Tíminn - 13.09.1962, Síða 14

Tíminn - 13.09.1962, Síða 14
 OLÍA OG ÁSTIR LINDEN GRIERSON enn erfiðara yfirferðar en á leið- inTii upp á efsta tmdinn daginn áður, og einu sinni meðan þau námu staðar og Mario virti fyrir sér umhverfið, sagði Rose að hún skildi ekki, hvernig flóttamennirn- ir kæmust þessa leið með vistir og mat. Eg held að þeir hafi sína eigin leið, senora, svaraði Mario. — En mennirnir, sem ég hitti í gær vildu ekki einu sinni segja mér, hvar hún er. Þeir brostu bara, þegar ég sagði að við ætluðum upp að Litla spörfugli og sögðust skyldu bíða eftir okkur þar. Nú fylgjast þeir eflaust með okkur og hlæja, af því að við förum erfið- ustu leiðina. — Eg er að hugsa um, hvað gerist þegar senor Castellon fær skjölin, sagði Terry hugsi. — Ég skipti mér ekki af því, hvað hann gerir, hrópaði Elenor. — Þegar ég hef afhent honum þau, er mínu verki lokið.Eg er víst ekki sérstaklega áhugasöm um stjórnmál, sér í lagi þegar viðkem- ur lítilli fjarlægri eyju eins og þessari. — En hver eru skjölin eigin- lega? spurði Rose forvitin, og El- enor brosti. — Þetta var sama og Jeffrey spurði si og æ. — Og þú sagðir honum það ekki og ætlar heldur ekki að segja mér það, áttu við það? Og Rose hló glaðlega. — Þú vilt fá þína stóru stund. Jæja, ekkert við því að segja. — Mér finnst ég eiga það skilið, svaraði Elenor. Tvisvar sinnum fór Mario ranga leið og þau urðu að snúa aftur og finna betri leið. Rose stríddi hon- um með því að kannski hefði hann reynt að fara með sjnn ameríska milljónera upp hór, en Mario varð að játa, að hann hefði aldrei reynt að komast upp á Litla spörfugl fyrr. Það var erfit* að finna sæmi- lega greiðfæra leið og hann stanz- aði við hengiflug og virti umhverf- ið fyrir sér með hrukkað enni. — Ef við ætlum okkur að ná tindi'num, er víst engin önnur leið en þessi, muldraði Terry og leizt ekki i. — Eg held að það sé rétt hjá yður, senor. — Mario leit gremju- lega á klettana, sem sköguðu út og upp og niðitr. — Vitið þér hvað, senor, ég held það sé ein- hver, sem fylgist með okkur. Þess- ir flóttamenn — og þeir skemmta sér dátt að erfiðleikum okkar, það er ég viss um. — En sá hlær bezt, sem síðast hlær, Terry rétti úr sér. —Eg fer fyrstur, Rose kemur á | eftir mér og [ hamingju bænum j farðu ekki að rífast við mig eins | og í gær. 1 — Nei, elskan. — Ef ég verð æstur eða fer að hlæja, þá steypist ég fram af — Já, elskan. Hann leit uppgefinn á hana, svo tók hann að klifrast hægt upp á við og hélt sér með höndum og fótum. Þegar hann var horfinn sjónum, lagði Rose af stað. Elenor ( horfði á eftir þeim, hún hefði átt' að vera full eftirvæntingar, en j hjarta hennar var þungt sem blý j og hún var ákaflega döpur — Nú er röðin komin að yður, senorita, sagði Mario, þegar Rose hrópaði að hún væri komin upp. Elenor byrjaði að klifra, og eftir nokkrar mfnútur var hún komin að erfiða staðnum þar sem hún átti að vega sig upp á klett- inn. Hún hvarflaði augum ósjálf- rátt niður á við, og í sömu andrá missti hún fótfestuna. Hún greip andann á lofti og beitti ýtrustu kröftum til að missa ekki handfestuna líka — Mario! Hann var við hl;ð hennar, svo kominn aðeins framfyrir hana í slíkum