Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 15
VOPNASKIP A LESO TIL KÚBU Framhald ai 1. síðu. til Kúbu, hafa verið fe'lldar niðifr. íþróttir Framhald af 5. síðu. knöttinn í upphlaupi. Framarar náðu þó að jafna bilið, og með góðum lokaspretti skora þeir sex mörk, án þess að Ármenningar fái nokkuð mark skorað á milli. — Ingólfur fjögur og Guðjón og Er- lingur eitt hvor. Hörður skoraði svo síðasta mark leiksins, fyrir Armann, sem endaði 12:10 fyrir Fram. Ármenningar komu á óvart í þessum leik. — Lið þeirra er létt og leikandi og vörnin nokkuð sterk. Liðið fær nú miklu meir út úr leik sínum en í fyrra — en greinilega er hér þó lið' sem er að mótast og vænta má mikils af á r.æstunni. Þorsteimn í markinu sýndi góðan ieik m. a. varði hann tvö vítaköst Framara. Hörður, Lúðvík og Árni voru traustustu menn liðsins, en annars er liðið sllt nokkuð jafnt og enginn einn leikmaður áberandi betri en ann- ar. Framarar byrjuðu illa, og línu- spil þeirra, sem lið'ið hefur byggt mikið á, brást algjörlega í fyrri hálfleik. — Ekki bætti úr, að framan af léku þeir tvöfalda vörn gegn Ármenningum, sem ávallt fundu glufu á vörninni og fengu skorað. Meira jafnvægi vantar í Framliðið, það sýndi sig bezt, þeg ar Ármenningar höfðu þrjú mörk yfir í seinni hálfleik — og Fram- arar skutu í tíma og ótíma á mark- ið, í stað þess að' yfirvega leik sinn. Liðið virðist þó vera í nokkuð góðri æfingu — og vera má, að litli völlurinn að Hálogalandi hafi haft truflandi áhrif á liðið, sem hefur æft að undanförnu á miklu stærri völlum. Ingólfur Óskarssom var bezti maður Framara — hann skoraði átta af tólf mörkum Fram. Guðjón sýndi einnig ágætan leik — svo og Sigurður Einarsson, sem er að verða einn okkar bezti línuspil- ari. Dómari í leiknum var Daníel Benjamínsson og hefur hann oft dæmt betur. Þróttur—KR 11:10 Þróttarar höfðu öll yfirtök í leik sínum gegn KR. Það vom að' visu KR-ingar sem byrjuðu á að skora, og komust yfir 2:0. Þrótt- arar jöfnuðu fljótlega og komust yfir og í hálfleik var staðan 5:4 fyrir Þrótt. Seinni hálfleikur var leiðinleg- ur og þófkenndur og virtist áhugi leikmanna vera lftill á leikn- um. Þróttarar voru alltaf einu til tveim mörkum yfir og sigruðu með 11:10. Þróttaraliðið' virðist vera í fram- för og kemur áreiðanlega til með að reynast fyrstu deildarliðunum hættulegt í íslandsmótinu á næsta ári — einkum mega KR-ingar gæta sín, en einhver dofi er nú yfir liði þeirra. Gömlu kempurnar Karl Jóhannsson og Reynir Ólafsson nutu sín ekki í þessum leik — hins vegar stóðu nýliðarnir, Kol- beinn og Theodór sig vel. Dómari var Gylfi Hjálmarsson. í 3. flokki sigruðu Framarar Ármenninga 3:2 í skemmtilegum leik. Á sunnudagskvöldið hélt mót i? svo áfram, og fóru þá fram leikir í yngri flokkunum. í 2. flokki kvenna vann Víkingur Fram með' 7:4, Ármann KR með 6:2 og Valur Þrótt með 8:3. í 3. fl. kárla fóru fram tveir leikir. KR vann Val með 8:6 i skemmtilegum leik, og Víkingur ÍR með 9:4. í 2. fl. vann KR Fram með 6:5. alf. Flotadeild frá Bandaríkjunum er nú reiðubúin að mæta sovézku skipunum, sem eru á leið til Kúbu með alls konar varning, að því er formælandi bandaríska varnar- málaráðuneytisins hefur skýrt frá. í kvöld höfðu bandarísku skipin, hvorki haft samband við skip fr'á Sovétríkjunum né nokkru öðru landi á leið til Kúbu. Flugvélar hafa flogið' yfir hin sovézku skip, og hafa myndir ver- ið teknar af þeim. Sagt er að skip- in séu sérstaklega útbúin til þess að flytja eldflaugar. Þegar Kennedy forseti