Tíminn - 04.11.1962, Blaðsíða 6
Kennedy og Krústjoff
Um langt skeið hefur ekki
öðrum tíðindum verið fagnað
meira en þeim, að Krustjoff,
forsætisráðherra Sovétríkj -
anna, hefði boðizt til að flytja
burtu frá Kúbu árásarvopn
þau, sem Rússar voru búnir
að flytja þangað, gegn því,
að tryggt væri, að ekki yrði
gerð innrás á Kúbu. Það gerði
þessi tíðindi enn ánægjulegri,
að Krustjoff bauðst til að láta
þennan brottflutnings fara
fram undir eftirliti Samein-
uðu þjóðanna.
Það breytir ekki ánægju
manna yfir þessu tilboði
Krustjoffs, þótt það kunni að
hafa verið gert vegna þess, að
hann sæi ella fram á, að
Bandaríkjamenn teldu sig
nauðbeygða til að gera inn-
rá!s á Kúbu og Rússar myndu
þá ekki getað veitt þá hjálp,
sem þeir hefðu lofað, án alls-
herjarstyrjaldar. Kappsamur
og ógætinn leiðtogi hefði vel
getað látið metnaðinn hlaupa
með sig í gönur. Það gerði
Krustjoff ekki, og það ber að
meta að verðleikum.
En þótt Krustjoff hafi hér
sýnt hyggindi og gætni,
minnkar ekki hlutur Kenn-
edys við það. Kennedy hefur
sýnt mikla forustuhæfileika í
þessum átökum. Hann hvorki
rasaði um ráð fram né hélt
að sér höndum, þegar hann
þurfti að mæta þeim mikla
vanda fyrir Bandarikin, sem
fólst í byggingu rússneskra
eldflaugastöðva á • Kúba.
Hann gekk djarflega til verks,
en lokaði ekki samkomulags-
leiðum. Þeir Kennedy og
Krustjoff hafa báðir teflt
þannig í þessum hættulegu
átökum, að trú á frið hefur
aukizt meðan þeirra nýtur
við.
Sérstök ástæða er svo til
þess að fagna því, að Samein-
uðu þjóðirnar hafa hér fengið
það hlutverk að vinna ao sætt
um og batnandi sambúð stór-
veldanna. Bæði Bandaríkin
og Sovétríkin treysta á miUi-
göngu og eftirlit þeirra við
lausn þessarar deilu. Enn hef
ur ekki að vísu tekizt að ná
samkomulagi á þeim grund-
velli, vegna mótspyrnu'Kúbu-
stjómar. Vonir standa eigi að
síður til þess, a?s það muni
takast, og gæti það orðið upp-
haf að miklu víðtækara starfi
S.Þ. í þágu friðarins.
Árásin á Indland
Á sama tíma og heimurinn
fagnaði hinum friðvæniegu
horfum í Kúbumálinu, bárust
fréttir frá Himalajafjöllum,
er vörpuðu dimmum skugga
á þennan fögnuð. Kínverska
stjórnin herti þar hina vopn-
uöu sókn gegn Indlandi og
verður því ekki lengur á móti
mælt, að hér-er um hreina
innrás að ræða. Það hefur til
skamms tima verið von
manna, að Kínverjar og Ind-,
verjar myndu jafna landa-j
^ mæraþrætur sínar friðsam-
; lega, en nú hefur kínverska
stjórnin alveg kollvarpað
þeirri von. Hún ætlar sér ber-
sýnilega að leysa þessa deilu
með vopnavaldi og lítillækka
Indverja svo, að þeir verði
ekki lengur taldir forustuþjóð
í Asíu. —
Þessi innrás í Indlandi vek-
ur alveg sérstaka athygli
vegna þess, að Indverjar hafa
öðrum þjóðum dyggilegar (
fylgt svonefndri hlutleysis-;
stefnu og átalið aðrar Asíu-;
þjóðir fyrir þátttöku í varnar.
samstarfi vestrænna þjóða. j
Nú hefur reynsla indverja1
sjálfra sannað, að hlutleysið
veitir ekki neina vernd, þegar
yfirgangsmenn eru annars
vegar. Indverjar verða nú að
biðja vestrænar þjóðir um
vopn, en það höfðu þeir áður
fordæmt.
Kínverska hættan
Það er haft eftir Napoleon,
að Evrópumenn ættu að var-
ast það að vekja kinverska
risann. Orð hans þykja benda
til, að hann áliti hvítum
mönnum stafa hætta af Kína,
ef það risi upp sem stórveldi
i að nýju. Þessi ótti Napoleons
er nú orðinn að veruleika.
