Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 16
PRENTARAVERKFALL !r ÞEGAR blaðið fór í prentun í gærkvöldi, haf'ði enn ekki samizt með aðilum í prentaradeilunni. Málið var enn á viðræðustigi, og enginn sáttafundur hafði verið bo'ðaður. Verkfallið skellur á á miðnætti í kvöld, hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Föstudagur 31. ágúst 1962 198. tbl. 46. árg. Fyrst eftir þinglýsingu Utlendingaeftirlitið hefur nú tekið saman skýrslu um dvöl Ulrich Mart, eiganda Sandhólaferju, hérlendis. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, hefur hann verið tíður gestur á íslandi, allt frá 1953 til 1957, en frá og með því ári og til þessa dvalizt hér misjafnlega lengi, þó aldrei fulla sex mánuði samfleytt. í fyrra kom Mart 19. nóvember og dvald- ist hér samfleytt í 5 mánuði og 16 daga, til 5. maí þessa áxs, en þá fór hann utan í hálfs mánaðar reisu og kom aftur 20. maí og hefur dvalizt hér síðan. Það virðist því matsatriði, hvort Mart hafi borið skylda til að eiga hér lögheimili, en samkvæmt lög- um frá 1960 er miðað við dvöl lengri en 6 mánuði. Skýrslan ber hins vegar með sér, að samanlagt hefur hann dvalizt hér meiri hlut- ann af árinu í séinni tíð. Samkvæmt upplýsingum frá Skottstofunni hefur Mart verið skattlagður hér s. 1. 3—4 ár, sam- kvæmt reglugerð, sem nær til SPRENGJA NÆTUR Á VAÐANDI SÍLDINNI Lítil veiði var á vest- ursvæðinu í gær, en hins vegar mjög mikil á aust- ursvæðinu aðallega aust- ur af Skrúð og Papey. Nokkuð var sildin blönd- uð, en þó fór meiri hluti hennar í salt. Nokkrir bátar sprengdu nætur sínar á þessu svæði. Flugvél hafði séð mikla vaðandi sild við sunnan- verða Austfirði í gær. Fremur lítið var um að vera á SIGLUFIRÐI og RAUFARHÖFN í gær. Á Siglufirði var ekkert saltað, og fá skip höfðu komið þangað inn Á Raufarhöfn biðu 5000 mál löndunar, en að löndun þeirra lokinni hafði síldarbræðslan tekið á móti 315 þúsund málum. í Framhald s 15 siðu TVEIR ungir Norðmenn létu allar aðvaranir sem vind um eyru þjóta og lögðu upp í ferða lag yfir Grænlandsjökul í fót- spor Friðþjófs Nansens. Þeir lögðu af stað frá Umivik á aust urströndinni 27. júlí, og 31 degi síðar komu þeir á ákvörð- unarstað á vesturströndinni. allra útlendinga, sem hér vinna, en hafa ekki ríkisborgararétt. — Þessi skattlagning er ekki bund- in við heimilisfestu og hefur því enga þýðingu í málinu. Atvinnumálaráðuneytið mun ekki hafast frekar að varðandi eignarheimild Mart fyrr en hann gerir tilraun til að þinglýsa afsali á Sandhólaferjunni. Músatyfusinn búinn aðvera í frétt frá borgarlækni segir, að svo virðist sem músatyfus- faraldrinum í Rvk sé nú lokið. í fréttatilkynningunni segir, að 198 manns hafi tekið veikina í Reykjavík og 35 utan Reykjavík- ur. Á þessum tíma eru 551 sjúkl- ingur skráður með iðrakvef og þykir sennilegt, að margir þeirra hafi verið með músatyfus, vegna þess að þessir sjúkdómar haga sér svipað. í fréttatilkynningunni er sagt, að sýkillinn sé skyldur þeim sýklum, j sem valda taugaveikibróður, þótt: „ , , . ........ eitrunin, sem þeir valda, hegði sér j menneflokksms er nu hald.ð öðruvisi. Er músatyfusinn kallað- hér í Kauþmannahöfn. Eftir ur í fréttatilkynnigunni „tauga miklar deilur og langvinnar Björn Staib t. v. og Björn Reese t. h. með tvo hundanna. skyldur þeirfa voru mjög á- hyggjufullar yfir þessu tiltæki. Piltarnir sögðu, að væru þeir ekki komnir fram 50 dög- um eftir brottför, mætti hefj- ast handa um að leita þeirra, og var allt undirbúið til slíkrar leitar. Grænlendingarnir, sem vissu um fyrirætlanir þeirra, hristu höfuð sín. Grænlending- ar sjálfir hætta sér ekki langt inn á jökulinn, nema í brýn- ustu nauðsyn. „Þið hafið litla möguleika á að komast klakk- laust yfir“, sögðu þeir. Norsku Birnirnir tveir lögðu upp eigi að síður, og 31 degi síðar fikruðu þeir sig niður síð- asta áfangann til Kapdigdlit í botni Godhábsfjarðar, hættu- legasta hluta allrar leiðarinn- ar. Þeir höfðu ekki einungis komizt klakklaust yfir jökulinn í fótspor Nansens, heldur einn- ig verið fljótari en hann. Nan- sen var 42 daga yfir jökulinn árið 1888, en við sömu aðstæð- ur nú fóru Norðmennirnir þessa leið á 31 degi. Leiðin, sem farin var, er alls um 450 km. löng, og daglega lögðu þeir 'r ÞE R SLOGU NflNSEN UT! Norsku