hefur gefið skipun um að leit skuli haf- in í skipunum, munu bandarísku herskipin hefja slíka leit, en bú- izt er við, að tilkynning um þetta komi frá forsetanum í kvöld. Formælandi ráðuneytisins sagði einnig, að færi ástandið versnandi mundi flugherinn taka í notkun fleiri flugvélar, og sjóherinn mundi taka skip úr uppsátri. Ekki kvað formælandinn neinar fréttir hafa borizt um það, að Sovétríkin | hefðu hafið liðsamdrátt í Berlín eða annars staðar. Bandaríkjamenn hafa y látið flytja 2811 manns á brott frá her- stöð'inni Guantanamo á Kúbu vegna ástandsins, sem þar ríkir nú. Á fundi nefndar Ameríkuríkja- sambandsins í kvöld var samþykkt með 19 greiddum atkvæðum, að gefa Bandaríkjunum heimild til þess að beita vopnavaldi, ef á þyrfti að halda til þess að stöðva vopnaflutninga til Kúbu. Tilkynnt var í Buenos Aires í kvöld, að ákveðið hefði verið, að Argentína tæki þátt í að verja meginland Ameríku með Banda- ríkjunum, ef til átaka ætti eftir að koma. Forstjóri Tassfréttastofunnar sovézku, D.P Goryunov, sagði í- Hiroshima í dag, að fjögur sovézk skip væru á leið til Kúbu, og réð- ust bandarísk skip á skipin fjögur, yrði þeim bandarísku sökkt. Goryunov er í Japan um þessar mundir, og gaf hann þessa yfir- lýsingu á biaðamannafundi, sem haldin var í tilefni af hafnbann- inu, sem Bandaríkin hafa sett á Kúbu. Hann hélt því fram, að Bandaríkin hefðu engan rétt til þess að grípa inn í mál Kúbu, en Sovétríkin hefðu heitið Kúbu al- gjörum stuðningi í frelsisbarátt- unni. Goryunov bætti við, að réðust bandarísk skip á skip Sovétríkj- anna væri það sama og stríð, því sovézka þjóðin rétti ekki fram vinstri kinnina, þegar sú hægri væri slegin. En hann sagðist vona, að hin varfærnu öfl innan banda- rísku stjórnarinnar myndu koma í veg fyrir slíkt. Um svipað leyti og Kennedy forseti fluttj útvarps- og sjónvarps ræðu sína í gærkvöldj hafði Castro forsætisi'áðherra á Kúbu gefið út skipun um að allur her- styrkur landsins skyldi vera reiðu húinn ef til hans þyrfti að' taka. í Havana voru gerðar ráðstaf- anir, sem eingöngu eru gerðar, þegar mikil hætta er á ferðum. M.a. var skriðdrekum komið fyr- ir í borginni. Ilavanaútvarpið sagði í dag, að tilskipun Kennedys forseta væri SinfóniuSillómsveitigi Framhalri aí íiðu varpið, en fer héðan að tónleik- rnum loknum, eða strax á föstu- dagsmorguninn. Deterköy er fædd ur í Búdapesf. en hefur átt heima og starfað í Kaupmannahöfn um margra ára skeið. Forráðamenr sinfóníuhljóm- sveitarinnar gáiu þess, að þeir hefðu afgreitt skírteini no. 500 í dag, og má af því marka, hve að- sókn að tónleikunum er mikil. ekkert annað en áróð'ur. Leyniþjónusfa Bandaríkjanna hefur með njósnaflugi yfir Kúbu komizt að því, að tvenns konar eidflaugar séu á Kúbu, sem báð- ar geti flutt atómsprengjur, fimm- tíu sinnum sterkari en þá, sem varpað var á Hiroshima. Leyni- þjónustan hefur einnig komizt að því, að tala Rússa á Kúbu skipti nú nokkrum þúsundum, og þar á meðal er eitthvað af hermönnum. Mikið hefur verið um að vera á Floridaskaganum sunnanverðum í allan dag. Herflokkar hafa lagt undir sig íþróttavöllinn í Key West og verið er að skipa út birgð- um í skip, bæði f Key West og Mayport, en einmitt frá þessum höfnum sigldi fjöldi skipa í gær, í átt til Kúbu til þess að hefja þar framkvæmdir á hafnbanninu, sem sett hefur verið. Nýr flugturn hefur verið reist- ur á 48 tímum og er honum ætl- að að stjórna flugsamgöngunum um þetta svæði. Símakerfið í Flo- rida hefur verið ofhlaðið vegna