Tíminn - 13.10.1962, Síða 2

Tíminn - 13.10.1962, Síða 2
 „Rúm fyrir 32 menn eða 6 hesta“ NorSurlandabúar eru komn ir af víkingunum, er geystust um meS ölfroðu í skegginu og voru iðnir við að brenna til ösku sveitaþorp Engilsaxa og hafa á burt með sér æp- andi ungmeyjar þeirra. — Noregur, Danmörk og Sví- þjóð hafa verið konung- dæmi frá ómunatíð. Gott dæmi um konunghollustu þessara þjóða er að sjá á næstum hverju heim- ili, þar sem innrömmuð mynd af konungshjónunum hangir uppi með öðrum fjöl- skyldumyndum. Allir ávarpa kónginn með skírnarnafni og allir vita hvenær hann á afmæli. Svíþjóð Svíþjóð er stærst Norðurland- anna. Henni er skipt í þrjá hluta, Suður-Svíþjóð', Mið-Svíþjóð og Norður-Svíþjóð. í hinum frjó- sama Suðurhluta, sem nefnist Skánn, býr fólk sem eiginlega er sænskumælandi Danir, en hvorki Mið-Svíar né Norður-Svíar vilja í rauninni viðurkenna þetta fólk þótt það sé eitt ágætasta fólk í heimi. í norðurhluta lands ins búa hinir svokölluðu Lappar, litrík flökkuþjóð, smávaxið, vin- gjarnlegt fólk sem býr í tjöld- um og talar tungumál sem það skilur varla sjálft og er það á- stæðan fyrir fámælgi þess. Suð- ur-Svíar og Mið-Svíar líta niður á þetta fólk og skoða það sem eins konar tvífætt hreindýr sem lifa á dollaratúristum á sumrin en trjáberki á vetuma. í mið- hluta Svíþjóðar, þar sem höfuð- borg landsins er staðsett, búa hin ir svokölluðu Svíar. Þeir eiga ekki í annað hús að vcnda þar cð hvorki Suður-Svíar né Lappar vilja hafa neitt saman við þá að sælda. Sænsku stúlkurnar eru kallaðar „flickor" og eru þær snotrustu í víðri veröld. Noregur Noregur er annað .stærst af Norðurlöndum og það eru engar ýkjur að kalla það land miðnæt- ursólarinnar. Það er nóg að ferð- ast nokkur þúsund mílur í norð- urátt til að eiga kost á sólbaði 24 klukkustundir á sólarhring. Noregur er strjálbýlast af Norð- urlöndum. Þar sem í Danmörku eru 94 íbúar á ferkílómetra, er aðeins fjórðungur úr íbúa á hvert fjall í Noregi. Eins og sjá má af þessari staðreynd, þá er yfirborð jarðar afar óslétt í Noregi. Svo mörg eru íjöllin í Noregi að ekki var hægt að koma þeim fyrir nema með því móti að tylla þeim hverju ofan á annað. Á þennan hátt varð Galdhöppigen hæsta fjall í Noregi, 2.500 metrar á hæð en nægir þó ekki til að sjá Norð- mönnum farborða og þvi hafa þeir snúið sér að útgerð, skógar- höggi, námavinnslu og fiskveið- um í stórum stíl. Hvalveiðifloti Nofð'manna er stærstur í heimi og norsk hvalasteik er um víða veröld álitin hið mesta hnoss- gæti nema í Noregi, en það staf ar af því að Norðmenn höfðu ekkf annað að borða á stríðsár- unum. Norsku stúlkurnar eru kallað- ar „jenter“ og eru þær snotr- ustu í heimi. Danmörk Danmörk er minnst Norður- landa. Það er svo lítið að landa- kort verður að gera í mælakvarð anum 1:500, að öðrum kosti virð- ist landið aðeins vera bleksletta á pappírnum. Konungur Dana rík ir yfir 4 milljónum manna auk 30 þúsund Færeyinga. Hinir síð- arnefndu hafa ekki verið innlim aðir sakir þess að á stundum er erfitt að skera úr um það hvort Danmörk stjórnar Færeyjum eða öfugt. Danir geta ekki gumað af nema einu fjalli. Það gnæfir i 15 metra hæð yfir sjávarmál við' fjöru og Danir hafa af með- fæddii hógværð sinni skírt það Himinfjallið. Þaðan er óvið- jafnanlegt utsýni ef þú stendur uppi á stól á tindinum. Stærsta stöðuvatn í Danmörku er svo stórt um sig að vatnsborðið hækk ar um 12 þumlunga ef maður fær sér bað í vatninu. Danmörk er landbúnaðarland. Búpeningur á dönskum sveitabæ samanstendur venjulega af bónd anum og konu hans, einum trakt or, tveim hestum, 12 kúm og 24 svínum. Landbúnaðurinn er vél- væddur á háu stigi. Fyrr á