Tíminn - 04.11.1962, Blaðsíða 3
Tekur Rauði krossinn að sér
eftirlitið með siglingunum?
Seint í fyrrakvöld tilkynnti arnar frá eyjunni og til Sovét-
Kennedy Bandaríkjaforseti, ríkjanna aftur.
a8 lokið væri við að rífa nið- Forsetinn ávarpaði þjóð sína í
ur eldflaugastöðvar Sovét- útvarpi og sjonvarpi í fyrsta sinn
ríkjanna á Kúbu, og eldflaug- í i Sær ír& liann tilkynnti, að
hefði verið „pakkað h*tnban" sk/,ld! sett á.Kúbu 22:
okt. s. 1. Að þessn sinni sagði
hann, að njósnaflug Bandaríkj-
anna yfir Kúbu yrði ag halda á-
fram til þess að hægt yrði að
fylgjast með brottflutning eld-
flauganna, þar til komið hefði
verið á einhverju alþjóðlegu eft-
irliti, sem gæti tekið þetta að sér.
Fidel Castro, forsætisráðherra
sagði í ræðu í gær, að stjórn hans
myndi neita SÞ-eftirlitsmönnum
um leyfi til þess að koma til Kúbu
og sjá þar um niðurrif herstöðv-
anna. Rvað hann Kúbu ekki
treysta heiti Bandaríkjanna um
að gera ekki innrás á eyjuna, og
ítrekaði kröfuna um að þau flyttu
á brott hermenn sína frá flota-
stöðinni Guantanamo.
Kennedy forseti sagði í útvarps-
ræðu sinni, að á meðan hafnar-
bánnið enn væri á Kúbu, vonað-
ist hann til þess, að finna mætti
leiðir til þess að koma á alþjóð-
legu eftirliti með flutningi á vör-
um til Kúbu, og stakk hann upp á
því, að Rauði krossinn tæki þetta
eftirlit að sér.
Um svipað leyti og Kennedy
hélt ræðu sína ienti flugvél Mik-
ojans varaforsætisráðtierra Sovét-
ríkjanna á Kúbu, en þar mun
hann ræða við Castro um ástand-
ið, sem skapazt hefur út af Kúbu-
deilunni. Starfsmenn Sameinuðu
þjóðanna hafa getið sér þess til,
að Mikojan eigi að reyna að koma
í veg fyrir, að Kúbustjórn snúi
sér frá Sovétstjórninni og til kom-
múnistastjórnarinnar í Peking.
Castro var kominn út á' flugvöll
inn í Havana til þess að taka á
móti ráðherranum, og voru mót-
tökurnar sagðar hlýjar. Varnar-
málaráðherra Kúbu Raoul Castro
var einnig á flugvellinum. Ekki
unum
saman" til brottflutnings.
Stuttu síðar sagði formælandi
SÞ frá því, að U Thant fram-
kvæmdastjóri hefði skýrt Ör-
yggisráðinu frá því, að Sovét-
ríkin þörfnuðust 10 daga til
þess að senda skip til Kúbu til
þess að flytja á brott eldflaug-
Ný sýníshorn
Framhaid af X. síðu.
að veikin hafi borizt suður í
hólfi'ð. — Ef svo reynist, að
veikin sé staðbundin Dalameg-
in hólfsins, þá er þafj í sjáifu
sér furðulegt, sagði Guðmund-
ur Gíslason.
Erlendir dýrari
Framhald af 16. síðu
2. Til hinnar nýju gjaldskrár var
sérstaklega vandað og með henni
voru hagsmunir og réttur við-
skiptamanna verkfræðinga mun
betur tryggður en áður var. Al-
menn hækkun samkvæmt henni
nam um 25%, en þar sem um
gagngerða breytingu frá eldri
gjaldskrá var að ræða og endur-
mat á þóknun fyrir hin ýmsu
verk, er þóknun samkvæmt nýju
gjaldskránni í ýmsum tilvikum
ailmiklu lægri en samkvæmt
þeirri gömlu frá 1955, einkum
í sambandi við þóknun fyrir
störf við íbúðabyggingar.
