Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur dagiega fyrir augu vandiátra blaða- lesenda um allt land. IWSf 244. tbl. — MiSvikudagur 31. okt. 1962 — 46. árg. Tekið er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 SPÁÐ HRÍÐ! MB—Reykjavík, 30. okt. Svo virðist, að nýtt óveður sé í uppsiglingu. Samkvæmt upplýsinigum veðurfræðings í kvöld, má búast við því, að aðíaranótt fimmtudags og á fimmtudaginn, gangi yfir landið líkt veður og vefið hefur undanfarið. Lægð er nú um 600 km suðvestur af Hvarfi á Græn- landi. Hreyfist hún norð- austureftir og dýpkar og mun hafa áhrif hérlendis annaS kvöld. Má búast við hvassviðri og snjókomu um landið aðra nótt, og líkur era fyrir því, að veðrið hagi sér líkt og óveðrið, sem nú er nýslotað. Grein Spiegel um vestur-þýzka herinn SJA 2. SIÐU 4 KINDAHOFUÐ FANN100 í SKAFLI VV-Kirkjubæjarklaustri, 30. okt. Fyrir algera tilviljun varð komið • veg fyrir fjárskaða hér á Kirkjubæjarklaustri á mánudagsmorguninn í lok i11— veðursins, sem hér gekk yfir þá um nóttina. Þá fundust yf- ir hundrað kindur í fönn í gili skammt fyrir austan og tókst að bjarga þeim öllum lifandi. Á mánudagsnóttina gerði hér mikið illveður, snjókomu og rok, og hélzt veðrifs fram til klukkan tíu um morguninn. Muna menn hér vart annað eins veður. Rétt áður en veðrinu slotaði sá Lárus Siggeirsson á Kirkjubæjarklaustri hvar tvær kindur stóðu við hlið á girðingu skammt fyrir ofan bæ hans. Fór hann þangað, til þess að. hleypa kindunum inn fyrir. . Sá hann þá, hvar nokkrar kind- ur stóðu upp úr snjóskafli í gili þar skammt fyrir austan. Fór hann þangað, en komst að raun um, afj fleira fé var þar en sást í fljótu bragði, þar var margt fé fennt. Sótti hann strax hjálp og var gengið^ í að rífa féð upp úr fönninni. í ljós kom, ag þarna var yfir hundrað fjár fennt í gil- inu, hvað ofan á öðru. Um hádeg- ig var búið að bjarga öllu fénu úr fönninni ,og var það allt lif- andi, en hefði ekki verig unnt að bregða svo skjótt við til bjarg ar, er lítill vafi á því, að illa hefði farið, Eins og áður segir, var veðrið mjög vont. Fé mun víða hafa fennt hér um slóðir, þótt senni- lega séu ekki miklir fjárskaðar hjá neinum einstökum bónda. Þó mun tíu kindur hafa hrakið í skurð á bæ einum í Landbroti og drápust þær allar og fé mun hafa hrakið eitthvað suður í Meðal- landi. Svo mikil var snjókoman, að fé fennti kringum hús heima á túnum, og hafa bændur í Land broti og á Síðunni í dag verið að tína fé úr sköflum, bæði dautt og lifandi. Búast má við því, að ekki séu enn öll kurl komin til grafar í því efni, þar eð fé hafði ekki verið tekið á hús og því dreift út um hvippinn og hvapp- inn. SEX HR0SS HAFA DREPIZT I MILLILANDAFLUTNINGUM Skýrslur skýra á átakanlegan hátt frá vanlíðan hrossa á skipum og bar- áttu skipverja til að halda í þeim lífinu. KH—-Reykjavík, 30. okt. Hrossaútflutningur virð- ist vera arðbær atvinnuveg- ur, ef dæma má eftir þeirri feikna ásókn bæði erlendra og innlendra aðila til að stunda hann. Nú í sumar voru flutt út 265 hross á tímabilinu frá 27. júní til 22. sept., en af þeim f jölda dráp- ust sex hross á leiðinni, enda aðstaða til gripaflutninga engin á þeim skipum, sem flutningana hafa amrazt. Fyrir flutning á einu hrossi til Hamborgar borgar sendandi 15 sterlinsgpund og leggur til fóður og stundum sérstaka umsjónar- menn, en annars lendir umsjónir, aðallega á