Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 14
BARNFOSTRAN Eftir DOROTHY QUINTIN á Greystone og var sagður einn fremsti barnasérfræðingur, sem völ var á. Og það sem betra var, ég þekkti einkaritara hans mæta vel. Jean Myers og ég vorum samtíða á Greystone. Eg sagði Oliver frá því í skyndingu, að ég gæti fengið nákvæma skýrslu um CaroLyn hjá Jean, ef ég fengi leyfi hans til að biðja um hana. — Það er sunnudagur á morg- un og hún býr heima hjá sir Charles í Wimpole Street. Hún þekkir mig. Hún leitar áreiðanlega í skýrslunum, ef ég bið hana um það... .ef þér, faðir Carolyn, biðj- ið hana um það. Hann starði á mig, eins og hann héldi, að ég væri gengin af vitinu. En ég horfðist rólega í augu við hann og skyndilega ákvað hann að treysta mér. En hann sagði mér það ekki þá. Allt, sem hann sagði, var: Viljið þér í raun og veru reyna að fá mig til þess að trúa þessu... .þessu... .Hann veif aði sneplinum, sem hann hélt á í hendinni — og fara á bak við Deidre til að fá fréttir af Caro- lyn... . ? — Þér eruð faðir hennar, sagði ég rólega. — Þér eigið fullan rétt á því að fá að vita, hvað fram fer í húsinu við Lorimer Squere. — Vitanlega hef ég það, ég á húsið, svaraði hann stuttaralega. — En eftir dauða Serenu hefur Deidre gengið Carolyn í móður stað. Eruð þér að gefa í skyn, að barnið sé hressara og því hafi veri leynt fyrir mér? Hann sagði þetta með köldum virðuleik, svo að ég var heldur betur látin vita, hver ég væri. Það hljómaði vissulega fáránlega. Eg vissi ekkert um peningana þá, en ég treysti hugboði mínu. — Ungfrú Donovan laug að mér... .viðvíkjandi því að Caro- lyn gæti ekki gengið. Hann yppti öxlum og hrjsti höf- uðið. — Ef þér ættuð systurdóttur, sem ekki væri — alveg eins og önnur börn — mynduð þér segja algerlega ókunnugri manneskju frá því, þegar sú manneskja er barnfóstra með tvö alheilbrigð börn við hlið sína? spurði hann. En ég sá, að efinn hafði gripið um sig í huga hans. Hann fór að trúa því, sem ég sagði, þrátt fyrir allar skynsamlegar ástæður og fréttir Deidre af Carolyn. — Gerið það fyrir mig að leyfa mér að hringja til Jean á morg- un.... og ef þessi síðasta um- sögn um Carolyn er óbreytt, skal ég fara mína leið og angra yður aldrei framar, bað ég alvarlega. — En ef um einhverja breytingu er að ræða, komið þá með til London og heimsækið Carolyn. Og ef hún vill í raun og veru koma hingað, leyfið henni þá. . . Eg barðist fyrir því að fá hann til að trúa á mig og treysta mér, ég barðist fyrir þetta einmana barn í London. Við horfðumst í augu eins og andstæðingar, hvor ugt okkar vildi víkja, þegar Hanna barði að dyrum, rak höfuðið inn og leit forvitnislega á okkur. — Ef ungfrú Browning ætlar að taka vagninn til Portrewan, verður hún að flýta sér, sagði hún þurrlega. — Og miðdegisverður- inn yðar er til reiðu, herra. — Fyrirgefðu, Hanna. Hann brosti þessu innilega, en sjaldséða brosi. í því augnaráði, sem þau sendu hvort öðru, fann ég, að lá djúpur og gagnkvæmur skilning- ur. Svo sagði hann hlýlega: — Viljið þér gera mér þá ánægju að borða miðdegisverð með mér, ungfrú Browning? Eg sýndi enga yfirborðs hæ- versku í þetta skiptið, en kinkaði áköf kolli. — Komið þá strax, sagði Hanna og opnaði dyrnar og ýtti okkur næstum inn í borðstofuna. Með- an