Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 2
Sagan um fyrsta auðhring ni’HV/JilHilil i Evrópu, sem enn teygir anga sína í allar áttir Vordag árið 1864 lötraði ein- stæðingslegur Gyðingur, Mayer að nafni, meðfram gildri járn- keðjunni sem skildi Gyðinga- hverfið í Frankfurt frá hinum „kristnu“ borgarhlutum. Hann varð að greiða hinni venjulega Gyðingatoll, hann varð líka að víkja undan, taka ofan og Brezk samtíðarskopmynd af Nat- han Rothschild, Lundúnabróður- inn fyrir framan hina sérstöku „Rothschild-súIu“ í kauphöllinni í London, cn þaðan rak hann ævintýTaleg viðskipti og gat kom ið konungum og ríkisstjórnum á kné, ef honum sýndist. 4 hneigja sig auðmjúklega í hvert sinn sem götustrákarnir æptu: „Júði, gerðu skyldu þína.“ Hann gekk hægt eftir þröngum, krók- óttum og daunillum götunum, fram hjá búðarholunum £ hverju húsi og var brátt kominn á þær slóðir sem hann þekkti sig bet- ur. Stöku sinnum var honum heilsað af fornum kunningjum sem hrópuðu: „Góðan daginn Rotfschild!“ Og þó minntist hann þess að hann átti sér í raun réttri ekkert ættarnafn, slíkt var tal- ið of gott fólki af hans þjóðerni. Gyðingar voru því oft nefndir eftir húsum sínum eða öðrum einkennum. Áar Meyers höfðu í eina t£ð búið í húsi þar sem rautt skilti (Rot Schild) hafði prýtt forhliðina. Nú beindi hann för sinni að þessu húsi. Hér höfðu bræður hans, þeir Moses og Kal- mann, búðarholu og verzluðu með nýlenduvörur. Meyer var kominn á áfangastað. Tími Rot- schildana var runnin upp. Þeir 'áttu eftir að marka sögu Evrópu hinar næstu aldir. Og enn eru þeir að marka sögu álfunnar. Aftur í Gyðingahverfið Forfeður Meyers höfðu um langan aldur verið krambúðar- eigendur 1 Gyðingahverfinu í Frankfurt. Sjálfur hafði hann verið sendur til Nurnberg sem gáfaðastur í barnahópnum i þvi skyni að uppfylla draum ættar- innar að læra til prests (rabbí). Foreldrar hans lögðu þó upp laupang, er hann var skammt á veg kominn með námið og hann hafði engin ráð á að halda því áfram. Frændur hans útveguðu honum dágóða stöðu í viðskipta- banka Oppenheimers í Hannover og sérhver annar af Meyers-ætt- inui hefði talið sig heppinn að fá að vera áfram í Hannover þar sem heldur betur var íarið með Gyðinga en í Frankfurt. Hefði hann farið skynsamlega að ráði sínu, þá hefði hann byrjað sem undirtylla í bankanum og smám saman fetað sig upp virð- ingarstigann með þolinmæði og undirgefni, oiðið yfirbókari með tímanum og ef til vill meðeig- andi á efri árum. En hann fór ekki skynsamlega að ráði sínu. Hann sneri aftur til Gyðinga- hverfisins. Hann hlýddi ekki rödd skynseminnar — og varð ódauðlegur fyrir vikið. Nýlega er útkomin bókin „The Rotschilds" eftir Fredric Mor- ton og þar segir frá hinum ævin- týralega ferli Rotschildana, þar er sagt frá hinum fimm sonum Meyers sem yfirgáfu búðarholu föður sins og urðu auðugustu og voldugustu menn hver í sinni höfuðborg Evrópu. í bókinni er sagt frá sonunum fimm og einn- ig eftirkomendum þeirra, um James Rotschild sem ögraði Napoleon, Nathan sem gerði stór verzlun af því hann fékk frétt- irnar um orrustuna um Water- loo á undan rikisstjórninni í London, Lioncl