Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 5
Stefán Jasonarson, Vorsabæ TÍU DAGA FJALLFERÐ Fjallmenn t Norðurleit 1961 Sunnudagur 17. september. Norð urleitin smöluð. Nú verða þátta- skil í fjallferðinni „Lönguleit" liggur vig ána Kisu. Hinir sjö ferðafélagar sem fóru úr byggð, þriðjudaginn 12. sept. og hafa síðustu dagana leitað að kindum á hinu víðlenda svæði, miili Þjórs- ár og Kerlingarfjalla, innan frá Arnarfelli og niður að Kisu, eru ekki lengur einráðir á öræfaleið- um. Áður en sól er á lofti eru ell- efu byggðarmenn komnir í „hlað“ hjá okkur Kjálkaversbú- um. Þeir höfðu haft næturgist- ingu við Dalsá og eru komnir laus ríðandi neðan að. Síðari þáttur fjailferðarinnar er að hefjast. í dag skyldi smala Norðurleitina. Það varð fagnaðarfundur er „ný liðamir“ stigu af baki. Trúlega hafa þó fáir fagnað gestakomunni betur en Sigurður á Blesastöðum. Þeir sem neðan að komu höfðu fundið hrossin laus niðri í Hóla- skógi. Voru þau nú hingað kom in, heil á húfi og vel útlítandi. Nú var fjallkóngstign Sigur- geirs í Skáldabúðum lokið, að þessu sinni, en við tók hinn gamal- kunni ferðagarpur og fjallkóngur þeirra Gnúpverja, Jóhann Kol- beinsson, bóndi á Hamarsheiði. Nítján fjallmenn voru nú mættir í Kjálkaverinu, honum til fullting is, hið fríðasta lið, harðsnúið og til þess albúið að hefja atlögu við fjallafálumar, jafnskjótt og skip- un væri gefin. Hinir nýkomnu fjallmenn vom: ívar Jasonarson, Vorsabæjarhól, Kristján Þorgeirs- son, Skógsnesi; Haukur Gíslason, St.-Reykjum; Kristinn Ólafsson, Hjálmholti; Eiríkur Eiríksson, Gafli; Ágúst Bjamason, Flögu og Ingvar Þórðarson, Reykjum. Allir Fjallleitir þeirra Sunn- lendinga — Hreppamanna, Skeiðamanna og Flóamanna — eru langar og frásögn af allri fer'ðinni, sem tekur tíu daga, er líka löng. Þetta era lengstu leitir á landinu. — Stefán Jasonarson í Vorsa- bæ hóf frásögn sína af fjall- förinni 1961 í fyrrahaust og lauk henni í vetur. Svo hef- ur hún legið hjá blaðinu M nokkra mánuði, og hér kem- ur niðurlagið. f úr Suðursveitunum. Úr Gnúpverja hreppi voru þessir: Kristján Guð- mundsson, Steinholti; Steinþór Guðmundsson frá Hofi; Þrándur Ingvarsson, Þrándarholti og Sig- urður Björnson, Hlíð. Við gestakomuna óx ys og þys í Kjálkaverinu. Útan við kofann voru hestar í tugatali, hneggjandi, frísandi, margir óánægðir á svip inn og leituðu að æti, án árang- urs. Grastopparnir voru farnir að fækka á þessum slóðum og hey- pokar allir tómir eða vandlega geymdir. Hundarnir litu hvern annan illum augum. Ekki urðu þó „stórorustur“ hjá þeim að þessu sinni, en urr og agg, þeirra á milli gaf til kynna, að „kalda stríðið“ gæti breyst í árásarstyrj- öld vig minnsta tilefni. Inn í kof- anum var þröngt á þingi þar sem Sveinn í Steinsholti var yfirkaffi- meistari morgunsins. Norðurleiðin nær austan frá Þjórsá vestur að Kerlingafjöllum, innan frá Kisu niður að Dalsá. Ekki er hún svipmikil yfir að líta. En útsýni þaðan er bæði vítt og fagurt til nærliggjandi fjalla og jökla. Þar er víða graslendi, eink- um austan til. Er vestar dregur minnkar gróðurinn, þar eru víða gróðursnauðir melar og sandfák- ar. Tvö fell era vestarlega í Norð urleitinni. Þau heita Lambafell og Rjúpnafell. Vestur fyrir þessi fell smala þeir fjallmenn, sem vestast smala í Norðurleitinni. Þurfa þeir að fara af stað úr nátt- stað, nokkru á undan aðalhópn- um sem fjallkóngurinn skipar 