Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 16
220. MIKID RÓT ER Á KENNURUMM.R. Fjórir bílstjórar, Selfyssingar, sem hafa unnlð að lagningu Þrengslavegar á fjórða ár. Frá vlnstrl: Stefán Jónsson, X-20; Steindór Sigur. steinsson, X-5; Skúli Guðjónsson, X-95 og Árnl Slgurstelnsson, X:132. (Ljósm.: TÍMINN — RE). OPNADUR FYRIR VETRARUMFERÐ Reykjavík, 3. október. í dag náðu endar Þrengslavegar' ~ saman skammt neðan Krossfjalla, eða á móts við Raufarhóls- helli, en nokkru ofar. í raun höfðu vegagerðarvél- ar lagt undirstöðu vegar- tengslanna í gær, en þau voru þá illfært svað svo telja má, að tengslin hafi verið framkvæmd í dag. Lögiil um nýja benzínskatt- inn, sem þessar framkvæmdir grundvölluðust á, voru sett í tíð Eysteins Jónssonar, sem fjár- Eysteinn Kristinn ■»— r— — ,----------- málaráðherra og Kristins Guð mundssonar, sem ráðherra vega mála. Fréttamenn fóru austur um Þrengslaveg í gær í boði vega- málastjóra,/ er lýsti gerð Þj’engslavegar í búðum vinnu- flokksins undir heiðarbrúninni móts við Vindheima í Ölfusi. Vinnuflokkur með þrjár jarð ýtur og sex bíla hefur unnið að vegagerðinni austanfrá í sumar, en flokkurinn hóf starf ið í vor og mun halda áfram fram undir jól eins og í vetur sem leið. Vegurinn hefur verið opnaður til að taka við vetr^r- umferð og leysa gamla veginn af hólmi í snjóþyngslum og ó- færð. Selvogsvegur sem tekur við af Þrengslavegi til Hvera- gerðis, er hins vegar ekki það breiður, að unnt sé að opna Þrengslaveg sem sumarleið eins og nú er ástatt, enda sagði vega málastjóri, að hér væri ekki um vígslu að ræða. Vegurinn verður ekki vígður fyrr en hann hefur verið steyptur alla leið ag, Selfossi eins og gert er ráð fyrir. Ekki er hægt að segja með vissu, hvaða bifreið hafi^fyrst farið þennan nýja veg úr Ölf- usi til Reykjavíkur, því leiðin hefur verið farin af og til í sumar. Þar er þó fyrst og fremst til að dreifa bifreiðum vegamálastjórnar, en frétta- menn mættu í dag hlaðinni vörubifreið úr Þorlákshöfn á leiðinni austur. Vegamálastjóri rifjaði upp sögu Þrengslavegar í búðum vinnuflokksins í dag og minnt- ist þá á, að vegurinn væri lagð ur þar sem áformað var að leggja járnbraut milli Selfoss og Reykjavíkur á árunum 1922 —1923 .Sú braut átti raunar að ná allt að Þjórsá og var tengd áformum um virkjun Urriða- foss ,en atvinnuniálaráðherra var heimilað ag veita hlutafé- laginu Titan sérleyfi til fram- kvæmdánna. Ástæður Titanfélagsins breytt ust þó fljótt og trú manna á járnbrautum dvínaði með auk inni tækni í bifreiðasmíðum. Nýtt lagafrumvarp um bílaveg Framh. á 15. síðu Séð upp Þrengslaveg frá búðum vinnuflokksins um jarðýtufönn I forgrunni. JK—Reykjavík, 3. október. Tóbakseinkasalan hefur nýlega sett á markaðinn nýja eldspýtna- stokka, sem eru sagðir vera vand aðri en hinir fyrri. Nýju stokk- arnir heita „Drekaeidsipýtur”, og bera imfn með rentu, því þeir eru enn stærri og voldugri en hinir gömiu. I í gær flæktust inn á ritstjórn- arskrifstofur Tímans eldspýtna- bréf eins