Tíminn - 04.12.1962, Qupperneq 6
TOMAS KARLSSON RITAR
í stjórnarliðinu lýsir yfir á Alþingi:
Sjónarmið fólksfjðldans á að
ráða um skiptingu vegarfjár!
Frumvarp Framsóknar-
manna um lántöku til aukinna
framkvæmda í vegagerö á
Vestfjörðum og á Austurlandi
var tekið til 2. umræðu í efri
deild í gær. Jón Þorsteinsson
þingmaður Alþýðuflokksins
gaf við umræðuna mjög at-
hyglisverða yfirlýsingu, er
varpar nokkru Ijósi yfir stefnu
ríkisstjórnarinnar gagnvart
landsbyggðinni. Yfirlýsing
Jóns er mjög í samræmi við
stefnu ríkisstjórnarinnar eins
og hún birtist á borði, en er
hinsvegar í ósamræmi við það,
sem ýmsir þingmenn stiórnar-
liðsins túlka hana í orði. Jón
Þorsteinsson sagði, að það
væri fólksfjöldinn, sem ætti
að ráða, þegar fé til vegamála
er úthlutað og það beri að
leggja fyrst og fremst áherzlu
á þær vegaframkvæmdir, sem
koma sem fjestum að notum.
Bjartmar Guðmundsson mælti
fyrir álitiv meirihluta samgöngu-
málanefndar, sem lagði til að mál
inu yrði vísað til ríksstjórnarinn-
ar, en frumv. sama efnis var í
fyrra einnig vísað til ríkisstjórn-
arinnar á þeirri forsendu, að vega
lög væru í endurskoðun. Var það
stjómskipuð nefnd, sem þá endur
Langar umræður í efri deild í gær um frumvarp Framsóknarmanna um
lántöku til að rétta hlut Vestfjarða og Austurlands í þjóðvegakerfinu
skoðun framkvæmdi og mun Bjart
mar hafa átt sæti f nefndinni.
Nefndin mun hafa skilað tillög-
um sínum til ríkisstjórnarinnar.
SLgurvin Einarsson minnti á,
að 1958 hefði verið samþykkt
þingsályktun á
Alþingi, sem
allir þáverandi
fjárveitinga-
nefndarmenn
hefðu staðið að
am allsherjarat
hugun á vega-
■cerfinu í land-
nu. Vegamála-
ítjóri hefði
?ert þessa at-
hugun og skýrsla hans leiddi í
ljós, að Vestfirðir og Austfirðir
hefðu dregizt mjög aftur úr í sam-
göngum. Þar sem ljóst var, að
erfitt myndi að jafna aðstöðuna
milli landshluta með venjulegum
fjárveitingum frá Alþingi vegna
þeirrar venju eða hefðar, sem
skapazt hafði að jafna fjárveit-
ingum sem mest milli kjördæma,
bárú Framsóknarmenn þegar á
þinginu 1959 fram frumvarp um
lántöku til vegagerðar í þessum
landshlutum. Það frumvarp var
svæft í nefnd. Það var borið fram
aftur 1960 og enn svæft og sagt, í
að ekki mætti leggja vegi fyrir
lánsfé. 1961 var frumvarpinu vís-
að til ríkisstjórnarinnar á þeirri
forsendu, að vegalögin væru í end
urskoðun, en ekki minnzt á, að
ekki mætti leggja vegi fyrir láns-
fé, enda hafði ríkisstjómin þá
tekið lán til Keflavíkurvegarins
— reyndar án heimildar Alþingis,
þótt ekki sé vitað að ágreiningur
ríki um verkið. Nú á enn að vísa
frumvarpinu í fjórða sinn, er þing
ið fær málið til meðferðar, til rík-
isstjórnarinnar. Nú er það ekki
rökstutt með því að endurskoðun
vegalaga standi yfir, því ag henni
er lokið og nefndin hefur skiiað
tillögum sínum til ríkisstjórnar-
innar. Nú er sagt, að ekki megi
taka þetta eina mál út úr, heldur
verði að afgreiða öll þau mál, sem
flutt hafa verið af þessu tagi í
einu lagi. — Þegar Keflavíkurmál
ið er haft í huga, hljóta blómin
í þessari röksemdafærslu að fölna.
