Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 11
MADÐAMA ENGEBRETSEN Þeldctuð þér hana maddömu Engebretsen? Ekki það? Það var nú kella, sem þér hefð- uð átt að sjá. Hun var líkust Venus frá Mílé. Hún var stórkostleg í fegurð sinni. Ef þér takið venjulega konu, vel vaxna, og skoðið hana í gegnum sterkt stækkunargler, þá fáið þér nokkurn veginn hugmynd um fyrir ferð maddömu Engebretsen. Hún var þannig í laginu, að það var eiginlega ekkert lag á henni. Maddama Engebretsen átti sæl- gætisverzlun, og þar seldi hún líka öl, mjólk, grænsápu og annað góð- gæti. Maddama Engebretsen átti líka mann. Hann hét auðvitað Enge- bretsen, og hann lifði á því að vera giftur konunni sinni. Það voru þeir tímar, að mad- dama Engebretsen átti aðeins búð- ina, en ekki Engebretsen. Þá hét hún jómfrú Simonsen. Það var einu sinni, þegar hún sat og studdi stóru rauðu hend- inni undir stóru rauðu kinnina, að hún uppgötvaði, að það var ekki gott fyrir manneskjuna að vera ein í mjólkursöiubúð, og svo stik- aói hún yfir götuna. Þar var Engebretsen í nýlendu- vöruverzlun. Hann var lítill og grannur með sieikt hár og ljóst yfirvaraskegg og tuggði negulnagla. Hann elskaði sem sé allt sem var sterkt. Þess vegna elskaði hann líka jómfrú Símonsen, en hann kom sér ekki að því að láta á því bera. 'Hún''éinblíndi á hann, méðan hún stóð við. Hann roðnaði, og vigtaði hálft pund af rúsínum. — Engebretsen, sagði hún, — þér skuluð bara viðurkenna að þér elskið mig. — Já, sagði hann, og rétti henni rúsínupokann með skjálfandi kendi. Hún hélt svo fast í höndina á honum, að hann verkjaði undan. — Nú ert þú minn, sagði hún, og teygði sig yfir búðarborðið til þess að kyssa hann. í símu andrá kom húsbóndi ■hans inn. — Hengilmæna, sagði hann, — sem hefur ekkert annað að gera er daðra við kvensniftir. Og svo jós hann sér yfir Enge- I bretsen. En það var raunar dag- 1 legur viðburður. — Engin fúkyrði, sagði jómfrú- in. Nú er liann minn, og nú skal engri manneskju í öllum heimin- um leyfast ays fúkyrðast við hann nema aðeins mér. Komdu, Enge- bretsen, skipaði hún, — komdu með mér undir eins. Þú verður. ekki einni mínútu lengur hjá þess-l um páfagauk þarna. Þá stökk Engebretsen yfir búð- arborðið, og fylgdi á eftir elsk- unni sinni. Nokkru seinna fór húsbóndi hans yfir götuna til þess að sækja hann. — Hvað viljið þér? spurði jóm- fróin, sem var sjálf í búðinni. — Ég heimta, að hann Enge- bretsen komi aftur til mín. — Það er ég, sem ætla að hafa hann Engebretsen, og enginn ann- ar. Það eina, sem þér ættuð að fá, væru nokkur vel útilátin högg. Svo þreif hún í hrakkadrambið á nýlenduvörukaupmanninum, dró hann yfir þvera götuna og stakk honum á hausinn inn í hans eigin búð. — Nú eruð þér þar, sem þér eig- ið að vera, sagði hún, — og ef þér hafið eitthvað annað erindi við mig, þá eruð þér velkominn. Þér vitið hvar ég á heima. En kaupmaðurinn kom aldrei aftur. Þrem vikum seinna hét jóm- frúin maddama Engebretsen. Engebretsen þótti sem sé vænt um allt, sem var sterkt. Eitt kvöld kom hann heim feikna lega glaðtir. Hann tók gólfið í einu skrefi og ætlaði að flýta 6ér í fangið á konunni sinni, en hún vék til hliðar, og hann féll í stað- inn í faðmlög við mjólkurfötu með fæturna niður í flöskukörfu. — Þú ert fullur Engebretsen. — Já, stundi hann upp og brosti svo ánægjulega. — Farðu og legðu þig! — Eg er þegar lagztur, tautaði hann, og þrýsti mjólkurfötunni að brjóstinu á sér. Maddaman tók hann í fangið eins og barn, og lagði hann í rúmið. Sólin var hátt á himni og mad- daman í búðinni, þegar Engebret- sen vaknaði daginn eftir. — Góðan daginn, mamma, sagði