Tíminn - 28.10.1962, Qupperneq 15

Tíminn - 28.10.1962, Qupperneq 15
Bóksala í bíl Framhald af 16. síðu ágætlega, en við þurftum auð- vitað að búa okkur vel. Mér fannst ekkert erfitt að aka bílnum með vagninn aftan í, en það var auð- vitað ekki hægt að aka hratt, og við fórum lítið heim á sveita- bæi, því að það er svo erfitt að snúa við. Við fórum sem sagt mest í kauptúnin og sýndum bækur og . eftirprentanir í vagninum. Við vorum bæði með eftirprentanir á málverkum Muggs, Jóns Stefáns sonar, Kjarvals og Þórarins Þor- lákssonar. Svo vorum við með minni eftirprentanir á verkum Ás- gríms, og þær seldust frekar vel. — Af bókum lögðum við megin- áherzlu á að selja Sölku Völku og Sjálfstætt fólk eftir Kiljan, tvö befti af íslandi í máli og mynd- um, Sumardaga eftir Sigurð Thorlacius, Bókina um manninn og Kynlíf eftir Fritz Khan. Salan varð einna bezt á íslandi í máli cg myndum og Kynlífi. Blaðið spurðist fyrir um það í Helgafelli, hvort ætlunin væri að halda þessu eitthvað áfram, og fékk þau svör, að eftir að börn Ragnars hættu um mánaðamót ágúst og september, hefði verið farið með aftanívagninn í mánað- ar söluferð norður og austur um land. Sú ferð hefði einnig gengið vel, og ekkert virtist því til fyrir- stöðu að halda þessu sölufyrir- komulagi áfram. Ritstjórar teknir ,'FramhaId aí 3. síðu) með, að það gæti nág fram til Rínar á ekki lengri tíma en einni viku. Fulltrúi Sósíaldemókrata minnt ist á þennan dóm blaðsins í þing- inu fyrir nokkru en þá vísaði for- mælandi stjórnarinnar honum á bug um sinn. (Framhald af 3. síðu). hann heimspekinginn hafa litið heldur einhliða á málið, þar eð hann einblíni á hættuna, sem heimsfriðinum geti stafað af að- gerðum Bandaríkjanna í malinu, en hafi látið undir höfuð leggj- ast að áminna Sovétríkin um að fara varlega og gæta friðarins. Russel vann að því í nótt að semja ný bréf, sem hann hyggst senda Kennedy forseta og Krust- joff forsætisráðherra í dag. Fréttamenn á Kúbu skýra frá því, að svo virðist, sem allur al- menningur á eyjunni taki átökun um, sem orðið hafa út af henni með hinni mestu ró, og líti helzt út fyrir, ag þeir lá.ti umheiminn um það, að gera upp um málið. Á götum Havana hefur verið kom ið fyrir vélbyssum á svo til hverju götuhorni, en lífið gengur sinn vanagang, þrátt fyrir það að alltaf öðru hverju hljóma áskor- anir til fólksins, bæði í útvarpi og sjónvarpi um að vera viðbúið. — Fólkið er vant vig matarskammt anir, sem enn halda áfram, því að mikill skortur hefur verið á mat vörum síðan í marz ,og erfitt hef ur verið að fá allar venjulegar vörur í búðunum. í morgun söfnuðust saman um 1000 manns fyrir framan sendi- ráð Bandaríkjanna í- Moskvu til þess að mótmæla þar aðgerðun- um við Kúbu. Aðallega voru þarna samankomnir verkamenn og skóla fólk, og virtust þeir, sem fyrir mótmælunum stóðu, vera fremur ungir. Bar fólkig spjöld með alls konar slagorðum skrifuðum á lé- legri ensku. Einnig var varpað j grjóti að sendirá.