Tíminn - 02.10.1962, Qupperneq 7

Tíminn - 02.10.1962, Qupperneq 7
HANS JÖRGEN LEMBOURN: Útgefandi: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Knstjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulilrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu- húsinu: afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka. stræti 7 Simar: 18300—18305 Auglýsingasimi: 19523 Af. greiðslusími 12323 — Askriftargjald kr 55 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Verðbólgan - afkvæmi „viðreisnarinnar“ Benedikt Gröndal ræðir í Helgarpistli sínum í Al- þýðublaðinu á sunnudaginn um helztu verkefni næsta Alþingis. Upphaf greinar hans hljóðar á þessa leið: „VerSbólgan hlýtur að verða aðalmál þess þings, sem hefst í steinhúsinu við Austurvöll eftir 10 daga. Hjá því getur ekki farið, þótt erfitt sé á þessu stigi máls ins að spá, í hvaða formi málið verði lagt fyrir þingið. Það verður ríkisstjórnin að ákveða, og frekar fyrr en síðar." Enn fremur segir Benedikt: „Landsfólkið hefur miklar áhyggjur af verðbólg- unni og mun fyrst og fremst bíða eftir að heyra, hvað ríkisstjórnin gerir á því sviði. Að vísu er hreyfing verð- lags og kaupgjalds enn ekki eins hröð og hún var flest árin milli 1950 og 1958 en hættan er engu að síður geigvænleg." Þótt BemecEikt segi það ranglega, að vexðbólgu- vöxturipn sé nú ekki eins hraður og hann hafi verið jnestur áður, staðfasta þessi orð hans eigi að síð- ur, hve fullkomlega ríkisstjórninni hefur misheppn- azt að framkvæma það meginloforð sitt að stöðva verðbólguna og skapa jafnvægi í efnahagsmálum. Þeg- ar „viðreisninni11 var hleypt af stokkunum, var því ha!d ið fram henni til aðalgildis, að hún væri rétta ráðið til að stöðva verðbólgu og skapa jafnvægi. Reynslan er hins vegar eins og Benedikt lýsir henni hér að framan. í dag blasir við „geigvænleg verðbólga“ og meira ójafn- vægi í efnahagsmálum en nokkru sinni fyrr. Ef vel ætti að vera, þyrfti það því að vera aðalmál næsta þings að fást við verðbólguna. Svona fullkomlega hefur „viðreisnin“ misheppnazt hvað það snertir að.stöðva verðbólguna. Slíkt kemur ekki á óvart þeim, sem eitthvað þekkja til fjármála. Það er ekki hægt að setja fjárhagskerfi meira úr skorðum með öðru en því að verðfella gjaldmiðilinn um helming á stuttum tíma og bæta við stórfelldum nýj- um sölusköttum, auk margra anr.ara álaga. Slíkt skapar siíkar tilfærslur, ringulreið og misskiptingu að allt fjár- hagskerfið hlýtur að fara úr böndunum. Þetta blash’ nú líka augljóslega við í dag. Aldrei hafa verðhækkanir ver- ið meiri eða meira misræmi í tekjuskiptingu. Glundroðinn og óvissan í efnahagslífinu hafa aldrei verið þvílík og nú, slíkar eru afleiðingar ,,viðreisnal-innar“. Eina iausnin Ef vel væri, ætti það vissulega að vera meginverkefni næsta þings að stöðva verðbólguölduna, sem „viðreisnin11 hefur reist. Því rniður verður það þó ekki gert á næsta þingi. Ef nokkuð verður gert þar, mun það aðeins verða til þess að auka á „viðreisnar“-vitleysuna. Núverandi valdhafa hafa, bersýnilega ekki neitt lært, enda vakir ann- að meira fyrir þeim en að stöðva verðbólguna. Verðbólg- an þjónar einmitt því aðahnarki þeirra að skapa hér þjóð- félag hinna fáu ríku. Stef/iubreyting getur því aðeins orð- ið í þessum efnum, að þjóðin svipti stjórnarflokkana þingmeirihluta sínum í næstu kosningum. Að öðrum lcosti verðar stefnt enn lengra út í verðbólguna og ófær- una. Einmana múgmaður Athyglisverð bók u Á LEGSTEIN þeirrar kynslóð- ar, sem tók við eftir stríðið, mætti rita: Kynslóðin, sem ekki vissi, hvernig hún ætti að láta sér líða vel. Mennirnir hafa aldrei verið anðugri en áratug- ina eftir síðari heimsstyrjöldina, tæknin aldrei meir og líkamlegar píslir mannsins aldrei minni, ef miðað er við íhúa vesturhluta heims. Samt sem áður linnir ekki kvörtunum skálda okkar, geð- lækna og þjóðfélagsfræðinga. Helztu hugtökin í menningarbar áttunni eru: „einmanaleiki“, „kvíði“, „rótleysi“, „eltni“, „andlegur