Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 14
w w
0LIA 0G ASTIR LINDEN GRIERSON
ekki með þau alltof stóran krók,
mundi hann geta fundið staðinn
aftur, jafnvel í myrkri. Hann hafði
alltaf verið gæddur frábæru stað-
arskyni, og hann þóttist fullfær
um að rata af’tur til bæjarins, ef
hann fyndi bflinn. Don Manuel
mundi örugglega ratá stytztu leið
til Litla spörfuglsins. Gæti hann
á sama tíma komizt yfir nauðsyn-
leg skjöl og hremmt Clemente
Castellon, þá mundi Jeffrey upp-
skera rikuleg laun. Þá gæti hann
yfirgefið Santa Felice og gleymt
Elenor Penny. Hún var ckki kven-
maður að hanj skapi, hann hafði
aldrei haft verulegan áhuga á ljós-
hæmm, og þessi, sem var svona
óbilgjörn og ónæm á töfra hans,
var sannarlega ekki þess virði að
meira púðri væri á hana eytt. Hún
virtist hafa öllu meiri áhuga á
leiðsögumanninum, hugsaði hann
með sér þegar hann sá Mario rétta
henni höndina. Ef hánn kæmi upp
um sig, ellegar ef hún fengi pata
af áformum hans, þóttist hann viss
um að Mario mundi hindra hann
í að komast burtu. Hann gat ekki
treyst þeirn, nei, hann varð að
leggja allt kapp á að fá laun sín
greidd hjá forsetanum áður en
hann gæfi hinar mikilvægu upplýs
ingar sínar. En þessa stundina var
honum mest í mun að leita skjóls
fyrjr vjndinum, enn voru margar
stundir til myrkurs og nógur tími
til að laumast brott.
Rose hikaði, þegar hún sá
þröng op að gryfjunni. Þar var
dimmt og drungalegt, en Mario
leiddi þau örugglega fnn mifli
tveggja kletta, og brátt voru þau
komin í kolsvart myrkur, þar var
þægilega hlýtt óg stormhvinurinn
lék ekki lengur í eyrum. Við ljós-
keiluna varð hún þess vör, að þau
gengu á sandgólfi, sem hallaði lít-
ið eitt inn á við.
— Eg vil ekki ráðleggja nein-
um að hætta sér lengra, sagði
Mario og lýsti með vasaljósinu,
gjáin er aðeins spölkorn innar, og
hún er mörg hundruð metrar á
dýpt. Að vísu er hún full af niður-
falli en þó verulega hættuleg.
— Er nokkuð eftir af gulli?
spurði Terry og horfði í kringum
sig áhugasamur.
— Því miður, senor, nei. Eg hef
rannsakað málið eins og allir sem
hingag hafa komið. Hann sá, að
Rose virti gaumgæfilega fyrjr sér
hrufóttan klettavegginn. — Eg ef-
ast um að hér séu nokkur skrið-
dýr, senorita, sagði hann sefandi.
Hlátur hennar var lítið eitt
þvingaður. — Eg var ekki aS |
hugsa um neitt slíkt, Mario. En
segið mér nú, hvað eigum við að|
dvelja hér lengi?
— Aðeins örskamma stund. Þar|
til ég hef framkvæmt lítilsháttar1
könnun.
— En þú ætlar þó ekki aftur
til Santa Felice? Elenor horfði á
hann skelfingu lostin. Það geturðu
ekki gert. Mario, ég harðbanna þér
það. í þessum stormi, niður fjalls-
hlíðina -— við erurn margar mílur
frá bænum.
í skini ljóssins sá hún glytta í
hvítar tennur hans. — Sagði ég
ekki, að ekki væru allir vinveittir
Don Manuel? Það eru aðrjr, sem
búa hér í grenndinni — ekki bara
Alfonsus — og fréttir eru fljótar
að berast, þóít ekki sé bílum eða
símskeytum til að dreifa. Þetta
fólk verður að flytja afurðir sín-
ar til bæjarins, svo það komist af;
einhverjir hafa sjálfsagt verið þar
í dag og hafa fréttir að færa, sem
ég þarf að heyra. Ef margir eru
sammála um að óeirðirnar séu um
garð gengnar, þá er okkur óhætt
að fara að stóra bílnum, en ef
ekki, þá er vissara að halda hér
kyrru fyrir enn um sinn.