ðsbyggingunni. j Lögreglan reyndi að dreifa mann- j fjöldanum, en þetta er í þriðja sinn, sem kemur til óeirða fyrir , utan bandaríska sendiráðið í Moskvu frá því hafnbannið var sett á Kúbu fyrr í vikunni. um rjupu Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur veiður I Framsóknarhús- inu við Fríkirkjuveg, miðvikudaginn 31. þ.m. og hefst M. 8,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. Kvikmyndin Blóðugar hendur: Þelr héldu lengst út á flóttanum. Magnús k opnar sýningu Magnús Á. Árnason listamaður opnaði í gær málverka- og högg- myndasýningu í BogaSal Þjóð- minjasafnsins. Á sýningunni eru 54 málverk og 2 höggmyndir. Málverkin eru flest landlagsmyndir frá Þingvöllum, af Snæfellsnesi og víðar, einnig mannamyndir. Þetta er þriðja ár- ið í röð, sem Magnús heldur sýn- ingu; fyrsta árið sýndi hann í Félagsheimili Kópavogs, og var það fyrsta myndlistarsýning, sem haldin hefur verið í Kópavogi, þar sem Magnús er búsettur. Sýningin verður opin til 4. nóv- ember, kl. 14—22 dag hvern. Þreföfd geislavirkni Framhald af 1. síðu. til slíkra mælinga á Norðurlönd- um eru aðeins í Stokkhólmi, Lundi og við Finsen-stofnunina í Kaupmannahöfn. Blaðið ræddi síðan við Magnús Magnússon eðlisfræðing, en hann sat aðalfund Alþjóða kjarnorku- málastofnunarinnar í Vín nú í september og talaði þar, að beiðni landlæknis, við sérfræðinga um þá útkomu, sem mælingar á fs- lendingum hafa sýnt, en þeir töldu ekki um heilsufarslega þýð- ingu að ræða í því sambandi. — Námsmenn sem voru mældir í Þýzkalandi í fyrra sýndu að með- altaR 187 einingar, en mefSaltal í Þýzkalandi er 30 einingar, heims meðaltalig er 60 einingar eins og fyrr segir, en mælingar á Norður- löndum, þ. e. a. s. Bergenbúum sýndu 477 einingar. Munurinn eft ir landshlutum í Noregi er mjög mikill, Lappar hafa komizt upp í 2000—3000 einingar, hópur Osló- húa sýndi 180 einingar. Alþjóðanefnd um geislavernd hefur sett mörkin um um 20—30 búsund einingar, og er geislunin talin hættuleg, ef hún fer mjög upp fyrir það. Hér er átt við ces- orkusprengingum, en það fer úr líkamanum eftir nokkurn tíma. Þó mun tæpast vitað hve mikið lík- ama sinn þolir af cesium 137, ef verkanirnar eru stöðugar og allt- af bætist við. Annag efni, kalíum 40, sem alt- af er til staðar í líkamanum, hef- ur þó meiri geislun en það, sem yfirleitt er vitað, að menn hafi fengið í sig af cesium 137. Aðal farvegur þess efnis inn í líkam- ann eru fæðutegundir, svo sem mjólk og kjöt, og verkanir þess bætast við hina náttúrlegu geisl- un, sem er talin skaðleg. Er með- al annars talið, að vansköpun barna stafi að nokkru leyti af náttúrugeislun, sem mannkynið hefur búið við í aldaraðir, en hún er mjög misjöfn, jafnvel á tiltölu- lega litlum svæðum. Margt kem- ur til greina varðandi geislun. Vísindamenn telja líkamshitann eitt af þessu, þannig að meiri hætta sé á stökkbreytingum erfða, ef líkamshitinn hækkar. í því sam bandi hefur athyglin beinzt að klæðnaðl manna og því jafnvel haldið fram, að karlmenn ættu að ganga í stuttbuxum til að forðast hitann. Læknamáliö Framhald ai 1 síðu. sínum áfram, meðan félagsdómur fjallar um mál þetta, en svo sem kunnugt er, er rekstri mála fyrir þeim dómi flýtt séráaklega. RIF í Keflavik Fundur verður haldinn í FUF í Keflavík kl. 4 e.h. í dag, að Iláteigi 7. Fundarefni er bosn ing fufltrúa á þing SUF. Stjórnin. GG—Fornahvammi, 27. okt. — Ekki er mikill snjór á Holtavöru heiði, en jafnfallinn hjamsnjór Rjúpnaveiðar hafa Iitlar sem engar verið upp á síðkastig vegna illviðra og hefur ekkert verið far ið á heiðina í viku. Mikið virðist vera af rjúpu, og ef sama veður helzt, má vænta þess að rjúpan fari að leita til byggða. FÉLAGSMÁLASKÓLI Framsókn- arflokksins hefur starfsemi sína