Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 6
Ingvar Gíslason hefur lagt fram tillögu til þingsályktun- ar í sameinuðu þingi um stofnun fiskiðnskóla- Flutn- ingsmenn eru þeir Jón Skafta- son, Geir Gunnarsson og Gísli Guðmundsson. Tillagan hljóð- ar svo: f greinargerð með tillögunni segir: Tillaga sama efnis hefur verið flutt á undanförnum þingum án þess að ná fram að ganga. Er hún nú flutt enn einu sinni í þeirri von, að hún megi hljóta jákvæða afgreiðslu, því að varla getur ver- ið ágreiningur um nauðsyn máls- ins. Kunnugt er, að fiskimatsmenn fyrr og síð'ar hafa haft áhuga á stofnun skóla í sérgrein sini, enda hefur fiskmatsstjóri, Bergsteinn Á. Bergsteinsson, ávallt talið það mikið nauðsynjamál. Þess má enn fremur geta, að aðalfundur Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna 1960 ályktaði að skora á Alþingi að samþykkja þessa tillögu, þegar hún var fyrst til umræðu á Al- þingi. Má því fullyrða, að þeir, sem kunnugastir eru þessu máli, séu þess hvetjandi, að ráðizt verði í stofnun sérstaks fiski l.iskóla, enda getur það ekki talizt nein of- rausn þeirri þjóð, sem byggir af- komu sína að verulegu leyti á sjávarafla og nýtingu hans. Skipulagsbundin fræðsla fyrir fiskmatsmenn hófst hér á landi árið 1947 á vegum atvinnumála- ráðuneytisins, og hefur Bergsteinn Á. Bergsteinsson frá fyrstu tíð verið forstöðumaður fiskmats- rámskeiðanna og hvatamaður þeirra. Munu yfir 500 manns hafa notið fræðslu á námskeiðum þess- um frá upphafi. Hefur kennslan hæði verið hókleg og verkleg, eftir eftir því sem kostur hefur verið á tiltölulega stuttum tíma. Auk þess hefur fiskmatið beitt sér fyr- ir svokölluðum „skyndinámskeið- um“, aðallega úti um land, til þess að samræma störf matsmanna og kynna Þeim nýjungar Einshafa samtök hraðfrystihúsawna, bæði SH og SÍS, haldið námskeið á eig- in vegum fyrir starfsmenn sín. Öll þessi fræðslustarfsemi hefur orðið til mikils gagns, og ber að þakka þeim, sem haft hafa for- göngu um hana. Námskeið ná of skammt Námskeiðin ná of skammt. Fisk iðnaðurinn og fiskmatið þarfnast sérstaks skóla, og sýnist ekki óeðli legt, að starfræksla hans sé að mestu eða ö.lu leyti á vegum rík- isins. Ekki virðist flutningsmönn- um þessarar tillögu það endilega sjálfsagt, að skóli þessi sé deild í Sjómannaskólanum né heldur að hann verði staðsettur í Reykja- vík. Kann að vera, að að'rir stað- ir séu heppilegri sem skólasetur, og ber að kanna það ásamt öðrum þáttum þessa máls. Sérhæfing Fiskmats- og fiskiðnskóli mundi hafa fjölbreytta námsskrá í bók- legum og verklegum efnum. Um len.gd námstímans skal ekkert full- yrt á þessu stigi, en námi mundi Ingvar Gíslason. að sjálfsögðu ljúka með prófi, sem réttlátt væri að gæfi ákveðin réttindi í sambandi við fiskmats- störf, verkstjórn, kennslu og leið- heiningastarfsemi í fiskiðnaði. Æskilegt væii, að menn gætu sér- hæft sig á vissum sviðum fiskiðn- aðar, en skólinn yrði Þó aðallega að stefna að því að veita almenna þekkingu. Ríkisvaldið veiti kornrækt stuðning Þeir Ásgeir Bjarnason og Páll Þorsteinsson hafa enn lagt fram frumvarp sitt um kornrækt, og er það sam- hljóða frumvarpi því, er flutt var á síðasta þingi. Frumvarp- ið er svohljóðandi: 1. gr. Búnaðarfélag íslands fer með stjórn þeirra mála, er lög Þessi varða, undir yfirstjórn land- búnaðarráðherra. 