Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 4
 RITSTJÓRI: HALLUR SIMONARSON Meistaraflokkur Vals í kvennaflokki varS íslandsmeistari. — Myndin er frá verðlaunaafhendingunni. Guðnason kjör rmaiur Vals Aðalfundur Kniattspyrnufélags- ins Vals var haldinn fimmtudag- inn G. des. s. 1. i félaigsheimilinu af( Hlíðarenda. Formafíur félags- ins, Sveinn Zoega, setti fundinn með stuttu ávarpi og bau'ð félaga oig fulltrúa velkomna. Fundar- stjóri var kjörinn Ægir Ferdí- .nandsson, formaður knattspyrnu- deildar, og fundarritari Matthías Hjartiarson. Að því búnu var gengið til dag- skrár. Formaðurinn fylgdi skýrslu stjórnarinnar úr hlaði með ræðu og skýrði nánar einstaka liði henn ar, en skýrslan var lögð fram fjöl- rituð fyrir fundarmenn. Þá flutti gjaldkeri, Páll Guðnason, yfirlit um fjárhag félagsins og skýrði einstaka liði reikninganna. Bar skýrsla gjaldkera með sér, að fjár hagurinn hjá Val er eins og hjá öðrum íþróttafélögum eitt erfið- asta viðfangsefnið. Þá voru lesnir upp og skýrðir reikningar ýmissa nefnda, sem fjármál hafa með höndum fyrir félagið. Margar þess ara nefnda hafa unnið mikið og gott starf fyrir félagið á árinu, svo sem íþróttahússnefnd, hús- nefnd og vallarnefnd o. fl. Unnið er að viðbótarbyggingu íþrótta- hússins og mun þar fást ný bún- ingsherbergi, áhaldageymsla og rúmgott stjórnarherbegi. Þá var hreinsað allt stórgrýti umhverfis íþróttahúsið og svæðið sléttað og tyrft, sömuleiðis lóðin framan við húsið. Er íþróttahús Vals eitt vand aðasta og fullkomnasta íþróttahús landsins. í sal þess voru á árinu settar upp körfur fyrir körfuknatt leik og gólfið merkt með tilliti til þess leiks, sem á æ meiri fylgi að fagna. Svo sem vitað er, var Val skipt í deildir fyrir nokkru. Nú eru starfandi þrjár deildir í félaginu: knattspyrnudeild, undir forystu Ægis Ferdínandssonar, handknatt leiksdeild undir forystu Þórarins Eyþórssonar og loks skíðadeild, sem lýtur stjórn Sigmundar Tómas sonar. Hefur deildarskiptingin gefizt mjög vel og starfsemi deild anna verið yfirleitt með'ágætum. Aðalþjálfari hjá knattspyrnu- deíldinni þetta ár var Óli B. Jóns son. Vann hann mjög gott starf og skilaði aðalliði félagsins^ (meist araflokki) í úrslit um íslands- meistaratitilinn. Alls urðu átta flokkar Vals sigurvegarar á árinu. \ 3. fl. og 5. fl. í íslandsmóti. 1. fl., 3. fl. A og 5. fl. C í Reykjavíkur- móti. 1. fl. í Miðsumarsmóti og 2. fk B og 4. fl. A í Haustmóti. Auk Óla B. Jónssonar voru þess ir menn þjálfarar á árinu: Geir Guðmundsson var með 2. fl., Hauk ur Gíslason með 3. fk, Sigurður Ólafsson 4. fl. (inniæfingar) og 5. fl. Þórarinn Eyþórsson. Auk þess vann Murdo McDonald að þjálfun yngri flokkanna með aðal- þjálfurum þeirra. Valur allmarga leikmenn. Alls sendi Valur á árinu 10 flokka til keppni í hinum ýmsu knattspyrnu mótum sumarsins. ar, var skíðaskáli félagsins mest notaður um páskana, svo sem ver ið hefur undanfarin ár. Efnt var til skíðamóts , og allmargra ferða þangað. Rædd var nokkur breyt- ing á skálanum og stækkun, enn fremur að nota hann meira á sumrin en gert hefur verið, m. a. að fara þangað með yngri flokka félagsins til helgardvalar og nota þá tímann til æfinga og göngu- ferða um nærliggjandi fjöll. Umræður urðu miklar um skýrslu stjórnarinnar og félags- málin almennt. Samþykktar voru ýmsar tillögur, sem snerta starf- semi félagsins inn á við og munu verða því til eflingar og styrktar, er fram f sækir. Á fundinum afhenti Árni Njáls son f. h. íslandsmeistara Vals í handknattleik félaginu glæsilega mynd af flokknum. Aðalstjórn félagsins fyrir næsta á er þannig skipuð: Formaður: Páll Guðnason, meðstjórnendur: Gunnar Vagnsson, Einar Björns- son, Geir Guðmundsson og Orm- ar Skeggjason. f varastjórn voru kjörnir: Haukur Gíslason og Sig urbjörn Valdimarsson. Sveinn Zoega, sem verið hefur formaður Vals nú um árabil und anfarið, óskaði eindregið eftir því að verða leystur frá störfum að í handknattleikskeppnina sendi sínni. Voru Sveini þökkuð marg ,i «- " þætt störf fyrir félagið í áratugi. Fundurinn var fjölmennur og ríkti mikill áhugi um félagsstarf- ið almennt og framgang málefna Vals. Valur alls 7 flokka. A árinu féll meistaraflokkur karla niður í II. deild eftir úrslitaleik við KR. Hins vegar stóð