telpu, 9—10 ára gamla. Telpan leiddi drengiiin, en þegar þau komu út á götuna, ■ virtist öku- manni telpan missa tökin á drengn um og hann hljóp suður yfir göt- una. Ökumaður hemlaði, en bifreið in snerist til vinstri og rann þann- ig langan spöl þvert á öll hjól og á drenginn, sem mun hafa orðið fyr ir hægri hjólhlífinni, rétt aftan við hjólið. - Þegar bifreiðin staðnæmdist, var hún komin út fyrir venjulega akbraut, uppundir húsagarðana, en drengurinn lá nálega 3 metra aftan bifreiðarinnar. Telpuna sak- aði ekki, en hún hljóp burt skelf- ingu lostin. Drcngurinn var flutt- ur á læknavarðstofuna og þaðan strax á Landsspítalann. MéraSsméf i MánagarfSi Héraðsmót Framsóknarmanna í AusturcSkaftafellssýslu verður haldið í Mánagarði laugardagin 8. september næstkomandi. Nánar verður sagt frá því í blaðinu síð- ar. Spennírinn rannsakaður Sérfræðingur frá framleiðanda spennisins, sem bifaði I Áburðar- verksmiðjunni, kom hingað til lands í fyrrinótt og hóf athuganir á spenninum í gær. Hann var ekki búinn að opna spenninn, þegar blaðið talaði við framkvæmda- stjóra verksmiðjunnar og því ekki vitað, hvar bilunin var fólgin. Rðgert er að hefja fundi á Suð- urlandi í næstu viku, og n. k. föstudag verður haldinn stuðnings mannafundur í Reykjavík og verð ur þar gengið frá vali Reykjavík- urfulltrúa á landsfundinn. (Frá Samtökum hernámsand- stæðinga). Soblenmálíð Samvinnuskólinn Bifröst Inntökupróf verður haldið 1 Menntaskólanum í Reykjavík dagana 18. til 22. sept. Þátttakendur mæti til skrásetningar í Bifröst fræðsludeild Sambandshúsinu, mánudaginn 17. september. Samvinnuskólinn Bifröst. Framliald af 7. síðu. Gurian ekki veitt Bandaríkja- mönnum frekari aðstoð til að n í fangann en orðið var. — Andstöðuflokkar hans til hægri og vinstri sameinuðust gegn honum. Vinstri flokkurinn Ah- dut Avodah, sem er einn af fjórum stuðningsflokkum hans, virtist einnig hafa snúið við honum baki. Hann gat því átt-á hættu að stjórn hans félli ef honum yrði frekar á í mál- inu en orð>ð var. HÉR KOM einnig til greina afbrýðisemi og tortryggni ungs og vanmáttugs ríkis gegn eldri og öflugri ríkjum. Almenn ingur virtist hafa tilhneigingu til að álíta, að Bretar og Banda ríkjamenn væri að reyna að kúga fsrael til þess að fram- kvæma skítverk fyrir sig. Fólki fannst ótrúlegt, að þeir gætu ekki komið Soblen til Banda- ríkjanna án þess að blanda ísra el í málið. Einkum olli það ákafri and- stöðu, þegar brezka stjórnm skipaði ísraelsku flugvélinni að flytja Soblen til tiltekins staðar. Það bætti svo gráu ofan á svart þegar það var haft eftir fulltrúa Bandaríkjanna í Lond- on, að flutningur Soblens væri mál milli Breta og flugfélags- ist, en okkar menn munu svo taka við að fluginu loknu“. ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir færi ég börnum mínum, tengda- börnum og öðrum, sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum, skeytum og ánægjulegu ferða- lagi á sextíu ára afmælinu. María Óladóttir, Ingjaldshóli. Þökkum innllega auðsýnda samúð og vináttu við andiát og jarðar- för mannsins míns, Runólfs Bjarnasonar frá Skaftafelli. Óiöf Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Við þökkum innilega vináttu og samúð okkur auðsýnda við andlát og útför GUÐMUNDAR RAGNARS JÓSEFSSONAR Suðurgötu 18, Hafnarfirði. Steinunn Guðmundsdóttir og börn, Jenny Guðmundsdóttir, Sigrún Skúladóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Magnússon. Bróðir okkar, ÞORVARÐUR KÉRULF JÓNSSON frá Bessastöðum í Fljótsdal, andaðist mánudaginn 27. ágúst síðastiiðinn. Fyrir hönd systkina hins látna, Jónas Jónsson. T í MIN N, föstudaginn 31. ágúst 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.