tím- um mjólkaði bóndinn kýrnar á þann hátt að hann hélt sér fast í spenanna meðan kýrin stökk upp og niður, nú eru eingöngu notaðar mjaltavélar. Dönsku stúlkurnar eni kallað- ar „piger“ og eru þær snotrustu í heimi. Samgöngur Á Norðurlöndum eru sam- göngur með ýmsum hætti. Fljót- ast er að' ferðast með flugvél, hægast er að ganga á höndum. í Danmörku er mikið um jáin- brautarlestir, brottfaratíma þeirra má finna í ferðaáætlun- ferðum og kippa sér því ekki mikið upp við það þótt vegir teppist. Ef þú skyldir hitta fyrir náunga handleggsbrotinn eða snúinn um ökla í snjónum við fjallsræturnar, má búast við að ? hann sé Dani. í Svíþjóð eru fjarlægðir svo miklar að ekki er hægt að ferð- ast nema í svefnvagni. Þar af leiðir að enginn Svíi hefur neina hugmynd um landslagið í Svi- þjóð nema þá afi hans, sem uppi var fyrir tíma járnbrautarinnar, hafi sagt honum eitthvað um það. Gráta eftir 12 staup Norðurlandabúar eru ekki sérlega drykkfelldir. Norðmenn drekka bjór og brennivín, Danir drekka bjór og ákavíti og Svíar bara drekka. Þegar Dani hefur hvolft í sig úr þremur staupum fer hann að syngja, eftir sex staup talar hann reiprennandi ensku. Þegar hann hefur fengið níu staup, þá vill hann ekki meira. Sé lagt að honum, þá um og hátalarar,á öyjypjtöðvum tilkynna hvað lestirnar eru langt á eftir þeirTi áætíun. Þar við má bæta 10—15 mínútum. Þar eð fjarlægðir eru ekki miklar i Danmörku, eru svefnvagnar og veitingavagnar óþekkt fyrir- brigði, því enginn tími vinnst til svefns eða matar áð'ur en kom ið er á áfangastað. Vinsælasta faratæki í Danmörku er reiðhjól- ið. Danir eru ekki orðnir tveggja ára þegar þeir fá reiðhjól í hend ur og skilja það ekki við sig fyrr en þeir deyja. 1 Kaupmanna- höfn eru strætisvagnar til þess að flytja fólk sem orðið hefur fyr ir því óhappi að slangan á reið- hjólinu þeirra hefur sprungið. Þegar mest er um að vera í borg- inni og fóik flykkist úr vinnu er engin leið til að fá rúm í strætisvagninum, nema maður sé vagnstjórinn. Skríða á fjórum fófum Öllu erfiðara er að komast leið ar sinnar í Noregi þar sem eru 12 milljón fjöll. Ferðist maður með lest, sést lítið af landslaginu því megnið af leiðinni er farið um neðanjarðargöng. Annars er þægilegt að ferðast með norskum járnbrautarvögnum og það er ekki annað en öfund og illgirni í Svíum og Dönum er þeir þykj- ast hafa séð eftirfarandi áletrun í norskum járnbrautarklefum: „Rúm fyrir 32 manns eða 6 hesta.“ Ef slfkir vagnar fyrirfinn ast í rauninni, er fullvíst að hverj um hesti fmnst þeir þægilegur farkostur. Vinsælasta farartækið í Nor- egi er langferðabíllinn og þar sem vegirnir eru sums staðar breiðari en bíllinn, þá er hér um að ræða öruggustu samgöngu- hættina. Það er að segja, nema maður vilji skríða á fjórum fót- um. Á veturna er hvorki hægt að komast i bí! né lest vegna snjó- þyngsla og þá er farið á skíðum. Norðmenn hafa yndi af skíða- mg mm fellst hann á að' fá sér einn í við- bót. Eftir tólf staup trúir hann þér fyrir því úti í horni að Svíar og Norðmenn séu drykkjusvín. Þegar Norðmaður hefur fengið 12 staup er hann alls ófær um að segja nokkurn skapaðan hlut, jafnvel um Svía. Þegar Svíi hef- ur drukkið þrjú staup, er hann vís til að bjóða þér í hádegis- verð, eftir sex staup, mun hann kalla þig skírnarnafni, gera þig að fjölskyldumeðlim og líta á þig sem bróður. Þegar hann hef- ur lokið tólfta staupinu, fer hann að hágráta yfir því að gtata drukkið 12 í viðbót. Norðurlandabúar drekka aldrei nema við sérstök tækifæri og til- efni. Meðal slíkra sérstakra til- efna má nefna: þegar heitt er í veðri; þegar kalt er í veðri; þegar þeir eru í góðu skapi; þeg- ar þeir eru daprir eða í slæmu skapi; þegar einhver segir að maður sé þreytulegur og ætti að fá sér einn gráan; þegar þig lang ar í það; þegar langt er um lið- ið frá því þeir fengu sér neðan í því; þegar þeir eru nýbúnir að fá sér eitt staup og langar í annað. En að öðru leyti verður að taka það skýrt fram að þjóðar- drykkur á Norðurlöndum er volgt, brúnleitt vatn. Heiðarleiki Heið'arleiki einkennir Norður- landabúa. A.