Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 7
 wsmm> Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Dayíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla, augiýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7, Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- Iands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — THE EC0N0MIST: Vegir og bílar Bílvegakerfi er íslendingum þýðingarmeira en öllum öðrum þjóðum Evrópu. Þessi staðreynd er flestum löngu ljós. Hér eru ekki járnbrautir, og landið er stórt og strjál- býlt, og í slíku landi verða vegabætur knýjandi framfarir jafnt í nútíð sem framtíð. Að fengnu fullu sjálfstæði og auknum umsvifum og framkvæmdum urðú vegalagnir efst á blaði. Á þriðja tug aldarinnar hófst sóknin í vega- málunum og hélt áfram fjórða og fimmta áratuginn, fyrst með skóflu og haka, en síðan með æ stórvirkari vélum. Þjóðin lagði á sig þungar fjárhagsbyrðar og náði stórfelldum árangri. pn vegirnir eyðast. Ökjitækjunum fjölgaði í sífellu. Þau'urðu stærri og þyngri, og með ári hverju þurfti meira fé til viðhalds og endurbóta, en minna hlutfall vegafram- lagsins fór til nýrra vega. Ríkið hefur lengi skattlagt bifreiðar með tollum og g jöldum og' einnig tekið allhátt gjald af benzíni. Tilgang- ur þeirrar skattheimtu hefur að sjálfsögðu verið sá frá upphafi, að ríkissjóður fengi þar nokkuð upp í kostnað sinn við þjóðvegakerfið. Allt fram yfir miðjan síðasta ára- tug hefur svo verið, að ríkið greiddi meira til þjóðvega en þessum bifreiða- og benzínskatti nam, en hin síðustu ár hefur þetta gersamlega snúizt við, þannig að ríkið hefur fengið miklu hærri upphæð í bifreiðaskatta en það hefur lagt til þjóðvega. Þar við bætist, að núverandi ríkisstjórn hefur skorið niður framlög til vega og brúa, svo að síð- ustu ár hefur farið minni hluti ríkisfjár til vegagerðar en nokkru sinni fyrr síðan bílvegagerð hófst Hér á landi að marki. Árið 1951 nam framlag ríkis tii vega og brúa 11,4% af ríkisútgjöldum en árið 1961 aðeins 6,8%. Um 1950 voru árleg framlög til vega um og yfir 30 milljónir og ríkistekjur af bifreiðum svipuð upphæð. En árið 1961 lagði ríkið til vega um 98 millj. en það ár voru tekjur þess af bifreiðum 176 millj. Þetta hefur sem sagt alveg snúizt við, svo að nú leggja bifreiðar og vegir ríkinu stórfé í stað þess að áður iagði þjóðin fram fé til vegagerða. Nú leggja vegfarendur stórfé í ríkissjóð. Sú hefur að vonum orðið" raunin, að æ meira af vega- fénu hefur farið í viðhald en æ minna til nýbygginga. Þetta dugar þó alls ekki til að halda vegunum sæmileg- um, svo að vandræðaástand ríkir á fjölförnustu vegum og slit farartækja er ólýsanlegt. Nýbyggingar vega og brúa eru líka miklu minni en nauðsynlegt er. Stefnir þvi allt til afturfarar og í bráða hættu eins og nú er, og hér eiga sér alls ekki stað þær framfarir sem þjóðinni eru lífsnauðsynlegar til þess að halda sæmilega í horfi. Þetta voru meginforsendur þess, að sex þingmenn Framsóknarflokksins fluttu á þinginu 1960 frumvarp til gagngerðra breytinga til þess að snúa við þeirri geigvænlegu afturfararþróun, sem orðin var. Frum- varpið gerði ráð fyrir stofnun sérstaks vgea- og brúa- sjóðs, og í hann skyldi renna benzíngjald og árlegur þungaskattur af bifreiðum. Sjóðurinn skyldi síðan standa undir nýbyggingu og endurbyggingu vega og brúa eftir skiptingu alþingis. Tölur sýna, að gjöld af benzíni og farartækjum geta staðið undir kostnaði við vegagerð og viðhald, og það er eðlilegt, að svo sé, en hins vegar óafsakanlegt með öllu, að íé þetta renni að stórum hluta til annarra ríkisútgjalda. en vegakerfið gangi úr sér og nýbvggingar vega séu miklu minni en brýnt er á sama tíma. Með frumvarpi þessu vís- r.