3. Bráðabirgðalögin eru furðuleg
móðgun við íslenzk verkfræð-
inga og vanmat á hæfni þeirra,
þar sem sambærileg erlend verk
fræðiþjónusta er keypt hérlend-
is á þreföldu því verði, sem hin
nýja gjaldskrá gerði ráð fyrir.
4. Samanburður ráðherrans á tíma
gjaldi hinnar úreltu gjaldskrár
frá 1955 og þeirrar nýju er
rangur. Hnn ber saman lágmarks
tímagjald fyrir útselda vinnu
almennra verkfræðinga eins og
það var árið 1960, kr. 116.72, við
tímagjald verkfræðings með
reynslu og mikla kunnáttu á
sínu sviði, að viðbættum 40%
kostnaði af efnarannsóknastofu,
en þann kostnað skyldi reikna
aukalega samkv. gömlu gjald-
skránni. Slíkur <6amanburður á
auðvitað engan rétt á sér og
það því síður þegar þess er gætt,
að þóknun samkv. tímagjaldi
ber cin.göngu að taka í þeimsjald
gæfu tilvikum, þegar öðrum
þáttum gjaldskrárinnar verður
ekki komið við. Samanburður
ráðherra á þóknun verkfræðings
vig brúarsmíði er út í hött og
óskiljaniegur.
5. Ráðherrann lætur liggja að því,
að ýmsir verkfræðingar hafi ver
ið óánægðir með nýju gjald-
skrána og teiji bráðabirgðalögin
eðlileg. í því sambandi viljum
vér minna á fundarályktun og
greinargerð, sem samþykkt var
samhijóða á fjöimennum félags-
fundi 4. maí s. 1. Þar var setn-
ingu laganna harðlega mótmælt
og víttar þær rangfærslur, sem
voru settar fram í forsendum
þeirra. — Stjórn Verkfræðinga-
félags fslands er ekki kunnugt
um nokkurn verkfræðing, sem
mælir bráðabirgðalögunum bót.
þvert á móti er það almenn
krafa verkfræðinga, að þau
verði numin úr giidi nú þegar“.
gaf Mikojan út neina yfirlýsingu
þegar hann kom til Kúbu, og
blaðamönnum voru gefnar strang
ar skipanur um að halda sig á
mottunni. Mikojan heldur frá
Kúbu snemma í næstu viku.
U Thant er sagður ætia að reyna
að fá Alþjóðlega Rauða kross-
inn til as taka að sér eftiriit með
siglingum til Kúbu, en Pierre
Salinger blaðafulltrúi Kennedys
forseta, hefur skýrt frá því, að
enn hafi Bandaríkjastjórn ekki
haft neitt beint samband við
Rauða krossinn vegna þessa máls.
Moskvuútvarpið skýrði hlustend
um sínum frá því í dag, ag Kenne
dy forseti hefði tilkynnt, að unnið
væri að því að fjarlægja eldflauga
stöðvar Sovétríkjanna á Kúbu.
Sagt var, ag Kennedy hefði feng
ið upplýsingar um þetta, eftir að
teknar hefðu verið loftmyndir yf
ir þeim stöðum, þar sem eldflauga
stöðvarnar höfðu áður verið, og
bandarískar flugvélar hafi farið
yfir kúbanska lofthelgi til þess
að ná þessum myndum. Moskvu-
blaðið Pravda segir síðan í dag,
ag hið bandaríska hafnbann á
Kúbu sé lögbrot, sem strfði gegn
alþjóðalögum og stofnskrá Sam-
einuðu þjóðanna.
SEGJA EIN-
HVERS KONAR
LÍF Á MARZ
NTB-Moskva, 3. nóv.
