Tíminn - 04.12.1962, Síða 7

Tíminn - 04.12.1962, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: bórarinn Þó.rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- liúsinu. Afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523 Af- greiðslusími 12323. Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands. t lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f, — Vonsvikið ofstækisíhald Flestöll stjórnmálaskrif Morgunblaðsins bera því ljós- an vott þessa dagana, hve sárt forvstumönnum Sjálf- stæðisflokksins svíður það að hafa misst af tækifærinu til þess að kljúfa Alþýðusamband íslands. Morgunblaðið virðist ekki geta látið af þeim marghrakta þvættingi, að brotið hafi verið gegn dómi Félagsdóms á Alþýðusam- bandsþingi, þó að öll þjóðin viti, að Mbl. getur ekki fengið stuðning eins einasta sæmilegs lögfræðings í land- inu við þá fullyrðingu. Þetta mál er ofur ljóst orðið. Dóminum var fullnægt með því að taka fyrir kjörbréf LÍV til meðferðar í kjör- bréfanefnd eins og annarra fullgildra félaga í samtökun- um, sem til þings komu. Til þess hafði þing ASÍ ekki að- eins lögverndaðan rétt. sem dómurir.n hreyfði að sjálf- sögðu ekki við, heldur bar beinlinis sKylda til þess sam- kvæmt dómnum og félagslögum. Við athugun kjörbréfa kom strax í ljós, að nokkrir meinbugir voru á, t. d. sást það strax um Verzlunarfélag Hafnarfjarðar, sem ekki iiafði fullnægt reglum um fundarhöld. Þar sem um ný og g-eysifjölmenn samtök var að ræða, þurfti að bera saman félagaskrár við skrár annarra félaga ASÍ, en slíkt var ógerningur á .þessu þingi. Kjörbréfanefnd lagði því til að fresta afgreiðslu kjör- bréfanna en veita fulltrúum LÍV fundarsetu með mál- frelsi og tillögurétti. S.líka afgreiðslu gat hvert einasta fullgilt félag í ASÍ fengið og hafa ýmis fengið fyrr og síðar. Þessi afgreiðsla kjörbréfanna virðist ofur eðlileg eins og á stóð, en getur auðvitað orkað tvímælis eins og flest annað, en rétt og skyldu þingsins til þess að fjalla um kjörbréfin á sjálfstæðan og ákvarðandi hátt dettur engum í hug að vefengja nema nokkrum þverhausum stjórnarliðsins. Þing ASÍ hafði á þriðja dag karpað um kjörbréf ann- srra sambandsfélaga, á undan kjörbréfum LÍV, og sýnir það gerla, að slíkt verður oft og einatt hlutskipti full- gildra félaga á þingum ASÍ. Stjórnarliðið, sem vildi svipta þingið rétti til að af- greiða kjörbréf LÍV á sjálfstæðan hátt, lagði meira að segja sjálft til, að felld yrðu tvö kjörbréf fullgilds félags af Suðurnesjum, af því að talið var að vantaði nokkrar kiukkustundir upp á ákveðinn frest til fundarboðunar. jafnvel þó að sannaðist, að það stafaði af seinkun á skeyti hjá landsímanum. Þannig vildi stjórnarliðið sjálft víkja til hliðar kjörbréfum fullgilds félags og hafði auðvitað fullan rétt til að leggja það til, alveg eins og þingið hafð’ fullan rétt til þeirrar afgreiðslu kjörbréfa LÍV sem það við hafði. Sannleikurinn er sá, að í ofstæki sínu og ákafri löngun til að fá átyllu til að kljúfa ASÍ eru forkólfar Sjálfstæðisflokksins hreinlega uppvísir af því að hafa túlkað dóm Félagsdóms á algerlega löglausan hátt r- fallið í svipaða gryf ju og kommúnistar, sem vildu hafa hann að engu. Framsóknarmenn fóru hina réttu leið Þeir séu um, að dómnum væri fullnæat, og LÍV yrði fullgildur aðili i ASÍ, en þeir vernduðu um leið félags legan rétt ASÍ eins og dómurinn og öll lög ráðgera. En ölJ framkoma og skrif stjórnarliðsins um þetta mál eru sannanir fyrir því, að