Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 4
 MIN NIN G: Sigfús Jóhannesson Vallaneshjáíeigu Jón, Örvar, Þórir og Helgi Hljómsveit flýgur norðuríÁrneshrepp f KIRKJUGARÐINUM í Valla- nesi er nú nýorpið leiði. Fram yf- ir leiðið slúta ýztu greinarnar á birki- og reynitrjám, sem eru hluti af fallegri trjáþyrpingu, er stendur sunnan og vestan við leið- ið. í miðri trjáþyrpingunni stend- ur hávaxið lævirkjatré og gnæfir við himin. Það gat orðig svona hátt vegna þess, að á árum upp- vaxtarins fékk það að njóta hlífð- ar gegn norðannæðingnum í skjóli hinna trjánna, sem voru lgndvan- ari og þoldu betur kuldann. Undir nýorpna leiðinu hvíla nú jarðnesk- ar leifar hans, sem' gróðursetti þessi skógartré og ræktaði .þau, meðan þess þurfti. — Þegar lauf- vindarnir taka að blása munu þessi skógartré strá blöðum sínum yfir leiði velgerðarmanns síns, eins og i þakkarskyni fyrir það, að fá að standa þarna í vígðum reit á hinu fornfræga prestsetri. Ég á.tti mörg sporin um þennan garð í fylgd með honum, sem nú hvílir undir nýorpna leiðinu. Hann var meðhjálparinn í Vallanes- kirkju um 30 ára skeið. Enginn vissi betur en hann, þá er taka þurfti nýja gröf, hvar í garðin- um nánustu skyldmenni hins látna átta sinn hinzta hvílustað. — Og ég átti líka mörg sporin í fylgd með honum um götuna, sem ligg- ur .á milli íbúðarhússins á prest- setrinu og hjáleigunnar, þar sem meðhjálparinn bjó. Oft námum við þá staðar á Hjáleiguhólnum, eink- um í miklum vorleysingum, þeg- ar Grímsá flæddi sjómikil yfir nes ið, og virtum fagnandi fyrir okk- ur hina tilkomumiklu sýn, sem blasti vi^. — Hvorugur okkar var meiri búmaður en það, að okkur þótti vel til vinnandi að bíða eitt- hvert tjón út af slitnum gadda- vír og brotnum girðingastaurum, fyrir það, að fá að horfa í nokkra daga á trylltar hamfarir höfuð- skepnunnar. —----------Ég vona að gamli meðhjálparinn minn fari ekki að snúa sér í gröfinni, þó að ég geri þessa játningu. Nei. Sigfús Jóhannesson var ekki búmaður af því taginu, að hann kæmist í geðshræringu út af því, þó að girðingarstaurar brotnuðu. Ég held áð hann hafi aldrei ætlazt til þess að vera kall- aður mikill búmaður. Að vísu tók hann við hjáleigunni sem smá- koti og skilaði henni af sér, við burtför sína úr þessum heimi, sem dágóðri bújörð, með stóru egg- sléttu túni. Og seinustu búskaparár in sat hann eins og hinir bænd- urnir ofan á traktor með ljá og felldi fífla, sóleyjar og puntgresi með hávaða og skellum. En mér fannst hann alltaf missa svipinn úr andlitinu, þegar hann átti að skipta við mjög hávaðasámar vél- ar. Ég hafði hann ætíð grunaðan um að sakna hvínandi hljóðsins í gamla handknúna ljánum — hljóðsins sem er svo líkt því, þeg- sterkviðri þýtur í grasi. Bóndi, sem ekki kemst í neina geðshræringu út af því, þegar mik ið af girðingarstaurum kubbast í sundur, getur aldrei eignazt mik- 'J3 af verðmætum, sem mölur og rj'ð fær grandað. Sigfús Jóhann- esson komst aldrei í tölu þeirra, sem eru almennt nefndir efna- menn. — En þetta heiti — efna- maSur — er annars dálítið hált í meðförum. — Innstæða Hjáleigu- bóndans mun sjáldnast hafa gert háar kröfur um rúm f bönkum og sparisjóðum og löngum var lítið um bólstmð hægindi í Hjá- leigunni. En þaðan heyrðust þó iðulega glaðlegir hlátrar