þess, hversu margir hafa þurft að hringja þangað, og mjög erfitt hef ur verið að fá samband. Á Patrick-flugvellinum á Cana- veralhöfða standa þotur reiðubún- ar til flugtaks, og fréttir hafa bor- izt um það, að mikið sé um að vera á fjöldamörgum öðrum flugstöðv- um á Florida.' Kennedy forseti hefur skipað sérstaka framkvæmdanefnd, sem koma á saman á hverjum degi, virka daga sem helga, kl. 15 eftir íslenzkum tíma, í náinni framtíð, Leifar Ellu Framhald af 16. síðu er hún um 600 kílómetra suður af Hvarfi í Grænlandi og stefnir í norðaustur. Er því vafalítið, að hún mun hafa einhver áhrif á veðrið hérlendis. — Það er ef til vill í einhverju sambandi við hana, sem smálægð myndaðist út af Vestfjörðum í nótt, en hún hrey.fist nú austur og hefur valdið snjókomu á Vestfjörðum í nótt og í dag, sagði Páll. Ella mun valda vaxandi suðaustanátt í nótt og sennilega hvassviðri á morgun, eí svo fer sem horfir, rigningu um sunnan og vestanvert landið', en ekki mun mikil hætta á snjó- komu, því veður mun fara hlýn- andi. Fjárlögin Framhald af 16. síðu Er þá þýðingarmest af öllu að leysa úr læðingi einstaklings- og félagsframtak hinna mörgu, sem stjórnarstefnan hefur lamað. Það þarf stefnubreytingu. Það þarf að endurskoða fjárfestingarlána- kerfið frá rótum, auka lánveit- ingar til fjárfestingarframkvæmda og þá ekki sízt til aukinnar vél- væðingar á öllum sviðum og meiri framleiðni. Hafa sparféð í um- ferð og hætta frystingunni, lækka vextina, sem hvíla eins og mara á atvinnurekstrinum. Auka verð- ur lánveitingar til íbúðabygginga, svo almenningi verði aftur kleift að eignast þak yfir höfuð sér, hefja nýja sókn | vegamálum. Efnahagskerfinu hefur verið umturnað þannig undanfarin 3 ár, að endurskoða verður alla þessa meginþætti og aðra fleiri, ef hér á að geta orðið sú framleiðslu- aukning á vegum almennings í landinu, sem lífsnausynleg er — og ef koma á í veg fyrir, að allir meginþættir íslenzks atvinnu- og efnahagslífs lendi í höndum þeirra einna, sem gamalgrónir eru eða hafa fullar hendur fjár — og það jafnvel útlendinga. Efnahagskerfið er nú holgraf- ið orðið og hrýs mörgum hugur við þeini vandamálum, sem við blasa Þau eru erfið viðfangs og verða ekki leyst í einu vetfangi — en þeim mun fyrr, sem stefnu- breyting verður, því fyrr verður unnt að rétta við. og er henni ætlað að fjalla um Kúbumálið. Forsetinn sjálfur er formaður nefndarinnar, en auk hans eru í henni Lyndon Johnson, varafor- seti, Dean Rusk utanríkisráðherra, Robert MeNamara landvarnarráð- herra, Douglas Dillon fjármálaráð herra, Robert Kennedy dómsmála ráðherra, Maxvell Taylor, herráðs foringi og John McCone forstjóri CIA, (leyniþjónustunnar). í kvöld hefur Leonid Breznef forseti Sovétríkjanna farið þess á leit, að mega ræða við Foy Ko- hler ambassador Bandaríkjanna í Moskvu. Tsarapkin, fulltrúi Sovétrkj- anna á afvopnunarráðstefnunni í Genf, sagði f dag, að yfirlýsing Kennedys um Kúbu væri ógnun við friðinn. Sagði hann, að Vest- urveldin gerðu ástandið í heimin- um enn alvarlegra, en það hefði verið. Tsarapkin hélt ræðu í und- irnefnd afvopnunarráðstefnunnar í Genf, þar sem verið er að ræða um bann við tilraunum með kjarn orkuvopn. Charles Stelle fulltrúi Banda- ríkjanna, svaraði Tsarapkin með því að segja, að aðgerðir þær, sem Kennedy hafði ákveðið að láta gera, væri óhjákvæmileg af- ieiðing aðgerða Sovétríkjanna sjálfra. Sovétstjórnin sendi f dag út yfirlýsingu þar sem hún segir, að með aðgerðunum gegn Kúbu hafi Bandaríkjastjórn tekið á sig