2. gr. Aðilum, sem mynda með sér félagssamtök um að gera kom rækt að framleiðslugrein, þar sem bygg, hafrar eða aðrar korntegund ir eru ræktaðar svo, að þær nái þroska, skal gefinn kostur á sér- stökum stuðningi sam.kvæmt lög- um þessum. 3. gr. Skilyrði fyrir því, að fram lag sé veitt til kornræktar, eru: 1. Að akurlendið sé þar í sveit sett, að vænta megi í öllu venjulegu árferði, að korn náj fullum þroska: 2. Að aðilar myndi með sér félags- samtök, kornræktarfélag, er skuldbindi sig til að rækta um 10 ára tímabil korn á minnst 10 ha lands. Búnaðarsambönd, ræktunarsambönd eða búnaðar- félög geta gerzt aðilar að véla- kaupum og leigt vélarnar korn- ræktarfélögum. Nú tekst einstaklingur á hendur skuldbindingar samkv. 1. mgr., og skal þá veita honum sama stuðning og félagi, enda hlíti hann sömu skilyrðum og kom- ræktarfélag. 3. Að hlutaðeigandi félag eða ein- staklingur ráði yfir landi, sem sé að minnsta kosti helmingi stærra en það land, sem samið er um að rækta korn á, og að allt landið sé nægilega þurrt og hæft til kornræktar. 4. Að aðilar skuldbindi sig til að hlíta reglum þeim, sem settar verða um vinnslu landsins, á- burðarnotkun, tegundaval sáð- korns uppskeru, meðferð alla og annað til tryggingar því, að Ásgeir Páll Bjarnason Þorsteinsson framleiðslan verði sem bezt vara. 5. Afj aðili geri skýrslur sem fyr- irskipaðar verða, um allt, er varðar reksturinn. Einnig geri hann uppskeruskýrslur og ná- kvæmt yfirlit um kornræktina og einstaka þætti hennar, svo að séð verði, á hvaða tíma hvert verk er unnið. 6. Ag samningsaðili skili aftur til þess, er annast framkvæmd laga þessara, Þeim vélum og tækj- um, sem stofnstyrkur hefur ver- ið greiddur á, ef kornrækt fell- ur niður, og skulu þá dómkvadd ir menn meta endurgreiðslu. 4. gr. Þeim, sem tekið hafa að sér samningsbundna kornyrkju, skulu árlega og í tæka tíð tryggð kaup á sáðkorni af þeim stofnum, er bezt hafa reynzt í hérlendum tilraunum, enda fylgi skilríki frá seljanda um uppruna sáðkornsins, og ber hann ábyrgð á gæðum þess, hreinleika og spírunarhæfni. Samningsbundnir kornræktar- aðilar skulu hafa forgangsrétt til a?s rækta útsæði af völdum stofn- um, enda hlíti þeir reglum. er um þá ræktun giida á hverjum tíma. 5. gr. Framlög til eflmgar korn- ræktar skulu vera sem hér segir: 1. Styrkur til kaupa á kornyrkju vélum, allt að 50% af kaupverði þeirra, þar með talinn kostnað- ur við samsetningu vélanna og flutningskostnaðar til kaupanda, enda standi eitt félag eða fleiri a^ kaupunum. Sama gildir um einstaklinga, eftir því sem vifj á. Ræktunarsambönd, búnaðarfélög eða einstaklingar geta notið sömu hlunninda, sbr. 2. lið 3. gr. Heimilt er að veita fraiplag til kaupa á sáðvélum, sjálfbind- urum og þreskivélum eða upp- skeru, og þreskivélasamstæðu og kornmyllum, enn fremur til kaupa á þurrktækjum fyrir þreskt korn. 2. Greiða skal sama framlag úr ríkissjóði á hvern ha. við frum vinnslu lands til kornræktar og greitt er samkvæmt jarðræktar- lögum vegna nýræktar og síðan árlega helming þess. 3. Heimilt er afj verja árlega allt að kr. 10.000.00 til viðurkenn- ingar Þeim, sem eru til fyrir- myndar um kornrækt. 