sem ásamt Disra- ’eli thyggði ■ Bretum ýfirráð Suez- skurðarins, Louis sem ógnaði Heinrich. Himmler. úr fangaklefa Gestapo. í bókinni er fjallað um Hér byrjaði það: Hús Rothschilds-ættarinnar í gyðingahverfinu í Frankfurt. S GUTELE Rothschild, formóðir ættarinnar, varð 94 ára gömul. óheyrilegan auð ættarinnar, stór- kostlegar framkvæmdir, sagt frá því hvernig járnbrautarnetið var lagt um alla Evrópu, — sagt frá baráttu þeirra bræðra að tryggja aðstöðu ættarinnar, baráttu þeirra að fá rétt Gyðinga viður- kenndan í Evrópu og þar er einn ig sagt frá því hvern þátt þeir áttu í myndun ísraelsríkis. Ættræknin Rotschild-ættin hefur líka fest kaup á fjölda halla, keypt ó- grynnin öll af listaveréum og vín ekrum. Þeir hafa lifað eins og furstar og keisarar hafa öfund- að þá af auðnum. Enn í dag eru ættarböndin sterk og vígi þeirra er fjölskyldubandið. Innbyrðis giftingar hafa tíðk- azt mjög, bræðurnir fimm gengu 12 sinnum í hjónaband og í níu tilfellum kvæntust þeir ná- frænkum sínum. í þessum níu (Framhald á 12. siðu). Komið viS kaunin Eins og minnzt hefur verið á hér í blaðinu, sagði Benedikt Gröndal, ritstjóri Alþýðublaðs- 4ns, í helgarspjalli sínu s.l. sunnudag: „VERÐBÓLGAN þess þinigs, sem hefst í stein HLÝTUR AÐ VERÐA AÐAL- MÁL ÞESS ÞINGS, SEM HEFST í STEINHÚINU VIÐ AUSTURV ÖLL EFTIR TÍU DAGA.“ Tíminn benti á, að einn þing maður stjómarliðsiins og rit- stjóri annars aðálstjórnarmál- gagnsins hefði þar með hrein- lega játað, að við verðbólgu væri að etja, jafnvel svo alvar- lega, að hann kallaði liau.a „GEIGVÆNLEGA HÆTTU“ og svo mikla, að hún hlyti að verða aðalm'ál þ'ingsins. Við þessu hefur Morgunblaðið orð- ið ókvæða.Það er auðvitað fyrst og fremst rcitt við ritstjóra A'l- þýð’ublaðsins fyrir hreinskiln- ina, en lætur reiðina bi’tna á Tímianum. Ræðst Mbl. á Tím- ann með fáryrðum fyrir það að hafa sagt frá orðum Benedikts og le'itt síðan rök að því, að „verðbó'lgan væri afkvæmi við- reisnarinnar“. Faðernið efalaust En Mbl. er gaignsl.aust að geisa svona. Öll þjóðin veit af verðbólgunni og finnur hana daglega, og stjórnarritstjór- inn, Bcnedikt Gröndal, hefur hikíaust játað hana. Verðbólg- an er staðreynd. En skyldi það þá vera ofmælt, að „verð'bólg- an sé afkvæmi viðreisnarinn- ar“? Þcta faðcrni er líka alvcg efalaust, því að hver gæti ann- ars átt krógann, aðrir en sú ríkisstjórn, sem setið liefur að völdum í landinu á fjórffia ár? Ætl'i blóðrannsókn sé ekki ó- þörf? En ríkisstjórnin og Mbl. vilja ekki meðganga afkvæmið, jafn vel þó að Benedikt liafi vitn- að’. Mbl. heldur bara áfram að hrópa: Það er engin verðbólga, engin dýrtíð, það.an af síður, að slíkt sé „afkvæmi viðTCisn- arinnar“. ----rr: FREGNIR I blööum herma, að i næstu vlku veröi frumsýnd hér kvlkmyndin „79 af stöSlnnl" — myndln, som Erlk Balling tók hér, eftlr sögu Indriða G. Þorstelnsson- ar meS islenzkum lelkurum i hlut- verkum. Þetta er þvi alislenzk mynd, gerS eftlr kunnrl nútíma- skáldsögu, lelkln af fslenzkum lelk- endum og öll myndln tekin hér á landl. 