1 leitir innst í Norðurleitinni, eftir því sem bezt hentar. „Eg ætla að biðja ykkur Svein í Steinsholti að vera með trúss- arana í dag,“ sagði Jóhann fjall- kóngur, við mig, þegar ég var bú- inn að koma böggunum upp á Stjarna og teymdi hann í flokk meg öðrum „kollegum" hans. „Gott,“ sagði ég, og minntist þess, að niður að náttstaðnum við Dalsá er aðeins tveggja tíma lesta ferð. Þag leit því út fyrir rólegan dag hjá hrossunum okkar Sveins að þessu sinni. Enda þótt Jóhann fjallkóngur ahfi talið þau vel að þeim rólegheitum komin, eftir hina löngu dagleið í Kisubotna daginn áður. Aðalsteinn á Hæli var enn Ias- ir.n. Hann fór því með okkur Sveini niður að Dalsá. Þangað kom um við eftir tveggja tíma ferð úr Kjálkaveri. Göturnar era greið- færar og torfærar fáar á leiðinni. Við Dalsá er leitarmannakofi. Stendur hann á norðurbakka árinn ar. Allgott var er yfir ána hjá kof anum, þar stóðu nokkur tjöld, sem fjallmenn höfðu gist í um nótt ina. Það tók all-langan tíma að taka farangur af hestunum og hefta þá austur í Loðnaveri, sem er um 3—4 km. austur með Dalsá. Þar eru góðir hestahagar, en betra er þó að hafa gát á hestun- um sem þar eru í haga. í Loðnaveri skilur leiðir okkar Sveins. Hann fór niður að Þjórsá á móti smölunum sem innan að koma, austast í Norðurleitinni. Eg hélt vestur að tjöldunum til fund ar við Steina á Hæli, sem hafði hreiðrað um sig í svefnpoka í einu tjaldinu og naut hvildar og næðis. Ég hitaði kakó handa okkur til hátíðabrigða, af því að nú var sunnudagur. Síðan hélt ég vestur að hlaupum í Dalsá og beið þar eftir fénu, sem áður en langt liði, hlaut að mynda rennsli niður með ánni og gat jafnvel lagt i ána ofan við Hlaupið. ef ekki væri að gætt í tíma. Veðrið var svo gott, sem bezt verður kosið í septembermánuði. Stafalogn og heiður himinn, hvergi ský á lofti, sannkallað sunnudags veður. Fjallasýn var dásamleg til allra átta. Öræfakyrrðin naut sín fullkomlega. Hinn rólegi fossnið- ur í Dalsá gerði töfra og tign, líðandi stundar aðlaðandi og eftir minnilega. Hlaupið í Dalsá er sérkennilegt. Áin fellur í mjög þröngum stokk (2—3 m. breiðum). Dýpi er hins vegar geysimikið á þessum stað og glyttir í hvíta steina niður á áirbotninum, lengst niðri í blá- tæru hyldýpinu. Smám saman fór féð að sjást koma innan úr Norðurleitinni og smalarnir hver af öðrum komu í ljós, á eftir fénu, blístruðu og hóuðu og gáfu gæðingunum laus- an tauminn öðru hvoru. Það glans aði á sveitta gæðingana í sólskin- inu og hundarnir þutu upp og nið ur brekkurnar með lafandi tung- una og blésu af mæði. Um nónbil er safnið komig að vaðinu og fjallmennirnir slá hring um hópinn. Féð er athugað og talið um leið og það leggur í ána, sem er straumþung á þessum stað, en óvenju vetnslítil að þessu sinni. Þegar „lið“ fjallmanna hefur ver- ið „kannað" kemur í Ijós að tveir fjallmenn eru ókomnir; þar eru þeir Eiríkur á Gafli og Steindór frá Hofi. Síðar um kvöldið, er birtu var tekið að bregða, komu þeir í náttstað. Báðir komu þeir með kindur, sem ekki vildu hlíta „setlum reglum" og hlupu beint af augum. En þeir félagar höfðu fyrr í ferðum verið á þessum slóð um og hrósuðu fullum sigri yfir „fjallafálunum" að lokum. Leið svo kvöldið í hijóðlátri glaðværð, grasatínslu og kunn- ingjaheimsóknum milli tjaldanna. Ég fékk „íbúð“ í tjaldi hjá sveit- ungum mínum, Kristjáni í Skógs- nesi og Ivari í Vorsabæjarhóli, en félagar