Tíminn - 13.09.1962, Síða 6

Tíminn - 13.09.1962, Síða 6
MINNING: Magnús Eiríksson frá Geirastöðum Aðfaranótt sunnudagsins 2. sept. þ.á. lézt að heimili sínu, Þverholti 5, Reykjavík, Magnús Eiríksson fyrrum bóndi á Geirastöðum í Hróarstungu. Magnús var fæddur 4. september 1885 að Eyjaseli í Jökulsárhlíð, sonur Eiríks bónda þar, Magnús- sonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Hlíðarhúsum, syst ur hinna kunnu Hlíðarhúsa- bræðra, Jóns alþingismanns, sem kenndur var við Sleðbrjót og Guð mundar frá Hrísey, fræðimanns. Laust eftir tvítugsaldur fór Magnús til náms í búnaðarskól- ann á Eiðum og lauk þar námi vorið 1910. Næstu árin var hann lausamaður, vann að jarðyrkju störfum vor og haust, en að hey- skap að sumrum. Á vetrum var hann við barnakennslu, t.d. far- skólakennari á Jökuldal veturna 1910—1912 og 1913—1914. Vorið 1915, 30. maí, kvæntist Mágnús eftirlifandi konu sinni, Margréti Eyjólfsdóttur bónda á Brú á Jökuldal Marteinssonar, og sama vor hófu þau búskap á hálfri jörðinni Eyjaseli í Jökulsárhlíð, móti Jóni bróður Magnúsar og bjuggu þar sjö árin næstu. — Vorið 1922 fluttu þau að Geira- stöðum og bjuggu þar til vors 1946. Haustið eftir fluttu þau til Reykjavíkur með börn sín. Öll búsetuár Magnúsar á Geira- stöðum var hann formaður skóla- nefndar Hróarstungu. Og nokkur síðustu búskaparárin hafði hann á hendi bókasölu um Úthérað fyr- ir Bóksalafélagið. Eftir að Magnús flutti til Reykja víkur gegndi hann afgreiðslu- og eftirlitsstörfum í vöruskemmum Sambands íslenzkra samvinnufé- laga. — Síðustu starfsárin kenndi hann þess sjúkdóms, sem varð hans banamein. Magnús var meðalmaður vexti og vel á sig kominn, skýrlegur og hýrlegur að yfirbragði, glaðvær í viðmóti og viðkynningu. Hann var SEXTUGUR: Jóhann Olafur Haraldsson, fónskáld Til Jóhanns Ólafs Haralds- sonar, tónskálds, á sextugs af- mæli hans 19. ágúst 1962. Þú hefur gleði — gjafi verið, góðlátlega glettinn, kíminn. Meira er þó hitt, að menntgyðja minnzt við þið lofar: Þú er maður hlývinn. í sönglist þinni eru sólskinstöfrar, æska og fegurð, sem ei ég gleymi, — einhver dýrð, sem er yfirjarð'nesk, eitthvert sólblik frá æðra heimi. Á heimili þínu hef ég löngum setið við lindis söngva þinna, átt þar dýrmætar óskastundir, , dulheima notið drauma minna. Skemmtinn varstu á vinafundum, gerðir þar margt að gamanmálum. Gestum þyrst^m þú gafst að drekka gleðinnar vín í gylltum skálum. Heill þér, Jóhann! Hljóðs mér kveð ég. Ekki hæfir að ég þegi. Margar góðar og glaðar stundir þakka vil ég á þessum degi. Til að auka yndismörgum sálum á vængjum söngs að lyfta, rekja gleði og verma hjörtu, endist þér aldur, afl og gifta. Gretar Fells áhugamaður um almenn mál og fé lagsmál innanhéraðs og lét mikið til sín taka á fundum og manna- mótum, léttur til máls, vel máli fapnn og orðfimur, ákveðinn og einbeittur í skoðunum; lét hvergi á sig ganga ef á milli bar, en drengur í raun. Heim að sækja var hann gestrisinn, glaðvær og búinn til fyrirgreiðslu, ef