meistaraflokkur kvenna sig með ágætum og varð íslandsmeistarar á árinu. Auk þess sigraði flokkurinn í afmælis móti HKRR. f fslandsmóti 3. fl. bar flokkur Vals sigur úr býtum eftir snarpan og tvísýnan úrslita- leik við KR. Þjálfarar handknatt- leiksílokkanna voru: Árni Njál's- son, kvennaflokkanna, meistara- og annan flokk. Stefán Þorkels- son og Þórarinn Eyþórsson fyrir 4. fl. og Pétur Antonsson fyrir 3. fl. Á árinu fór Þórarinn Eyþórs- son þjálfari til Danmerkur og tók þátt í þjálfaranámskeiði þar. Kvennaflokkur frá deildinni tók þátt f keppni í sambandi við Á árinu fór 2. fl. í knattspynu- j þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum í för til Danmerkur í boði Lyngby- j sumar. Lék þar tvo leiki og vann Boldklub, sem var hér fyrir einu, háða. Margir skemmtifundir voru ári í boði Vals. | haldnir á árinu. f landsliði og úvalsliðum átti! Samkvæmt skýrslu skíðadeild- Leiðrétting í viðtali því við Sigríði Þor- .síeinsdóttur 100 ára, er birtist hér í blaðinu í gær; misritaðist nafn k.onu, sem þar kom við sögu. Þar sem taláð er um Helga Böðvars- son (afa Halldórs K. Laxness), voru dætur hans sagðar heita Guð rún og Margrét, en átti að vera Halldóra og Margrét. Halldóra er enn á lífi háöldruð og á heima á Akranesi. Giftust þær systur sama manm, Einari Ingjaldssyni, Guðrún fyrst, en dó eftir stutta sambúð þeirra hjóna. Seinna gift- ist svo Haildóra Einari fyrrum mági sínum og lifði hún hann. Er sonur þeirra Halldór Einarsson ljósmyndari í Reykjavík. Kemur skozka liðið Queens Park hingað á vegum Fram? Víkingur og I.R. íeika í kvöld íslandsmótið í handknatt- leik heldur áfram aS Háloga- landi í kvöld. í 1. deild fara fram tveir leikir — í þeim fyrri mætast Víkingur og ÍR en í þeim síðari Þróttur og KR. Á undan þessum Teikjum fer fram leikur í 2. flokki karla b milli Fram og Víkings. Eflaust verða báðir 1. deildar leikirnir jatnir og skemmtilegir, og ómögulegt að spá fyrir um úr- slit þeirra. Leikur Víkings og ÍR hefst kl 8,20 og leikurinn milli Þróttar og KR kl. 9,30. Leikur inn í 2. flokki hefst kl. 8. Á næsta ári á Knattspyrnu- félagið Fram 55 ára afmæli. í því sambandi hyggst félagið bjóða hingað heim erlendu knattspyrnuliðið, að öllum lík indum frá Skotlandi. í bréfi sem blaðinu barst nú fyrir skömmu frá séra Robert Jack segir, að Fram hafi þegar þreif að fyrir sér með lið á Skotlandi og líklegast að Queens Park verði fyrir valinu. Queens Park er elzta knatt- spyrnulið í Evrópu og jafnframt eitt hið ríkasta, en það á stærsta knattspyrnuvöll í Evrópu Hamp- den Park í Glasgow. Um þessar mundir leikur Queens Park í 2. deildinni skozku og er eina áhuga- mannaliðið, sem leikur með at- vinnuliður þar í landi. Liðinu hef- ur gengið nokkuð vel í ár, og er búizt við, að það vinni sig upp í 1. deild f maí á næsta ári. Frá öndverðu hefur Queens Park verið „útungunarvél“, ef svo mætti að orði komast, fyrir atvinnumannaliðin. Því til sönn- unar má geta þess, að í 15 af 18 liðum í 1. deildinni má finna fyrr- verandi leikmenn Queens Park, sem kusu að yfirgefa gamla fé- lagið til þess að gerast atvinnu- menn. — Og það var einu sinni, að í hinum frægu liðum Celtic og Glasgow Rangers mátti telja til samans eitt lið af fyrrverandi Queens Park leikmönnum. Queens Park var stofnað árið 1866 og er eina liðið, sem hef- ur unnið sér það til frægðar að leika heilt ár án þess að bíða ó- sigur í leik — og það gerðist á meðan liðið var í 1. deildinni skozku. Það hefur margsinnis verið skorað á forráðamenn Queens Park að breyta um stefnu og gera félagið að atvinnufyrir- tæki, en litlar líkur eru taldar á að svo verði. Queens Park afl- ar sér tekna af hinum stóra velli velli sínum sem tekur allt að 147000 áhorfendur, en félagið fær 20% af öllum millilandaleikj um og öðrum sem þar eru leikn- ir — áætlaður hagnaður félags- ins er milli 20—30.000 pund á ári. Til þess að missa ekki leikmenn sína til atvinnumannaliðanna er líklegt að félagið hafi nú tekið upp hálfatvinnumennsku — og ef Fram tækist að fá þetta fræga lið hingað heim, en ekkert hefur verið ákveðið enn um það. Áður hefur Fram athugað möguleika á að fá þýzkt lið eða frá Norð- urlöndunum, en það virðist ekki vera eins hagkvæmt. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.