GEIMSKIP Sovétríkjanna hélt
áfram ferð sinni til plánetunnar
Marz í nótt, og ræða sovézkir vís-
indamenn nú um þá skoðun sína,
að líf finnist á Marz.
Tassfréttastofan hefur skýrt frá
því, að öll tæki geimfarsins starfi
rétt, og samband við farið sé
eins og gert hafi verið ráð fyrir.
Vísindalegur fréttaritari Tass
sagði í dag, að ferð þessa geim-
fars til Marz væri stórt skref í
áttina að því að rannsaka hinn
fjarlægari himingeim. Að skjóta
slíku geimskipi á loft, krefðist ó-
trúlega mikillar nákvæmni og ný-
tízku tækja. Fréttaritarinn bætti
við: Áður en við sendum mann
til Marz, verðum við að vera þess
fullvissir, að hann komist til jarð-
arinnar aftur.
Geimfarið hefur innanborðs
mjög flókna sjálfvirka vél, sem á
að rannsaka lífið á Marz.
Leiðréttins::
Þau leiðu mistök urðu í blað-
inu í gær, að yfir greinargerð frá
ííkisstjórninni um uppsagnir
sjúkrahúslækna var sett fyrirsögn
in: „Greinargerð Læknafélags
Peykjavíkur“, en átti auðvitað að
vera: Greinargerð ríkisstjórnar-
innar um læknamálið". Þctta var
á 15. síðu blaðsins.
Klofnar stjórnin?
Framhald ai 1 síðu
margan hátt á verstu venjur og
aðferðir lögregluríkisins.
Danska blaðig Politiken segir
aðgergirnar ósvífnar. Á sunnudag
inn var segir í frétt blaðsins um
málið: — Lögregluaðgerðirnar
sýna öllum heiminum, að ritfrelsi
og réttarfar Vestur-Þýzkalands er
í ólagi. Samkvæmt vestur-þýzkum
réttarvenjum er hægt að hand-
taka fólk fyrst og hugsa síðan á
eftir um, hvers vegna það var
handtekið. Svo undarlega vill
nefnilega til, að eitt af helztu
undirstöðuatriðum allra stjórnar-
skráa, Habeas Corpus-reglan, er
ekki í vestur-þýzku stjómar-
skránni. Dæmi eru um, að menn
hafi setið þar inni í þrjú ár, án
þess að mál þeirra hafi verig tek-
in fyrir. Politiken segir, að þetta
minni á hina frægu skáldsögu
Franz Kafka, „Prozessen“
Politiken segir enn fremur, að
líta beri á aðgerðirnar sem einka-
hefnd Josef Strauss varnarmála-
ráðherra, en blaðið hefur ráðizt
að honum miskunnarlaust I fimm
undanfarin ár, og rakið hvert
hneykslismálið á fætur öðru í sam
bandi við ráðuneyti hans. Strauss
hefur þó alltaf þrjózkast við að
segja af sér, enda er hann sagður
hafa taugar í fullkomnu lagi.
Frægast er FIBAG-málið, sem
varð til þess, ag rannsóknarnefnd
var skipuð til þess að rannsaka
aðgerðir varnarmálaráðuneytisins
í sambandi við verktaka hjá því.
Þag mál er enn mjög gruggugt. í
haust upplýsti Spiegel enn eitt
stórhneykslið, og í það sinnið
voru það ættingjar Strauss, sem
höfðu auðgazt stórum á verkum
fyrir varnarmálaráðúneytið.
Rothöggið kom þó með frétt
inni 10. október um FALLEX-her
æfingar NATO í Þýzkalandi. Út
dráttur úr þeirri frétt birtist
Tímanum á miðviku- og fimmtU'
daginn var. Blaðið' hafði komizt
ag þeim niðurstöðum, að alger
óstjórn væri á vestur-þýzka hern
um og væri hún aðallega Strauss
að kenna.
