Tíminn - 04.11.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.11.1962, Blaðsíða 5
Höfum opnað nýja húsgagnaverzlun Hallarmúla, Reykjavík \ í einhverju glæsilegasta húsnæði landsins bjóðum vér yður fjölbreytt úrval hverskyns húsgagna 03 heim- ilistækja frá helztu framleiðendum landsins. Utið inn hjá okkur áður en þér festið kaup annárs staðar Húsgögn eru híbýiaprýði SEXTUGUR: Þorsteinn Stefánsson trésmíðameistari Sex áratugir er ekki langur tími í lífi þjóða, en var meðallífs- skeið fslendinga og vel það hér áður fyrr, t.d. á síðustu öldinni. En í dag er sextugur maður enn þá á miðjum aldri — og kemur margt til — s.s. vaxandi verk- menning, breyttir möguleikar til bærilegra lífs en áður hefur þekkzt hér í þessu norðlæga landi. Vin- ur minn Þorsteinn Stefánsson er fæddur 4. nóv. 1902, sonur hjón- anna Stefáns Þorsteinssonar söðla smiðs frá Daðastöðum í Núpasveit (albróðir Þorsteins Þorsteinsson- ar hreppstjóra um langt skeið í Presthólahreppi og stórbónda á ættaróðali ,sínu, Daðastöðum), og Ingibjargar Jónasdóttur, ættaðrar úr Húnaþingi, bóndadóttur frá Skyttudal í Laxárdal. Foreldrar Þorsteins bjuggu í Kílakoti, Keldu hverfi og þar fæddist Þorsteinn. Önnur börn þeirra eru Eggert, vélsmiður á Akureyri og Þórunn, búsett í Kaupmannahöfn, var gift kaupsýslumanni, sem nú er dá- inn. Ingibjörg missti mann sinn í maí 1904 frá kornungum börnum sínum. Þorsteinn var þá tekinn til fósturs af Siggeiri Péturssyni og Borghildi Pálsdóttur á Odds- stöðum á Sléttu. Þar ólst Þor- steinn upp á góðu heimili, lærði trésmíði hjá Sigurði Guðmunds- syni á Ásmundarstöðum og síðar á Akureyri þar sem hann fékk sín meis'araréttindi. En til Akureyr ar flutti Þorsteinn 1929 og var þá fjölskyldumaður orðinn Kvænt ist 30 ágúst 1927 Er kona hans Óla Sveinsdóttir, frá Norðfirð'i. hin bezta kona og hafa þau eign- azt 8 börn, sem flest eru uppkom- In. Synirnir flestir hafa fetað i fótspor föður síns og lært húsa- eða húsgagnasmíði, og dæturnar giftar, nema sú yngsta, sem er í heimahúsum. Atvinnuháttum iðnaðarmanna hér á landi hefur löngum verið þannig farið, að þeir þurfa að flytja sig tií, eftir þvi sem at- vinnan krefst. — Þau Þorsteinn og Óla hafa búið, fyrst á Akur- eyri, siðan á Raufarhöfn og Norð- firði og nú síðast hér í Reykja- vík. Þorsteinn er fagmaður góðúr og var fyrrum hinn mesti þrekmaður og frábærlega vel íþróttum búinn — enda þéttur á velli og raun- góður vinum sínum og viðskipt- endum Þorsteinn hefur orðip fyrir þungum áföllum i tífinu og er alvarlegast þeirra slysa. et hann féll niður af vinnupöllum á stór- hýsi á Keflavíkurvelli, sem hefur svipt hann vinnuþreki og heilsu Framh. á 15. síðu — ------------------------------------ \ TIMINN, sunnudaginn 4. nóvember 1962 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.