dauði". — Hvað er það, sem þessu veldur? Hinn frægi, ameríski þjóðfé- lagsfræðingur, David Riesman, veitti í bók sinni, „The Lonely Crowd“, eftirtektarverðasta svar ið við þessari spurningu. Ekk- ert annað ádeilurit hefur vakið jafn mikla athygli. Vart mun hægt að finna bandarískan náms •mann, sem hefur ekki skrifað ritgerg um hana. Ekki getur fé- lagsfræðilegt rit, sem geymir ekki annaðhvort ádeilu á Ries- man eða snýst á sveif meg hon- um. Bók hans er nú komin út á dönsku hjá Gyldendal og heitir þar Det ensomme massemenn- iske. MEGINKENNING Riesmans er, að menning okkar hafi geng- ið gegnum þrjú stig. Á fyrsta stiginu var mannfjöldinn nokk- urn veginn stöðugur. Dauðsföll voru mjög tíð, svo að mikill barnafjöldi nægði aðeins til þess að vega upp á móti honum, en ömmur okkar og afar áttu iðulega tíu systkin eða svo. Ann- að stigið, sem nær frá því á lið- inni öld og fram undir okkar tíma, einkennist af mjög örri fólksfjölgun. Vegna mikilia framfara í læknavísindum, aukinna hollustu hátta og bætts viðurværis fækk- ar dauðsföllum svo ört, að fólk- inu fjölgar hröðum skrefum, þrátt fyrir það, að barnafjölda meðalfjölskyldu fer fækkandi. Á þriðja stiginu er það orðið svo algengt, ag eiga aðeins eilt eða tvö börn, að fjölgunin hætt- ir og samfélagið einkennist aft- ur af kyrrstöðu. Að dómi Riesmans ræður þessi þróun úrslitum [ nálega öllum mannlegum málum. Hún ræður ekki aðeins gerð þjóðfélagsins og stjórnmálakerfisins, heldur einnig mótun persónuleikans, venjum kynferðislífsins og til- finningunni fyrir hamingju. Á FYRSTA stiginu lýtur líf fólksins erfðavenjunum. Maður ber sjálfan sig saman við fyrir- myndir feðranna og líf manns lýtur frá upphafi þeim erfða- venjulögmálum, sem einkenna umhverfið. Hin mörgu börn eru fljót ag læra hvernig þau eiga að líkja eftir lífsháttum foreldr- anna. Lífskjörin erti rýr, svo að aðalorka í athöfn og hugsun bein ist að því að afla brýnustu nauð- synja. Möguleikar til að ferð- ast eru mjög litlir, ákaflega erf- itt að skipta um lífsstarf og þess vegna verða menn að una við sitt Samfélagið er trúað Guðsdýrkunijn og kynferðislífið eru í mjög föstum skorðum og engum dettur j hug að risa gegn þeim. Þegar börnin ná þroska, er aðstaða þeirra 'il vals hin im einstaklinginn og sama og foreldranna. Á uppvöxt- inn er aðeins litið sem aðferð til þess að verða eldri og þess vegna hyggnari þolandi erfða- venjanna. Ættin verndar mann. Þeir einir, sem út af breyta, eru rótlausir og hræðslugjarnir, en þeir eru næsta fáir. ÞETTA kyrrstæða samfélag átti rætur að rekja aftur til mið- alda. Það hrundi á átjándu og nítjándu öldinni, með iðnbylt- ingunni og íbúatala Evrópu jókst allt í einu. Breytingin kom í stað stöðnunarinnar. ein staklingshyggj umaðurinn fékk svigrúm, mögulegt varð að klifa upp þjóðfélagsstigann og „vera sinn eiginn húsbóndi“. Mögu- leikar til ferðalaga ukust, svig- rúmið jókst, bæði í fram- leiðslu, landnámi og viðurkenn- ingu. Samkeppnin kemur til skjalanna. Vaxandi barn kemst fljótt ag raun um, að um mis- munandi ævistörf er að velja og valið er nokkurn veginn frjálst, — því frjálsara, sem maður er duglegri og andlega sterkari. Þetta er skeið frelsisins. Af verkaskiptingunni leiðir, að fleiri og fleiri börn geta ekki tekið foreldra sína sér til fyrir- myndar. Þetta á einkum vig kari mennina. Þeir verða sjálfir að komast að raun um sitt eigið manngildi og það er undir þeim sjálfum komið að afla sér frama: Riesman segir fólk þessa skeiðs lúta innri stjórn. Innra með því ér áttaviti, sem sýnir því, hvern ig það eigi að lifa. Það hefur bein í nefinu, ljósa hugmynd um, hvað er rétt og hvað rangt. og metur mikils eiginleika eins og sjálfsvald, dugnað, þraut- seigju og sparsemi. Þetta eru byggjendur heimsvelda, hinir sönnu einstaklingshyggjumenn meg fylgjandi ívafi hins miður heppilega, svo sem tillitsleysi. kynþáttagorgeir og fjárhagslegri nýtingu annarra. Þetta er upp reisnargjörn mannlegund, því