Tíminn - 02.11.1962, Qupperneq 9
ÁSKELL EINARSSON, bæjarstjóri.
n ÁSKELL EINARSSON, bæjar-
stjóri á Ilúsavík er mikill á-
hugama'íur um virkjun Jökuls-
ár á Fjöllum og hugsanlega
stóriðju í kjölfar þeirrar vlrkj-
unar. — Seinni partinn í sum-
ar er fréttamaður Tímans var
staddur á Húsavík átti hann
eftirfarandi vi'fftal við Áskel
bæjarstjóra.
ÁHUGINN FYRIR VIRKJUN
JÖKULSÁR Á FJÖLLUM ER
| EKKI ÁSTÆÐULAUS.
— Þið hafið mikinn áhuga
fyrir virkjun Jökulsár á FjöII-
um hér um slóðir?
— Já, sá áhugi byggist á því,
að með stórvirkjun er fundið
ihrifaríkt ráð til þess að skapa
mótvægi í byggð landsins.
— Hvað áttu við?
— Með uppbyggingu land-
búnaðarins og í kjölfar land-
helgisstækkunarinnar frá 1958
má segja að fólksflóttinn hafi
verið stöðvaður og nú ber á
fólksfjölgun, sérstaklega í sjáv
arþorpunum. Þannig horfir
heldur í jafnvægisátt.
En þetta er ekki nógu sterk
lyftistöng til að verulegt mót-
vægi. skapist, það er að segja
að fólksfjöldahlutföllin breyt-
ist dreifbýlinu nægjanlega í
vil. Það tekst ekki nema í dreif
býlinu myndist áhrifaríkur
„segull í atvinnulífinu“, sem
dragi fólkið frá þéttbýlustu
svæðunum við Faxaflóa.
— Þú átt við 1<íð, Áskell, að
virkjun Jökulsár mundi skapa
hið nauðsynlega mótvægi?
— Já, þótt við sjálfa stóriðj-
una þurfi ekki meira vinnu-
afl ,en nú er bundið á Kefla-
víkurflugvelli eða 600—800
manns, þá geta menn séð með
með samanburði, og með hlið-
sjón af því, hve mikil á:hrif
Keflavíkurvöllur hefur haft í
efnahagslífinu, að það yrði mik
il blóðtaka fyrir dreifbýlið, að
þurfa að sjá af til dæmis sam-
svarandi vinnuafli suður á land
til stóriðjuvera þar. Hins veg-
ar er líldegt að dreifbýlið yrði
að sækja veruiegt vinnuafl til
þéttbýlisins ef stóriðja yrði
staðsett í því.
Við skulum athuga þetta bet-
ur. Umhverfis stóriðjuna eflast
þeir atvinnuvegir, sem fyrir
eru, svo sem landbúnaður og
iðnaður ýmiss konar. .
í fáum orðum sagt, stóriðjan
yrði atvinnustöð, sem drægi að
sér vinnuafl og fjármagn, og
my.ndaði nýtt markaðssvæði, er
yrði óháð aðalmarkaðssvæði
þjóðarinnar í þéttbýlinu. Um
leið væri lagður grunnur að
nýju þéttbýli, sem skapaði mót-
vægi. _
— Átt þú við, aff þessi um-
rædda stóriðja yrði rekin með
erlendu fjármagni?
— Það liggur í hlutarins
eðli, að fámenn þjóð hefur
ekki bolmagn til að koma upp
stóriðnaði og festa í því sam-
bandi tvo til þrjá milljarða
króna. Ég er og hef verið þeirr-
ar skoðunar, að það eigi að
vera „prinsipatriði". að orku-
veitur, og ekki sízt stórvirkjan-
ir séu almenningseign á ís-
landi. Það er í sjálfu sér ekki
hættulegt að taka lán erlendis
til stórvirkjananna, sé tryggð
sala á raforkunni. Hins vegar
er rétt að beina athyglinni, að
þeirri staðreynd, að ólíklegt er
að íslendingar gætu komið upp
stóriðju, til dæmis aluminium-
vinnslu, án eignahlutdeildar út
lendinga. Kemur þar einkum
tvennt til, í fyrsta lagi fjár
magnsskortur þjóðarinnar, og
í öðru lagi aðgangur að trygg-
um mörkuðum. í því sambandi
er rétt að beina athyglinni að
því, að aluminiumvinnslan tii
dæmis, er mjög háð skipulögð-
um markaði, sem íslendingar
hafa engin tök á að skapa sér,
nema í samvinnu við þá auð-
hringa, sem hafa fótfestu á
heimsmörkuðurium. Hráefnið
til aluminiumvinnslunnar —
boxidið — yrðum við að flytja
inn.
í ÞESSU STÓRMÁLI MÁ EKKI
RASA UM RÁÐ FRAM.
— Yrðu þá ekki erlendir
auðhringar allsráðandi í þess-
uni fyrirtækjum?
— Sennilega væri það ein-
faldasta leiðin að veita erlend-
um auðhringum án nokkurra
skilyrða af hálfu íslendinga,
aðstöðu til stóriðju í landinu.
Því er ekki að leyna, að marg-
ir líta svo á, að okkur liggi svo
á, að við eigum að bjóða orku-
lindir okkar falar af ótta við,
að við verðum síðar útundan.