hann ósköp blíðlega. — Ertu bara komin á fætur. — Já, og þar að auki reglulega í essinu mínu, það geturðu reitt þig á. — Mig langar í svolítinn kaffi- sopa. sér út í og dró hana upp. Rennvot og skjálfandi af kulda og hræðslu fóru þau heim. Þetta var hlutur sem ekki var hægt að leyna fyrir mömmu. Þegar hún heyrði hvað hafði komið fyrir, hrópaði hún upp með tárvotum augum: Hugsa sér, ef ég hefði nú misst yfckur bæði! Svo kyssti hún þau hvað eftir annað með mikilli áfergju, og um kvöldið gaf hún Möllu brjóstsyk- ur og Engebretsen gaf hún toddý- glas. — Að vísu ert þú ónytjungur, Engebretsen, sagði hún, — og það er ekkert í þig varið, en samt mundi ég taka mér mjög nærri ef ég missti þig. Svo kyssti hún hann aftur, og Engebretsen grét af hrifningu og fannst hann vera ákaflega sæll. Þegar Malla var komin til vits og ára, var hún send í kvenna- skóla, og þar lærði hún ósköpin öll á yfirborðinu, en ekkert að gagni. Hún varð auðvitað líka nem andi frægs nemanda einhvers frægs slaghörpuleikara, og lærði að misþyrma slaghörpunni, eins og hún misþyrmdi öllum vinkon- um sínum. Þag var sem sé stolt maddömu Hngebretsen, að eiiga glæsilega dóttur. Þess vegna var Malla líka afar vel uppalin, og auk alls legur og vildi fylgja henni. — Góðan daginn, góðan daginn, ungfrú, hvernig líður yður? spurði hann, laus við alla feimni. Hann hafði aldrei talag orð við hana áður. — Jú, þakka þér fyrir, stamaði Amalía út úr sér og roðnaði. Það var eitthvað svo glæsilega óskammfeilig yfir piltinum öllum, að hún varð snortin. Svo labbaði hann við hliðina á henni niður götupa og spjallaði við hana eins og hann hefði þekkt hana í mörg ár, og ag lokum kom þeim saman um, ag hún héldi á- fram skemmtigöngunni, og gengi einn hring með honum umhverfis kastalann í stað þess að fara í spilatímann. Þar settust þau á bekk, og hann tjáði henni, að hann hefði hams- lausa ást á henni, og bað hana um litlu mjúku höndina hennar og Hka hjartað. Amalía sagði auðvitað eins og allar vel uppaldar stúlkur gera, að hún yrði ag fá að hugsa sig um, því þetta kæmi svo óvænt, hún hefði ekki átt von á þessu o.s.frv. Pétur stóð skyndilega upp. — Verið þér sælar ungfrú, og afsakið ag ég hef tafið yður. — Hvert ætlið þér að fara? — Ég ætla að fara í kalt bað, sagði hann og hló háðslega. — ars Hún sneri sér slcyndilega við. Þama er kaffi handa þér, og þama sykur og þarna rjómi og þarna heitar vöfflur. Og svo smell, smell, smell — og hún rak honum hvern löðrunginn á fætur öðrum, svo ekki sá á milli, hvort var rauðara, vangarnir og eyrun á Engebretsen eða hendurnar á maddömunni. — Og nú skaltu bara reyna að drekka þig fullan aftur, þá skaltu fá sömu trakteringar. Upp frá þeim degi kærði Enge- bretsen sig ekki um neitt sterkt nema negulnagla og konuna sína. Ári eftir brúðkaupig eignaðist maddama Engebretsen íitla dóttur, og eftir því sem Amalía — eða Malla, eins og hún var kölluð dag- lega, stækkaði og þroskaðist, þá lærðist henni að elska föður sinn, en óttast móður sína. Engebretsen fékk þann starfa ag vera barnfóstra, og í hvert sinn sem þeirri litlu varð eitthvað á, var Engebretsen barinn. Þegar Malla stækkaði, þá voru þau bæði lamin, hún og Engebret- sen, ef eitthvað bar út af, og þetta gerði það að verkum að sam bandig milli fef.gmanna varð eins emlægt og rnilli tveggja samsæris- manna. — Segðu mömmu það ekki, var viðkvæðið. Það voru yndislegustu ævidagar Engebretsens, þegar honum var leyft að fara út að ganga meg barn ið í hallargarðinum, þá keypti hann kökur fyrir peninga, sem hann hnuplaði úr skúffunui, og þau hlupu aftur og fram í gras- inu og