þessir menn vita og viðurkenna ao dómnum var fullnægt og LÍV varð fullgildur meðlim u’ ASÍ. Ef þeir viðurkenndu ekki að óómnum hefði ver ið fullnægt. þá hefðu þeir notað tækifærið til að kljúfa Alþýðusambandið. eða gert ráðstafauir sem venjulegar eru til þess að framfylgja dómum Hvorugt gerði stjórn arliðið, og þannig ómerkir það sín eigin orð um þetta og viðurkennir, að dómnum var fullnægt. T í M I N N, þriftjudagur 4. desember 1962. — RUDOLF AUGSTEIN; | Stjdrnarfar getuleysisins Úfgefandi „Der Spiegel“ segír þýzkum borgurum til syndanna. 1 Greinin, sem hér fer á eftir, er eftir Rudolf Aug- stein, útgefanda þýzka blaðsins „Der Spiegel", er mcstur styr hefur staðið um í Vestur-Þýzkalandi undan farniar vikur.,Hún birtist í blaðinu fyrir nokkrum dö.g- um dg gefur ljósa hugmynd um, hvernig Augstein liag- ar málflutningi sínum, en 1 greininni beinir hann orð- um sínum einkum til þýzkra borgara. Spiegelmálið hef- ur þótt sýna, að enn væri réttarfiari og stjórnarfari mjög ábótavant í Vestur- Þýzkalandi, en það hefur líka sýnt, að þar eru t'il sterk öfl, sem vi'lja færa stjórnarfiarið í 'lýðræðis- lftgra horf. Enn er óiljóst, hver framvindan verður, en ekki skyldi vanmeta það, að,í Vestur.Þýzkalandi geta frjálslynd blöð látið gagn- rýni sína í Ijós, sbr. eftir- Adenauer talar á blaðamannafundi í Washington. farandi grein. FALL ráðherrans Strauss hefur forðað Vestur-Þýzka- landi frá hættu, sem of létt- lynt væri að telja að ógnaði aðeins í innanlandsstjórnmál- unum. Innan tíðar verður hægt að 'sýna það betur, hvílíkur bikar hefur hér verið tekinn frá furðu sleginni þjóðinni. Þótt mönnum létti vegna einbeitni flokks frjálsra demó- i krat»,inaávþað ekki koma í veg fy-Fir-cað' nienn sjái, að aðeins kápan ér falíin af öxlunum. Sá, sem ætti að vera ábyrgur gagn vart lögunum, en var skjól hins einráða og ólöghlýðna ráðherra, — hann er rétti sökudólgurinn. Það er hann, sem hefur gert réttarfarshug- myndir lýðræðis okkar að spotti allra, og berst nú með þrjózku gamlingjans fyrir nokkurra daga, vikþa eða mán- aða fresti skuldadaga hinnar ólýðræðislegu stjórnar sinnar. SVO MÁ SEGJA, að ekki skipti iengur máli, að bolla- lagt sé um, hvort hinn 86 ára gamli maður sýni á morgnana, miðdegis eða síðdegis „merki um aukna deyfð1-. Nú liggur það ijóst fyrir: Eins og hann meðhöndlar einmitt núna rétt- arríkið, stofnanir þess og lýð- ræði ; — þannig hefur hann hegðað sér frá stofnun Sam bandslýðveldi'sins Þýzkalands. Ykkur hefur alltaf verið stjórn að eins og ykkur hefur verið stjórnað undanfarnar fjórar vikur. Þið vilduð bara ekki játa sannleikann. Meðan hann þóttist forða ykk ur frá afleiðingum hinnar töp- uðu ránsstyrjaldar, meðan hann virtist ábyrgðarmaður efnahagsundursins, — þið trúð uð því —, þá vgr ykkur sama. hvernig ykkur var stjórnað Þið voruð ánægð með að láta þennan mann ráða yfir ykkur eins og höfðingjar gera meða' frumstæðra þjóða. (Innskof Haldið þér, að útflutningur inn hefði dafnað svona vel a 'Stjórnartíma Adenauers, el hann hefði ekki skapað Þjóð verjum mikið álit úti í heimi' Svarið: Ég held að það hafi verið of dýru verði keypt ) EFTIRTEKTARVERÐUR er hinn tryllti hlátur sljórnar- þingmannanna í þinghús- inu og heimskulegt klappið, þegar hann segir Þmmaura‘ brandara, sérstaklega óvand- eða ósmekklega athugasemd. „Kanslarinn var í essinu sínu“, „Kanslarinn var í góðu skapi“, „Kanslarinn var í vígahug" stóð þá í nokkrum dagbiöðum. Enginn í forustuliði