Tíminn - 04.11.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.11.1962, Blaðsíða 16
Sunnudagur 4. nóvember 1962 248. tbl. 46. árg. Verkfræðingafélagið um gjaldskrá sína: ERLENDIR SAMT ÞREFALT DÝRARI Tímanum barst í gær þessi greinargerð frá Verkfræðinga félagi Islands út af ummælum Ingólfs Jónssonar ráðherra: „Af tilefni þeirra ummæla, sem höfð hafa verið eftir Ingólfi Jóns- syni, ráðherra, bæði í dagblöðum og útvarpi, þegar hann á Alþingi gerði grein fyrir bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar um hámarksþókn un fyrir verkfræðistörf, viljum vór faka fram eftirfaradi: 1. Gjaldskráin frá 1955, sem lögfest var með bráðbirgðalögum 2. maí s. 1., var orðin úrelt, en nýja gjaldskráin, sem tók gildi 1. maí, hafði verið í undirbúningi í hálft annað ár og var sniðin eftir nýjustu gjaldskrám verk- fræðinga á Norðurlöndum og víðar. Frainh. á 15. síðu vtítíí.nani'i niinilDm'llU nnuim FÖSTUDAGINN 26. okt. hófst umferð um hina nýju Blöndubrú. Árni Pálsson yfirverkfræðingur Vegamála- BLONDUdRUIN ÖPNUSÍ skrifstofunnar veftti blaðinu eftirfarandi upplýsingar um hina nýju brú: Hún er 69 metra bitabrú i þremur höfum, miðhafið er 37 metrar og hliðarhöfin eru 16 metrar hvort. Tvískipt akbraut verður á brúnni, og verður akbrautin alls 7 metrar á breidd Þar fyrir utan verður svo meters breið gangstétt hvoru megin. Brúin er byggð í tveim áföngum og er það önnur akbraút brúarinnar, sem tekin hefur verið í notkun, hin verður væntanlega tilbúin næsta sumar. Áður en hún verður gerð, verður að rífa gömlu brúna og þá verður að loka nýju brúnni stuttan tíma, einn eða tvo daga, og verður umferðinni á meðan beint um efri brúna á Blöndu. Ekki lokast þó umferð gangandi manna um nýju brúna. 15 JARÐIR I EYDI A HÉRADI Á 4 ÁRUM ES—Egilsstöðum, 3. nóv. Hér hafa allmargar jarðir fariS í eyði á síðustu árum og Þing SUF hafið Níunda þing SUF hófst kl. 8 á föstudagskvöldið. Þingið er mjög fjölmennt og sitja það fulltrúar víðs vegar að af landinu. Þrjú ný félög gengu i samband- ÍS, «n það eru félögin á j&fcranesi, Fljótsdalshéraði “Keflavík. Örlygur Hálfdánarson setti þingið og minntist um leið Jóhannesar Jörundsson- ar, sem lézt á síðastliðnu sumri, en Jóhannes var er- indreki flokksins um langt skeið. Þá flutt; Eysteinn Jónsson ræðú, þar sem hann fjallaði um baráttu- mál flokksins, þá stefnu- breytingu, sem orðið hefur í tíð núverandi stjórnar og nauðsyn þess að hefja }á- kvætt uppbyggingarstarf á Framhald á 15 síðu allt bendir til þess, að sama þróun muni halda áfram. Margar þessar jarðir voru áð- ur í tölu stórbýla, eins og til dæmis Ás og Hreiðarsstaðir í Fellum, Arnórsstaðir og Grund á Jökuldal og Hjalta- staðir í Hjaltastaðahreppi. Alls hafa 15 jarðir farið í eyði hér á Héraði síðan árið 1958. í Fellnahreppi hafa fjórar jarðir farið í eyði. Á Ási, sem var tví- býli, hafa báðar jarðirnar farið í eyði, einnig Hreiðarsstaðir og Laugaból. I Tunguhreppi hafa þrjár jarðir farið í eyði, Hræreks- lækur, Geirastaðir (þar var tví- býli og hefur annað farið í eyði) i og Galtastaðir. Á Jökuldal hafa i Arnórsstaðír og Grund farið í eyði, í Vallahreppi Grund, í Eiðahreppi Fossgerði og Hamragerði og í Hjaltastaðahreppi Hjaltastaður I, Svínafeil og Eyland. 