Endurskoðunsa vftgajagaia lhjik 9.
okt. s. 1. — fyíir0Jtveimur mánuð-
um rr og ekkl: þQÍWná)jtÍýjÚÍ frum-
varpi til vegalaga. Ekkert vitum
við stjórnarandstæðingar hvaða til
lögur þessi endurskoðunarnefnd
hefur gert. Hafi hún gert tillögur
um að stórhækka framlög til Vest
fjarða og Austfjarða, er ekkert
gðn
líklegra en við hefðum dregið
þetta frumvarp til baka, en nefnd
in neitar um upplýsingar, segist!
hafa verið að vinna fyrir ríkis-
stjórnina en ekki Alþingi. Fram-
sögumaður meirihlutans mun hafa
setið í nefndinni og væri fróðlegt
að heyra hjá honum, hverjar til
lögur nefndin hefur gert.
Bjartmar Guðmundsson sag
að Sigurvin hefði lagt mikla
áherzlu á að afgreiða málið úr
nefnd. Það hefði hann gert vegna
þess að hann vildi að málið yrði
dregið.
Sigurvin Einarsson sagði það
hina furðulegustu fullyrðingu, að
þingmenn legðu áherzlu á að mái-
um yrði hraða til þess að þau yrðu
drepin.
Pá'il Þorsteinssocn sagðist vilja
vekja athygli á því, að þetta mál
væri flutt að
vel yfirlögðu
ráði og í fjórða
sinn f röð á Al-
þingi. Frum-
varpig er byggt
á grunni, sem
ekki er véfengd
ur, þ. e. skýrslu
vegamálastjóra
um ástand vega
mála. Þá nefndi
Páll nokkur dæmi um röskun á
jafnvægi í byggð landsins. Á Vest
fjörðum hefur fólki fækkað um
18% á 20 árum á sama tíma og
heildarfjölgun þjóðarinnar hefur
orðið 48% og á Austfjörðum hef-
ur einnig orðið mikil hlutfallsleg
fólksfækkun. Þetta er váleg þróun
og þeir, sem að þessum málum
hafa hugað, komast allir að þeirri
niðurstöðu, að það séu samgöngu
málin, sem einna mestu ráði hér
um. Þetta frumvarp er engin ails
herjarlausn á vandamálinu um
jafnvægi í byggð landsins, en það
er tvímælalaust spor í rétta átt.
Ástæðan til þess að Vestfirðir og
Austurland hafa dregizt aftur úr
í samgöngum er ekki vegna þess,
að þingmenn þessara landshluta
hafi á undanförnum árum verið
svo linir, heldur vegna landslags
og aðstæðna, sem valda því að
það vinnst miklu minna fyrir
hverja krónu í vegum í þessum
landshlutum en öðrum, því að
fjallvegir eru margir og vegalengd
ir miklar. Þá minnti Páll á, að end
urskoðun vegalaga gæti ekki stað
ið f vegi fyrir samþykkt þessa
frumvarps. í vegalögum væru
ekki ákvæði um fjárframlög til
einstakra vega, heldur almenn
Framh. á 15. síðu.
FRUM VARP UM VAXTALÆKKUN FELL T
FRUMVARP Framsóknar-
manna um afnám sparifjár-
frystingar og almenna vaxta-
lækkun var til 2. umr. í neðri
deild í gær. Meirihluti fjár-
hagsnefndar lagði til að frum-
varpið yrði fellt og talaði Jó-
hann Hafstein fyrir áliti meiri
hlutans, sem mælti með sam-
þykkt frumvarpsins. Einnig tók
til máls Lúðvík Jósepsson. —
Frumvarpið var að lokinni um-
ræðunni fellt með 18 atkvæð-
um gegn 15. Hér fer á eftir
útdráttur úr ræðu Skúla Guð-
mundssonar fyrir nefndaráliti
minnihlutans.