'Hlns vegar skortl okkur enn kunnáttumenn oú taeknl tll kvlk. myndatökunnar og urðum að lelta út fyrlr landsteina tll þess. Von. andi kemur brátt að því, að vlð verðum líka sjálfum okkur nógir í tækninni og getum bjargað okk- ur að öllu leyti sjálfir, FRUMSÝNING þessarar nýju kvik- myndar er merkur viðburður og markar tlmamót. Vafalítið verður mönnum mikil forvltni á að sjá þessa nýju, íslenzku kvikmynd, sjá leikarana okkar á tjaldinu, sjá þá túlka persónurnar, sem við þekkj. um úr skáldsögunni, og aðsóknin verður án efa mikll. Þetta er iíka í fyrsta sinn, sem íslenzk stórkvik mynd er frumsýnd en ekki mun mönnum lelka minni forvitni á því að vlta, hvernig mynd þessarl verð “ur teklð erlendls, og eftir þvf get. ur það farið að verulegu leytl, hve margar íslenzkar skáldsögur verða kvlkmyndaðar á næstunnl, eða hvort vlð leggjum út á þá braut að gera kvikmyndir algerlega ó- studdlr. Reykvíkingur hringdi til blaðsins í gær og sagði eltthvað á þessa leið: „ÉG VAR að lesa Alþýðublaðið í morgun og þótti það ráðast ómak- lega að þeim framkvæmdum, sem gerðar hafa verið á lóð gamla safna hússins við Hverfisgötu í sumar, Alþýðublaðið segir, að þarna hafi verið unnið skemmdarverk, þegar gamla .yðjárnsgirðingin var tek. in og lóðin sléttuð, rétt eins og þetta járnarusl hafi verið elnhver helgur dómur. Ég er algerlega á öndverðri skoðun. Lóð þessa fagra og virðulega húss var orðin til skammar, og gamla girðingin var svo Ijót, að hún stórspillti heimsýn að húsinu. Það naut sín alls ekki fyrir henni. Vafalaust hefði mátt breyta lóöinni á annan veg svo að vel eða jafnvel betur hefði far ið, en aðalatriðið var að taka girð- inguna, opna sýn að húsinu, gera þarna rýmra umsýndar, bjartara og frjálslegra. Það er ólíkt að sjá heim að safnahúsinu núna, og þarna á horninu vlð Hverfisgötuna er nú orðið miklu rýmra og betra um að Iitast. Og hvíta húslð virð. ist hafa stækkað og hækkað, það hefur allt saman rislð eins og það hafi hrist af sér viðjar, og gluggar þess njóta sín mtklu bet- ur. Þetta er nú mín skoðun, og ég á oft leið fram hjá húsinu". Þetta sagði maðurinn, sem hringdi. — Hárbarður. 64 vísitölusfig • En til er anniaS vitni, sem unnt er að leiða fram með Benedikt um ti'lveru verðbólg- unnar og dýrtíðarinnar, og það vitni heitir vísitala hagstofunn ar. Vitnisburður heniwr er á þ'á lund, að h’in nýja vísitala viðreisnarstjórniariimar hafi liækkað um 32 stig síðan stjórii in kom til valda, o.g gamla vísitalan, sein gilti þegar stjóru in kippti henni úr sambandi, hefur hækkað helmingi meira eða 64 stig. Teljast 64 vísitölu- stig ekki verðbólga? Þetta vitni er alveg sanunála Benedikt, sem dregur af þess um staðreyndum þá eðl'ilegu ályktun, að verðbólgan hljóti að verða aðalmál þingsins. En ríkisstjórnin veit ekki sitt rjúba,ndi ráð. Hún hefur engar tillögur handbærar ,enda stynur Benedikt því upp, „að erfitt sé á þessu stigi málsins a'ð spá, í hvaða formi málið verði lagt fyrir þingið“. Hann hefur orðið þess á<í?ynja, að stjórnin er ráðalaus. Hún sting ur aðeins höfðinu í sandinn og læzt ekkert sjá, og lætur Mbl. hrópa: Það er engin verðbólga, engin dýrtíð otg VIÐREISNIN HEFUR TEKIZT!! 2 T í MIN N , fimmtudaginn 4. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.