Tíminn - 04.12.1962, Qupperneq 9

Tíminn - 04.12.1962, Qupperneq 9
ANDRES KRISTJANSSON SKRIFAR UM iNDLANDSFARI SEGIR FRÁ Sigurður A. Magnússon: VH) ELDA INDLANDS ísafoldarprentsmiðja. fslendingar hafa lengi átt eina fræga reisubók frá Indlandi. Nú hafa þeir eignazt aðra, sem meira að segja kynnir sjálfa sig sem fyrstu íslenzku ferðabókima um Indland í heild, því að Jón Indía- fari hafði aðeins ritað um Suður- Indland. Sigurður A. Magnússon, blaða- maður, hefur ferðazt um Indland í þrjá mánuði, og síðan ritað bók- ina, sem er rúmlega hálft þriðja hundrað blaðsíður og „dregur upp ljósa mynd af framandi og margsl'ungnu lífi einnar sérkenni legustu þjóðar á yfirhorði jarðar“, eins og segir í bókarkynningu á kápu. Að vísu er hætt við, að margur SlgurSur A. Magnússon muni hugsa sem svo, að þrír mán- uðir sé heldur stuttur tími til þess að byggja á ritverk, sem haslar sér völl, og eftir lestur bókarinn- ar kemst maður heizt að þeirri niðurstöðu, að það sé einmitt mesti galli bókarinnar, að höfund ur gerir tilraun til þess að láta hana vera meira en reisubók, meira en ferðalýsingu á því, sem fyrir augu ber og ferðalanginn hendir, reynir að vefa inn í ferða söguna brot úr sögu Indlands, trú arbrögðum Indverja og heimspeki. Slfk smáágrip á víð og dreif ná engan veginn tilgangi sínum en rjúfa línu frásagnarinnar hvað eftir annað og verða eins og leiðin legar tafir í ferð. Þetta er að vísu gömul fallgryfja ferðasöguritara, en óþarft ætti að vera fyrir þjálf- aðan blaðamann að hnjóta í hana. Til dæmis lendir lesandinn allt í einu í þvælu, þar sem Mógúl- keisarar eru kynntir með æviágrip um hver fram af öðrum. Auk þess verður ærið oft vart langdreginna lýsinga á musterum og öðrum stöðum með allt of miklu_ ættar- móti við upplýsingapésa. í góðri ferðabók á lesandinn að meðtaka allt slíkt af ferskri skynjun og lýsingum höfundarins. Er jafnvel betra að eitthvað skorti á fræði- lega fyllingu, en að höfundurinn láti leiðbeiningarpésa víkja sjálf- um sér til hliðar. En þetta er sem betur fer alls ekki heildarsvipur bókarinnar, heldur hnökrar á stöku stað, eins og af og til gæti þreytu hjá höf- undinum, hann hafi farið heldur hratt yfir, ætlað sér of mikið, og þegar skynjun hans sjálfs og á- lyktunargáfa eru ofhlaðnar leiti hann um of á náðir nærtækra 'heimilda. En þess á milli fer hann á kostum, er hrifinn og næmur, gerhugull og sjálfstæður í skoðun og athugun, lýsir því sem fyrir ber af hjartans lyst, beitir hæfi- leg hugmyndaflugi, tekur hressi- lega til orða, gagnrýnir og dæmir á sjálfstæðan og persónulegan 'hátt. En bókin ber það óneitan- lega með sér, að höfundur ofreyn ir sig, enda er það varla furða, slíkt verk sem hann hefur færzt í fang á þremur mánuðum. Sigurður hefur för sína í Bombay þar sem vestræn menning hefur náð mikilli fótfestu, þó að gamm arnir éti enn líkin í turnum þagn- arinnar. Þaðan heldur hann til Dehlí, hittir landsfeður og flytur fyrirlestra í háskólanum, heimsæk ir „meistara" og ræðir jafnvel við Dalai Lama. En ekkert af þessu er sérlega frásagnarvert í bók. Miklu forvitnilegri verður frásögn hans af Benares- og Ganga-fljóti, þar sem líkbrennslan fer fram, enda leynir sér ekki, að það — eins og daglegt líf þjóðarinnar í trú og brauðstriti — fangar hug hans miklu meira og þá rís frá- sögnin öll. Höfundur ferðast síðan stað úr stað, austur til Kalkútta og suður til. Madras og Kerala. Þetta verður stór hringur og margt ber fyrir augu. Ferðasagan öll er mjög fersk og skemmtileg, og lýsingar þess þjóðlífs, sem birt ist höfundi sjálfum í ferðinni og kynnum á áningarstöðum eru snjallar og bregða upp Ijóslifandi myndum. Hið sama má segja um lýsingar á þeim trúarathöfnum, sem höfundur verður vitni að, og þeirri stórbrotnu list, sem auga hans mætir í fornum musterum. Mikill fjöldi ágætra mynda er í bókinni, prentaðar á sérstakan myndapappír. Sumar þeirra hefur höfundur tekið sjálfur, en aðrar eru augsýnilega úr pésum og af póstkortum eða teknar að tilhlut- an þeirrar indversku stjórnarstofn unar, sem