heima- manna og gesta, sem hópuðust um 4 kaffiborðið hjá húsfreyjunni, Guð- björgu Guðmundsdóttir, sem kann kvenna bezt að því að laga þjóðar- drykkinn og var ævinlega jafn reiðubúin og bóndinn, til að verja síðásta eyrinum sem var fyrir hendi, til að fagna góðum gestum. Að eiga skemmtilegt heimili — þó að skrautið vanti — og glaðlynda, dugmikla og trúfasta eiginkonu cg mannvænleg og artarleg börn. — Skyldi það ekki geta heyrt und- ir hugtakið — góður efnahagur? Ástúðlegar samvistir eru án vafa verðmætasta auðlind tilveru vorrar. Næst kemur sú fegurð og unaður, er vér eigum öll aðgang að úti í náttúrunni. Það er ein af höfuðmeinsemdum mannlífsins, hve smátækum mörgum hættir við að vera í skiptum sínum við þess- ar auðlindir, sem rýrna ekki, held ur aukast við að ausið sé af þeim. — Að vera nízkur á fjármuni sem geta gengið til þurrðar, er skiljan- legt. En að vera nízkur á verð- mæti, sem vaxa við það að á þeim sé tekið — hversu fávísleg tök á lífinu. Sigfúsi Jóhannessyni var ekki þann veg háttað. Hann var ekki nízkur á neitt — allra sízt á hjartað. Ég hef ekki oft kynnzt ástúðlegri og traustari sambúð en hans og Guðbjargar, eða gagn- kvæmari umhyggju og ástriki milli foreldra og barna. — Það er orðið mikið skarð fyrir skildi í Valla- neshjáleigu. Hugur minn fyllist dapurleik, þegar mér verður nú hugsað heim til Guðbjargar, þar sem hún situr — andspænis auða stólnum. Þó að ég búi nú í mikilli fjar- lægð frá mínum bernskustöðvum, finn ég að einnig ég hef orðið fyrir missi. — Til stóð að ég skryppi austur næst þegar Hérað- ið hefði klæðzt sumarskrúðanum, og að við Sigfús færum saman í reiðtúr, eins og í gamla daga, á fótfráum gæðingum og með ofur- lítinn dreitil í hnakktöskunum. — Sú ráðagerð er nú úr sögunni. Ég mun að vísu sennilega fara austur og ná mér í gæðinga — og hafa dreitil í hnakktöskunni — en það verður ekki jafn auðvelt að ná i samferðamann á borð við Sigfús Jóhannesson. Hann var einstaklega skemmtilegur ferðafélagi. Við vor- um mjög jafnaldra, báðir aldir upp á sömu slóðum og höfðum svipaða yfirsýn yfir lífið. Ilann var einn þeirra fáu, sem kunna við hátíðleg tækifæri að segja alveg skilið við hversdagsleikann. Á útreiðartúr- um töluðum við sjaldnast um ann að en tijveruna í heild, leyndar- dóm hennar, fegurð hennar, og undursamleik. Mætur mínar á Sig- fúsi stöfuðu ef til vill mest frá því, hve mikill nátúruunnandi hann var. Trúhneigð átti líka djúpar rætur í eðli hans, en þetta tvennt fer einmitt svo oft saman. Ég held að enginn geti notið hinna töfr- andi fyrirbæra náttúrunnar til fulls, nema á líkan hátt og spá- mennirnir. Niðurinn í ám og lækj- um, beljandi stormurinn í þröng- um fjallaskörðum og blíðróma þyt urinn í stráum og laufij nær ekki alveg inn að hjartanu fyrr en við höfum gert okkur ljóst, að það er herra eilífðarinnar sem talar þess- um röddum. Náttúruunnandinn verður fyrst gagntekinn, þfigar hann finnur, að hann er staðdur í voldugum helgidómi. — Gamli meðhjálparinn minn kunni að njóta fyrirbæra _ náttúrunnar á þennan hátt. — Ég ímynda mér að kynnin við náttúruna hafi átt sinn þátt í því, að hann varð trúmað- ur — og góður meðhjálpari. — Svo var hann líka mikill unnandi fag- urra ljóða. Þegar vínandinn var farinn ofurlítig að örva tunguna, tók