mínir úr „Lönguleit" héldu hópinn í kofanum vig Dalsá um nóttina. Mi^vikudagur 13. Frá Dalsá niíur ? SkeitSamannafii. Eins og áður er gsuu arnir stundum órólegir i Loðna veri. Svo varð einnig að þessu sinni. Klukkan eitt eftir miðnætti gáfu hundarnir til kynna að eitt- hvað óvenjulegt væri í aðsigi. — Urr-ýlfur og áhyggjusamir tilburð ir af þeirra hálfu, komu fjallmönn- um til að losa svefninn. En þegar hundarnir þutu geltandi austur árbakkann, var ekki um að vill- ast hvað var á seyði. Þutu menn upp sem snarast og stóð það heima, þegar fóthvötustu fjallmennirnir komu niður að vaðinu, voru fyrstu hestarnir um það bil að leggja í ána. Stundum hefur tekist verr til á þessum stað, en að þessu sinni. Nú voru hestarnir beizlaðir og bundnir jafn óðum og þeir komu að vaðinu. En eigi ósjaldan hafa þeir sloppið yfir ána og hefur þá verið óþægilegt að stöðva för þeirra í náttmyrkrinu, þegar heim þráin knýr þá áfram í átt til heimahaganna. Klukkan 8 um morguninn voru öll tjöldin fallin, farangur kom- inn á hestana og við Suðursveita- menn kveðjum félaga okkar úr Gnúpverjahreppi. Nú skilur leiðir. Gnúpverjar smala áfram frá Dalsá og gista í Gljúfurleit næstu nótt, en Flóa- og Skeiðamenn halda vest ur með Dalsá og suður yfir Öræf- in til fundar við þá fjallmenn sem neðan að komu. Veðurútlit var þungbúið um morguninn og rigningar að vænta á hverri stundu. Enda höfðum við skammt farið, er fyrstu regndrop arnir fóra að falla. Fyst einn og einn, en eftir skamma stund var komin hellirigning. Regnfötin voru tekin í notkun í fyrsta skipti í ferðinni. Síðan var ferðinni hald- ið áfram eins og ekkert hefði í skorizt, enda voru regnföt nútím- ans góðar flíkur og skila vel sínu hlutverki. Þegar við komum móts vw Rjúpnafell, skildi leiðir. Haukur, Kristinn, Eiríkur, Ágúst og Gunn- ar Sigurjónsson, héldu áfram ferð inni vestur að Laxá og niður með henni, niður á Sultafit, til fundar við félaga sína og sveitunga í Vest urleit. En við Kristján, ívar og Ingvar fórum beint suður yfir Öræfin, spottakorn vestan við Öræfahnjúk, áleiðis niður á Skeiða mannafit. Sigurður á Blesastöðum varð eftir við Dalsá. Hann átti að smala áfram með Gnúpverja- hreppsmönnum niður í Hólaskóg og relca með þeim í Skaftholts- réttir. Við svipuðumst eftir lcindum, en fundum engar á þessum slóðum. Enda er þarna lítil kindavon, því gróður sést varla, utan eins og eins geldingahnapps hér og þar upp úr kolsvartri auðninni. Þarna er eitt ömurlegasta landslag sem til er á afréttinum. Urðarósir og sandlægðir á milli, sem víða eru undir vatni í vætutíð. Þegar kom nokkuð suður Öræfin kom þoka á móti okkur. Jók það enn á ömur leik umhverfisins. En áfram mið aði og eftir nokkurra klukkustunra ferð í ausandi rigningu, án þess að sjá kind eða merki um kinda- ferðir 4 þessu gróðurvana lands- svæði, erum við komnir á vatna- skil; og lækjasitrur sem stefndu í suðurátt bentu okkur á að þrátt fyrir þokuna, værum við á réttri leið. Litlu seinna sáum við Lamba fellið í gegnum þokuna, sem nú var að greiðast í sundur. Þaðan er skammt að fara á Skeiðamanna fit. Þangað komum við að áliðn- um degi. Þar var þá mættur Einar Gíslason í Vorsabæ á Skeiðum, fajllkóngur í Austurleit, með fríðu föraneyti. Voru menn hans að Gamli Kátur klórar sér bak viS eyraS, meSan Litli Kátur segir fréttir úr fjallferðinni. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.