Tíminn - 28.10.1962, Síða 9

Tíminn - 28.10.1962, Síða 9
 — Hvernig gengur búskapur- inn hjá þér í sumar? —. Heldur illa, fyrst og fremst vegna kals, en ekki slæms tíðar- fars. — Það er mikið kal hér í Fnjóskadalnum? — Já, þetta er nú annað árig í röð, sem við Fnjóskdælir fáum ag kenna á kalinu. — Þarftu að fækka fé? — Já, ég geri ráð fyrir því. í sumar fæ ég hálfan heyskap á borg við meðalárferði. Eg fékk 1100 hesta í hitteðfyrra, en þykist mjög góður núna, komist ég í sex hundruð. Þú getur getið þess,' að Fnjóskadalurinn er eina sveitin hér í sýslu, sem verður fyrir kal- inu tvö ár í röð. — En hafa heyin hrakizt hjá ykkur í sumar? — Nei, nei. í fyrra var mjög mikig óþurrkasumar, en ég fékk allt hey óhrakið með aðstoð góðrar vélvæðingar. Þessi góða nýting á heyi hjá mér byggist á því, að ég hef einkarafstöð. Það er að segja, það eru tveir bæir um þessa stöð. Vig þurfum ekki annað en að skrúfa meira frá raf- stöðinni til að fá aukið rafmagn um 12 kílówött. — Þú hefur súgþurrkun? —. Já, sakir hins óeðlilega litla heyfengs undanfarin ár hef ég komig öllu heyinu í hlöðurnar. Ég byggði fyrir tveim árum 700 rúmmetra hlöðu og ætlaði að byggja 30 kúa fjós, en viðreisnin hefur stöðvag það eins og annað. Sem ungur bóndi vildi ég reyna að Telur búnaðarþróunina liggja til félagsbyggju Hvað segir ungi bóndinn? Tryggvi Stefánsson á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal er i hópi yngstu bænda, aöeins 25 ára gamall, og búinn þó að búa í nokkur ár. Við lögðum leið okkar heim að Hallgilsstöðum einn sólríkan síðsumarsdag, því að okkur langaði að vita skoðanir ungs bónda á því ástandi, sem nú ríkir í málum sveit- anna. Og það stóð ekki á svörum hjá Tryggva, eins og þið nú sjáið: auka bústofninn með það fyrir augum að geta byggt upp á jörð- jnni. „Stórhrökun fyrir dyrum, ef ekki........." — Og hvað viltu annars segja um ástandig í landbúnaðarmálun- um í dag, Tryggvi? — Mér lízt ekki betur á ástand- ið en svo, að ég sé ekki betur en stórhrökun sé fyrir dyrum í þess- ari atvinnnugrein, verði ekki ský- laus breyting á í verðlagsmálum landbúnaðarins. — Áttu við, ag bændur flosni upp? — Já, raunverulega. Menn geta þó í rauninni heldur alls ekkki flosnað upp. Mönnum er haldið hér í eins konar skuldafangelsi. Það er ekki hægt að koma jörð- unum í verð. Jafnvel beztu jarðir er ekki hægt að selja Verðlækkunin er grundvallaratriSi — Og hvað finnst þér þá eink- um og sér í lagi að í landbúnaðar- málunum? — Ég álít, að grundvallaratriðið sé það að hækka verð á landbún- aðarafurðum, einkum þó sauðfjár- afurðum. Ef við fengjum það fyr- ir afurðirnar, sem útreikningar óhlutdrægra manna sýna, að við eigum að fá, þá mundi mikið lag- ast með fjárhag fjölda bænda, þannig að þeim yrði gert kleift að stórbæta framleiðsluaðstöðu sína, sjálfum sér og þjóðfélaginu í heild til hagsbóta. Ég álít, að tvö síðustu árin hafi bændur og aðrir vinnandi. menn þurft að leggja miklu meira á sig til að geta lifað á vinnu sinni en mörg ár þar á undan. Ég er ekki að mæla með iðju- | leysi, en það má á milli sjá. Mér j virðist nefnilega þróunin stefna j í þá átt i dag, að vinnandi menn • á Islandi séu að verða eins konar í vinnudýr. Við megum til dæmis alls ekki vera að því að lesa góðar bækur eða vera í félagsstörfum. Ég álít, að þetta sé einmitt