n.k. mámudagskvöld kl. 8,30 e.h. í Tjamargötu 26. Er Gunniar Dal, skólastjóri hefur sett skólann, flytur Eysteinn Jónsson erindi um störf Alþingis. Á næsta fundi skólans talar Helgi Bergs um Efnahagsbanda- lagið. Haldin verða tvö námskeið á vegum skólans í vetur. Annað þeirra verður um ræðumennsku og hitt um launamál. Allir Framsóknarmenn, éldri sem yngri, eru velkomnir á fundi skólans. Dauðaslys MB-Reykjavík, 26. okt. ÞAÐ SLYS varg á bænum Geir- bjarnarstöðum í Kinn s. 1. þriðju- dag, að hálf sjötugur maður, Jón- as Friðmundsson, féll mannhæðar hátt fall, þegar hann var vig bygg- ingarvinnu, og beið bana af völd- um fallsins. Jónas var 65 ára að aldri. Hann var heilsuveill og mun m. a. hafa þjóðst af hjartasjúkdómi. Jónas stóð upp eftir fallið, og gekk heim að bænum, sem er í innan við 100 metra fjarlægð frá útihúsi því, sem í byggingu var. Eftir stutla stund fékk hann óþolandi kvafir og var þá fluttur á sjúkrahúsið^á Húsavík, þar sem hann andaðist eftir sólarhrings legu. Jónas mun ekki ha'fa beinbrotnag við fallið, en meiðsli hans voru innvortis, m. a. blæddi inn á lungun. Jónas hafði alla ævi átt heima i Ljósa- vatnshreppi, hann var einhleypur og lætur enga nána ættingja eftir sig á lífi. Upplýsingar þessar eru fengnar i viðtali við Baldur Bald- ursson á Ófeigsstöðum, en þar var Jónas til heimilis. Undanfarið hefur Kópavogsbíó sýnt brazílsku myndina „Blóðug- ar hendur" við mikla aðsókn, en nú fer sýningum að ljúka. Það er í íyrsta lagi girnilegt til fróðleiks hérlendis að sjá kvik- mynd frá Brazilíu, og meiri for- vitni vekur þessi fyrir það, að hún er byggð á raunverulegum at- burði, er gerðist þar syðra fyrir tíu árum og vakti þá heimsathygli, uppreisn forhertustu glæpamanna í fangelsinu á Ilha Verda, Grænu eyjunni undurfögru, rétt undan Brazilíuströnd. Einn góðan veður- dag, þegar fangarnir eru að vinna við skógarhögg, láta þeir til skarar skríða, drepa verði sina og halda síðan fylktu liði að vopnabúri fangelsisins. Eftir æðislegan bar- daga ryðjast allir fangarnir sem óargadýr niður í fjöru og út í þá báta, sem til eru, og róa til lands. Þar hefst hinn æðisgengnasti flótti, því að þegar er allt lögreglu- lið sent á hæla þeim. Fangarnir renna þegar inn í frumskóginn, og eltingaleikurinn er æðislegur. Hon um lýkur á einn veg fyrir föngun- um öllum. Þetta er vel gerð kvik- mynd, og hárin rísa á höfði bíó- gesta, er óhætí að mæla með mynd inni sem einni hinna beztu sinnar tegundar. Aðalhlutverkið leikur gamall kunningi, Arturo de Cor- dova. Jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður okkar og afa PÁLS JÓNSSONAR Nóatúni 26, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 31. þ.m. kl. 1,30 e.h. Steinunn Gísladóttir, börn, tengdabörn og barnabörn Hjartanlega þakka ég öllum, sem sýndu mér samúð og margs konar vinarhug vlð andlát og jarðarför mannsins mfns, PÁLS GÍSLASONAR Víðidalsá. Sérstaklega þakka ég þeim, sem lögðu á sig löng ferðalög til að geta fyigt manninum mínum siðasta spölinn. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinssína Brynjólfsdóttir. Maðurinn minn og faðir okkar JÓSEP JÓHANNSSON frá Ormskoti Vesfur-Eyjafjölium, andaðist að heimili sínu Laugarnesvegi 82A þann 26. þ.m. Guðrún Hannesdóttir og börn T í M I N N, sunnudagurinn 28. október 1962 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.