SKÚLI GUÐMUNDSSON
sagði, að vaxtahækkunin liefði
átt drjúgan þátt í hinni stór-
felldu dýrtíðaraukningu. Hún
hefur leitt af sér hækkun bygg
ingarkosíviað'ar og stofnkostn
aðar atvinnufyrirtækja, hækk-
un vöruverðs og þar með fram
færslukostnaðar. Henni hefur
fylgt hækkun rekstrarkostnað-
ar atvinnufyrirtækja og fram-
leiðslukostnaðar.
Því var haidið fram, þegar
vextir voru hækkaðír, að það
mundi draga úr eftirsnurn eftir
lánsfé. En þetta er þvert á
móti, því að vaxtahækkunin,
ásamt efnahagsráðstöfunum rík
isstjómarinnar hafa aukið
mjög lánsfjárþörf framleið-
enda, útvegsmanna, iðnaðar-
manna og bænda. Vegna auk-
innar dýrtíðar þarf meira láns-
fé til stofnunar atvinnufyrir-
lækja en áð’ur var. Vaxtahækk
unin, ásamt ö'ðrum ráðstöfun-
mn ríkisstjórnarinnar hefur
valdið samdrætti á sumum
sviðum, t. d. í íbúðarhúsabygg-
ingum Samkv. skýrslum hefur
verið liafin bygging færri
húsa nú en áður. En sá sam-
diáttur mun auka þörfina fyr-
ir byggingar síðar og hafa þá i
för með sér enn meiri eftir-
spum eftir iánsfé til þeirra
framkvæmda. Þess er að geta,
að innlánsvextir voru hækkað-
ir um lei® og útlánsvextimir
voru hækkaðir. Hækkun inn-
lánsvaxta átti að bæta hag
sparifjáreigenda. En þannig
hefur farið, að hagur þeirra
hefur stórversnað siðustu árin.
íslcnzka krónan hefur fallið á-
kaflega mikið í verði síðan
efnaliagslögin frá í febrúar
1960 komu í gildi. Til viðbói-
ar þeirri miklu lækkun krón-
unnar, sem þá átti sér stað,
kom enn ný krónulækkun sum
arið 1961. Reynsla sparifjár-
eigenda af stefnu núverandi
rikisstj. hefur orðið ákaflega
ömurleg. Vaxtahækkunin, sem
þeir fengu hefur eyðzt í stór-
vaxandi logum dýrtíðarinnar.
Ekki nóg tneð það, að þeir hafi
tapað þannig vaxtahækkuninni.
allir vextirnir, sem þeir hafa
fengið og mikið af höfuðstóln-
um hefur farið sömu leiðina
Hagsmunir þeirra verða ekki
tryggðir með vaxtahækkun. —
Það sýnir reynslan. Heimild
ríkisstj. í 32. gr. efnahagsl. til
að ákveða vaxtakjör og láns-
tíma hjá fiskveiðisjóði, Stofn-
iánadeild sjávarútvegsins, Bygg
ingarsjóði sveitabæja, Ræktun-
arsjóði, Byggingarsjóði ríkis-
ins og Byggingarsjóði verka-
manna og Raforkusjóðf hefur
verið notuð, þannig að vextir
hafa þar verið hækkaðir af út-
lánum eins og öðrum og láns-
tími í sumum tilfellum styttur
Víðast mun það hafa verið
2J4%, sem hækkunin nam á
vöxtum hjá þessum sjóðum, í
einstökum tilfellum 2%. Láns-
kjörin hjá þessum sjóðum hafa
alltaf áður verið ákveðin i
lögum frá Alþingi, bæði vextir
og lánstími og þannig teljum
við að þetta eigi að vera. —
Byggingar- og landnámssjóður
var stofnaður með lögum frá
1929. Fáum árum síðar voru
sett Iögin um verkamannabú-
staði. Og þá voru ákveðin lán
úr þessum sjóðum með iágum
vöxtum. Einnig var um langan
tíma kostur fyrir menn að fá
lán úr ræktunarsjóði og fisk
veiðisjóði með lægri vöxtum en
algengír voru á þeim tíma. —
Það var iagt fram fé úr ríkissj.