Margt bendir til, að það verði
Kínverjar miklu fremur en
Rússar, sem verða oddvitar
hinnar, kommúnjstisku. heims
veldisstefnu í framtíðinni.
Þau átök. sem þar geta verið
framundan, geta jafnframt
orðið átök milli hvítu og gulu
kvnþáttanna.
Víst er það, að ekki aðeins
,Bandaríkjunum, heldur einn-
jig Sovétrikjunum stendur nú
stuggur af vígbúnaði Kínverja
en margir telja að þeir muni
reyna eigin kjarnorkuvopn á
næsta ári. Meðan Kína víg-
býst á þennan hátt, munu
hvorki Bandaríkj amenn né
Rússar þora að afvopnast að
að ráði, þótt þeir gætu náð
samkomulagi um það sín á
milli.
T ■
N E H R U
Kína o? S Þ.
Talsvert eru skiptar skoð-
anir um, hvernig mæta skuli
hinni kinversku hættu. eins
og nýlega sást glöggt á þingi
S.Þ. Sumir virðast telja það
bezt gert með því að einangra
Kínverja og halda þeim utan
alþjóðlegra samtaka. Aðrir
telja rétt að hafa þá með og
leita samkomulags við þá,
þótt vafasamt sé um árangur.
Indverjar eru þeirrar skoðun-
ar, og því greiddu þeir at-
kvæði með því á dögunum, að
Kina fengi sæti sitt hjá SÞ,
en það skipar nú útlagastjórn
Chiang Kai Sheks. Indverjar
sögðust t.d. gjarnan vilja
ræða við þá um landamæra-
deiluna á alþjóðlegum vett-
vangi. Hallvard Lange, utan-
ríkisráðherra Noregs, lét líka
svo ummælt í Stórþinginu nú
í vikunni, að senniiega væri
meiri von um að leysa mætti
deilur Ipdlands og Kínverja,
ef Kípa væri með í S.Þ., en
jNoregur er því fylgjandi, að
Pekingstjórnin taki sæti Kína
í SÞ. Þetta er að sjálfsögðu
umdeilanleg staðhæfing, en
hitt er víst, að S.Þ. geta ekki
að gagni rætt um meirihátt-
ar afvopnun án þátttöku
Kína.
Mörgum mun að sjálfsögðu
þykja, að ekki eigi að verð-
launa árás Kína á Indland
með því að veita því þátttöku
í SÞ. En þá væri líka hægt
að ákæra Kína fyrir yfirgang
þess í áheym alls heimsins,
Það gæti haft sitt að segja.
Óstarfhæf stjófh
♦
Hvarvetna blasa nú við
vandamál, sem hlotizt hafa
af „viðreisninni“ og ríkis-
stjórnin ræður ekki við.
Stjórnin virðist jafnt vilja-
laus og getulaus til að fást
við lausn þeirra.
Læknadeilan á sjúkrahús-
um er eitt dæmi um þetta.
Með hinum miklu gengisfeil-
ingum, hefur ríkisstjórnin
aukið stórkostiega mun á
kjörum lækna hér og í ná-
grannalöndunum, eins og
reyndar gildir um allar aðr-
ar stéttir. Fleiri og fleiri lækn
ar setjast því að erlendis.
Læknar hér hafa reynt að fá
kjör sín bætt, m.a. með hlið-
sjón af þessari öfugþróun, en
stjórnin beitti vífilengjum
og lagakrókum. Málið hefur
því komizt í það öngþveiti,
að margir sjúkrahúslæknar
hafa sagt upp störfum og tek
in hefur verið upp á sjúkra-
húsum neyðarþjónusta, sem
verður borguð eftir taxta, og
mun það fyrirkomulag senni-
lega sízt hagstæðara fyrir
ríkið en þótt samið hefði ver-
i Í5 við læknana. Þannig ríkir
| nú í þessum málum glund-
: roðaástand, sem er jafnt ó-
jhagstætt fyrir alla aðila.
Síldveiðideilan, sem er önn
j ur í röðinni á þessu ári, er
;annað glöggt dæmi. Stjórnin
'stórhækkaði útflutningsgjöld
i in í fyrra með þeim afleið-
! ingum, að útgerðarmenn
j töldu sig þurfa að krefjast
kauplækkunar hjá sjómönn-
| um. Af þessum ástæðum stöðv
j aðist síldveiðin í þrjár vikur
ií sumar. Stjórnin greip þá
■ til gerðardómslaganna, sem
Imjög hafa spillt sambúð sjó-
i manna og útvegsmanna.
