Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 13
RÆÐA Kl Framhald al 7. siðu þar. Utanríkisráðherrar Ameríku ríkjasamtakanna mótmæltu allri leynd í þessum málum í sam- þykkt sinni frá 6. október. Ef þessi undirbúningur undir hern- aðarárás heldur áfram, og eykur þannig hættuna, sem Vesturálfu stafar frá Kúbu, eru frekari að- gerðir réttlættar. Eg hef fyrir- skipað bandaríska hernum að vera viðbúnum hverju sem að höndum kann að bera. Og ég treysti því, vegna kúbönsku þjóð arinnar og rússnesku sérfræð- inganna á eldflaugastöðvunum, að hætturnar sem stafa af áfram haldi á þessum ógnunum, séu öllum ljósar. 3. Það verður stefna þjóðar minnar að líta á sérhverja eld- flaug, sem skotið yrði frá Kúbu gegn einhverju landi í Vestur- álfu, sem árás Sovétríkjanna á Bandaríkin, sem svara verði með gagnárás á Sovétríkin. 4. Sem nauðsynlega hernaðar- lega varúðarráðstöfun, hef ég sent aukið herlið til flotastöðv- ar okkar við Guantanamo, látið flytja burt fjölskyldur hermanna okkar þar í dag og fyrirskipað viðbótarherliði að vera til taks. 5. Við höfum boðað í kvöld til fundar ráðgjafanefndar Sam- taka Ameríkuríkjanna til þess að ræða þessa ógnun við öryggi álf unnar og' til að koma í fram- kvæmd liðum 6 og 8 í Rio-'Sátt- málanum til stuðnings við nauð- synlegar aðgerðir. Stofnskrá S. Þ. gerir ráð fyrir svæðis- bundnum öryggisráðstöfunum — og ríki þessarar heimsálfu hafa fyrir löngu fordæmt dvöl erlends hers í álfunni. Einnig höfum við látið önnur bandalagsríkj okkar fylgjast með málinu. 6. Samkvæmt stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna höfum við í kvöld farið fram á það að Ör- yggisráð SÞ verði án tafar boðað til aukafundar til að gera ráð- stafanir gegn þessari nýju ógnun Sovétríkjanna við heimsfriðinn. Munum við krefjast þess að öll árásarvopn verði rifin niður, og send burtu frá Kúbu, áður en unnt verður að aflétta aðflutn- ingsbanninu. 7. í sjöunda og síðasta lagi: Eg heiti á Krustjoff forsætisráð herra að stöðva og binda endi á þessa dulbúnu, ófyrirleitnu og ögrandi ógnun við heimsfriðinn og traust samband milli hinna tveggja þjóða okkar. Enn fremur heiti ég á hann að yfirgefa þessa heimsyfirráðastefnu, og taka í þess stað þátt í að marka tíma- mót — sem fólgin yrðu í enda- lokum hins hættuþrungna víg- búnaðarkapphlaups og þannig mundu leiða af sér alger um- skipti í sögu mannkynsins. Hon- um gefst nú tækifæri til að leiða heiminn frá barmi eyðilegging- arinnar — með því að hverfa til orða sinnar eigin ríkisstjórnar, þar sem því var lýst yfir, að hún þyrfti ekki að koma fyrir eldflaugum utan síns eigin lands, og flytja þessi vopn í burtu frá Kúbu. Einnig með því að grípa ekki til neinna þeirra aðgerða, sem aukið geta eða magnað þær deilur, sem nú eru uppi. Og loks með því að gerast þátttakandi í leit • að friðsamlegri og varan- Légri úrlausnum. Þjóð mín er reiðubúin til að ræða ógnanir Sovétveldisins við heimsfriðinn, og tillögur sínar um verndun heimsfriðarins, hvar og hvenær sem er — í Samtökum Ameríkuríkjanna, hjá Samein- uðu þjóðunum, eða á livaða vett- vangi öðrum, sem gagnlegt yrði talið — án þess þó að fyrirgera athafnafrelsi okkar. Við höfum á liðnum árum lagt mikið á okk- ur til þess að hindra útbreiðslu kjarnorkuvopna. Við höfum gert tillögur um takmörkun herstöðva á grundvelli raunhæfs samnings um afvopnun. Við erum reiðu- búnir til viðræðna um ráðstaf- anir til þess að draga úr spenn- unni hjá báðum aðilum — sem m. a. gæfu Kúbu möguleika tiL að njóta hins sanna sjáifstæðis, er geri henni kleift að ákveða sj álf öriög sín. Okkur fýsir ekki að heyja styrjöld við Sovétríkin — því að við erum friðsöm þjóð, sem þráir að iifa í friði við aiiar aðrar þjóðir,1"111” En það er erfitt að