hættu legasta afleiðing þeirrar stjórnar- stefnu, sem nú ríkir. Og þegar svona er einmitt kom ið, að hafinn er m.a. áróður fyrir því, að innganga þjóðarinnar í Efnahagsbandalagið yrði henni hagkvæm, og þegar við erum kom in út úr öllu nema vinna, vinna og getum ekki lengur með nokkru fylgzt, þá verðum við smá.tt og smátt utangátta og auðveldir leik soppar þeim, sem vilja beita okk ur falsrökum. Landið hefur upp á mikiS að bjóða — Hvað álítur þú um framtíð búskapar í landinu, Tryggvi? — Ég álít fyrst og fremst, að landið hafi upp á mikla möguleika að bjóða, ef þjóðfélagið ber gæfu til að skilja þýðingu landbúnaðar- ins og nytja landið á skynsam- legan hátt. — Alítur þú, að einyrkjabúskap urinn sé framtíðin? — Nei, ég álít, að einyrkjabú- skapurinn verði aldrei annað en þrældómur, því að hvað stoðar það, þó ag menn geti aflað sér tekna, ef tíminn til að lifa, til að vera maður, er blá.tt áfram eng- inn. Þróunin hlýtur að liggja í átt- ina til einhvers konar félags- hyggju í landbúnaði. Slíkt fyrir- komulag gefur mönnum miklu frjálsari hendur, við verðum því ekki aðeins bundin og í einyrkja búskap. Auk þess arna yrði hægt að fara út á leiðir, sem ókleifar eru fyrir einyrkjann. Þannig er það. að mörg tæki eru alltof dýr, til þess að menn geti notið arðs af þeim sem einyrkjar, þótt þau hins vegar gætu borið góðan arð á samvinnubúi. Já, svo skaltu segja í lokin, að ég sé mjög uggandi um hag ís- lenzkt landbúnaðar, ef við eigum Framhald á 13 síðu SKÚLI GUÐMUNDSSON, alþingismaöur: Ríkisstjórnin og Jón JÓnSSOn sparifjáreigandi Undanfarið hefur mikið verið skrifað í blöð ríkisstjórn- arflokkanna um sparifé og ríf- legan hagnag sparifjáreigenda af hækkun vaxtanna. Ef mark væri takandi á þeim ritsmíðum mætti ætla, að stjórnin hefði alveg sérstaklega borið hags- muni sparifjáreigenda fyrir brjósti og ráðstafanir hennar hefðu fært þeim mikinn gróða. Á forsíðu Morgunblaðsins 19. okt. segir, að sparifé hafi aldrei verið meira en nú, og komi þar fram „HeiIIavænleg áhrif viðreisn arstefnunnar“. Næsta dag, 20. okt., er rit- stjórnargrein í Morgunbi. um apiariféð. Þar segir m.a. að ungt fólk hafi sparað saman fé „til þess a'ð geta byggt upp heim- ili ,keypt atvinnutæki eða veitt sér einhver Iífsins gæði.“ í framhaldi af þessu er skrif að, að verðbólgustefna undan- farinna ára hafi oft leikig þetta fólk grálega, sparifé þess hafi rýrnað, því að dýrtíð hafi höggv ið ný og ný skörð í krónuna. En svo kemur gleðiboðskapur- inn, þannig hljóðandi: „Viðreisnarstjómin sneri blaðinu við. Hún stöðvaði vöxt verðbólgunnar.“ f Alþýðublaðinu 19. okt stendur þetta: „Skýrði Gylfi frá því, að síðan ríkisstjórnin hóf við- reisnina hefði vaxtahækk- unin til sparifjáreigenda numið 170 millj. króna.“ Svo er það Vísir. Þar er djarf lega til orða tekið, ekki síður en í hinum stjórnarblöðunum. í ritstjórnargrein í blaðinu 20. okt. segir m.a., ag eitt eftir- tektarverðasta atriðið sé hið stórum vaxandi traust, sein al- menningur hafi á krónunni, og ag 2% vaxtahækkun hafi fært sparifjáreigendum „hvorki meira né minna en 170 milljónir króna.“ Þremur dögum síðar, 23. okt. er Vísir heldur betur búinn að færa sig upp á skaftið. Rit- stjórnargrein þann dag ber yf- irskriftina Ágóði sparifjáreigenda.