flýti, sem þún hefði ekki j trúað að væri til. Svo fann hún, \ að hann greip um úlnliðí hennar og hjálpaði., henni. — Einbeitið yður að finna fót- festu, sagði hann rólega og i'nni- lega. Andartak svejf hún í lausu lofti, svo fann hún festu fyrir þann vinstri og gat lagt þungann á þann fót, meðan hún leitaði eftir festu fyrir hinn. — Æ, ekki sleppa mér s rax! Orðin komu án þess að hún vissi, andartaki síðar, þegar hún leit niður bratt flugið. Hann þrýsti handleggi hennar fast og talaði lágt á spænsku: — Gullna drott'ningin mín, þú mest elskaða allra kvenna, heldurðu að ég láti nokkurn tíma eitthvað vont koma fyrir þig? Hún lyfti höfði og tann roða hlaupa fram í kinnar sínar. Hann leit á hana og hélt áfram á ensku: — Grípið með hendinni hérna — .svona. Þá er það komið. Terry birtist nú og hjálpaði hon- um að draga Elenor upp. Svitaperl ur dönsuðu á andiiti Marios -— Áfram þessa leið. Terry gaf henni engan tíma til að þakka Mario eðá hugleiða, það sem gerzt hafði. Hann sýndi henni, hvar hún ætfi að ganga og kom sjálfur rétt á hæla hennar. Rose beið eftir þeim. Hún stóð og beið, og fyrir aft.a.n hana stóð hópur ipanna í bakgrunni gnæfði tindurinn á Cerro Dei Pinto 14. KAFLI — Við erum sýnilega komin á leiðarenda, sagði Rose, og virtist ekki óttast mennina. sem að baki hennar s'óðu. heldur sneri sér að þeim og horfði á þá með ódulinni undrun. Hún hugsaði með sér: Þessir eru ekki efns og hinir ínn- fæddu í borginni. Satt að vísu, þeir höfðu sama dökka hörundslit- inn, sama dökka hárið og dökkt skegg, en það var aðdáun og glettni í augum þeirra og hlátur í röddunum, þegar þeir komu til þeirra og óskuðu til hamingju með dugnað þeirra að klifra. Flestir þeirra töluðu ensku. og þeir töluðu allir hver upp í annan, Elenor s‘óð um stund að jafna sig, svo sneri hún sér að Mario. —Senor Castellon, er hann hérna? — Hann væntir yðar, senorita, sagði maður nokkur og greip hönd hennar og þrýsti hana hjartanlega. — Ó! Hvernig vissi hann, að við kæmum? — Fréttir berast. fljótt, meira að segja hér uppi j fjöllunum, sagði annar með vinalegu brosi, og Rose benti æst á nokkrar hvítar dúfur. — Dúfur!, hrópaði hún og hin litu við. — Komið, senorita, foringi okk- ar bíður yðar. Einn mannanna hneigði sig djúpt fyrir henni og benti að innganginum. Rose gekk áköf á eftir mönnun- um. Þetta var sannarlega hápunkt- ur unaðslegrar brúðkaupsferðar, en hún efaðist um, að nokkur myndi trúa henni, ef hún segði frá ölln því, sem hún hefði upplifað. Með Terry við hlið sér fylgdjst hún með mönnunum og greip aft- ur andann á lofti, þegar þau fóru úr björtu dagsljósinu inn í svala myrkrið í hellinum. Á klettaveggj- unum héngu ljósker, gólfið var sópað, og frumstæð heimasmíðuð húsgögn voru hér og hvar. í myrkr inu enn innar sá hún margar dökkar holur, og hún gat sér til um, að þau færu inn í eitthvert þessara herbergja. Frá einu heyrð ist po'taglamur, og hún þefaöi og fann girnilega matarlykt Elenor kom á eftir henni, en stranzaði skyndilega, þegar hún sá manninn, sem sat við borð og beið þeirra. Hún þurfti ekki að spyrja, hvort þetta væri maðurinn, sem hún hafði ferðazt alla hina löngu leið til að hitta, það var einhver