Tíminn - 04.11.1962, Blaðsíða 7
I
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu
húsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka
stræti 7. Símar: 18300—18305 — Auglýsingasími: 19523 Af-
greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan-
lands í lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f —
Hvað nú, ungi maður?
Kunnur bóndi af aldamótakynslóðinni lét svo um
rnælt í viðtali hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum, að
hann væri þess fullviss, að nú væri erfiðara fyrir'
r.nga bændur, syni og dætur aldamótakynslóðarinnar, að
taka við búi eða reisa bú og afla sér þess, sem til þarf,
heldur en aldamótamennina, þegar þeir voru ungir, þótt
flest væri þá ógert og flestir með tvær hendur tómar.
Svo illar væru ráðstafanir „viðreisnar“-stjórnarinnar.
En þetta á auðvitað ekki við um unga bændur eina,
heldur allt ungt fólk í landinu, það fólk, sem er að
byggja sér heimili að kröfum tímans, eða koma sér upp
atvinnurekstri. Þegar þetta er athugað kemur gleggst
í ljós, hvers konar ,,kerfi“ það er, sem komið hefur ver-
ið á, og hvaða afleiðingar það hefur fyrir hraðfjölgandi
þjóð í lítt numdu landi með fábreytta atvinnuvegi —
þjóð, sem hafði lagt sig alla fram til að ná miklum áfanga
á skömmum tíma, en var skammt á veg komin.
Efnahagskerfi þessarar ríkisstjórnar og það „efna-
hagsjafnvægi11, sem hún ætlaði að koma á, og hefur
tekizt að koma á, er fyrst og fremst grundvallað á því
að hefta sókn unga fólksins í landinu til nýrra átaka —
leggja steina í götu nýbyggingar og framtaks hinna ungu,
jafnt einkaframtaks sém félagsframtaks, gera unga fólk-
■inu erfiðara fyrir að taka við að byggja og endurnýja.
Þetta sér hver ungur maður og ung kona, sem eitt-
hvað ætla sér í þessum efhum, með því að iíta í eigin
barm og bera saman aðstöðu sína við að koma upp hús-
næði eða framleiðslutækjum við aðstöðu hinna, sem
búnir voru að koma sér fyrir, áður en stefna núverandi
stjórnar náði tökum á þjóðlífinu.
Þessi munur er svo mikill, að engum dylst, að hið
„nýja kerfi“ fær ekki staðizt, nema þjóðin bíði óbætan-
legt tjón af því. Unga fólkið og hin vaxandi þjóð getur
ekki lifað á því, sem búið var að gera. Það voru ekki all-
ir búnir að koma undir sig fótum 1960. og nýtt ungt
fólk bætist sífellt við. A8 binda hendur hinnar ungu kyn-
slóðar, hins unga athafna- og dugnaðarfólks í uppbygg-
ingunni eru mestu afglöp, sem ríkisstjórn aetur framið,
og ekkert hefnir sín jafngrimmilega En öil hjálp og
hvatning til þessa fólks af opinberri hálfu launast þúsund-
falt í framtíðinni.
Unga fólkinu í þessu landi ríður nú mest á því, að
þessu hindrunarkerfi íhaldsstjórnarinnar, sem nú situr
að völdum, sé rutt úr vegi, og að aftur verði tekin upp
öflug uppbyggingar- og framleiðslustefna af hálfu úíkis-
valdsins. í stað þess að binda hendur unga fólksins, verði
því rétt hjálparhönd. í stað þess að leggja steina í götu
þeirra, sem við taka, verði þeini gert það auðveldara en
áður.