hásetunum. Hafa fjöl- margir hásetar látið hafa eftir sér„ að ef þeir réðu við löggjaf arvaldið; mundu þeir láta stöðva alla hrossaflutninga a þennan hátt tafarlaust, og á sumum sk:p um, t.d. Gullfossi, hafa yfirmenn harðneitað að flytja hross, enda eru til skýrslnr, sem skýra á á takanlegan hatt frá vanlíðan hrossa á skipum og baráttu skip verja til að halda lífinu í þeim Það er aðallega Eimskipaíéia^ ísiands, sem flutt hefur hrossin '-'!i samkvæmt upplýsingum full rnia f«ls£sins, er nú rnjög í at- íiugun að teggja þessa fiutninga alveg niður. Kassarnir, sem á sín um tíma voru smíðaðir til þess- ara flutninga eftir erlendri fyrir mynd og í samráði við dýravemd unarfélögin og fleiri aðila, hafa ekki reynzt eins öruggir og ætlað var. Aðalástæðan til þess mun vera sú, að hrossin, sem flutt eru héðan, eru engin eldishross, held ur keypt beint úr högunum, og hefur umsjónarmönnum reyntz ærið erfiði að hafa hemil á þeim, þegar veltingur er og vond veður. Síðustu hrossaflutningarnir í sumar tókust hörmulega. 22. sept ember fór 61 hross utan með Sel- fossi, en skipið hrepptj vonzku- veður, og drápust í þeim ham- förum 5 hross, þó að allt væri gert til að hlúa sem bezt að þeim, drápust þau yfirleitt á þann hátt, að þau slöngvuðust til í ölduga.ig inum og brutu kassana og lemstr uðust, svo að umsjónarmenn irnir neyddust til að aflífa þau Samkvæmt lögum má aðein1 í'iytja hross á þilfari á tímabil :nu frá 1. júní til 30. sept., en fr; L. okt. til 1. des. er aðeins heim 'lt að flytja hross -á miili lands með viðurkenndum gripaflutn mgaskipum. Á öðrum timum árs- ins má flytja út eldishross. Nk hefur þýzkur maður, sem unei anfarið hefur starfað hérlend.s. keypt 8 fylfuilar hryssur, sem hann vill flytja út til Þýzkalands, og hefur þegar fengið leyfi til flutningsins á þeim forsendum, að um eldishross sé að ræða, sem er auðvitað alls ekki, þar sem hryssurnar eru keyptar beint úr högunum. Dýraverndunarsam bandið, sem í mörg ár hefur bar izt fyrir því að lögum um hrossa flutninga yrði breytt, hefur r. kært þetta mál til lögreglunnav Þorsteinn Einarsson, ritar Dýraverndunarsambandsins, sagði í dag, að dýraverndunar félögin berðust nú fyrir því, ac) gripaflutningar héðan verði ein göngu leyfðir með gripaflutninga skipum og flutningaflugvélum. Sagði Þorsteinn, að hrossaútflyt] endur vildu ólmir fá lengdan þann tíma, sem nú er leyfður tiJ flutninga á þilfari vöru- og fa þegaflutningaskipa, þrátt fyrir hve misjafnlega hefur gengið með slíka flutninga. Samkvæmt lögum hefur atvinnumálaráðu neytið yfirumsjón með útflutn ¦ngi hrossa í samráði við Bún ¦ ðarfélag íslands, og er útflutn ingurinn þeim skilyrðum háðu ið hrossin mega ekki vera el' ?n 10 vetra, svo og þeim tímatak nörkunum, sem um getur hér raman. Sagði Þorsteinn, að þessi' hrossaflutningar væru útflytj endunum til lítils sóma, en stari'- menn Eimskipafélagsins hefðu gert allt, sem í þeirra valdi stóð til að búa sem bezt að hrossun- um. En ekki væri um annað að ræða en að leggja þessa flutn inga niður í því formi, sem þeir eru leyfðir nú og leyfa þá ein göngu með sérstaklega útbúnum gripaflutningaskipum. Eitt slíkt skip kom hingað til lands í nóv- ember 1959 og flutti um 300 hesta út héðan. Sagði Þorsteinn, að engin vandkvæði mundu vera á því fyrir hróssaútflytjendur að fá slík skip hingað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.