hann á áningastöðum að flytja kvæði eftir föður sinn. — Kvæði, sem enginn kunni nema hann. Fað irinn, Jóhannes á Skjögrastögum, var ef til vill einn af beztu ljóða- smiðum Iléraðsins um sína daga. En flest af Ijóðum hans hafa glat- azt. Hann átti lengst af ævinnar að búa við sárasta basl, vanmat af hálfu samtíðarmannanna — og — — vanmat á sjálfum sér. Hann hélt að Ijóðin gætu ekki verið mik- ils virði, úr því að þau voru eftir hann, og hirti ekki um að halda þeim saman. Þau urðu til í skamm- degismyrkrinu og hörkunum, þarna í fásinni afdalabýlisins — en bara eins og frostrósir, sem hverfa og gleymast þegar aftur hlýnar í veðri. — En hinn Ijóðelski sonur, hafði starað á þessar frostrósir og geymt myndirnar af sumum þeirra i huga sínum. — — Það voru, þessar rósir, sem hann stráði iðu- lega yfir mig á áningastöðum okk ar. Þegar við minnumst horfinna vina, verður það oftast með þeim hætti að i huganum koma fram myndir. Myndirnar sem birtast mér, þegar ég minnist Sigfúsar Jóhannessonar, munu sem oftast eiga að .bakgrunni eitthvað frá landi minna bernskudrauma — mðinn í Grímsá — gjálfrið í bylgi um Lagarins, er þær falla upp að sviphreinni ströndinni. — Hött- inn undir sólstöfum. Þesssar mynd ir munu ævinlega vera mér mjög kærar. — En svo eru aðrar mynd- ir af Sigfúsi, sem ég hef ekki HINN 28. júlí s. 1. bar góða gesti ag garði á hinu forna höfuðbóli og kirkjusetri Selárdal i Arnar- firði. Þann dag fjölmennlu gamlir sveitungar og vinir og safnaðar- meðlimir Selárdalssafnaðar heim á fornar slóðir og færðu sinni gömlu sóknarkirkju dýrmætar gjafir í tilefni þess, að hundrað ár eru liðin frá byggingu hennar í nú- verandi formi. Hún var, eins og kunnugt er, endurbyggð á s. 1. ári, en þá voru liðin hundrað ár, frá því er bygging hennar var hafin, en lokið var henni árið eftir. Gjafir þær, sem þetta fólk, af myndarskap og rausn, færðj sirini gömlu sóknarkirkju, eru fagur vott ur um hlýhug þann og ræktar- semi, sem það ber til hennar og heimabyggðar sinnar og æsku- stöðva. Þær sýna að minningarnar, sem það geymir um þennan gamla helgidóm, þar sem margt af því Árnesi, 12. sept. Þann 1. sept. s.l. bar það til tíð- inda hér norður í hvítabjarnaland- inu, að fjögurra manna hljómsveit kom svífandi af himnum ofan og lenti á flugvellinum á Gjögri. Um kvöldið lék hljómsveitin fyr ir dansi í félagsheimilinu í Árnesi við stórkostlega hrifningu sam- komugesta, sem ekki eiga völ á góðri dansmúsik, þar sem engin hljómsveit er til í byggðarlaginu. Það vakti athygli manna, hve meolimir hljómsveitarinnar voru ungir að árum, en höfðu þó greini- lega öðlazt mikið vald yfir hljóð- færunum, svo að unun var að heyra og sjá þá leika. Meðan hljómsveitih beið eftir Fiugvélinni, sem flutti þá heim daginn eftir. gripum við tækifær- ið og lögðum nokkrar spurningar fyrir hljómsveitarstjórann, gítar- leikarann, Helga 'Steingrímsson frá Brú í Hrútafirði. — Hvað er þú gamali maður Iíelgi? — Eg er 19 ára. — Ertu ekki nýlega byrjaður að stjórna nljómsveit? — Nei. Eg er búinn að vera hljómsveitarstjóri í 5 ár, eða frá 14 ára aldri. — Þú hefur þá helgað þig snemma hljómlistinni. En nú verð- ur þú að fræða okkur eitthvað um félaga þína í hljómsveitinni — Já, það er sjálfsagt. Harmon- ikuleikarinn er 25 ára, heitir