— Og hvaða máli skipta nokkr-
ar stundir? spurði Jeffrey í dramb-
sömum tón sem æsti Flenor og
Terry.
— Það skiptir ssnoritu Penny
miklu máli, svaraði leiðsögumað-
uri'nn rólega. Hafið þér gleymt
því?
Terry leit frá einum til annars,
og hann skildi að þeir höluðu hvor
annan. Það var eitthvað saman
við þetta, sem hann skildi ekki,
eithvað, sem hafði vakið forvitni
hans alveg frá þvi er Elencr hai'ði
verið boðið upp til forsetahsllar-
innan í fyrra sir.nið. En bar.n
hafði reynt að útrýma því úr huga
sér, þar sem honum var ljóst, að
það kom honum ekki við. En nú
var hann ekki jafn viss um það
lengur. Þau voru hér fimm sam-
an, við innganginn í gömlu gryfj-
una og hann ,’nafði undarlega á
tilfinningunni, að fljótlega gæti
eitthvað gerzt. Hann vonaði, konu
sinnar vegna, að það yrði ekkert
óþægilegt, en hvað sem það var,
yrði hann tvímælalaust á bandi
Marios, ekki Jeffrey Greene
Hann reyndi að létta spennunni
í andrúmsloftinu.
— Er ekki matur í körfunni?
spurði hann, og Rose hló.
Þegar hún kraup niður tjl að
opna hana, lyfti Elenor höfði og
leit á leiðsögumanninn, sem stóð
að baki hennar.
— Mario, sagði hún biðjand-.,
— ef þú þarft endilega að fara,
viltu þá gera það, meðan bjart er’
Eg þoli ekki þá tilhugsun að þú
verðir á ferli í myrkrinu
Hann horfðist í augu við hana
og sá kviðann í þeim, — Ekki ótt-
ast Um mig senorita, sagði hann
hlýlega. — Er ég ekki fótfimur
sem geit, hef ég ekki sjón sem
köttur og kjark eins og ljón?
Hún veitti varla eftirtekt. hvað
I hann sagði. svipurinn á andliti
I hans hafði fejjgið roðann til að
hlaupa fram í kinnar hennar, og
i hún vildi fyrir alla muni ekki að
hann skildi, hve hún hafð; þung-
ar áhyggjur af því, að hann skyldi
ganga um aleinn í myrkrinu þarna
í hlíðunum.
Þegar Mario hafði fengið sér
tvær brauðsneiðar, gekk hann út
í storminn og regnið, sem nú hellt-
41
ist niður fyrir után. Það var þó
enn grátt dagsljós og Elenor stóð'
lengi og horfði eftir honum, þar
til hann hvarf bak við nokkra
kletta. Þá gekk hún inn til hinna
aftur.
— Mario virðist bera mikla um-
hyggju fyrir velferð þinni, sagði
Rose.
— Og hví ekki það? sagði Jeff-
rey. — Hún borgar honum vel til
að gera það.
Terry flýtti sér að breyta um-
ræðuefni. En smám saman þögn-
uðu allar samræður. þau sátu og
hlustuðu á vindinn, sem hvein
fyrir utan. Elenor leit í sífellu á
armbandsúr sitt og var allan tím-
ann með hugann hjá Mario. Að
lokum gekk Jeffrey að útgangin-
um, og eftir að hafa horft hugs-
andi á hann nokkra stund, gekk
hún á eftir honum, staðnæmdjst
við hlið hans og horfði út.
— Eg held að Mario hafi haft
rétt fyrir sér, muldraði hún. —
Við sleppum sennilega við sjálfan
fellibylinn.
— Já, ég hef lent í fellibyljum
í Bandaríkjirnum og þeir voru ó-
lfkt kröfíugri en þessi gola, sagði
hann. — Mikið vorum við heppin
í dag. Hugsaðu þér, að við höfum
uppgötvað felustað Clemente Sast-
eflon.
— Já, ef það er þá hann, sagði
hún varfærnislega. — Eg verð
sannarlega fegin, þegar þessu er
lokið og ég hef afhent honum
skjölin, þá skal ég ekki óttast for-
setann né nokkurn annan, Og það
eru fleiri, sem munu fagna, þar
á meðal faðir minn og Ray Evans.