bauð honum í ferðina til landkynningar. Höfundur efndi til sýningar á íslenzkum málverkum í Nýju Dehli (hafði með sér 30 eftirprentanir Helgafells) og birtir hann nokkra dóma indverskra blaða um sýn- inguna. Þegar á allt er litið, er þetta mjög fróðleg bók og skemmtileg og yfirleitt rituð á kjarngóðu, hressi legu og snjöllu máli. Lesandinn verður óneitanlega töluvert fróð- ari um líf þessarar merkilegu og samslungnu þjóðar af lestrinum. —AK r ADTIL HEIMAHAGA agnús Gíslason, Frostastöðum segir frá bændaför Skagfirðinga Það var árla verið á fófum á Víðivöllum. Morgunsvöl golan blés framan Fljótsdalinn. Er- lingur frændi spáði góðu veðri þennan síðasta dag ferðalags- ins, því nú var ætlunin að ná heim með nóttinni. Og niður hjá Lagarfljótsbrú þurftum við að vera mætt kl. 9. Á milli liggja rúmir 50 km. Allt okkar ráð er í Brlings hendi. En hann hefur heitið okk- ur því, að við verðum ekki stranda glópar svo við drekkum morgun- kaffið í algeru áhyggjuleysi þótt engan sjáum við bílinn. Og svo kom jeppinn og að skilnaði skenkti Rögnvaldur frændi minn Erlingsson mér myndarlega hrein dýrskrónu. Er slíkur gripur sjald- séður í Skagafirði. Babb í bátinn Nokkur bið varð á því, að lagt væri upp frá Lagarfljótsbrú. Étö man ekki betur en klukkan væri farin að halla í 11 þegar búizt var til brottfarar þaðan. Ekið var greitt norður yfir Hróarstunguna, yfir Jökulsá á Dal og inn Jökul- dalinn. Og þar, hjá Hofteigi, henti það slys, sem yfir hafði voíað upp á síðkastið en allir voru þó farn- ir að vona að ekki yrði af. „Kálfsi“ litli gefst upp. Hann hafði alltaf ófrískur verið síðan hann festi sig í einni Suðursveitaránni en þó dummað þetta samt og mátti það úthald heita með ólíkindum að því er þeir sögðu mér, sem þekk- ingu hafa á líffærafræði bíla. En nú fékkst sá stutti með engu móti lengur til að hreyfa legg né lið. Horfði nú báglega hagur okkar um sinn. Kom foringjaráðið sam- ín til fundar undir stjórn Ragn- ars yfirgenerals okkar og ræddi neð sér á hvern veg skyldi við vandanum snúazt, en almúginn lá í leti út um lautir og bala og virt- ist áhyggjulaus með öllu, rétt eins og það skipti svo sem engu máli hvort þessi áttunda dagleið end- aði þarna á Jökuldalnum eða að úr henni tognaði eitthvað frekar. Sýndi það sig hér sem oftar, að sá annmarki vill iðulega fylgja góðri stjórn, að þegnarnir gerist áhyggjulitlir og værukærir um of. Þess vegna getur stundum verið gott að fá það, sem menn annars kalla slæma stjórn. Hún vekur. Eirin kostur aðeins virtist fyrir hendi um framhald ferðarinnar og þó ógóður. Hann var sá, að bæta farþegum „kálfsa" í hina bílana þrjá. Möguleiki var það með því móti, að ekki hefðu allir samtímis sæti. En nú kom í ljós, að hér var sá nær en vitað var, sem breytti þessari atburðarás allri. Að bar áætlunarbíl neðan úr fjörðum, á leið til Akureyrar. Og hann gat auðveldlega innbyrt það af okkar liði, sem ekki komst með sæmi- legu móti í hina bílana. Hófst nú ferðin norður yfir fjöllin í sólskini og sumarblíðu. Hjá Rangalóni við Sænautavatn stigum við snöggvast út og skoð- uðum menjar þær um mannabyggð sem þar eru enn sjáanlegar en það eru helzt húsatóftir mjög greinilegar og standa sumir vegg- ir enn uppi til miðs og meir. En þessara veggjabrota bíður sjálf sagt ekki annað en molna niður og hverfa að síðustu með öllu inn í heiðakyrrðina, eins og gerzt hef ur að mestu saga þess fólks, er þarna háði sína lífsbaráttu. Bjart ara var nú að miklum mun yfir öræfunum en er við fórum hér um á austurleið. Sást t.d. vel til fjalla drottningarinnar Herðubreiðar, sem ýmsir telja fegurst fjall og stílhreinast á íslandi. Með Mývetningum Nú var hugmyndin að leggja leið ina um Mývatnssveit. Fórum við því yfir Jökulsá hjá Grímsstöðum og vestur Mývatnsöræfi. Höfðum við skammt farið í áttina til Mý-i vatnssveitar er maður nokkur, mikill vexti og hinn hvatlegasti, skálmaði í veg fyrir okkur. Varð þá einhverjum að orði, að þar mundi kominn útilegumaður úr Ódáðahrauni, og væri vissara að gæta vel að kvenfólkinu. Annar taldi