til að lækka vexti af 1 lánum
þessara sjóða. Þar kom fram
stuðmngur iiins opinbera við
uppbygginguna í landinu. Þörf
in fyrir þann stuðning er enn
fyrir hendi.
Vegna dýrtíðarinnar er nú
nijög mikil þörf á að veita
fólki aðstoð við að koma upp
íbúðarhúsum með hagstæðum
iánakjörum, bæði hvað snertir
vr-xti og iánstíma. Einnig þarf
að styðja nauð'synlega upp-
byggingu í atvinnurekstri með
hagkvæmum stofnlánum. Á
þann liátt þarf að styðja fjöld-
ann til sjálfsbjargar og það er
Alþingí, sem á að ákveða þessa
r.ðstoð. Við teljum ekki rétt,
að það sé ríkisstjórnin, sem á-
kveði þetta. Það á Alþingi að
gera, eins og áður var. En
þetta er ekki eina dæmið um
það, að ríkisstj. sú, sem nú
starfar, hafi hrifsað til sín
vald, sem áður hefur verið hjá
þinginu. Má í því sambandi
nefna gcngisskráninguna.
Hæstv. viðskmrh. gaf þær
upplýsingar fyrir þessu þingi,
að bundna spariféð mundi
nema um 490 millj. kr. Heimild
Seðlabankans til bindingnr á
sparifé hefur verið notnð þann
ig, að bankinn hefur eigi aðeins
krafið viðskiptabanka og aðra
stærri innlánsstofnanir um
hluta af sparfjáraukningunni,
heldur einnig minni sparisjóði
ng innlánsdeildir, sem hafa svo
lítið sparifé í sínum vörzlum
að binding á hluta af því hef-
ur engin áhrif á þróun menn-
ingarmálanna í landinu. En þó
að þar sé ekki um stórupphæð-
ir að ræða miðað við heildar-
veltu peningastofnana landsins,
verður burtflutningur þeirra úr
iiéruðumim, þar sem þessar
litlu innlánsstofnanir eiga
heima, til þess að auka þá erf-
ióleika, sem þar eru víða
vegna vöntunar á fjármagni.
í máli þessu hefur verið sýnt
fram á í fyrsta Iagi, að háu vext
irnir hvíla mjög þungt á öll-
um þeim fjölda, sem þarf á
lánsfé að halda til nauðsyn-
legrar unpbyggingar, öflunar
atvinnutækja og atvinnurekstr
ar. Vaxtahækkunin hefur ekki
tryggt hagsmuni sparifjáreig-
enda. Hagur þeirra hefur stór-
versnað síðan vextirnir voru
hækkaðir.
f öðru Iagi, að enn þarf sem
fyrr að styðja eðlilegar fram-
kvæmdir og framleiðslustarf-
semi með hagkvæmum stofn-
lánum til bygginga og til at-
vinnuveganna og Alþingi á að
ákveða vexti og Iánstíma hjá
þeim lánasjóðtim. í þriðja Iagi,
að lánsfé skortir til nauðsynja
framkvæmda svo sem húsabygg
inga, kaupa á atvinnutækjum
og til atvinnurekstrar og ekki
er sjáanlegt, að fært sé að
bæta úr lágmarksþörfinni fyrir
lánsfé, ef haldið verður áfram
að taka sparifég til bindingar í
Seðlabankanum, eins og nú er
gert. Heimildina til þess ætti
þvi að nema úr lögum.
6
T I M T N \ hriffinflaffiii' 4. lipcpmhpr —