Dýrtíðin og kjaraskerðingin, samdrátturinn og lána-
okrið, hafa auðvitað unnið illbætanlegt ,tjón, og slík
kyrkitök hljóta að hefna sín langt fram í tímann. En eina
ráðið er að mæta hækkunaröldunni og dýrtíðarflóðinu
með aukinni framleiðslu og jákvæðum aðgerðum til upp-
byggingar. Þýðingarmest er að leysa einstaklings- og fé-
lagsframtak hinna mörgu almennu borgara úr læðingi
og skera á höftin, sem binda hendur unga fólksins, sem
á dug og myndarskap til þess að byggja upp ný heimili og
atvinnu, sem skilar þjóðinni nýtrj framleiðslu.
Sú stjórnarstefna sem fjötrar unaa fólkið í landinu
svo, að iafnvel aldamótamennirnir aeta ekki orða bund-
izt oa telia hlut bess oq skilvrði til taka vdð oa halcÞ
^erðinni áfram, verri en á sínum æskuárum er að lík
indum versta tilræði við framfarasókn bjóðarinnar síðan
hún hlaut bolmagr- frelsis og sjálfstæðis.
Wa'ter Lippmann ritar um alþ|óðamál:
i z
Kennedy hefur ekki aöeins sýnt
festu, heldur mikla vitsmuni
UGG liðinna daga lauk með því,
að forsetinn beitti hervaldi af
áræðni og með árangri, til þess
að ná ákveðnu en takmörkuðu
marki. Kúba verður svipt ár-
ásarvopnum og gerð óvirk sem
herstöð á vesturhveli. Engin
’ friðkaup hafa farið fram og
hvorki verið hörfað né gefizt
upp. Þó hefur forsetinn náð
settu marki án þess að beita
fullkomnu hafnbanni, varpa
nokkurri sprengju eða gera inn
rás. Þetta var mögulegt vegna
þess, að hann leitaði eftir sam
komulagi, sem ekki krafði um
og ekki þýðir skilyrðislausa upp
gjöf. Aðalatriði samkomulags-
ins er fjarlæging meiri háttar
vopna á Kúbu undir eftirliti
Sameinuðu Þjóðanna, gegn lof-
orði forsetans um, að ekki verði
ráðizt inn í Kúbu, og hún ekki
sett í hafnbann aftur.
ÞESSI árangur hefði ekki náðst
án þess að vera reiðubúinn að
beita hervaldi Bandaríkjanna,
en þau mega heita allsráðandi
í því efni á hafinu umhverfis
Kúbu. En þessi árangur hefði
ekki náðst á jafn auðveldan
hátt né með friðsamlegu móti,
ef forsetinn hefði ekki haft af-
vopnun herstöðvanna að mark-
miði, heldur skilyrðislausa upp
gjöf, þ.e. hvarf kommúnista-
stjórnar Castros frá völdum.
Vissulega eru Bandaríkin fær
um að ráðast inn í Kúbu og
ráða niðurlögum stjórnar Castr
os. En þau gætu það ekki án
verulegs manntjóns. (Nýjasta
áætlunin er um 40 þús. manns).
Og þau .gætu það ekki án um
fangsmikilla árekstra við Sovét
ríkin og bandamenn okkar og
vini hvarvetna um heim.
Forsetinn vissi, hvers hann
átti að krefjast og hvar hann
átti að láta staðar numið, eins
og góðum herforingja ber.
ÉG MUNDI hvernig stríðsæsing,
urinn knúði Wilson til þeirrar
lokastefnu í fyrri heimsstyrjöld
inni, sem leiddi til fullrar upp
lausnar í Evrópu. Ég mundi
það frá síðari heimsstyrjöld-
inni, þegar Roosevelt hneigðist
lil skilyrðislausrar uppgjafar.
sem varð ekki aðeins til þess að
lengja stríðið, heldur batt ó-
leysanlegan hnút með því að
hleypa Rússum vestur í Ev-
rópu. Ég minnist þess frá
Kóreustríðinu, hvernig Truman
lét undan öfgamönnunum, —
þegar MacArthur var búinn að
vinna stríðið með sinni frábæru
baráttu eftir Inchon-landgöng-
una, — og lét halda áfram til
árinnar Yalu, en það leiddi til
hernaðarlegrar og stjórnmála-
legrar ógæfu. Ég minntist alls
þessa, þegar ég hlustaði á for-
setann mánudaginn 22 október
og óttaðist, að við værum enn
einu sinni búnuir að taka upp
merki hinnar skilyrðislausu upp
gjafar og myndum enn einu
sinni sóa auðunnum sigri með
því að hefja krossferð til að
losna við Castro.