ðu Framsóknarmenn þá leið, sem hlýtur að verða far- in, þó að stjórnarflokkarnir hundsuðu það. enda höfðu þeir þá í hyggju að minnka stórlega ríkisframlag til vega. Rúmenía er einna traustust kommúnistaríkja í A-Evrópu Kommúnistaflokkurinn er þó veíkbyggður þar SÚ RÚMENÍA, sem fagnaði Krustjoff í júní í sumar með vel skipulögðum áhuga, er land mikilla andstæðna. Rúmenar eru grísk-kaþólskrar trúar, hafa lengi miklazt af latneskri tungu sinni og gortað af vafa- sömum, rómverskum uppruna. Búkarest laut tyrkneskri stjórn þar til fyrir tæpri öld, en hefur þó ávallt litið á sig sem eins konar París Au'Sturlanda. En’n í dag er mikið um það, að menntamenn tali frönsku, jafn- vel meira en rússnesku. Mið- borgin minnir verulega á París. Göturnar eru breiðar, skemmti garðár rúmgóðir og þar getur S jafnvel að líta eftirmynd Sig- urbogans. En Búkarest hefur einnig upp á nýtízku húsagerð- arlist að hjóða, meðal annars 'Skýjakjjúfinn, þar sem flokks- blaðið Scinteia er prentað og gefið út. Höfuðborgin er gerólík fátæk legu þorpunum i Transylvaníu, hvað þá enn frumstæðari þorp- um í Wallachíu og Moldavíu, þar sem fólkið býr í moldar- eða bjálkakófum. Úm þessi hér- uð iiggja ágætir, malbikaðir vegir, en þar er lítið um bíla, en mikið af tötralegum bænd- um, ýmist ríðandi hestum eða ösnum, eða gangandi, gjarnan berfættir og bera þá stóra sekki eða hrísklyfjar. Sumir eru í hvítum, heimaunnum fötum og svörtu vesti utanyfir, með svart.a hatta á höfði. Sumir aka í hrörlegum vögnum, aðrir reka geitur, 'SVÍn, sauðfé eða jafnvel naut eftir vegununi. RÚMENÍA er að þjóðerni mjög blönduð, andstætt því, sem gerist í flestum ríkjum kommúnista. íbúarnir eru alls um hálf átjánda milljón. Ung- verjar eru meira en hálf önn- ur milljóh, Þjóðverjar nálega 400 þúsund, auk Úkrainu- manna, Rússa, Serba, Tartara, Slóvaka og fleiri þjóðflokka. Ungverjar búa í héraði, sem lýtur sjálfstjórn og höfuðborg þess er Tirgu-Mures. Cluj, hin forna miðstöð menningar og stjórnmála, er utan héjjaðsins, en helmingur íbúa hennar er þó ungverskur. Ungverski há- skólinn var eitt sinn sjálfstæð- ur, en hefur nú verið sameinað ur rúmenska Bolyai-háskólan- um. Stofnunin er þó enn rekin í tvennu lagi, firnm deildir eru blandaðar en tvær eingöngu rúmenskar (laga og hagfræði- deild). Kennsla ungversku stúd entanna fer mestmegnis fram á ungversku. Þeir hafa sérstaka kennara, en verða að læra rúmensku og ákveði’h nám- skeið fara eingöngu fram á því máli. Blöndun þjóðerna á sér einn ig stað í barna- og unglinga- ■skólum, þar sem blandaðir skólar eru að taka við af rúm- enskum og ungverskum skól- um. Hinn yfirlýsti tilgangur er að ijarlægja þjóðernisandúð án þess að að'laga hinn ung- verska minnihluta beinlfnis í Cluj er ungverskt leikhús og söngleikahús og í TÍrgu Mures er leikhús og læknaskóli. ÞÝZKI minnihlutinn er ekki Cheorge Gheorgiu-Dej eins vel settur. Honum hefur fækkað verulega, en hefur þó ekki verið rekinn úr landi eins og f Póllandi og Tékkóslóvakíu. Þjóðverjar njóta enn kennslu á móðurmáli sínu í barna- og unglingaskólum, en þeir eiga engan háskóla. Fyrir stríð voru íbúar Brasov í „sjöborga- ríki“ um 60 þúsund, skipt nokk urn veginn jafnt til þriðjungs milli Þjóðverja, Ungverja og Rúmena. Nú er þetta orðin stórborg og íbúarnir um 220 þúsund, en Þjóðverjar eru að- eins 6—8 þúsund. Þýzkra ein- kenna virðist gæta lítið í þessu héraði, en frá fornu fari hafa þau verið miki] og allt fram á síðustu ár. RUMENIA er nú eitthvert traustasta ríki kommúnista í Austur-Evrópu. Frá því 1944 hefur hún þó lotið stjórn eins veikasta kommúnistaflokksins í þessum ríkjum og hann hefur bæði skort glæsilega leiðtoga og pólitískar