Þessum mönnum virðist vera
það brátt, að maður fær ekki
skilið annað, en að við eigum
að laga okkur í einu og öllu
eftir kröfum erlendra aðila. í
erindi sínu, er formaður stór-
iðjunefndar, Jóhannes Nordal,
bankastjóri hélt á Jökulsár-
fundinum á Akureyri 8 júlí
s. 1. kom hann inn á það, að
við mættum eins og hann orð-
aði það, óttast samkeppnina,
og talaði um hættulega keppi-
nauta. Hann segir enn fremur
orðrétt: „það getur því ráðið
úrslitum, að okkur takist að
koma af stað stórvirkjun hér á
landi, áður en þessi samkeppni
verður að veruleika".
Ég er mótfallinn að þjóðin
veiti erlendum aðilum nokkra
séraðstöðu í landinu, án þess
að fyrst og fremst yrði litið á
þjóðhagslega þýðingu málsins.
Erlendir aðilar, sem leita fyrir
sér víða um heim, til dæmis
aluminiumhringar, hvar arð-
vænlegast og heppilegast sé að
festa fé sitt, kæra sig kollótta
um hagsmuni þeirra ríkja, sem
iáta þeim í té aðstöðu. Þeirra
sjónarmið er aðeins það, að
fjármagnið gefi eigendum sín-
um sem mestan arð. Því
smærri sem þjóðijnar eru, og
ég vil segja veikari, þeim mun
tvísýnni eru samskiptin við
hringana. Það getur máske ver
ig réttlætanlegt fyrir ríki, sem
elcki eiga aiyiarra kosta völ.
og ltofa búið við mjög frum
stætt'atvinnulíf, þótt þau hins
vegar venjulega vakni við vond
an draum síðar. Ótal dæmi úr
stjórnmálasögu síðari ára sanna
þetta.
Það er trú mín, að það sé
rétt fyrir íslendinga að rasa
ekki um ráð fram, hvað ákvörð-
un í þessu máli snertir, og
binda hana ekki við efnahags-
ástandið í dag, eða gylla málið
fyrir sér í sambandi við Efna-
hagsbandalag Evrópu, né held-
ur bera þá barnalegu von í
brjósti, að þær, hinar hugs-
anlegu bandalagsþjóðir okkar
þar, færðu okkur aluminium-
verksmiðju á gulldiski banda-
lagshugsj ónanna.
EF LITIÐ ER Á STAÐ-
REYNDIR KEMUR í LJÓS,
AÐ VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ
ÓTTAST ÞAÐ, AÐ VIÐ MISS-
UM AF STRÆTISVAGNINUM
— Menn óttast samkeppni
við aðra orkugjafa, svo sem
að atómorkan eigi eftir að
verða ódýrari, en raforka frá
vatnsvirkjunum, og því mjög
áríðandi fyrir fsland, að missa
ekki af strætisvagninum. Séu
kenningar raforkumálastjóra
og annarra sérfróðra manna
réttar í raun, að orkuþörfin
aukist, jafnvel allt að því 50—
100% á hverjum 10 árum, seg-
ir það sig sjálft, að lönd í ná-
grenni við þéttbýlasta hluta
heims, og í nálægð þeirra
landa, sem búa við háþróaðan
iðnað og mikla orkuþörf, þurfa
ekki að óttast að nýting orku-
linda þeirra verði útundan. —
Miklu frekar þarf að óttast að
land eins og ísland, sem ekki
hefur bolmagn til að nýta orku
lindir sínar, verði knúið til að
flytja út orku. Af tvennu illu
er fyrri kosturinn skárri, að
láta útlendinga nýta orkuna í
landinu sjálfú, en að selja hana
úr Iandi.
Svo við víkjum að aðalatrið-
inu, tel ég nauðsynlegt, að
þjóðin geri upp við sig, hvað
það er, sem hún ætlar sér fyr
ir, og hver ávinningur það er
uppbyggingu þjóðfélagsins að
leyfa erlendu fjármagni að
skjóta rótum f íslenzku atvinnu
lífi. Ráðamenn þjóðarinnar
verða að íhuga það, að ekki er
eingöngu verið með tilstuðlan
erlends fjármagns, að koma
upp atvinnutækjum í landinu,
sem íslendingum væri ómögu-
legt að ráðast í að reisa óstudd
ir, heldur er og verið að veita
fé inn í efnahagskerfi þjóðar-
innar, undir erlendri stjórn í
þágu erlendra hagsmuna.
KEPPIKEFLIÐ ER AÐ LAND-
KOSTI'R SÉU ALHLIDA
NÝTTIR UM LAND ALLT.
— Allir muna það, að þeg-
ar framkvæmdir voru sem
mestar á Keflavíkurflugvelli,
þá drógu þær til sín verulegt
vir.nuafl frá landsbyggðinni og
lyftu efnahagslega öllum Suð-
urnesjum. Við getum dregið
myndina eftir þessu dæmi, að
hvar sem stórvirkjun yrði
Framhald á bls. 13
Rætt við Askel Einarsson,
bæjarstjóra á Húsavík, um
Jökulsá og stdriðju -
T í MIN N. föstudaffinn 2. nóveroher 1962
9