kapparnir heita Björn Slaib, 24 ára -gamall cand. oecon., og Björn Reese, sem er 26 ára og ljósmyndari að alvinnu. Áður en þeir lögðu upp i þessa hættuför, var þeim sagt, að möguleikar á því, að þeir kæmust lifandi heim aft- ur, væru aðeins 10 af 100. Fjöl- að baki um 15 km. Daglega háðu þeir harða bar áttu við veðrið,* og daglega á.ttu þeir á hættu að falla i ógnþrungnar jökulsprungur, hvar sem þeir stigu fæti, gat leynzt hætta undir. Versta þrekraun þeirra á öllu ferða- Framhald á bls. 13. ÁRSÞING DANSKRA JAFNAÐARMANNA: Vextir lækkaðir og bændur studdir Kaupmannahöfn, 30. ágúst. Ársþing danska jafnaðar- veikibróðir". almennt er bróðir". eða faraldur sá, er, var samþykkt stefnuskrá, sem kallaður taugaveiki- , . * ! nu verður leitað eftir stuðn- A 6. HUNDRAB Á SAMKOMUNNI Um helgina fór fram á Reyðarfirði kjördæmisþing og héraðsmót Framsóknarmanna á Austurlandi, og er það fjöl- mennasta samkoma, sem hald- in hefur verið á Reyðarfirði. Þingið sóttu 27 fulltrúar frá 25 hreppum og kaupstöðum, og þar voru einnig alþingismenirnir Ey- sfeinn Jónsson, Páll Þorsteinsson og Halldór Ásgrímsson auk fjölda gesta. Vilhjálmur Sigurbjörnsson setti samkomuna. Á þinginu, sem var haldið í Fé- lagslundi á Reyðaifirði fluttu þeir Eysteinn Jónsson og Páll Þor- steinsson ræður, og Kristján Ing- ólfsson og Guðmundur Björnsson fluttu ávörp. Formaður félaga- samtakanna hefur verið Stefán Einarsson á Egilsstöðum, en hann er nú að flytjast til Reykjavíkur og sagði af sér embættinu. í hans stað var kjörinn Vilhjálmur Hjálm arsson fyrrverandi alþingismað- ur. Aðrir í stjórn voru kjörnir Jón M. Kerúlf, Víglundur Pálsson, Marinó Sigurbjömsson og Rafn Eiríksson. í varastjórn voru kjörn- ir Hrafn Sveinbjarnarson, Guð- röður Jónsson, Ingi Jónsson og Þorsteinn Stefánsson. Umræður stóðu allan daginn og voiu þær mjög fjörugar. Um kvöldið skemmti Ómar Ragnars- son, og síðan var stiginn dans. Mikið fjölmenni var þarna saman komið, á sjöttu hundrað manns, og hefur ekki í aðra tíð verið jafn margt á samkomu á Reyðarfirði. ingi hinsí stjórnarflokksins, við að hrinda í framkvæmd. Höfuðatriði hinnar nýju stef’nu- skrár eru þessi: Halda skaL framkvæmdum áfram af fullum krafti. Skattabreytingar í þá átt að auka söluskatta og afnema frá- dráttarregluna. Hækkun ellilauna og ellistyrkja. Enginn má græða á hinum nýja veltuskatti eða mat- vörum, en hækkun þeirra á að- eins að verða landbúnaðinum til ágóða. Fyrir lok júnímánaðar næsta árs skal vera búið að ganga frá nýrri raunhæfri stefnu í landbúnaðar- málum, sem á að koma þeim bændum, sem verst eru á vegi staddir, til góða — og aðeins þeim. Til að koma í veg fyrir brask með jarðnæði og lóðir er nauðsyn legt að kleift sé að taka jarðir eignarnámi og úthluta undir íbúð- arhús o. fl. Vextir verða að lækka og al mennar íbúðabyggingar að auk ast. Kampmann, forsætisráðherra, var aðalræðumaður á þinginu og kom hann inn á öll þessi mál i ræðu sinni. Varaði hann vig ólög | legum verkföllum, sem hann sagði, að myndu aðeins verða launþeg- um til tjóns. Um væntanlega kjara . Framhald á bls. 13 GRIPINN UM NÚTT ENN einn stóðhestur var boðinn upp á Sauðár- króki s. 1. miðvikudag. Jón á Reynistað, fyrrv. alþing- ismaður bauð hann upp. — Sýslufulltrúinn á Sauðár- króki sagði blaðinu, að hann vissi ekki, hver keypt hefði hestinn né fyrir hvaða verð, en eigandi hans var Harald- ur Eyjólfsson í Gautsdal. — Hann átti einnig fyrsta hestinn, sem Sauðkrækling ar tóku og seldu í sumar. Bjóst fulltrúinn við, að þetta hefði verið sami hest- urinn, og hefur Haraldur þá að líkindum keypt hann í annað sinn. Hesturinn var tekinn um nótt, stutt frá bænum, af sömu aðilum og fyrr. Sagði fulltrúinn, að nú væri orðið heitt í kolunum út af þessum hestatökumál- um. 200 kennarastöður auglýstar SÍÐAN TÍMINN birti fyrir viku I frétt um hinn mikla kenn- araskort, sem nú ríkir, hafa enn nær 20 kennara- cg skólastjóra- stöður verið auglýstar lausar í Lögbirtingablaðinu. Hafa þá hér um bil 200 kennarastöður verið auglýstar lausar í því blaði, eða langtum fleiri en nokkru sinni áð- ur. I mörgum skólum horfir til mikilla vandræða í vetur, því skólactjórum hefur einnig reynzt erfitt að fá réttindalausa menn til kennslustarfa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.