“ í þeirri grein segir: „vaxtahækkunin, sem fram kvæmd var i upphafi við- reisnarinnar, hefur fært sparifjáreigendum hvorki meira né minna en 476 milljónir í auknum vöxt- um.“ Miklar fréttir eru þetta um gróða sparifjáreigenda. Þann 20. okt. var ágó'ði þeirra af vaxtahækkuninni talinn 170 milljónir, en 23. okt. er liann kominn upp í 476 milljónir. En hvað segir Jón Jónsson um þetta mál? Árið 1959 átti Jón Jónsson 100 þúsund krónur í banka. Hann hafði haft góða atvinnu næstu árin á undan og sparað þetta saman, því ag hann var reglumaður. Og hann var að hugsa um að byggja íbúðarhús, en ætlaði ekki að hafa það stórt. Fékk uppdrátt af húsi, sem var um 300 rúmmetrar að stærð, og byggingarfróðir menn áætluðu, að það myndi kosta 370 þús. kr. Það lenti þó í und andrætti hjá Jóni að byrja að kaupa byggingarefni. Það átti ekki að gera svo mikið til, því að Alþýðuflokksráðherrarnir, sem þá stjórnuðu landinu með stuðningi Sjálfstæðisflokksins, sögðust hafa stöðvað dýrtíðina. Og svo kom bókin. Þetta var snotur bók, og skjaldarmerki íslands var utan á henni. Það ætti að vera óhætt að taka nokkurt mark á því, sem stendur í bók með slíku merki. Nýja ríkisstjórnin, sem kom til valda seint á árinu 1959, gaf út þessa bók, en lét ríkissjóð borga kostnaðinn, svo að þetta var ríkisútgáfa. Stjórn in gekk ríkt eftir því við allar póstafgreiðslur, að bókin yrði borin á hvert einasta heimili. Bókin kom þangað, sem Jón Jónsson átti heima, og hann fór að blaða í henni. Þar las hann það, að stjórnin ætlaði að hækka vexti af sparifé, því að ef þeir væru of lágir, mynd aðist fjármagnsskortur, sem gæti haft í för með sér peninga þenslu og verðbólgu. Hækkun verðlags hefði í för meg sér yfirfærslu eigna frá sparifjár- eigendum til þeirra. sem væru skuldugir, en þetta væri órétt- látt og hættulegt efnahagslegu jafnvægi. En það væri einmitt stefna ríkisstjórnarinnar að koma á efnahagslegu jafnvægi. Líka var sagt í bókinni, að gera mætti ráð fyrir ag vaxta- hækbunin hamlaði gegn verð- hækkun fasteigna. Jón Jónsson hætti við að kaupa byggingarefnið en hugs- aði sér að njóta háu vaxtanna og auka við spariféð áður en hann færi að byggja, til þess að þurfa minna lánsfé þegar þar að kæmi. Árin liðu og vextir voru færð ir inn í bankabókina hans Jóns Jónssonar. Af 100 þús. kr. inni- eigninni fékk hann 9400 kr. í vextir árið 1960 og 1961 voru vextirnir 9846 krónur, eða sam tals 19246 kr. á þessum 2 ár- um. En nú þurfti Jón ag fara að byggja, því að hann var að stofna heimili. Hann dró fram gamla uppdráttinn og fór að afla sér upplýsinga um vænt- aniegan byggingarkostnað. Ný áætlun sýndi, að nú myndi hús ig kosta 490 þús. kr. í staðinn fyrir 370 þúsund árið 1959. Hækkunin var 120 þús. kr. Þarna sá Jón á eftir allri innstæðunni, sem hann átti 1959, 100 þús. kr„ að viðbætt- um vöxtum næstliðin 2 ár, til ag borga verðhækkunina, sem orðið hafði á húsinu vegna auk innar dýrtíðar á valdatíma nú- verandi ríkisstjórnar. Hvað gerir nú Jón Jónsson? Skyldi hann ganga í annan hvorn ríkisstjórnarflokkinn, til þess að geta mætt þar á fund um og tekig bátt í lófaklappi, þegar ráðherrarnir flytja þar ræður um stórgróðann, sem þeir telja að stefna ríkisstjórn arinnar hafi fært sparifjáreig- endum í hendur? Skúli Guðmundsson T f M I N N, sunnudagurinn 28. október 1962 ð

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.