með þurfti. Um það var honum samstiga hin fasprúða, mjúklynda kona hans. Gestrisni þeirra, glaðværð og alúð seiddi gesti að heimilinu, jafnt meðan þau bjuggu í sveit og eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Magnús var greindur maður og athugull, bókhneigður, víðlesinn og minnugur. Sérstakan áhuga hafði hann á mannfræði og ætt- vísi. Eftir að hann flutti til Reykja víkur varð'i hann frístundum sín- um á Þjóðskjalasafninu til ætt- fræðirannsókna og mun hafa lát- ið eftir sig talsvert af handritum í ættvísi. Langt var á milli heimila okk- ar Magnúsar meðan við bjuggum samhéraðs og þá ekki síður eftir að ég fluttist úr héraðmu. Kynn- ing okkar var þá mest á mann- fundum, og sýndist stundum sitt hvorum. En eftir að hann var fluttur til Reykjavíkur urðu sam- fundir okkar tíðari og nánari, eink um síðari árin. Leitaði ég oft til hans upplýsinga um ýmis atriði og fékk að jafnaði góð og greið svör, ýmist úr traustum minnissjóði hans eða úr fórum þess, sem hafði hann ritað hjá sér. Börn Magnúsar og Margrátar eru þessi: Guðrún, yfirljósmóðir, fæðingardeild Landsspítalans; Jón, verzlunarmaður; Björgvin, pípu- lagningarmeistari; Eyþór, lögreglu þjónn, öll búsett í Reykjavík. Með Magnúsi Eiríkssyni er merk ur maður og eftirminnilegur til moldar hniginn. Halldór Stefánsson. Úrval af einbýlishúsum og einstökum íbúðum víðsveg- ar um bæinn og nágrenni hans. Útborganir frá 30 þús. Höfum kaupendur af góðum húseignum og bújörðum með veið'ihlunnindum. Rannveig Þorsteinsdóttir hrl. málflutningur og fasteigna- sala, Laufásveg 2, símar 19960 og 13243. TiS söiu 4ra herb. íbúð í parhúsi á Melunum 6 herb. raðhús við Álfhóls- veg tilbúi? undir tréverk og málningu Möguleiki á 2ja herb. íbú? í kjallara 4ra herb raðhús við Alfhóls- veg laust ri) íbúðar um mán- aðamótin okt og nóv. 4ra horb mjög uönduð íbúð í sambýlishúsi við Stóra gerði. 2ja herb. kjallarníbúð við Rauðarárstig. Útborgun 130 þús ( HUSA op SKIPASALAN Laugavegi 18 fll hæð Simar 18429 og 18783 #nöí0íöa ntynófsroskdlinn Dagdeildir: Forskólinn (Alm undirbúningur að námi í sérgreinum myndlista). — Frjáls mynd- list. — Frjáls grafik. — Auglýsingateiknun. — Teiknikennaradeild. — Vefnaðarkennaradeild. — Listvefnaður. — Tizkuteiknun. Síðdegis- og kvöldnámskeið: Teiknun, málun og föndur barna. — Teiknun óg málun unglinga og fullorðinna. — Bókband — Tauþrykk, batik, sáldþrykk. — Alm. vefnaður. — Fjarvíddar- teiknun. — Letrun. Skrifstofa skólans, Skipholti 1. Sími 19821. — Opin mánud., miðvikud og föstud. kl. 5—7 síðd. Námsskrár og umsóknarey'ðublöð fást í skrif- stofunni og í Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri. Snúrustaurar Verð kr. 1100,00 — Póstsendum. FJÖLVIRKINN, Bogahlíð 17. Sími 20599. V ffí VEB Globus-Werk Leipzlg Deu,5ChReDPrb“ch# B LAÐ B URÐIIR TÍMANN vanfar ungling fil að bera blaðið til kaupenda í SKJ0LUNUM Afgreiðsla TÍMANS 6 T f M I N N, fimmtudagurinn 13. sept. 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.