Eg veit að þeir voru mjög áhyggju
fullir út af því, að ég fór hingað,
Ray var órólegur út af því, að ég
fór alein hingað.
— Þess vegna var ég sendur
hingað. sagði hann og sogaði að
146
Asíu til Miðjarðarhafs, síðustu
fréttum um sjálfstýrðar þýzkar
flugvélar, þörf þess að senda Spit-
fire-flugvélar til Tyrklands, tregðu
Portúgala til að heimila Ameríku-
mönnum afnot af Azores-eyjum
ásamt okkur o.s.frv., o.S.frv.
Eftir hádegisverð kom Eisen-
hower að finna mig. Hann var
í mjög góðu skapi og hinn fúsasii
til samkomulags í flestum megin-
málum.
Að lokum ráðherrafundur, sá
sfðasti, sem haldinn verður í fjar-
veru Winstons, þar eð hann er
væntanlegur heim á morgun.
19. janúar. Forsætisráðherrann
kom klukkan 10 í morgun til Padd-
ington, þar sem við tókum á móti
honum. Því næst herráðsforingja-
fundur með Cherwell 'Sem þátttak-
anda, til þess að taka til athugun-
ar síðustu skýrslurnar um sjálf-
stýrðu þýzku flugvélarnar. Klukk-
an 12.15 ráðherrafundur með
forsætisráðherrann ,sem frummæl-
anda.
Eftir hádegisverð ræddi ég í
eina klukkustund við Alan Hart-
ley, sem er nýkominn heim frá
Indlandi, til þess að heyra allar
nýjustu fréttir þaðan. Því næst
dapurlegt viðtal við Kenneth And-
erson til þess að segja honum, að
hann myndi ekki stjórna öðrum
hernum í væntanlegum árásarað-
gerðurn, þar sem Dempsey er ætl-
að ag taka við af honum. Hann
tók því eins og karlmanni sæmdi.
19. janúar. Forsætisráðherrann
er að byrja á sinni venjulegu fram
komu. Við héldum herforingjaráðs
fund með honum klukkan 5,30,
sem stóð yfir í tvær klukkustund-
ir og varnarnefndarfund frá klukk-
an 10,30 e.h. f aðrar tvær klukku-
stundir, Og okkur varð ekkert á-
gengt. Þegar ég var vanur að
segj: „Getið þér ekik séð að ein-
beitum við okkur að B, þá hlýtur
það að hafa áhrif á áætlanirnar
A. og C.?“, þá svaraði Winstom
„Mér koma ekkert vig A. og C. j
Getið þér ekki séð það, að B. eri
mikilvægasta atriðið?“ Eg svar-l
aði þá á þá leið, ag B. væri vissu-
lega mikilvægt þessa slundina, en
minnti hann á, að í síðustu viku
hefði A. verið þýðingarmest og í
næstu viku myndi C. sennjlega
kref.iast mestrar athugunar. Þess-
ar rökræður voru gagnslausar, og
hann hélt áfram að rannsaka B.
eins og A. og C. væru alls ekki
til . . . “
FORSÆTISRÁÐHERRANN, sem
nú var á sjötugasta aldursári,
hafði nýlega þjáðst af hættuleg-
um sjúkdómi. Á Möltu og í Te-
heran, í bæði skiptin eftir þreyt-
andj ferðalag, hafði hann haldið
áfram að vinna með háan hita. Og
nú var það sökum hinna sömu ein-
lægu áforma, sem hann hafði
horfið aftur til skyldustarfa sinna,
áður en hann hafði náð fullri
heilsu. Það er ekki að undra, þótt
honum veittist það erfitt ag ein-
beita huganum og taka ákvarðanir.
Það, sem olli Brooke og starfs-
félögum hans mestum áhyggjum,
var það, að þegar hann var beð-
inn að samþykkja þær áætlanir,
sem þeir höfðu undirbúig til þess
að standa við þá samninga, er þeir
höfðu undirbúið til þess að standai
við þá samninga, er þeir höfðu
gert við Ameríkumenn f Kaíró, við
víkjandi hernaðaraðgerðum gegn
Japönum, þá neitaði hann alger-
lega að taka nokkuð tillit til slíkra
samninga. Þegar þeir minntu hann
á það, að hann og forsetinn hefðu,
átt frumkvæðið að þoim, svaraði!
hann því til, að hann áliti slíkt
ekki binda sig á nokkurn hátt. f
þess stað hvarf hann aftur að
hinnj gömlu uppástungú sinni,
sem bæði brezku og bandarísku
herráðsforingjarnir höfðu hafnað,
um landgöngu á Súmötru, sem
hann taldi algerlega gagnstætt
þeirra áliti, að myndi rjúfa tengsl
Japan við Burma.
