Tíminn - 25.09.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.09.1962, Blaðsíða 9
MARGT HEFUR SKEÐ Á LANGRI LEIÐ Við ökum heim í hlað að Sandfellshaga í Axarfirði. Hér er staðarlegt heim að horfa og fagurt að heiman. Ferðinni er heitið til Benedikts Björnsson- ar bónda til að spjalla við hann um liðna daga og lifandi, til að freista þess að fá að heyra hjá honum stökur, sem sagt er að hann geri sérdeil- is vel. Og svo heppin erum við, að Benedikt er heima, þeir hafa einmitt verið að hirða þennan dag hann og Björn sonur hans, sem búa félagsbúi á eignarhluta sínum á jörðinni. Kvæntur er Bene- dikt Friðbjörgu Jónsdóttur, bróðurdóttur Guðmundar Magnússonar — Jóns Trausta. — Eg er hræddur um að það sé að fara í geitarhús að leita ullar, að ætla að fara að tala við mig. Ég hef aldrei lent í neinu sérstöku. — Reyna má, segir sá með blý- antinn — þú getur nú að minnsta kesti sagt okkur hvar þú ert fædd ur. — Já, ef það er talið fréttnæmt get ég það. Ég fæddist árið 1896 að Halldórsstaðaparti í Reykjadal f Suður-Þingeyjarsýslu. Nú, síðan hef ég ekki alltaf setið á sömu þúfunni, líklega dvalizt um lengri tíma í einum 7 til 8 hreppum. — Hvar hófstu svo búskap þinn, þegar J>ar að kom? — Á Víðihóli á Hólsfjöllum. — Og hvernig var að vera Fjalla bóndi? — Það var náttúrlega nokkuð afskekkt. Þá var sími aðeins í Grímsstaði. Að vísu réðust bænd ur á Grímsstöðum og Gunnars- hóli í það að leggja síma milli bæja sinna. Við á hinum bæjun- um vorum ekki í neinu þráðarsam bandi. Það er snjóþungt þarna á Fjöllunum og oft erfitt yfirferðaf1. — Og eitthvað hefur nú sögu- legt gerzt í návist þessara óvægnu náttúruafla? — Það var náttúrlega sí og æ, að menn lentu í hríðum við fjár- gæzlu. — Áttu ekki einhverja sögu frá þeim tíma, i handraðanum? — Það er fátt. Sögur aldraðra bænda eru um margt keimlíkar Það eru svinuð kjör, sem þeir hafa átt við að búa. Þú ættir heldur að spyrja konuna, hún var ljós- móðir í 35 ár og hefur efalaust frá einhverju að segja. Villzt á Fjöllum Friðbjörg tekur því fálega í fyrstunni. Ekkert að segja, og þó, ýmislegt hefur nú fyrir komið á langri leið. — Ég kom hingað fyrst árið 1921, til að sinna ljósmóðurstörf- um, segir Friðbjörg. — Þá hafði ég Núpasveitina og Axarfjörðinn. Þetta voru oft nokkuð langar leið ir. Oft fór ég ríðandi, en stund- um gangandi en fyrir kom það þó að ég bar töskuna, en það var nú sjaldnar. — En þú varst að spyrja eftir einhverju eftirminnilegu, segir Friðbjörg. Það er svo vont að segja um, hvaðtelja má sögulegt og hvað ekki. Ég skal segja þér, að einu sinni var ég ásamt fylgdar manni á leið af Neðri-Fjöllum upp á Efri-Fjöll. Vegalengdin er um 40 kílómetrar. Þá villtumst við og komum aftur í Grímsstaði eftir tvo tíma. Gerðum samt ekki vart við okkur heldur héldum áfram. Þetta var fyrri part nætur. Um hádegi daginn eftir komum við í Möðrudal. Barnig var þá fætt. Móðirin hafði setzt upp sjálf og skilið á milli. Nú, í annað skiptið varð stutt leið að langri. Það var rétt fyrir jólin 1921. Ég var þá sótt til konu, sem var að því komin að fæða barn. Konan átti heima í næsta nágrenni, og var meðal bæjarleið á milli. Ég fór af stað klukkan rúmlega 9 um morguninn, en var ekki komin á áfangastað fyrr en klukkan 6 til 7 um kvöldið; Ófærð in var svo gegndarlaus. Ég man eftir þvf, að á þessu ferðalagi hímdi ég lengi undir símastaur, meðan fylgdarmaður minn fór langt úr vegi til að koma hestun- um yfir læk. Sjálfur lenti hann svo ofan í upp undir hendur, en