Með aðgerðum ríkisstjórnarinn-
ar gegn Spiegel er hún talin
hafa viðurkennt að frásögn Spi-
egel væri rétt. Ritstjórar Spiegel
eru nefnilega ákærðir fyrir að
hafa ijóstað upp hernaðarleynd-
armálum, að háfa mútað embætt-
ismönnum og herforingjum tii
þess að gefa upplýslngar, og fyrir
að hafa hreinlega stolið leyndar-
skjölum.
Lögreglan fullyrðir að hún hafi
fundið meðal skjala Spiegel orð-
rétt NATO-leyndarskjöl og leynd
arskjöl frá hermálaráðuneytinu.
Er nú verið að grafast fyrir um
það, hverjir hafi látið blaðinu
þessi skjöl í té.
Lögfræðingur hlaðsins hefur nú
margsinnis kært árangurslaust yf
ir aðgerðunum. Hann segir þær
vera stjórnarskrárbrot, brot á
RÆDA AÐILD
NTB-Lundúnum, 3. nóv. ; fyrir maizmanuð, hverjar skuld-
Brezkir stjórnmálamenn bindingar verði nauðsynlegar.
munu að öllum líkindum gera Brezkir ráðherrar eru vongóðir
stjórnmálalegt áhlaup í neðri Kreta. að í^f11lginu’
1 . i . . . Pratt fyrir alla þa erfiðleika, sem
malstofu brezka þingsins i 0rðið hafa á vegi brezku samninga
næstu viku í þeim tilgangi að nefndarinnar, sérstaklega varðandi
fá stjórnina til þess að skýra 1 landbúnað Breta. Einnig vonast
frá því hvenær hún hafi í
hyggju að skýra frá afsföðu
sinni til inngöngu Breta í
Efnahagsbandalag Evrópu,
hvort hún sé með henni eða
á móti.
Bent hefur verið á það í Lund-
únum, að ef hægt eigi að vera að
afgreiða nauðsynlegar lagabreyt
mgar eða lagasetningar á þessu
þingi verði stjórnin að gefa upp
I
þeir til þess, að stjórnin muní
geta lagt fram tillögu í neðri mál-
stofunni snemma á næsta ári, og
verði þar einnig skýrt frá öllum
skilyrðum að aðildinni.
Þá hefur einnig verið bent á
það, að engum erfiðleikum verði
bundið að framlengja þingtímann,
og ef nausyn krefur ætti að vera
hægt að framlengja hann fram i
■któber. *
Neðri málstofan mun hefja um-
■ 'ður um aðild að EBE næstkom
andi miðvikudag, þó mun þelta að
öilum likindum ekki verða eina
umræðan um málið, heldur er tai-
ið fullvíst, að það verði rætt oft-
ar.
Um leið og samninganefndin
brezka getur gefið yfirlit yfir
skuldbindiíigar þær, sem Bretar
verða að ganga að, ef um aðild á
að verða og stjórnin hefur, tekið
ákvörðun með eða á móti aðild,
verður málið iagt fyrir neðri mál
stofuna, þ. e. a. s., ákveði stjórnin
að Bretland skuli gcrast aðili að
bandalaginu Talið er víst, að þá
muni stjórnin fara fram á trausts-
yfirlýsingu þingsins, til þess að
hún geti haldið áfram að vinna að
málinu. Um það bil mánuði seinna
myndi hún síðan leggja fram til-
lögu um aðgerðir, sem nauðsynleg
n kunna að verða, gangi Brelar
í EBE.
málfrelsi, brot á friðhelgi heimila
og brot á eignarréttarhelgi. Lög-
reglan hefur enn ritstjórnarskrif-
stofurnar á valdi sínu og neitar
blaðamönnum Spiegel um aðgang
en það telja margir tilraun
Strauss til að koma blaðinu fjár-
hagslega á kné.