veiðimannsblær yfir veðurbitnu andliti hans, augun björt og vak- 150 lausir o.s.frv., o.s.frv. Það var með naumindum að ég gat haft stjórn á skapi mínu, undir þessum reiði- lestri . . . Fékk uggvænlegt skeyti frá Al- exander rétt áður en ég háttaði. Hann er bersýnilega ekki ánægður með ástandið fyrir sunnan Róm, og leggur til að 5. herdeild verði látin taka við af 56. herdeild, og að send verði þangað ein her- deild til viðbótar. Hann stakk líka upp á því, að varnimar yrðu endurskipulagðar og bættar með því að flytja áttunda herinn yfir til Cassino-vígstöðh'anna. í því held ég að hann hafi rétt fyrir sér. 29. febrúar. Sendi skeytið frá Alex áfram til forsætisráðherrans, vitandi að það myndi valda vand- ræðum um daginn. Fór svo á her- ráðsforingjafund. Eftir hádegis- verð hringdi forsætisráðherrann og stakk upp á því, að við hittumst klukkan 5,30 e.h. Klukkan 10 e.h. annar fundur með forsætisráðherr anum, þar sem einnig voru Ike og Bedell Smith. Við sömdum skeyti til bandarísku herráðsforingj- 1anna . . . 1. marz . . . Tiltölulega stuttur herráðsforingjafundur. Flýtti mér eftir hádegisverð til hermálaráðu- neytisins til að veita stafnum — tákni stöðu minnar — viðtöku, sem konungurinn ætlaði að afhenda mér. Því næst á ráðherrafund, sem stóð yfir frá klukkan 6 til 8 e.h. Við afhendingu stafsins, sagði konungur, að sér skildist, að fram hefðu komið hugmyndjr um að halda áfram Kyrrahafsaðgerðum okkar frá Ástralíu, í stað Indlands. Hann spurði hvort ég hefði nokkra uppdrætti eða áætlun, er gætu skýrt þær nánar. Eg sagði honum að við hefðum einmitt nýsamið slíka áætlun og kvaðst hann gjarn- an vilja sjá hana. Nú var { ég vanda sladdur. Ef ég héldi lengra, il4 mætti vel líta svo á, sem ég væri að reyna að tryggja mér stuðning konungs gegn forsætisráðherran- um. Þegar ég var að fara, endur- tók konungurinn þá bón sína að fá að sjá þessa áætlun. 2. marz. Stuttur herráðsforingja- fundur, en að honum loknum fór ég til fundar við forsætisráðherr- ann, klukkan 12,45. Erindi mitt var, að ræða um beiðni konungs- ins. Eg tjáði honum, að ég vildi leita ráða hjá honum og hann fór að tala um allt annað málefni. Eg vék þá aftur að því sama og lýsti því fyrir honum í hvern vanda þessi beiðni konungsins hefði sett mig, þar eð ég vildi ekki gera neitt á bak við hann (þ.e. forsætis- ráðherrann). Hann kvaðst þá hafa skrifað nýja greinargerð, hringdi bjöllu til þess að láta færa sér fara og byrjaði þegar að lesa hana. Eg reyndi e'nn að halda mér við efnið og minnti hann á það, að ég hefði komið til að leita ráða hjá honum. Hann svaraði því til, að hann yrði að lesa þessa nýju greinargerð fyrir mig. Loks sagði ég, að þessi greinargerð hans myndi vissulega verða tekin til at- hugunar á herráðsforingjafundi síðar, en það sem ég vildi nú fá, v,æri ákveðinn úrskurður um það, hvað ég ætti að gera. Eg kvaðst leggja það til, að konungi yrði sagt, að forsætisráðherrann hefði enn ckki haft tíma til að lesa áætl- un okkar og að vegna ágreinings okkar í skoðunum. teldi ég réttast að honum yrði veittur dálítið lengri tími til að kynna sér hana og undirbúa athugasemdir sínar. HaRn samþykkti þessa málsmeð- ferð. 3. marz. Mjög