1 Seyðisfirði hafa þrjár jarðir farið í eyði á sama tíma, Brimnes, Skálanes og Þórarinsstaðir. allt stórbýli, og i Reyóarfirði hafa einn ig þrjú býli farið í eyði, Þverá í Vaðlavík, Litla Breiðuvík og Karls- skáli. Næstu árin á undan höfðu fimm eða sex jarðir farið í eyði á Hér- aði, og er þróuiiin því harla ískyggileg. Eftir hljóðinu í mönn- um að dæma virðist þessi þróun ætla að halda áfram næstu árin, ef ekki breytist til batnaðar í málefnum landbúnaðarins. HORDUR HELGASON GA TNA GERDARGJALDIÐ INNHEIM T Á 5 ÁRUM KLÚBBFUNDUP verður haldinn. mánudaginn 5. nóv. n.k. kl. 8,30 í Féiagsheimili! Framsóknanmanna, Tjar.nargötu 26. Prestur og rithöfundur flytja j stutt framsöguerindi um merkt ^ þjóðmál. Framsóknarmenn, fjöl mennið! ; Hörður Helgason flutti svo- hljóðandi tillögu á síðasta fundi borgarstjórnar, 1. nóv- ember: „Til þess aS létfa undir meS nýjum iSnfyrirtækjum í borg- inni og jafnframt aS gera þeim eldri auSveldara aS færa út kvíarnar, ákveSur borgar- stjórn, aS gatnagerSargjald af iSnaSarlóSum verSi innheimt á fimm árum meS jöfnum af- borgunum." Borgarstjóri kom með tillögu um að vísa tillögu Harðar til borg arráðs, þv; til athugunar í sam- bandi við meðferð fjárhagsáætl- unar og ákvörðunar gatnagerðar- gjalds Þessi tillaga borgarstjóra var samþykkt. í framsöguræðu bent; Hörður á, að iðnaðurinn er nú orðinn stærsti atvinnuvegur landsins, þrátt fyrir skamma þróun, og hér í Reykjavík munu yfir 40% íbú- anna hafa lífsframfæri sitt af honum. íslenzkir iðnaðarmenn hafa sýnt stórhug sinn í verki á undanförnum árum og sannað hæfni sína til þess að leysa mörg verkefni, sem áður fengust ekki gerð hérlendis. Þessi þróun mun halda áfram ef vel er að iðnaðin- um búið, og er vonandi að við end- urskoðun tollskrárinnar, sem nú stendur yfir, verði gengið svo frá málunum, að ekki verði unnt að flytja inn fullunna vöru án tolla og innflutningssöluskatts, svo að innlendum iðnaði verði ekki mis- munað á þann hátt í samkeppni við innflutta vöru. Þá verði borg- aryfirvöldin að tryggja það, að jafnan séu til lóðir undir iðnfyrir- tæki, en á þeim hefur verið hörg- ull síðustu ár. Nú virðist eitthvað ætla að rætast úr þessu, þar sem nú virðist loks hilla undir, að lóð- um við Grensásveg verði úthlut- að á þessu ári. Þeirri ákvörðun. að láta menn greiða gatnagerðar- gjöld af iðnaðarlóðum. var tekið af skilningi, en henni fylgdi þó einn óviðsættanlegur annmarki, sá að menn skyldu greiða gjöldin áður en afhending lóðanna færi Framh á 15. siðu Kerlingarhláka MB — Reykjavík, 3. nóv. Um hádegisbil í dag var ágætt veður um sunnan og vestanvert landið og einnig í innsveitum vest- an til á Norðurlandi. Víðast var vægt frost, mest 6 stig í Síðu- múla. Á Norður- og Austurlandi var annars víða kalsaveður og snjó mugga á Norðausturlandi og an- nesjum Norðanlands. Á EgUsstöð um var slydda og hiti við frost- niark. Á Dalatanga og víðar við sjó á Austurlandi var 3 stiga hiti. Eftir þvj sem Jónas Jakobsson veðurfræðingur sagði blaðinu, voru horfur á áframhaldandi aust anátt og frostleysu eða vægu frostj um allt land. Búast má við einhverju frosti um Norðaustur- land cins og undanfarið. ^ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.