hún bætti diski við á borðið, leit hún af og til á mig með greini legri spurn i augnaráðnu, og ég vissi, að hana langaði til að vita, hvað hafði verið talað um Carolyn. En ég gat ekki sagt henni neitt enn. Hanna hafi sjálf truflað okk- ur, þegar ég beið svars við beiðni minni um að fá að vita um síð- ustu læknaskýrsluna um Caroiyn. Litla borðstofan var upplýst með kertaljósum og var afar hlý- leg, ilmandi brauðkakan hennar Hönnu var reglulegt hnossgæti, og ég fann, að ég var hungruð- Oliver reyndist vera hinn þægileg asti gestgjafi, og ég hefði skemmt mér ljómandi vel, ef milli okkar hefði ekki verið þessi þýðingar- mikla spurning, sem enn var ósvar að. Hanna gekk um beina og tók^ þátt í samræðunum, þegar hún hafði eitthvað til málanna að leggja, og smátt og smátt hvarf feimni mín algerlega. Eg reyndi að fara að dæmi hans og tala um daginn og veginn, en ég vissi lítið um stjórnmál, lífið úti á landi eða þau vandamál, sem upp geta komið þegar smáheimilisiðnaður skal keppa við stóru iðnaðarfyrir- tækin. Og Oliver vis’si lítið um daglegt líf barnfóstrunnar og um þau fjölskylduvandamál, sem ég hafði við að stríða — tæpa heilsu stjúpmóður minnar og glæpa- hneigð Rollos. En við áttum þó eitt sameiginlegt — hrifningu okkar á gömlum stöðum og hlut- um. Eg komst að því, að ég gat talað við hann um föður minn og litlu fornminjaverzlunina hanr. í Edg- ware og um þá hefð hans að selja góða hluti ódýrt til þeirra, sem kunnu að meta þá í stað þess að selja söfnurum fyrir okurverð. Oliver horfði rannsakandi og dálítið forvitnislega á mig, meðan ég talaði. — Mér hefði þótt varið í að hitta föður yðar. Það eru ekki margir menn núorðið, sem ekki reyna að græða á öllu og öllum. Voruð þið mæðgurnar sammála honum í öllu, sem hann gerði eða vilduð þið fá meiri peninga í falleg föt og slfkt. Eg hló, vegna þess að föt hafa aldrei haft sérstakt aðdráttarafl á mig. Eg hef mest notað ein- kennisbúninginn minn og hef aldrei haft sérstaka ástæðu til að skreyta mig mikið. Eg sagði Oli- ver það og einnig frá Lettice, sem var stjúpmóðir min. Það var kannski viskiið, sem losaði um tungu mína og ég fann, að ég tal- aði frjálslega og óþvingað við 14 : Oliver og varð ekki vör við mína vanalegu feimni. — Hvorki falleg föt né dýr snyrtimeðul gætu hvort sem er gert mig fallega, sagði ég og brosti, er mér varð hugsað til þess hvað Merle Bellington hafði lagt fast að þiér að taka þátt í samkvæmum þeirra. Hún var gjafmild og vildi alltaf vera að ■gefa mér kjóla, sem hún hafði sama sem ekkert notað, en ég tók aldrei við þeim. Eg hirti vel um andlit, hendur og neglur, hugsaði mikið um hárið á mér og það dugði. — Eg hef verið í einhvers kon- ar skóla eða einkennisbúningi alla ævi mína, sagði ég Oliver — og mér líkar það vel, það sparar bæði tíma og fySirhöfn. — Já, ég skil það. Eg kunni ágætlega við mig í einkennisbún- ingi sjálfur, sagði Oliver þurrlega en það var ertnissvipur á andliti hans. — Eins og þér segið, það sparar mikla fyrirhöfn. Það vernd ar lika . eins konar brynja, er- uð þér ekki sammála mér í því? Eg fann, að ég roðnaði, því að víst var það satt. Á hverjum degi, er ég spennti beltið á einkennis- búningi minum, fannst mér ég hafa nóg hugrekki til að mæta hverju þvi, sem dagurinn