langur herráðsfor- ingjafundur, því að jafnskjótt og við höfðum lokið hinum venjulegu umræðum okkar, mæltist Portal til þess að skrifarar gengju af fundi, og útskýrði svo hversu erfið sér, væri stjórn flughersins, undir yfir- Sigur vesturvelda, eftir Arthur Bryant. Heimiidir: STRIÐSDAGBÆKUR ALANBROOKE stjórn Eisenhowers. Bersýnilega á Tedder, sem var vara-foringi, að fá aukin völd . . . “ Þegar hér var komið sögu, lagði hermálaráðherrann skrifað skjal fyrir forsætisráðherrann, þar sem lagt var til, að þar sem ágreining- urinn milli ha'ns og hinna opin- beru ráðgjafa hans yrði ekki leyst- ur á hernaðarlegum grundvelli, þá skyldi hann leysa hann á stjórn- málalegum grundvelli. „Það virð- ist augljóst", skrifaði Ismay — „að þér og ráðherrar yðar munuð ekki komast að samkomulagi um stefnu í Kyrrahafsmálum Á hinn bóginn eru herráðsforingjarnir ólíklegir til að víkja frá þeim hernaðarlegu skoðunum sem þeir hafa lýst yfir Loks er embættisafsögn hinna síð- arnefndu ekki útilokuð. Slík sundr- ung, ávallt óæskileg. myndi nú á þessum hættulegu tímamótum verða óbætanleg ógæfa — Eg sting upp á því. að þér kall ið varnarmálanefndina saman á fund f næstu viku. tii þess að taka endanlegar ákvarðanir viðvíkjandi hernaðaraðgerðum á Indlands- og Kyrrahafi. . . Það er kannske hugs anlegt að samkomulag náist. Farij svo, er það gott og blessað. En ná- \ ist það ekki, væri þá ekki mögu-i legt fyrir yður og rétt, að sjá tilj þess að ákvarðanirnar verði ekki j byggðar á hernaðarlegum grund- velli einum, heldur fyrst og fremst á pólitískum athugunum. Eg get ekki hugsað mér annað en að her- ráðsforingjarnir muni samþykkja þessa ákvörðun með fyllstu holi- ustu og hefjast þegar handa við að semja áætlun um framkvæmd hennar . “ Enda þótt forsætisráðherrann kallaði saman varnarmálanefnd- ina, til þess að reyna að yfirbuga mótspyrnu hermálaráðunauta sinna. þá fór hann ekki að ráðum Ismays Dagbók Brookes heldur á- fram: „6. marz. Ræddum á herráðsfor ingjafundinum í morgun um það hvernig við ættum að fást við for sætisráðherrann. Við erum að ■semja svar við greinargerð hans, og á miðvikudaginn eigum við að halda fund með honum 7. marz. Mestallur herráðsfor- ingjafundur okkar fór í það að undirbúa okkur undir fundinn cneð forsætisráðherranum á morgun. Seinna um daginn kom Macmillan að finna mig, og við ræddum nær eingöngu um það, hvernig við gæt- um bezt bjargað „Jumbo“ Wilson undan reiði forsætisráðh. Hann er reiður við hann vegna þess að honum finnst hann ekki hafa nægilega stjórn á honum. Mestu erfiðleikarnir stöfuðu af því, að „Jumbo“ gamli Wilson var ekki eins sveigjanlegur í höndunum á Winston og Alex hefði orðið. Wil- son var seigur, gamall náungi, sem lét móðganir og stóryrði Winstons fara inn um annað eyr- að á sér og út um hitt. 8. marz. Herráð.sforingjafundur, þar sem rætt var um skýrslu, er undirbúin hafði verið, til að and- mæla fullyrðingum forsætisráð- herrans viðvfkjandi hernaðarað- gerðum á Kvrrahafi Klukkan 3,30 e.h vjðtal við Moran lávarð. seni er áhyggjufuihir vegna síðustu til- raunar Winston til að fara aftur á T f M I N N. U sep*. 19SS.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.