Tíminn - 04.11.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.11.1962, Blaðsíða 13
Q löunnarskórnir eru liprir, vandaöir og þægilegir. Nylonsólarnir „DURALITE" hafa margfalda endingu viö aðra sóla Veljið lit og lag við yðar hæfi í næstu skóbúð. s" 7 , Vestur-þýzkt hjólhýsi (vinningur í happdrætti Krabbameinsfélagsins). til sölu. — VerSið mjög hagstætt ef samið er strax. — Skipti á bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 24700. Mikið úrval ódýrra bóka Komið og lítið í kjallarann hiá okkur BÓKHLAÐAN H.F. Laugavegi 47 Takið eftir Takið eftir Þið fjármálamenn og peningamenn Odýrar bækur Hvað er betra í dag en gulltrygg verðbréf? Talið við okkur hvar sem þið búið á landinu (algjört einkamál). Allar upplýsingar- gefur Upplýsinga- og viðskiptaskrifstofan Laugaveg 33 B, fteykiavík, Box 58. Til viðtals kl. 4—5 alla virka daga. Skrifað og skrafað Framhald af 6 síðu ur skýrslur um viðræður henn ar við EBE, en það mun hún gera í þessari viku. Loks hefur svo Gylfi Þ. Gíslason tilkynnt að hann muni flytja Alþingi skýrslu um viðræður þær, sem stjórnin hefur átt við erlenda ráðamenn um þessi mál, sennilega á þriðjudag og mið- vikudag. Búast má við því, að talsverðar umræður verði á eftir, enda ekki vonum fyrr, að Alþingí ræði opinberlega um þetta mál, þótt ekki sé að því komið að taka neina endanlega ákvörðun um af- stöðu íslands til EBE. Á því liggur ekki, en hins vegar þýð ingarmikig að málið sé sem bezt rætt og rakið frá öllum hliðum. Vonandi stuðlar skýrsla viðskiptamálaráðherr ans og umræðurnar á Alþingi að því. að svo verði. Bréfkaflar Framhald af 9 síðu. notað fyrir dýra og grasafræði- • legar rannsóknir Svæðið er mjög I íK'emmtilegtv með trjálundum, ; runnum, graslendi, tjörnum og j fjölbreyttu dýralífi, t.d. hjartar- ' dýrum, refum befdýrum, íkorn- um og fjölda fugla. Veðrið er nú tekið að kólna nokkuð. hitastigið venjulega um ifF C. á daginn. En húsin eru ret upphituð, jafnvel betur en á fslandi. 7. okt. Hef horft á knattspyrnu einu sinni a stóra leikvelíinum, sem tekur 100 þúsund manns í sæti Var nærri fullskipað, og það var eins og allt ætlaði að hrynja þegar fólkið fór að klappa og síappa og æpa. Milli hálfleika lék svo þrettán öúsund manna lúðra- sveit. Hún náði yfir allan leik- völlinn (ca. 200x150 m.) og varð aí ógnar hávaði, en ekki varð það að sama skapi fallegt á að hlusta. Þessi hljómsveit var búin til úr 180 skólahljómsveitum. Nú er ég nýkominn af tónleik- um sem „Detroit Symphony Or- chestra“ hélt hér í Ann Arbor. Var leikin sinfónía eftir Cæsar Frank og einnig nokkur amerísk verk. Var mjög gaman. Eg ber það ekki saman við það sem ég hef heyrt heima, sérstaklega eru málmblásararnir hér miklu betri. Kunningi minn hittLháskólakenn- aia í hléi, verkfðéðimenntaðan miðaldra mann, sem kunni nokkur skil á fslandi og hafði gaman af að hitta íslending. Kvað hann sér oft hafa boðizt hátt kaup ef hann gengi í þjónustu verkfræðifyrir- tækja. „En það, vil ég ekki, því að ef ég hætti að kenna þá deyr í mér sálin" sagði hann. Mörgum stúdentum að heiman bregður í brún er þeir koma vestur. hér er fiest svo framandi og stórt í snið- um. Þeim finnst þeir vera meðal unglinga fyrst í háskólanum, því fólk hér er mun yngra og ekki komið nærri eins langt og heima þegar það fer í háskóla. Tekur tíma að aðlagast. Frægur tónlist- armaður lét svo um mælt, að fyrsta veturinn vestra hugsaði maður ekkj um annað en Faxaflóann Námsmaður mk Framhald af 8. síðu. ar.dstæðing sinn. austurríska stór- meistarann Robatsch, á fallegan hátt og leiðir skákina til lykta með fáeinum hnitmiðuðum leikjum. . Hvítt: Najdorf Svart: Robatsch Pirc-vörn 1. d4, g6 i. e4. Bg7 (Áður fyrr þótti það heldur vafasamt að gefa andstæðingnum kost á að byggja upp svo sterkt miðborð. En hug- myndir um skák hafa breytzt eins og annað og í dag þykir það ekk- ert tiltökumál, þó að andstæðing- urinn nái að raða peðum sínum á miðborðsreit’na. Því fleiri sem peðin eru og þvi lengra sem þau eru komin, heim mun auðveldar er að ráðast að þeim síðar meir.) 3 c4, d6 4. Rc3, e5 (Nú verður hvítur að gera upp við sig, hvort hann vili halda spennunni á mið- borðinu eða festa það. Hann velur seinni kostinn.) 5. d5, f5 (Þessi ieikur hefur hingað til verið tal- inn góður, en Najdorf tekst að sýna fram á, að hann hefur fleiri galla en kosti í för með sér.) 6. exf5, gxf5 íl því skyni að halda valdi yfir e4-reitnum fórnar svart- ur rétti sínum til að hrókera. 6. —, Bxf5 var bættuminni leikur en er.gan veginn fullnægjandi.), 7. Dh5t, Kf8 8 Rf3, Rf6 9. Dh4, De8 10. c5!, dxe5? (Hefði Robatsch órað fyrir, hvað hann átti í vænd- um, hefði hann efalaust látið þetta peð eiga sig.) 11. Be3, b6 12. Bb5, De7 (12. —. Dh5 var vafa- laust skárri leikur hér.) 13. o—o—o, f4 (Robatsch er greini- lega ekki ljóst, hversu slæm staða hans er, þvi að hann bókstaflega þvingar hvít til að leika beztu leikjunum.) 14. Bxf4I, exf4 15. d6! (Sennilega er Robatsch far- inn að gera sér grein fyrir, hvað hann á í vændum, en það er of seint að iðrast eftir dauðann.) 15. —, cxd6 16. Hhel, Dd8 17 Dxf4s Rbd7 (Einfalt ráð til að stytta þjáningarnar.) 18. Dxd6t og svartur gafst upp. Snjóhjólharðar I GENERAL Hinir afar vinsælu snjóhjólbaroar komnir aftur. 520x12 .... ... . Kr. 660,00 560x13 .... 727,00 590x13 . ... . . . . 727,00 640x13 . .. . 853,00 520x14 . .. . . . . . 780,00 750x14 . .. . . . . . 1347,00 800x14 . ... . . . . — 1467,0b 060x15 . .. . . . . . 836,50 640x15 .... . . . . 972,50 370x15 . ... . . . . 1307,Oh 710x15 .... . . . . •1395,00 760x15 .... . . . . 1298,00 800x15 . . . . . . . . 1907,00 650x16 . . . . . . . . — 1319,00 Hjóibarðinri hf. Laugavegi 178, Reykjavík — Simi 35260 T f MIN N , sunnudaginn 4. nóvember 1962 / 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.