Deilan hófst þvi strax aftur,
þegar þau féllu úr gildi, og
hefur nú staðið á annan mán-
uð. Stjórnin hefur staðið uppi
eins og þvara, sem ekkert veit
og ekkert getur.
Á að framlengja
ipplausnina?
Þannig má halda áfram að
rekja dæmin. Þau eru ekki
heldur neitt ný. Svona hefur
gengið alla valdatið núv. rik-
isstjórnar. Menn minnast þess
áreiðanlega enn. hvernig
stjórnin með stífni sinni og
skilningsleysi hratt af stað
hinni miklu verkfallsöldu í
fyrravor og stóð svo uppi ráða
laus, þegar hún var skollin á.
UM MENN OG
ÁLEFNE
Eftir að sú deila varð leyst,
urðu svo viðbrögð stjórnar-
innar hin heimskulegustu.
Þannig hefur stjómin og
stefna hennar skapað hvern
vandann öðrum meiri, en
bæði hefur skort vilja og getu
til að leysa þá. Þess vegna
hrúgast upp hin óleystu
vandamál, verðbólga og dýr-
tíð hafa aldrei aukizt hraðar
og glundroði í efnahagsmál-
um aldrei verið meiri.
Núverandi ríkisstjórn hefur
þannig verið og er algerlega
óstarfhæf stjórn. Það hlýtur
sú stjórn líka jafnan að vera,
sem þjónar þröngum sjónar-
miðum stórgróðavaldsins. Og
nú fara stjómarflokkarnir
fram á það, að þetta upplausn
arástand verði enn framlengt.v
í fjögur ár. Hver er sá, sem
eitthvað hugsar málin, er vill
veita þeim umboð til þess?
Nýjar blekkingar
Það ástand, sem nú blasir
við í þjóðfélaginu, er sannar-
lega býsna ólíkt því„ sem
stjómarflokkarnir lofuðu kjós
endum fyrir seinustu kosn-
ingar. Þá var því lofað, að
verðbólgan skyldi stöðvuð, dýr
tíðin skyldi stöðvuð, framfar-
irnar skyldu auknar og allt
skyldi þetta gert án nýrra
skattaálaga. Nú blasa efndirn
ar við í verki eða hitt þá held-
ur: Verðbólgan aldrei meiri,
glundroðinn í launamálum
aldrei meiri og skatta- og
tollaálögurnar aldrei gifur-
legri.
Stjómarflokkarnir ætia líka
bersýnilega að reyna að kom-
ast hiá því, að láta rifja það
upp, hvernig þeir hafa efnt
kosningaloforð sin. í stað
þess á nú að hampa nýjum
loforðum svo ákaflega, að hin
gömlu gleymist, og hvernig
þau hafa verið efnd. Nú er ver
ið að boða ný vegalög og ný
hafnarlög að ógleymdri sjálfri
Bláu Skjónu, en svo kalla
menn hina margboðuðu fram
kvæmdaáætlun. en nafnið
draga menn af hinni alræmdu
Bláu bók. sem Sjálfstæðis-
flokkurinn birtir Reykvíking-
um fyrir hverjar bæjarstjórn-
arkosningar. Ef stjórnarflokk
amir ynnu næstu kosningar
vegna þessara fögru fyrir-
heita. myndu efndir beirra
fara á sama veg og loforð-
anna fyrir seinustu kosning-
ar. Engeyjarhafnirnar. sem
verða í Bláu Skiónu, munu þá
ekki sjá dagsins ljós fremur
en sú. sem Reykvikingum var
sýnd í bláu bókinni fyrir bæj-
arstjómarkosningarnar 1959.
Eða fremur en stöðvun verð-
bólgunnar og dýrtíðarinnar,
sem mönnum var lofuð fyrir
alþingiskosningamar 1959?
m> EBF
Það verður rætt um afstöð-
una til EBE í mörgum þjóð-
þingum í þessari viku. í enska
þinginu mun fara fram
tveggja daga umræða í síðari-
hluta vikunnar. í norska þing
inu er einnig búizt við mikl-
um umræðum, er stjórnin gef
Framhald á 13. síðu.
6
T f MIN N, sunnudaginn 4. nóvember 1963