6. gr. Á fyrsta ári, eftir að lög þessi öðlast gildi, skal gefa 5 félögum bænda eða einstaklingum, sem vilja taka að sér árlega ræktun korns á minnst 10 ha. lands yfir áætlunartímabilið, kost á aðstoð löggjafar þessarar og síðan 5 félögum eða einstaklingum ár- lega. Auglýsa skal eftir þátt- töku fyrir 30. júní árið áður en ræktun hefst. og samningar skulu gerðir það tímanlega, að jarðvinnslu vegna kornræktar geti verið lokið fyrir 1. október haustið áður en ræktun hefst. 7. gr. Gefa skal út leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd ræktunarinnar og um meðferð upp skerunnar og sé eintak af þeim af hent samningsaðila um leið og samningur er gerður. 8. gr. Stofnframlag til véla- kaupa, sbr. 5. gr.. má vera allt að kr. 200.000.00 til hvers samnings- aðila. Almennt framlag samkvæmt jarðræktarlögum greiðist ekki á þá jarðvinnslu. sem samningar um kornyrkju ná til. 9. gr. Landbúnaðarráðherra gef- ur út regluger;< um framkvæmd iaga þessara. 10. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi, og skal endurskoða þau inr an 10 á.ra frá gildistöku Þeirra. í greinargerð með því segir: j 9 smálesta vélbátur til sölu, byggður 1961, vél 36 ha. Bukh diesel. Upplýsingar gefur Vilhjálmur Árnason, hæsta- réttarlögmaður, Iðnaðarbankahúsinu IV. hæð, Reykjavík, símar 24635 og 16307. Lesbók Tímans Vil kaupa Lesbók Tímans. Nr: 1, 4, 7 og 26. DAGBLAÐIÐ TÍMINN. Nokkrir ungir menn geta komizt að í járniðnaði Verkamannakaup. VélaverkstæSi Sig. Sveinbjörnssonar h.f. Flutningsmenn þessa frv. báru fram á síðasta þhigi frv. til laga um kornrækt, en það hlaut Þá ekki samþykki. Frv. þetta er samhljóða því frv., sem flutt var í fyrra. Sú reynsla, sem fengin er af kornrækt á Sámsstöðum og víð- ar, hefur sýnt, að unnt er víða í sveitum landsins að rækta korn, svo að það nái fullum þroska, og að kornrækt geti orðið ein af fram leiðslugreinum landbúnaðarins. Árlega eru fluttar inn fóðurvör- ur fyrir allháar fjárhæðir í erlend um gjaldeyri. Með aukinni rækt- un korns mætti draga úr þeim inn flutningi eða jafnvel fella hann niður og spara erlendan gjaldeyri sem því nemur. Það virðist því sjálfsagt. að ríkisvaldið hvetji bændur ti) að hefja kornrækt með því að veita þeim fjárhagslega að- sto?s til þess. Þessu frv. hefur áður fylgt all- ytarleg greinargerð. og vísast til hennar um nánari skýringar. , Nýtt Asgrímskort Fyrir síðustu jól hóf Ásgríms- safn útgáfu lislaverkakorta og var hið fyrsta litmynd gerð eftir olíumálverki af Heklu, og 5. nóv.. þegar safnið verður tveggja ára. kemur út annað litprentaða kort- ið. gert eftir vatnslitamynd. er r.efnist Haust á Þingvöllum. Bæði þesst kort eru prentuð hér á landi, og hefur tekizt ákaf- lega vel, enua tögð mikil áherzla á það af sainsins hálfu að vanda ti! útgáfunnar eins og kostur er Sala ný.ja kortsins hefst 5. nóv I Hér i bænurr verður kortið ti) sölu aðeins t safninu og Baðstofu Ferðaskrifstofu ríkisins, norð ar.lands í Blóma og listmunabúð- inni á Akureyri. 6 T f M I N N, niiðvikudagurinn 24. okt. 1982

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.