bæri í skauti sér. Eg gerði mér einnig ljóst, að ég hafði einnig í dag klæðzt einkennisbúningi mínum sem hálfgerðri brynju. Og mér þótti vænt um það .. í gömlu káp unni minni, pilsi og peýsu var ég ákaflega hversdagsleg og hefði sennilega aldrei verið hleypt inn á Mullions ... — Og svo er einkennisbúningur inn líka virðingarmerki, bætti Oliver við og ég vissi, að hann gerði dálítið grín að mér en ein- hverra hluta vegna kærði ég mig 168 stöðvúnum og við spurðum hann margra spurninga. Stalin leysti einnig úr sumum spurningum okkar og við fengum mjög full- 'nægjandi upplýsingar um austur- vígstöðvar Þjóðverja og fyrirætl- anir Rússa í náinni framtíð. Við slitum viðræðunum klukkan 1,30 e. h. fullkomlega ánægðir með árangur fundarins. Við höfðum farið langan veg til að halda hann og beðið lengi eftir honum, en árangurinn bætti okkur alian þann tíma og alla þá fyrirhöfn fullkomlega upp. 15. október. Klukkan 6 e. h. sát- um við aftur fund með Stalin í Kreml, en í þetta skipti voru fundarmenn færri, þar eð Win- ston hefur fen-gið enn eitt hita- kast og liggur í rúminu. Við rædd um um stríðið gegn Japan og Antonov útskýrði ástandið, eins og það kom þeim fyrir sjónir. Fundurinn var mjög árangurs- ríkur. Enginn vafi er á því, að Rússar eru fúsir til að ræða um áform sín og veita fyllstu upplýs ingar um þau. Fundinum lauk klukkan 8 e. h. og ég flýtti mér þaðan til þess að sjá óperuna Svanavatnið, sem var alveg dásamleg. Eftir það fórum við til ameríska sendiráðs- ins til að borða þar miðdegisverö Fór í rúmið klukkan 1,30 e. m. hæstánægður með árangurinn af þessum umræðum okkar, sem var miklu betri en ég hafði gert ráð fyrir. 16. október. Til allrar ham- ingju eru fréttirnar af heilsufari forsætisráðherrans miklu betri. Hitinn hefur lækkað og líðan lians er eftir atvikum góð. Útlitið var sannarlega ekki fallegt f gær- kvöld.... í morgun var okkur leyft að fara í könnunarferð um Kreml. Við byrjuðum á hinum ga.nla hluta hallarinnar, sem ívan hjnr. ógurlegi bjó. Allir hinir uppruna-l legu innanhússmunir eru þar og jafnvel fjögurra stólpa rúmið hans. í herberginu við hliðina á svefnherberginu hans myrti hann Sextán ára son sinn. Því næst skoðuðum við einkakirkju hans og loks nýrri hluta kastalans. Lukum við að skoða kastalann og fórum svo út til að horfa á kirkjuna utanveiða og einnig til að skoða stærstu klukku í heimi, sem féll niður, þegar reynt var að hengja hana upp á 17. öld. Hún var látin liggja þar sem hún féll niður, hálfgrafin í jörðu, í meira en hundrað ár, en þá graf- in upp og sett upp sem minnis- merki. Við sáum einnig geysistóra fallbyssu og það sem mestan áhuga minn vak^i, þrjá spörfugla úti i garðinum, fyrstu smáíuglana, sem ég hef séð frá því, er við komum hingað. Vann í sendiráðinu til klukkan 6,30 e. h. en fór svo heim til að baða mig og njóta rólegs kvölds eftir öll þessi þreytandi umsvif 'síðustu dagana. Brottför okkar hefur verið frestað um tuttugu og fjórar klukkustundir. Mér þykir það mjög slæmt vegna þess að mig langar að komast sem fyrst heim, nú þegar hinum hernaðarlegu störfum okkar er lokið. Það reyn ir llka meira en lítið á þolrifin að vera eltur hvert sem maður fer af þremur leynilögreglumönn um og majór í Rauða hernum, sem aldrei líta af manni