Kristi- legra demókrata kemst undan hinni þungu sekt að hafa hjálp að við að gera ríkið ótrúverð- ugt og gera það að skopmynd með því að styðja þennan mann. En hvað þið fögnuðuð því, þið kristilegu stjórnmála- menn, þegar hann úrskurðaði, að ekki mætti vera með neina smámunasemi í réttarfarinu! Þegar hann lýsti yfir því, að sigur stjórnarandstöðunnar jafngilti hruni Þýzkalands! Það var nefnilega borið á borð fyrir ykkur líka, og svo voruð þið ánægðir. VAR EKKI til dæmis kosn- ingabarátta kanslarans árið 1957 ein allsherjarmóðgun við alla þjóðina? (Við lýstum henni í SPIEGEL og útveguð- um með því Kristilegum demó- krötum fleiri atkvæði!) Getur stór stjórnmálaflokkur látið sér vel líka, að foringi hans bjóði sig fram tii forsetakjörs en láti síðan framboðið niður falla eins og hverja aðra heita kartöflu? Þið létuð ykkur það vel líka, þið kristilegu demt kratar, þið létuð svipta ykku: Iögræði. Þið hafið horft á, hvermg foringi ykkar löðrungaði til- vonandi eftirmann sinn, brá fyrir hann fæti og afgreiddi hann á sama máta pg gert e' eftir suðuramerískum aðferð um í heimsmeistarakeppni knattspyrnu — og honum, sem misboðið var. virtist láta sé’ það vel líka. Og þegar gem leysi kanslara ykkar kom einn ig í ljós i Berlín^rmúrsmai inu, þegar þið fenguð nokkur konar fyrirframnótu í þing- kosningunum 1961, hafið þ aðeins dregið þá ályktun. a< hann yrði að vera iafn lene kanalari og hann vildi sjálfur — ekki eins iengi eins og þið vilduð, því að siálfir viljið þið ekkert. LÍTIÐ á stjórnarmyndunina árið 1961. Átta virðingarlausar og trúnaðarlausar vikur, hræði legur kafli um hnignun lýð- ræðisríkis. En allt í einu vildu jafnaðarmenn og frjálsir demó kratar hita upp flokkssúpur sínar við hinn dofnandi kansi- araeld. Jafnaðarmenn léku sér að þeirri hugmynd, að verða hinn flokkurinn i stjórn Aden- auers, og þá féliu frjálsir demókratar fyrir freistingunni. Því meira þjakandi, sem stjórn kanslarans varð, .þeim mun færri óvini átti hann. Um tíma var SPIEGEL einasti ó- vinur hans — það er ekki okkur til hróss, heldur ykkur til iasts. Mér líkar vel, að sið- ferðisleg vangeta hans til að stjórna lýðræðisríki varð svo greinileg í SPIEGEL-málinu. að öll þjóðin varð sjáandi. Allt í einu stóð hann þarna, alveg eins og við höfðum alltaf iýst honum í SPIEGEL, sjálfir oft efins um dómgreind okk- ar. Þið haldið, að ég segi, að þið hefðuð átt að lesa SPIEG- EL. Nei, en sannleikurinn !á opinn fyrir, og þið þurftuð ekki annað en að bera ykkur eftir honum. Þegar þið gagnpýnið okkur fyrir að hafa gægzt í gpgnum skráargöt, þá svörum við: Betra er að gægjast í gegnum skráargöt heldur en að sjá yfirleitt alls ekki neitt. Þegar þið ákærið okkur fyrir að vinna með hneykslísfréttum í stjórnmálunum, þá’ spyrjum við ykkur: í hvaða öðru blaði 6 eða hver annar hefur ráðizt á I stjórnarstefnu stjórnmála I mannsins Strauss? 1 ÞEGAR ÞIÐ segið, að ykkur geðjist ekki að stjórnarand- stöðuaðferðum okkar. segið okkur þá um .leið, hvaða stjórn arandstöðuaðferðum yfirleitt ykkur hefur geðjazt að síðast- liðin þrjú ár. í „Frankfurter Allegemeine'' les ég: „Ef SPIEGEL væri eina stjórnarandstaðan í Þýzka landi, væri ekki gott i efni fyr- ir Þýzkaland. og ef þið hefð- uð ekkt verið blindir af ásettu ráði, hefðuð þtð tekið eftir þvi Það var betra að gera eitt- hvað. þótt það sé ekki fullkom P Framh a 13 siðn p _____________________» ww—i—f rj rn ■ u?v / /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.