að henni er innrætt, að hún eigi að lifa eftir sinum eigin hugsjónum og standa fast við þær, hvað sem erfðavenjunum líði. SVO ER þriðja skeiðið, og á því erum við stödd. Hin hraða aukning fólksfjöldans í Evrópu og Bandaríkjunum er um garð gengin. Tími einstaklingshyggju- mannsins er einnig liðinn. í þess stað erum við á leið til hóp- stýrðs samfélags. Þar er Ries- man kominn að svarinu vig trufl andi spurn nútímamannsins um, hvers vegna honum finnist hann yfirgefinn, eimana, kvíðinn, ein- hæfur og óráðinn Á okkar tím- um eru auðæfin þegar sköpuð, velferðarríkig er komið og stöðv un mannfjölgunarinnar þýðir, að við höfum ekki lengur þörf fyrir jafnört aukna framleiðslu og áður, þurfum ekki sömu orku eyðslu. Auknar félagslegar trygging- ar draga úr nauðsyn einstakl- ingsins á einbeittri manngerð, þörf hans á að efla sjálfan sig undir harða baráttu við að brjót ast áfram Áhuginn fjarlægist hugsjónir, frama, siðferðilega einbeitingu og efnisleg gæði, en beinist að fólki. Það verður eft ir sóknarverðara að bjargast og yera vel liðinn meðal manna en nútímann ag komast hærra í mannfélags- stiganum. Við komumst að raun um, að við lifum í meira og meira sam- tvinnuðum hópum og því verð- ur það okkur dýrmætara að njóta hylli þeirra, sem við um- göngust en að öðlast auð og völd. Það er talig dýrmætara að vera aðlaðandi og viðmótsblíð- ur en að vera siðferði.lega stað- fastur og sjálfstæður í hugsun. Margir komast að raun um, að þeir verða því vinsælli, sem þeir hugsa minna sjálfstætt. í stað hugsjóna einstaklings- hyggjumannsins þróast hjá okk ur radarkerfi, bæði í heila og hjarta, og það bendir okkur und ir eins á, hvað í tízku er og hvernig „öðrum“ finnist við eiga ag hegða okkur. ’ ÞESSI eltandi aðlögun að því almenna og eftirapaða nær til hinna persónulegustu sviða Kyn lífið mótast af ríkjandi venjum og börnrn eru alin upp eins og gerist í nágrenninu. Foreldrarn- ir þora ekki að hafa ákveðnar skoðanir á því, hvernig börnin þeirra skuli vera, því að þau verða auðvitað að vera eins og félagar þeirra. Þarna staðnar hin andlega framför, því að þeg- ar allir eiga að líkjast öllum, er enginn til þess að þoka þekking unni áfram og móta nýjar hug- myndir. Fjölgun fólksins hættir og um leið hæltir hin andlega framþróun. Þetta þýðir þó ekki, að við séum runnir aftur á bak niður á svið þess samfélags, þar sem erfðavenjurnar ráða öllu Við eigum því miður engar erfða- venjur, sem komið geti i stað hins innri persónuleika, sem misstur er. Við erum alveg festu lausir og sálir okkar eru ekki annað en soðhlaupskökur. AUÐVITAÐ er hægt að gagn- rýna kenningar Riesmans. Það er til dæmis nokkuð mikill ein- strengingsháttur ag fullyrða, að breytingar á mannfjölguninnj ráði úrslitum um andlega fram- þróun. Hin nýja tækni hefur þar miklu hlutverki að gegna. Og það er ekki alveg þýðingar- laust, hvaða höfuð-hugmyndir móta tíðarandann. En því verð- ur ekki neitað, að Riesman hæf- ir í mark með lýsingu sinni á sálarlífi nútíma múgmanns. Hann hefur rétt fyrir sér í þvi, að við erum í þann veginn að varpa öllu sjálfstæði fyrir borð. Við ölum börnin upp til þess eins að vera lifandi móttöku- tæki í stað þess að þroska per- sönuleika þeirra og æfa hæfni þeirra til að hugsa frjálst og sjálfstætt. Við mótum samfélag- ið eftir þeim stjórnmálakenning um, sem styrkja liópinn, en veikja einstaklinginn, þó ag þörf væri á hinu gagnstæða. Við keppum að grunnfærnum, ytri markmiðum og gleymum því, að í hvert sinn, sem við breytum eilítið í viðbót samkvæmt því, sem „öðrum“ finnst, bætum vig á leiðann, sem safnast fyrir í okkur sjálfum, því að þess minna erum við sjálfir meðvirkir Vig setjum persónuleikann að veði fyrir efnislegum gnægtum og eftirsókn vinsælda unz að því líður, að við höfum að lok- um öll gat urwhr hattbarðinu i staðinn fyrir andlitið. »wga»iriwraiEaR.g!rM wtuwmm T í MI N N , þriðjudaginn, 2. október 1962 — 7 i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.