til lítils fyrir þá að fara með kvenmann á fjöll, sem ekki gæti gætt hans fyrir einum útilegu- manni, jafnvel þótt úr Ódáða- hrauni væri En hér kom ekki til þess að neinn þyrfti að reyna karl mennsku sína, því komumaður var enginn annar en Pétur í Reyni- hlíð, sá er til Rómar gekk um árið og fyrir páfa, líkt og áður hafði gert Sturla Sighvatsson og fleiri góðir menn. En þar skildi með þeim Pétri að hann þurfti ekki að biðja páfa fyrirgefningar á neinu. Var Pétur nú að líta eft- ir vegagerð þar austur í öræfum og tók sér far með okkur til Mý- vatnssveitar. Þekkir hann hverja þúfu á þessum slóðum og miðlaði okkur miklum fróðleik. Óneitan- lega hefði nú verið ástæða til þess að staðnæmast um stund í Náma- skarði, skoða brennisteinshverina og sjá yfir Mývatnssveitina, en fararstjóri mun hafa talið að nú leyfði tíminn ekki annað en ekið væri beint til Reynihlíðar, þar sem beið okkar málsverður í boði Búnaðarfélags íslands. Mun svo hafa verið til ætlazt í öndverðu að það yrði hádegisverður, en úr því sem komið var, fékk það nafn varla staðizt, því nú var komið nær miðaftni, klukkan að ganga 6, — Hafði mikill hópur Þingeyinga beð ið þarna eftir okkur frá því um hádegi. Þótti ýmsum biðin ærin orðin og ástandið raunar alvar- legt, eftir þeirri lýsingu, sem Bald ur á Ófeigsstöðum gaf, er setzt var til borðs í hinum glæstu salar kynnum Hótel Reynihlíðar: „Skuggaleg varð ævin enn, innantómur virtist maginn, og heppni að urðu ei 100 menn hungurmorða veizludaginn“. En er menn höfðu bragðað sil- unginn og skyrið, gleymdust óðara undangengnar armæðustundir og Baldur mælti: „Lifnar nú allur líkaminn, lofar þig Ragnar, vinur minn. Drottinn blessi þig út og inn, þótt Ingólfur borgi reikninginn' Vísur þessar birti ég án höfund arleyfis, að mig minnir, og má það ef til vill kallast nokkuð djarft þegar minnzt er Morgunblaðs- Matthíasar og hans „helgi“-ljóða. En ef til kemur, býst ég við, að víð Baldur getum jafnað okkar sakir, án þess að gera lögfræðing- um okkar ómak. Og úr því að kom ið er út í kveðskapinn þá ætla ég að skjóta hér að einni vísu, sem mun hafa orðið til austanlands. Kona nokkur fékk far með einum bílnum dálítinn spöl. Hlaut hún sæti við hlið Jóns í Djúpadal. Er ekki annars getið en vel færi á með þeim, enda er Jón hinn mesti riddari í allri umgengni við kven- fólk. Er umrædd kona var horf- in úr bílnum lá tala eftir í sætinu, því tölur geta gefið eftir víðar en í Lystigarðinum á Akureyri. Kom þá þessi staka á kreik: Þótt hún honum færi frá og fargaði glæstum vonum, minnir talan manninn á margt af örnefnonum". Annars varð töluvert til af kveð skap í ferðalaginu eins og að lík- um lætur, en vandséð er, hvar staðar skuli numið ef farið er út að tíunda hann að nokkru ráði. Já, við vorum stödd í veizlunni í Reynihlíð. Undir borðum var lag- ið tekið og ræður fluttar að venju. Reið fararstjóri á vaðið, þá Bald- ur á Ófeigsstöðum, Jón á Hofi, Gísli í Eyhildarholti, Hermóður í Árnesi og Ketill í Baldursheimi. Er upp var staðið frá borðum var gengið til hins nýja og veglega guðshúss í Reynihiíð og þar söng Karlakór Mývetninga mörg lög undir stjórn sr. Arnar Friðriksson ar, öllum til óblandinnar ánægju. Hér fór sem fyrr að dvölin varð styttri en hugur stóð til. Hefði ég sannarlega þegið lengri farar- frest og þá ekki síður kona mín, sem er skotin í öllum Þingeying- um. Lái ég henni það ekki. Og ekki á kvenfólk í sveitum það of gott þó að það fái að láta það eftir sér að vera hrifið. Klukkan 7,30 fórum við frá Reynihlíð. Ketill í Baldursheimi fylgdi okkur eftir á meðan við ók um um hina undurfögru og sér- kennilegu Mývatnssveit og sagði vel og skilmerkilega til bæja og örnefna. Var slæmt, að ekki var unnt að skoða þar þá staði, sem sérstæðastir eru, því fullviss er ég þess, að ýmsir voru þeir í förinni sem ekki höfðu áður komið til Mý vatnssveitar. En klukkan rak vægð arlaust á eftir. Og enn var fram- fl'ramh. á 15. síðu TÍMINN, þriðjudagur 4. desember 1962. — 9

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.