auga eitt andartak. Þeir eru hinir alúðleg- ustu og það er látið heita svo sem þeir séu okkur- til aðstoðar og verndar. Þegar ég var að verzla í gær, hafði talsverður mannfjöldi safnazt umhverfis mig. Þá gekk einn leynilögreglumaðurinn fram og sagði mjög róiega: „Það væri betra fyrir ykkur að vera ekki hér“. Og á sama augnabliki. var hver einasti maður horfinn sýn- I um. Sigur vesturvelda, eftír Arthur Brvanl Heimildir: Veðrið er alltaf jafn dásamlegt. Eg vona bara, að við missum ekki af tækifærinu til að fá gott flug- veður heim. 19. október. í flugvél á leiðinni til Cairo. Fór frá gistihúsinu kl. 9,45 f. h. til flugvallarins, þar sem þeir Eden og Clark Kerr voru þegar mættir. Það var rign- ingarsuddi og hráslagakuldi. Svo urðum við að bíða úti í rigning- unni eftir því að forsætisráðherr- ann kæmi. Stalin sjálfur kom til að kveðja okkur og var það óvenju lega mikill heiður. Við stóðum þarna úti í rigningunni og veltum því fyrir okkur, hversu lengi Winston myndi láta bíða eftir sér, eða hvort hann myndi ,enn vera að þurrka sig eftir morgunbaðið. Til allrar hamingju kom hann ekki mjög seint. Svo voru flutt nokkur kveðjuávörp. Miklar handa þrýstingar og loks rann flugvél forsætisráðherrans af stað eftir flugbrautinni og okkar flugvél fast á eftir. Klukkan 11 f. h. flug- um við yfir turna Moskvu og sá- um Kreml hverfa í fjarska. Við stefnum nú á Krím f björtu sólskini og bezta veðri. Verki okk ar í Moskvu er nú lokið með langt um betri árangri en ég hefði nokk urn tíma getað vonazt eftir. Lentum á Krím klukkan 3,30 e. h. og þaðan var okkur ekið til Simferopol, um það bil klukku- stundar akstur. Þar var okkur feng ið hús til afnota, til að borða og hvílast. Forsætisráðherrann lagð- ist til svefns meðan Eden, Ismay og ég ókum inn á fjalllendið i átt- ina til Yalta, til þess að skoða landið. Því miður höfðum við ekki tíma til að fara til Sevastopol, en við gátum samt gert okkur talsvert glögga hugmynd af landinu. Mín skoðun er sú, að Krímskaginn sé sá hluti Rússlands, þar sem vel- megunin sé mest: húsin bezt, klæðnaður fólksins beztur og al- menn lífsskilyrði bezt. Við komum aftur til Simferopol klukkan 7 e. h. þar sem beið okk- ar ríkulegur miðdegisverður og svo var skálað og dxukkin minni, eins og venjulega. Loks héldum við aftur til flugvallarins og lögð- um af stað til Cairo klukkan 1 e. m. 20. október. Cairo. Við fengum ágæta ferð, en mér varð ekki svefnsamt, vegna kvefs og sárinda í hálsi. Lentum klukkan 8 f. h. fyrir utan Cairo og ókum til morg unverðar með Moyne. Dickie Mountbatten var þar einnig. Seinna. - Sat á ráðstefnu frá klukkan 10,30 f. h. til 1 e. h. með þeim Dickie Mountbatten, Wede- meyer, Ismay og Jacob, þar sem rætt var um hernaðaraðgerðir frá Indlandi. Eg ræddi við Dickie um hina nýju áætlun hans og þá marg víslegu erfiðleika, sem hann á við að stríða. Borðaði hádegisverð á gistihús- inu, en fór svo heim til Moyne, til þess að sitja fund með forsætis ráðherranum viðvíkjandi framtíð- aráformum Dickies. Ráðstefnan tókst vel og við fengum forsætis- ráðherrann til að samþykkja áætl un, þess efniii að frelsa Arakan undan Japönum. 21. október. Á flugi yfir Mið- 14 T í MI N N , fimmtudaginn 4. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.