erfðavenjur að byggja á. Stjórnandinn núna er Gheorgiu-Dej og hann hef- ur verið traustur f 'Sessi síðan 1945. Hoxha er eini kommún- istaforinginn, sem á eins lang- an valdaferil að baki. Gheorgiu Dej var í fangelsi frá 1933— 1945 og var þess vegna ekki í nánum tengslum við Komin- tern. Hann var mesti valdamað ur Rúmeníu í tíð Stalins, en tókst með vafasömum brögðum að lialda völdum eftir að Stal- in féll frá. Atburðirnir i Ungverjalaudi 1956 höfðu tiltölulega lítil áhrif í Rúmeníu, sumpart vegna þess, að Ungverjar hafa notið lítilla vinsælda þar frá fornu fari og sumpart vegna þess, að aldrei hefur verið þar almennur áhugi fyrir frjálsum stjórnarháttum. Nokkrir leið- togar kommúnista, einkum Chisinevski og Constantinescu, vildu taka upp frjálslegri stjórn arhætti eítir að Krustjoff af- hjúpaði Stalin á 20. flokksþing inu í Moskvu árið 1957 Þeii voru hins vegar fjarlægðir og eftir 22. flokksþingið j Moskvu á síða$tl. vetri var ábyrgðinni af Stalinismanum í Rúmeníu skellt á herðar þeirra og Önnu Pauker og Vasil Luca, en þau höfðu verið gerð áhrifalaus fyr ir dauða Stalins. Annars vakti 22. flokksþingið miklu minni athygli í Rúmeníu en annars staðar austantjalds. Aðstaða Gheorgiu-Dej var enn styrkt á síðastl. ári, þegar hann var kjörinn. forseti landsins, jafn- framt því, sem hann hélt áfram stöðu sinni sem aðalritari kommúnistaflokksins. ÞÓTT BÆÐI hafi verið hald ið fast við Stalinisma og Krust joffisma í Rúmeníu, hafa engu að siður þróazt þar sérstæðir stjórnarhættir. Vegna þess, hve iðnaði var skammt komið. var ekki komið þar upp eins öflugri miðstjórn fyrir allt kerf ið og t. d. í Sovétríkjunum og því þurfti ekki að „dreifa“ valdinu, eins og síðar var gert í Sovétríkjunum. Yfirstjórn iðnaðarins er í höndum ráðu- neytanna. Héraðsstjórnir, sem stofnaðar voru 1961, eru ráð- gefandý og hafa umsjón á hendi. Öðru máli er að gegna um landbúnaðinn. Yfirnefnd landbúnaðarins, en í henni eru bæði sérfræðingar og bússtjór- ar, hefur tekið við af ráðuneyt- inu, og mun ýmist leiðbeina eða stjóma beinlínis bæði rík- isbúum og samyrkjubúum, fyr- ir milligöngu landbúnaðar nefnda í héruðunum. í menn- ingarmálum er svipuð væg dreifing valds í uppsiglingu. í stað kennslu- og menningar- málaráðuneytisins kemur kennslumálaráðuneyti og ríkis- nefnd í menningarmálum og listum. Nefndin er fjölmenn. í henni eiga saati leiðtogar mennta- ög menningarmála, og hún mun einnig starfa með milligöngu héraðsnefnda. Varla þarf að taka það fram, að þess- ar breytingar skerða ekki al- ræði flokksins í neinni grein. í EFNAHAGSMÁLUM hefur Rúmenfa einnig tekið miklum framförum, samanborið við vandræði þau, sem nágranna- ríkin hafa átt við að stríða. Samyrkjan hefur þróazt hægt og hægt ár frá ári, og snemma á þessu ári var lokasprettur- inn tekinn. Þessi „sigur sósíál- ismans“ í sveitum landsins mun á sínum tíma koma fram í nýrri skipan. Talsmemi stjórn arinnar gorta af því, að þetta hafi tekizt án þess að fram- leiðslan hafi minnkað, eins og raunin hefur þó orðið annars staðar. Það er staðreynd, að Rúmenar hafa til þessa slopp- i við alvarlegan skort brýnna fæðutegunda, sem svo mjög hefur þjáð aðrar Austur-Evr- ópuþjóðir. Iðnaðarframleiðslan hefur farið fram úr áætluðum vexti s. 1. tvö ár, en hann var 13% í lok stríðsins, þegar stjórnin hóf feri] sinn, var efnahagslíf landsins vanþróað. Stjórnjn getur bent á verulegan árang ur hvað snertir auðlindir lands ins og hún hefur þróað kerfi. sem vjrðist blómgast. saman borið við hina næstu nágranna Þetta hefur ekki enn komið fram í lífslcjörunum. Hin öra Framhald á 15. síðu. TIM I N N, fimmtudaginn 4. októbcr 1962 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.