og notag eru víða er- lendis og einnig um borð í ís- lenzku millilandaflugvélunum. Þessi eldsþýtnabréf hafa náð miklum vinsældúm, þótt hver eld- spýta í þeim sé dýrari en í stokk- unum. Eftirtektarvert er, hversu með- færilegri eldspýtnabréfin eru heldur en stokkarnir. Þau eyði- leggja ekki vasana eins og könt- uðu og þykku stokkarnir, heldur fara þvert á móti mjög vel í vasa. Við hringdum í Jón Kjartans- son, forstjóra ÁVR, og spurðumst fyrir um, hvort Tóbakseinkasalan hefði athugað möguleika á því að hefja sölu á eldspýtnabréfum hér. Jón sagði, að vel kæmi til álita að setja eldSpýtnabréf á markað- inn hér, en það hefði ekki verið athugað neitt að ráði. Hann taldi líka, að mörgum mundi finnast bréfin heldur dýr, þar sem 20 eldspýtnabréf af því tagi mundi kosta jafn mikið og 50 eldspýtna- stokkar. Jón sagði, að talsvert hefði ver- ið óskað eftir því, að hægt væri að kaupa risastokka til heimilis- nota, og yrðu þeir fáanlegir áður en langt um liði. JK-Reykjavík, 3. október Mikið rót er nú á kennara- liði Menntaskólans í Reykja- vík. Tólf kennarar láta af störf um, en nítján nýir hafa verið ráðnir, þar af sex fastir kenn- arar. Aldrei áður hafa verið jafn mikl ar breytingar á kennaraliðinu. Sömuleiðis hafa húsnæðismál skól- ans aldrei verið í meira öngþveiti, svo að nú „situr hver ofan á öðrum“, eins og Guðrún Helga- dóttir rektorsritari komst að orði við blaðið í gær. Föstu kennararnir, sem hafa ver ið ráðnir, eru Bjarni Guðnason kand. mag., sem kennir íslenzku, Eiríkur Hreinn Finnbogason mag. art., sem kennir íslenzku, í ensku Friðrika Gestsdóttir B.A., í frönsku Sigríður Magnúsdóltir lic. es letters, í latínu og ensku Þórð- ur Sigurðsson M. A., í eðlis- og stærðfræði Skarphéðinn Pálma- son, menntaskólakennari frá Ak- ureyri. Aðrir nýir kennarar eru: í aönsku Gunnar Ragnarsson B.A., í Framh. á 15. síðu RUSSAR KAUPA EKKERT AFFAXA SÍLDINNI Eins og Tíminn skýrði frá í gær hefur verið samið um stóraukna sölu saltaðrar Suð- urlandssíldar til Austur- Evrópu. Rússar kaupa ekkert að þessu sinni, en Pólverjar, Rúmenar og Austur-Þjóðverj- ar kaupa miklu meira en áð- ur. Blaðinu barst í gær þessi frétta- tilkynning frá Síldarútvegsnefnd um söluna: „Nýlega var undirritaður í Var- sjá samningur við Rúmena um sölu á 25.000 lunnum af hejlsalt- aðri Suðurlandssíld. Af þessu magni verður að afgreiða 10.000 tunnur í október eða nóvember, en 15.000 tunnur eiga að afgreiðast á tímabilinu desember 1962 — febrúar 1963, og er sá hluti samn- ingsmagnsins háður innflutnings- leyfi frá rússneska utanríkis- verzl unarráðuneytinu: Á s.l. ári keyptu Rúmenar héð- an 5.000 tunnur af saltsíld. Þá hefur verið undirritaður samningur við Pólverja umj sölu á 30.000 tunnum af venjulegri Suð- urlandssaltsíld. Sú sild á að af- greiðast í janúar og febrúar n.k. Samningurinn við Pólverja er, eins og undanfarin ár, háður inn- flutningsleyfi frá pólskum ínn- flutningsyfirvöldum. Framh. á 15. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.