Örvar Kristjánsson og er ættaður að austan. Gítarleikari auk mín er Jón Þorsteinsson. Hann er 16 ára gamall, sonur Þorsteins Matthías- sonar skólast.ióra á Blönduósi. Nú og loks er Þórir bróðir minn. Hann er 16 ára eins og Jón og hafði lifað stærstu stundir lífs síns í gleði eða sorg, eru því dýrmæt- ar og kærar. Þær sýna að þetta fólk tqlur sig hafa eignazt hér það veganesti, sem endist því að leiðarlokum, og sem það metur meira en fjár- muni og auð. Þær eru viðurkenning þess á því, ag hugsjón þeirrar kenn- ingar, sem í þessum gamla helgidóm hefur verið flutt kyn- slóðunum um aldir, hefur enn sitt fulla gildi. Þess vegna færir það gjafir sín- ar heim í gamla helgidóminn þar sem margt af því hafði verið bor- ,ið til skírnar og blessun hafði ver- ið lýst frá altari Drottins yfir gleði þess og sorg. / Gjafirnar, sem kirkjunni voru færðar áðurnefndan dag og af- hentar voru við hátíðlega guðs- þjónustu ,sem þeir fluttu sóknar- presturinn, séra Sigurpáli Óskars- T í MI N N , lægstur okkar í loftinu, en eng- inn finnur það, þegar hann tekur til við trommurnar. — Hvert er ferðinni heitið þeg- ar þið farið héðan? — Við eigum að spila á Hótel Blönduós í kvöld og erum reyndar ráðnir til að leika þar næstu vik- urnar. Annars verður . samvinna okkar ekki löng, því að ég er senn á förum til Skotlands að læra flug og gítarleik. —■ Flug og gítarleikur — seg- irðu? Á það nokkra samleið? — Já, já. Það fer ágætlega sam- an. Lyftir manni hvort tveggja! — Jæja. Hvað vakti nú helzt athygli ykkar félaga, þegar þið komuð hingað á Strandirnar? — Gestrisnin og hin góða stemmning. Annars staðar kemur fólk yfirleitt saman til að sýna sig og sjá aðra. En hér er auð- séð, að fólkið kemur í þeim ákveðna tilgangi að skemmta sér. Enda var sérstaklega létt og ánægjulegt að leika fyrir dansin- um hérna. Eg man ekki eftir ann- arri betri stemmningu þótt ég hafi leikið oft og víða fyrir dansi. — Jæja. Það er gott að heyra, að þið eruð ánægðir með komuna hingað. — Já við erum mjög ánægðir og þökkum Strandamönnum kær- lega fyrir móttökurnar. Samtalið verður ekki lengra, því að bíllinn er kominn, sem flytur hljómsveitina út á flugvöllinn. Við kveðjum þá.félaga og þökk- um þeim innilega fyrir skemmt- unina. Þeir veifa þegar bíllinn rennur af stað. Þar með er þessari einstæðu heimsókn lokið. Torfi Guðbrandsson. son, fyrrverandi sóknarprestur, séra Jón Iir. ísfeld og séra Tómas Guðmundsson, prestur á Patreks- firði, skulu nú taldar: 1. Skírnarfontur, mjög fagur, gefinn af hjónunum Jónfríði Gísla dóttur og Kr. Ingvaldi Benedikts- syni, sem lengi dvöldu á Selár- dal, og eru nöfn þeirra letruð á hann ásamt ritningargrein: Leyfið börnunum til mín að koma. Skírð voru tvö börn, ættingjar þeirra hjóna og þótti vel hlýða að vígja þannig þennan fagra grip. 2. Messuhökull vandaður og fag ur að efni og gerð, og er hann að nokkru dánargjöf Bjarnhildar Jónsdóttur og Gests Jónssonar, sem lengi bjuggu á Skeiði í Selár- dal, til minningar um áður látna ástvini þeirra, en að nokkru gjöf dætra Bjarghildar, Ingibjargar og Guðrúnar Þórðardætra. 3. Rykkilín vandað, gefið af (Framhald á 12. síðu). fimintudaginn 4. október 1962 (Framhald á 12. síðu) Selárdalur sótfur heim I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.