Spiegel-menn eru þó hv(ergi
hræddir. Blaðið kemur út í 510
þúsund eintökum venjulega, en
nú hefur verið tilkynnt, að í næsta
blaði komi ýtarleg frásögn af að-
gerðunum og ástæðunum á bak
við þær, og verði upplagið í það
sinni sérstaklega hátt.
Spiegel hefur löngum verið
talig i sama flokki fréttablaða og
bandarísku blöðin Time og News-
week. Það er þó ólíkt þeim að því
leyti, að mesta ánægja þess er að
grafa upp hneykslismál, en það
hafa bandarísku blöðin forðast
eins og heitan eldinn.
Spiegel hefur verið sérstaklega
frægt fyrir að taka mál ýtarlega
til frétta. í hverju hefti er venju
lega ein aðalfrétt, sem er eins
nákvæmlega tekin fyrir og unnt
er. Spiegel er einkum lesið af
háskólamenntuðum mönnum og
erlendis, og getur engan veginn
talizt venjulegt „skandal“-blað.
í ritstjórn blaðsins eru t.d. 50
af þekktustu mönnum menning-
arlífs Vestur-Þýzkalands. Margir
íslendingar munu kannast við
nöfn eins og rithöfundinn Erich
Kuby, skáldið Enzenberger, leik-
arana Curt Jiirgens og O.E. Ilasse
og kvikmyndaleikstjórann Wolf-
gang Staudte. Þessir fimmtíu
menn hafa nú mótmælt aðgerðun
um mjög harðlega.
Spiegel hefur aldrei verið talið
neitt englablað og stíll þess er
háðskur og kuldalegur. Blaðið hef
ur grafig ýmislegt óþægilegt upp
í dagsljósið á stuttri ævi og oftast
haft á réttu að standa. Harka og
réttlætistilfinning blaðsins getur
verið hræddum blöðum um allan
heim nokkuð fordæmi.
Sautjiánda brígðan
fFramhald af 15. síðu).
skítkast við hann, en slíkt gæti
orðið lesendum Tímans vafasam-
ur gleðiauki í skammdeginu.
Eg vil hinsvegar halda mig við
gamla siði og leyfi mér að skora
Gunnar Dal á hólm þar eð hann
hefur með svari sínu höggið of
nærri heiðri mínum til að kyrrt
megi liggja.
Eg býð Gunnari Dal upp á um-
ræður á ensku um kosti og galla
ástralskra bókmennta í einhverju
samkomuhúsi bæjarins og verði
öllum heimill aðgangur. Honum
gefst þá kostur að sanna eða mér
að afs-anna þá kenningu hans að
skáldskapur hafi aldrei risið hátt
f Ástralíu-
Eg eftirlæt Gunnari Dal að
ákveða stað og stund fyrir þetta
einvígi innan tveggja mánaða.
Jane Vaughan.
Tíminn sneri sór til Gunnars Dal
og spurði hann hverju hann vildi
svara þessari áskorun. Hann sagði
að þessi deila stæði um þjóðlega,
forna menningararfleifð, sem
hann teldi að ekki væri fyrir hendi
i Ástralíu. Á sama máli er bók-
menntafræðingurinn Bertram
Sinvens. er komst að sömu niður-
••l öðu í formála að úrvali ástralskra
lióða. útgefnum í Sidney. Gunnar
sséðk að ef Jane Vattghan vildi
skora á einhvern í kappræður, þá
a'tti hún að skora á þennan Stev-
cns. ef hann væri þá ekki löngu
dauður.
I Varðandi atriðið um stíl grein-
| arinnar sagði Gunnar. að hann
hefði aldrei efast um að efnið
j væri komið frá Jane Vaughan,
; heldur hefði hann aðeins viljað
! undirstrika að hún væri ekki höf-
undur íslenzka textans. Gunnar
bendir á að hún viðurkenni það
siálf, þar sem hún segi að grein-
in hafi verið þýdd, þótt ekki fylgi
hver þýtt hafi.
T í MIN N, sunnudaginn 4. nóvember 1962