ÞAÐ GLEÐUR mig, að þessi
ótti minn skyldi reynast ástæðu
laus. Eg hef komizt að því, síð
an að forsetinn gerði það, sem
Wilson. Roosevelt og Truman
gerðu ekki Hann hélt opinn:
stjórnmálaleiðinni til andstæ*
ingsins og hann snerist ekkí '
sveif með þeim, sem vildu —
í þetta sinn, eins og raunar í
KENNEDY á skrifstofu sinni.
öllum öðrum hernaðarátökum
á þessari öld — ekki samkomu-
lag, heldur fyrst og fremst
krossferð.
Heimurinn mun hrífast af,
hvað Kennedy var ákveðinn.
Hann mun einnig njóta aðdá-
unar fyrir vitsmuni.
HVORUGUR aðilinn hefur tap-
að, heldur hafa báðir hlotið á-
bata, eins og gerist í öllum góð
um sættum. Kennedy hefur
frelsað Bandaríkin og vestur-
hvel jarðar frá alvarlegri
hættu, — hættunni á því, að
mitt á meðal okkar og þar, sem
hinn öfgafulli og hálfsturlaði
Castro næði til, yrði komið á
fót kjarnorkustöðvum, með
nægu afli til að veita alvarlega
áverka án allra viðvarana. —
Krustjoff hefur aftur á móti
losnað við að vera flæktur í
hættuleg viðfangsefni á svæði,
þar sem meginhagsmunir Sovét
ríkjanna eru ekki í húfi.
Að mínu viti er ,þa?s mesti
leyndardómurinn við allt þetta
mál, hvernig Krustjoff flæktist
í hernaðartengsl við Castro og
Kúbu. Hver sem skýringin kann
að vera á því þá hefur hann nú
'osnað við þessa flækj’i með bv<
’ð stíga til baka út úr henni
'UÐ ERUM auðvitað ekki laus
við Kúbu-vandamálið. En Cast-
ro og Kúbumenn hans hafa nú
komizt að því, að þeir hafa ekki
herveldi Sovétríkjanna að bak-
hjarlj, og þeir vita einnig, að
þeim verður veitt náin athygli
og engin ævintýramennska
leyfð í Suður-Ameríku, þó að
Bandaríkin muni ekki gera inn
rás í Kúbu eða setja hana í
hafnbann. Castro verður að at-
huga það mál, hvort hann geti
til lengdar komizt af með
efnahagsaðstoð kommúnistaríkj
anna einna. Geti hann það ekki,
þá verður hann að athuga, með
hverjum hætti hann geti aftur
komizt í þjóðasamfélag Ame-
ríkuríkjanna.
SAMKOMULAG Kennedys og
Krustjoffs um Kúbu vísar veg-
inn til samkomulagsumleitana
um önnur efni Þar má nefna
einhver skref í átt til afvopn-
unar, ef til vill samkomulag um
einhvern minnkaðan liðsam-
drátt milli Atlantshafsbanda-
lagsins og Varsjárbandalagsins.
Á þessari braut væri það ef til
vill sigurstrangleg leið, að
gera fyrst samkomulag um þau
atriði. sem ekki skinta megin
máli Ef til vill værí auðveld
ast að ná oinUvn»--i,i ?aTv>Vnrnn
lagj um bær
hindinear sem ern ertandi án
þess að hafa úrslitaáhrif á mátt
arjafnvægið.
> í MIN N, sunnudaginn 4. nóvember 1962