leysa og jafnvel að ræða ríkjandi vanda- mál, þegar andrúmsloftið er þrungið ógnunum. Það er ástæð an til þess að þessum síðustu ógnunum Sovétvaldsins — og hvers kyns ógnunum öðrum sem á vegi kunna að verða, hvort sem þær eiga sér sjálfstæð upp- tök eða verða sprottnar af ráð- stöfunum okkar þessa daga — verður að mæta og mun verða mætt með fullri festu. Hvar í- heiminum, sem gripið kann að verða til fjandsamlegra aðgerða gegrr öryggi og frelsi þjóða, sem við erum skúldbundnir — þar á meðal alveg sérstaklega hinum hugrökku íbúum Vestur-Berlín- ar — mun verða gripið í taum- ana með hverjum þeim hætti, sem nauðsyn- krefur. Að síðustu vil ég ávarpa nokkr um orðum hina kúbönsku þjóð, sem nú er hneppt í viðjar, en sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að útvarpa til hennar þessari ræðu. Eg ávarpa ykkur sem vinur, sem sá, sem þekkir djúpstæða hollustu ykk- ar við ættjörðina, sem sá, sem tekur þátt í leit ykkar að frelsi og réttlæti öllum til handa, Og ég hef hryggur í huga fylgzt með því, hvemig þiióðbylting ykkar hefur verið svikin — og hvernig ættjörð ykkar hefur komizt undir erlend yfirráð. Svo er nú komið, að leiðtogar ykkar eru ekki lengur kúbanskir leið- togar innblásnir af kúbönskum hugsjónum. Þeir eru leikbrúður og handbendi alþjóðlegs sam- særis, sem snúið hefur Kúbu gegn vinum ykkar og nágrönn- um í Vesturálfu — og gert land ykkar að fyrsta landi Suður- Ameríku, sem yrði skotmark í kjarnorkustríði — fyrsta landi Suður-Ameríku, sem hefur slík vopn á sinni grund. Þessi nýju vopn eru ekki í okkar þágu. Þau leggja ekkert af mörkum fyrir frið okkar né velferð. Þau geta aðeins grafið undan því-. En þetta land óskar ekki eftir því að valda ykkur sársauka, eða að þröngva upp á ykkur neins konar stjórnarfari. Við vitum að líf ykkar og land er notað sem peð af þeim, sem neita ykkur um frelsi. Oftsinnis á liðnum árum hef- ur kúbanska þjóðin risið upp og steypt af stóli harðstjórum, sem hafa eytt frelsi þeirra. Og ég er ekki í vafa um, að flestir Kúbu- búar horfa í dag fram til þess dags, þegar þeir verða raunveru lega frjálsir, — frjálsir undan erlendum yfirráðum, frjálsir til að kjósa sína eigin foringja, frjálsir til að velja sitt eigið stjórnarfar, frjálsir til að eiga sitt eigið land, frjálsir til að tala og skrifa og til að trúa án ótta og lítillækkunar. Og þá mun Kúba verða boðin velkomin aftur í hóp frjálsra þjóða og í samtök þessa heimshluta. Samborgarar: Enginn þarf aS vera í vafa um að þetta eru erf- iðar og hættulegar aðgerðir sem við höfum nú hafið. Enginn get- ur sagt nákvæmlega fyrir um, hvað gerist næst né hvaða fórn- ir verði færðar. Margir mánuðir sjálfsfórna og sjálfsaga eru fram undan — mánuðir, sem munu bæði reyna á viljastyrk okkar og þolinmæði — mánuðir, þegar margar ógnanir og fordæmingar munu halda okkur meðvituðum um hættuna. En mesta hættan mundi vera að aðhafast ekkert. Leiðin, sem við höfum kosið núna, er full af hættum, eins og allar leiðir eru — en þessi leið er sú, sem bezt hæfir skap- gerð og hugrekki okkar sem þjóð og skuldbindingum okkar út um heim. Frelsið hefur alltaf verið dýrkeypt, en Bandaríkjamenn hafa alltaf goldið það. Eina leið munum við aldrei kjósa, en það er leið uppgjafar og undirgefni. Takmark okkar er ekki sigur valdsins, heldur hitt, að halda uppi réttinum, — ekki friður á kostnað frelsisins, heldur bæði friður og frelsi. Hér í þessum heimshluta, og við vonum, ef guð leyfir um allan heim, mun það takmark nást. Minning Framhald af 8. síðu. dóttur, starfsmaður hjá K.A.S., Hofsósi. Guðbjörg, gift Þormóði Guðlaugssyni, bílstjóra, Keflavík. Ásdís, gift Sigurði Guðmundssyni ritstjóra, Reykjavík. Anna, gift Sveini Jóhannessyni, verkamanni, Siglufirði. Kristjana, gift