Bæði Churchill og Brooke — sá
síðamefndi kominn yfir sextugt —
fundu til þunga hinnar miklu á-
byrgðar, er þeir báru. Eins og vet-
urinn áður, fyrir landgönguna við
Alamein og í Norður-Afríku, biðu
þeir nú eftir árangri þeirra að-
gerða, er þeir höfðu lagt svo mik-
ið kapp á að hrinda í framkvæmd.
Þær fyrstu þeirra voru nú þegar
hafnar. Þann 17. janúar hafði Al-
exander byrjað nýja sókn til þess
að knýja Þjóðverja úr stöðvum
sínum á Garjgliano og Rapido, en
jafnskjótt og varaljð óvinanna
hefði þannig dreifzt lengra suður,
át'i að hefja landgöngu við Anzio
„Aðgerðirnar á Ítalíu ganga
betur“, skrifaði Brooke þann 20.
janúar.
„Ó, hvað ég vona innilega, að
þær beri árangur, þar eð ég te)
mig bera alveg sérstaka ábyrgð á
þeim vegna þess hve ég hvatti til
þeirra, eftir heimsókn mína til
ftalíu. Þær kunna að mistakast, en
ég er þess þó fullviss, að þær voru
þag eina rétta, sem vig gátum
gert . . . “
Árla morguns þann 22. janúar
hófst landgangan. Og laust eftir
hádegi fékk Brooke þær fréttir, að
hún hefði gengið öllum vonum bet-
ur. Um kvöldið var 36,000 manna
her, ásamt 3000 flutningatækjum,
kominn á land i tæpra þrjátíu
míl'na fjarlægð frá Róm og sextíu
rnílur fyrir aftan víglínur Þjóð-
verja hjá Rapido. Viðbrögg óvin-
anna voru þau sömu og í Norður-
Afríku og Salerno. Hitler fyrir-
skipaði, að Gustav-linunni skyldi
haldið, hvað sem það kostaði og
allt tiltækilegt varalig flutt suður f
skyndi til þess að hrekja innrásar-
herinn í sjóinn. En enda þótt þetta
væri einmitt það, sem Brooke vildi
helzt, að óvinirnir gerðu, þá var
samt hcr Alexanders hættulega
veikur vegna synjunar Ameríku-
manna um liðsstvrk handa honum
„Fréttir af landgöngunni á ftal
íu halda áfram að vera góðar".
skrifaði Brooke fann 25 janúar,
„ en ég er ekki ánægður með her-
styrk okkar í Ítalíu . . . “
24. janúar. Fór að heiman klukk
an 8 f.h. Sat á löngum heráðs-
foringjafundi, þar sem Eisenhow-
er var mættur til að ræða um þá
tillögu sína að styrkja árásarað-
gerðirnar á sundið, á ko,stnað
hernaðaraðgerða í SuðurÆrakk-
landi. Eg er alveg samþykkur þess-
ari tillögu, en þetta er vissulega
ekki hans hugmynd, heldur Mon-
tys. Eisenhower er alls ekki gædd-
ur neinu hernaðarlegu víðsýni .
Eftir hádegisverð kom Monty að
finna mig, og ég varð að ávíta
hann fyrir að hafa lent í árekstri
bæði við konunginn og forsætis
ráðherrann á mjög skömmum tíma
(Eg man nú ekki lengur með vissu
hverjar mjsgerðir Monty hafði
framig í þetta skipti). Hann tóV
því vel eins qg venjulega.
Langur ráðherrafundur frá
klukkan 6 til 8,15 e.h. Winston
rædtji um þau síðustu rangindi
Stalíns, að láta Pravda birta þær
fölsuðu fréttir, að England væri að
14
T f M I N N, föstudagurinn 31. ágsút 1962.