þunga ábyrgð, sem snerti örlög alls mannkynsins. f yfirlýsingunni segir, að ásak- anir Bandaríkjanna um, að Kúba vilji ógna Bandaríkjunum, séu hræsnisfullar. Staðfestir hún einn ig, að komi árásaröflin af stað stríði, muni Sovétríkin svara kröftuglega. Sovétstjórnin krafðist þess, að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kæmi strax saman og stimplaði að gerðir Bandaríkjastjórnar sem hingað til óþekkt skref f samskipt- um þjóða í millum, og ógnun við allar friðelskandi þjóðir. Yfirlýsingin skírskotar til allra ríkisstjórna og þjóða um, að mót- mæla framferði Bandaríkjanna, og undirstrikar, að Sovétstjórnin muni gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að standa í vegi fyrir árásaröflum Bandaríkjanna. Sovétríkin muni ekki láta koma sér að óvörum, heldur verða þau viðbúin því að sVara árás, segir í yfirlýsingunni. Fulltrúi brezku herstjórnarinn- ar í Vestur-Berlín skýrði frá því í dag, að allur herstyrkurinn þar væri reiðubúinn, ef til hans Þyrfti að taka vegna ástandsins í Kúbu- málinu. Einnig kvað hann yfirher- stjórn Vesturveldanna myndu koma saman til fundar í dag til þess að ræða ástandið. Brezk tryggingafélög, sem tryggja skip, hafa ákveðið, að frá og mes morgninum falli allar tryggingar niður á skipum sem sigla til Kúbu. Fram til þessa hef ur tryggingagjaldið numið 0.0375 af verðmæti farms skipanna. Nú verður tryggingin ákveðin með viðræðum milli viðkomandi aðila, og fer hún eftir því, hvers konar farm skipin flytja til Kúbu. Félag brezkra skipaeigenda sagði í dag, að siglingar til Kúbu kæmu félaginu ekki lengur við, heldur væru þær mál stjórnarinn- ar. Um það bil 90 skip, sem sigla undir brezkum fána hafa verið leigg til siglinga til Kúbu, og flest þeirra eru bundin langvarandi samningum, annaðhvort við Kína eða önnur kommúnistaríki. Þrátt fyrir það, ag enginn brezk ur skipaeigandi hefur fram til þessa tekið afstöðu gegn slíkum samningum, þá hefur það komið í ljós síðustu 14 daga, að þeir eru fremur á móti því að endurnýja samninga af þessari tegund, Þrátt fyrir það, að kommúnistarikin hafi tilkynnt ,að þau séu fús til Þess að gera alls konar tilhliðranir. F. U. F. í Árnessýslu AÐALFUNDUR F.U.F. í Árnessýslu vcrður að Brautarholti á Skeiðum fimmtudaginn 25. þ. m. kl. 9,30 e. h. Dagskrá sam- kvæmt félagslögum. Á fundinum verða kjörnir fulltrúar félags- ins á 9. þing Sambands ungra Framsóknarmanna. F. U. F. í Skagafirði Stjórnin. AÐALFUNDUR Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði verður í Bifröst, Sauðárkróki, kl. 8,30 á föstudaginn 26. þ. m. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Á fundinum verða kjörnir fulltrúar félagsins á 9. þing Sambands ungra Framsóknarmanna. Örlygur Hálfdánarson, forma'ður S.U.F., mætir á fundinum. Stjórnin. ÞAKKARAVÖRP Alúðar þakkir fyrir vináttu og sæmd sýnda mér á 50 ára afmæli mínu. Sverrir Júlíusson Faðlr okkar, KRISTJÁN PÁLSSON frá Hólslandl, andaðist í Bæjarspftalanum 21. okt. Jarðarförin ákveðin laugar. daginn 27. þ.m. frá Fossvogskirkju kl. 10,30 f.h. Börn hins látna. Hjartans þakkir tll allra, nær og fjær, fyrir auðsýnda samúð og vlnarhug vlð fráfall sonar okkar og bróður, STEFÁNS SMÁRA KRISTINSSONAR Karolína Kolbeinsdóttir Kristinn Sigmundsson og börn. Bróðir okkar, Húnbogi Ólafsson, frá Sarpi, andaðist 20. þ. m. Jarðarförin ákveðin laugardaginr. 27. þ. m, kl. 2 e. h. frá Bæ í Bæjarsveit. Systkinin. T í M I N N, miðvikudagurinn 24. okt. 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.