Birni Þorkelssyni, sjómanni, Húsavík. Þorvaldur, kvæntur Valgerði Kristjánsdóttur, bóndi á Þrasta- stöðum. Haildór, kvæntur Guð- björgu Bergsveinsdóttur, húsasm. Reykjavík. Guðveig, gift Jóhannesi Haraldssyni, bónda, Sólvangi, Vall hólmi. Birna, gift Guðmundi Kristjánssyni. sjómanni, Hofsósi. Eg tel Þórhall hafa verið með mestu gæfumönnum, sem ég hef kynnzt, þótt hann vrði aldrei ríkur af veraldarauði. Hann eignaðist ágætis konu, sem var honum hinn ástríkasti lífsförunautur. Hygg ég vandfundið ánægjulegra hjóna band. Heimili þeirra var til fyrir- myndar um samheldni, ánægju og giaðværð og góða siði. Börnunum unni Þórhallur mjög og þau hon- um. Nú hafa börnin öll stofnað '■jálfstæð heimili og yfirleitt ágæt, svo að það má heita, að gæfan liafi fylgt þessari Hölskvldu.JVIarg ár ánægjustundir ® átti ” Þórhállúr með barnabörnunum og þau með honum, því að á efri árum var hann aldrei glaðari en í hópi þeirra. Með Þórhalli er fallinn í val- inn einn af ágætustu samferða- mönnum, en ég efast ekki um, að börnin haldi uppi hans merki og er það vel. Eg veit, að með fráfalli Þórhalls er sár söknuður kveðinn að ekkj- unni, sem stendur eftir á strönd- inni og einnig veit, ég að börnin sakna sárt góðs föður. Eg vil votta þeim öllum hjart- anlega samúð frá mér o.g konu minni og um leið þakka þessari fjölskyldu okkar ágætu kynni. J. J. Hofi. 2, síðan Eldraunin Þetta náði hámarki þegar munk ur einn skoraði á Savanorola að standast eldraunina. Skyldi það vera dómur guðs. Eldraunin átti að skera úr um það hvort bann- færingin væri réttlætanleg eður eigi. Savanotola varð að ganga sjálfur til leiks, en neitaði að taka þátt í þessu. Eldraunin var í því fólgin að kveikt var í bálkesti og átti við- komandi að ganga gegnum log- ana. Samkvæmt reglum leiksins gat Savanorola sent annan í sinn stað. Öll borgin beið í eftirvænt- ingu eftir því hvernig þessu mundi lykta. En aldrei varð af því að eldraunin færi fram og er allt á huldu um það hvers vegna hún fórst fyrir. En úrslit- in' urðu þau að ef Savanorola tapaði, skyldi hann yfirgefa bæ- inn og hætta við alla umbóta- starfsemi. Þegar hvorki Savanorola né staðgengili hans kom til leiks var það tekið til bragðs að loka þá inni í klaustri, sennilega sem fanga rannsóknarréttarins. Meðan aimenningur beið við bálköstinn án þess til tíðinda drægi, flykktist hann til San Marco og lagði eld í klaustrið. Einvaldurinn valdalausi var fenginn í hendur mönnum páfa. Hann var píndur og honum var misþyrmt á hinn herfilegasta hátt og samkvæmt skjölum páfa stóls játaði hann á sig syndir sinar. Hann var dreginn í loft upp á höndunum, en þess ber að geta að páfamenn eru einir til frásagnar um alla atburði. En Savanorola játaði að hann hefði alla tíð verið svikari eg clári. Sagnfræðingar nútímans eíast um að skýrslur þessar séu sann- leikanum samkvæmar. Allmarg- ir sagnfræðingar halda því meira að segja fram að rannsóknarrétf urinn hafi átt verulega erfitt með að draga iátninguna út úr Sav- anorola Páfinn greip nú í taumana, og úrskurðaði að Savanorola skyldi engu fyrir týna nema lífinu, „jafnvel þótt í ljós kæmi að hann væri sjálfur Jóhannes skír- ari.“ Þann 23. maí 1498 var ein- valdsmunkurirn færður á bál. Allur borgaralýður í Firenze var samankominn. Fyrst var hann hengdur, síðan var líkaminn inn brenndur á báli. Þannig lauk ævi hans og jafnframt stórum þætti í hinni fjölbreytilegu lífs- mynd endurr'eisnartímabilsins um leið. fjrir ngir Mf • 26. OKTOBER 1962 Sjálfstæðisflokksins — getiS þér orðið einn í þeim hamingjusama hópi. Með því að kaupa miða í hinu stórglæsilega Skyndihappdrætti Tíminn styttist óðum T f M I N N, miðvikudagurinn 24. okt. 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.