ég skreið yfir lækinn á krapi. Þennan dag var hlindbylur. Þá var víSa örbirei?! á — Var ekki fátækt og örbirgð víða ríkjandi á þessum árum? — Jú. stundum var ekkert til utan á blessuð hörnin. Ég man eftir því að á bæ einum voru um 20 manns í heimili, þar af 13 böm og 3 gamalmenni. Elzta barnið mun hafa verið 8—9 ára. Þarna bjuggu tvenn hjón og eignuðust samanlagt 5 börn á þremur árum. En samhjálp fólksins var mikil, þrátt fyrir fátæktina. Sfðan uxu þessi börn upp og urðu mesta myndarfólk. Já, stundum var ekk ert til utan á barnið, en þá hlupu nágrannarnir jafnan imdir bagga. Það skorti ekki viljann til hjálpar — öðru nær. — Já, það hefur víða verið á- takanlegt hér áður fyrri. — Ó, já. Afi minn og amma bjuggu á Hrauntanga hér í Axar- fjarðarheiðinni. Þaðan er um þriggja tíma gangur til næstu bæja. Þar dó afi minn að vetrar- lagi, meðan að allt var á kafi í gaddi. Börnin voru 4. Þarna var engra mannaferða von, en einhver hulin hönd réð því, að ferðamann bar þarna að garði, og hann bjó um líkið. Já, það var átakanlegt lffið þarna á þessum heiðarkotum. Og eitt af þessum fjórum börn- um á Hrauntanga mun hafa ver- ið Jón Trausti föðurbróðir þinn? — Ó. jú þarna var hann? —Segðu mér, heldurðu að skáld skapargáfan hafi snemma komið fram hjá honum? — Já, ég held að hann hafi ver- ið mjög ungur, þegar hann fór að reyna að gera vísur. — Kanntu nokkra frá þeim dög- um. — Já, það er sagt að hann hafi verið 5 ára, þegar hann orti þessa: „Boli er kominn á bæjartröð, blessaður vertu. Þú átt að koma heim með hröð, því hraustmenni ertu.“ Hann var þá kominn til Jóns bónda að Skinnalóni og faðir hans látinn. En nú þarf húsfreyja að fara a.ð hella upp á könnuna og við Benedikt bóndi tökum aftur tal saman. „Þá voru heimilin eiginlega félög út af fyrir sig" — Margt hefur nú breytzt hvað landbúnaðinn áhrærir, siðan þú byrjaðir búskap — Jú, þetta er alveg gjörbreytt. Nú er þetta að telja má, laust við allan þrældóm, miðað við það sem áður var. Það gera vélarnar. Þetta eru að vísu skorpur í þurrk- um, en þrældómurinn að mestu horfinn, þótt fyrir komi á sauð- burði stöku sinnum, að lögð sé nótt með degi. — En nú er fámennið meira í sveitunum. — Jú, nú er það. Það var miklu fleira fólk hér áður og búin minni, svo þetta hlaut að verða minna verk. — Hefur ekki fólksfæðin breytt lífi fólksins í sveitinni? — Hún hefur náttúrlega gjör- breytt því á ýmsa lund. Þegar ég man fyrst eftir voru heimilin eig- inlega félög út af fyrir sig, hvað skemmtanir og aðra gleði snerti. Mér er það ríkt i minni, þegar les- ift var upp í baðstofunum gömlu, kveðnar rímur og önnur gleði höfð. — En svo tók þetta að breytast? — Þessi aldamótakynslóð — ætli ég teljist ekki til hennar, hún stofnaði ungmennafélögin og þau höfðu sín miklu áhrif. Líf unglinga þá og nú er gerólikt, þá voru ekki nema sárafáír sem komust á skóla. Eg var kominn yfir tvítugt þegar ég dreif nig : Hvanneyri. Eg tel rr.ig hafa haft mikið gagn af þeirri skólavist. Heí kannski ekki orð- bó en ég hef ekki vilj- af. missa :f /erunni. Halldír Vil- hiálmsson var þá skólastjóri þarna, mikil persóna og hafði mik- il áhrif á pilta, drengskaparmað- ur. GóS ræktunarskilyrði í Axarfirði — Segðu mér, Benedikt, hvað viltu segja um búskap hér í Axar- fjrði? — Það má nú segja margt um — Eiginlega eru ræktunarskil- yrði hér góð. þarf gkki að kosta Framhald á bls. 14 \ i i T í M I N N, þriðjudagur 25. sentember 1962. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.