ðeins tvenns konar svindl er þekkt á Norðurlöndum: svindla sér fritt inn i strætis- vagna, sem er álitin nokkurs kon ar íþróttagrein og skattsvik sem er álitið lífsnauðsyn. Annað einkenrii Norðurlanda- búa er kurteisi þeirra. Þeir hleypa kvenfólki alltaf fyrst upp í strætisvagnana — ef það eru ungar stúlkur í stuttu pilsi með fagra fótleggi. Venjulega bjóða þeir gðmlum konum sæti sitt i strætisvagninum, ef þeir eru þreyttir á að sitja eða ætla sér út á næstu stöð. „Síldarmarkaður í hætfu“ í Morgunb'laðinu í gær er rætt um stöðvuu síldveiðiflot- ans og segir m. a.: „Framkvæmdastjóri síldanit- vegsnefndar ritaði nýlega grein í dagblöðin í Reykjavík, þar sem hann benti á þá hættu, sem síldarmarkaðir okkar væru í, vegna þess, að samningar hafa dregizt um kjör á haust- og vetrarsíldveiðum hér suð- vestanlands. Taldi fram- kvæmdastjórinn þennan drátt nrjöig óheppilegan. Allir hugsandi menn hljóta að vera sammála um það, að það er mjög i'lla farið, ef ekki verður u.nnt að standa við þá sölusamninga, sem gerðir hafa verið við erlenda viðskipta- vini um sö'Iu á Suðurlandssíld.“ Þetta sogir Mbl. og er rétt'i- lega mælt. Vísir hefur bætt þvf við að auk þessarar mark- aðshættu tapi sjómenn, útgerð armenn og þjóðin öll 5 millj. kr. á dag á síldveiðibanninu. Þetta er alvarlegt m'ál og auig- Ijóst tap og m'ikil frambúðar- hætta fylgjast að. Eru ráðherrarnir „hugsandi menn“? Mbl. segir réttilega, að um þetfca h'Ijóti allir „hugsandi menn“ að vera sammála, ag þar sem ríkisstjórnin er eini aðllin.n í landinu, sem hefur það í hendi sinni að koma skip unum út, hlýtur sú apurning að vakna, hvort mennirnir í ráðherrastólu.num séu í raun og veru „hugsandi menn“, að minnsta kost'i ætti Mbl. að geta fallizt á það eftir lýsingu sinni að þeir séu ekki nægilega vel hugsand’i men,n. Ríkisstjórnin tafði upphaf síldveiðan.na sl. sumar í þrjár vikur og undirbúning að síld- armóttöku með filbúnu j'árn- smiðaverkfalli svo að sumar verksmiðjur gátu ekki hafið móttöku fyrr en undir lok ver- tiðar. Hún takm.arkaði einnig mjög síldarsöltu.n með því að Vilja ekkert ábyrgjast fram yfir gerða samninga. Nú virðist eiga að færa sig upp á skaftið. Ríkisstjórnin gerir ekkert til þess að leysa deiluna. Við blasir það úrræði að ríkið taki að sér tækjaupp- bót til bátanna, meðan verið er að semja, en sjómenn ráð.n- ir upp á gömlu síldvciðikjörin á meðan. Þetta yrði léttbær greiðslia miðað við tapið, sem við blasir. Þjóðin spyr: Ætlar ríkisstjórnin að halda áfram þessu stríði vis góðæri? Ætl- ar hún að horfa á það, að markaðirn'ir eyðileggjast? Eru ráðherrarnir „hugsandi menn“? Taki þeir sneið, sem eiga Vísir birtir eftirfarandi skrýtlu í gær: ,,Eg sé, að þér hafið aðeins beðið fjórum sinnum um kaup hækkun á síðasta ári. Viljið þér segja mér, hvaða auka- vinnu þér hafið ufca,n fyrirtæk- isins?“ — Þetta segir forstjóri við starfsstúlku.. Manni, sem hringdi ti'l Tím- ans i gær, fannst varla liægt -að lýsa ástandinu í óðadýrtíð- inni og verðbóLgunni hér á landi núna betur í fáum orð- um. En honum fannst þetta grátt gaman hjá Vísi — og fcaki þeir sneið, sem eiiga. 2 T f M I N N, laugardagurinn 13. október 1962

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.