léku síðastaleik, og skemmtu sér eins og tvö lítil börn. Og Engebretsen hafði alltaf nál og enda í vasanum, ef ske kynni að 'sú litla rifi fötin sín, sem býsna oft bar við. Einn góðan veðurdag datt Malla í tjörnina, og Engebretsen henti annars, lærði hún að líta niður á foreldra sína og atvinnu þeirra. Og Malia óx og varð stór — þó ekki eins stór og móðirin, og því stærri og fallegri sem hún varð, þeim mun fyrirmannlegri varð hún. Háhæluðu stigvélin henn ar snertu aldrei skítugt búðar- gólfið. Hún var til sýnis í glugg- anum á meðal blómsturpottanna og saumaði í striga og vissi að hún var yndisleg. Á annarri hæð bjó Wengel stór- kaupmaður. Hann var ekkjumaður og átti aðeins einn son, Pétur að nafni, og hafði sá dvalizt eitt ár í París. Hann var kominn heim með flegið hálsmál, skiptingu fyrir miðju enni og talaði hræðilega frönsku. Pétur Wengel var orðinn ákaf- lega gikkslegur. Hann var sannfærður um það, að allar fallegar stúlkur í höfuð- staðnum hefðu fæðzt í þennan heim, aðeins vegna hans, og að hver einasta þeirra mætti vera mjög upp með sér, ef hann reyndi að koma sér í mjúkinn hjá henni. Hann sá Amalíu í glugganum meðal blómanna, og hún sá hann. Hann varð ástfangin af henni og hún af honum. Hún byrjaði á því að dáðst að kirsiberjarauðu bindinu hans, og perlugráu hönzkunum og endaði með því að dást að piltinum öll- ^ um. j Hann var nákvæmlega eins og litskreyttu tízkublöðin í gluggum j klæðskeranna, og eins og við vit- i um, þá er kvenfólkið svo hugfang- ið af tízkublöðum. Svo byrjaði hann að heilsa henni, og hún að roðna. Það var einu sinni. þegar hún var á leið í spilatíma með nótna- bókma sína, ag hann kom hlaup- andi á eftir henni mjög kumpán- Verið þér sælar ungfrú, og líði þér vel! — En bíðið þér svolítið — ég — ég get ekki neitað, að ég — — Elskið mig, já, þetta vissi ég, sagði hann og slöngvaði hand leggjunum utan um hana og rak að henni rembingskoss. — Það þýðir ekki ag vera með nein láta- læti við mig, stúlka mín. Eg hef fyrir löngu lesið það út úr augun- um á þér, að þú ert þálskotin í mér. Reyndar ert þú ekki sú eina. — En það sjálfsábt, hrópaði hún, full aðdáunar. Þama sátu þau svo og skemmtu hvort öðru með heimskulegu blaðri eins og allir elskendur, og sóru hvort öðru eilífa tryggð eins og allir elskendur, þangað til að það var kominn tími til að fara heim. Þau ætluðu auðvitag ekki að opinbera fyrst um sinn, en þau trúðu Engebretsen fyrir leyndar- máli sínu. Hann átti að'vera eins konar milligöngumaður meðal elsk endanna. En það átti að halda þessu leyndu fyrir stórkaupmann inum, því að hann myndi að öll- um líkindum vera á móti þessum ráðaha.g, og maddama Engebretsen enn þá meira. af því hún var, eins og öllum er kunnugt, ákaflega ströng. En hún komst fljótt á snoðir um, að það væri eitthvað á seyði. — Hvað er hann að rápa hingað á hverjum de.gi, hann Wengel yngri? spurði hún. — Hann er ao kaupa vindla, stamaði Engebretsen út úr sér. — Þú hefðir eins getað sagt, að hann keypti kólerakökur, sagði maddaman. Þú ætlar þó ekki að reyna að télja mér trú um, að nokkur almennilegur maður reyki vindlana sem við höfum á boð- stólum? — Víst kaupir hann vindla. — Nú lýgurðu, Engebretsen. Það býr eitthvað undir þessu. — Býr eitthvag undir, tautaði Engebretsen, og fór meira og meira hjá sér og roðnaði eins og jómfrú á riddaratímunum. í sama bili kom Pétur Wengel inn í búðina. Honum hnykkti dá- lítið við, þegar hann sá maddöm- una, en áttaði sig fljótt. — Einn vindil! — Gjörið þér svo vel, viljið þér ekki fá eld líka? spurði maddam- an með djöfullegri alúð. — Nei, þakka yður fyrir. — En þér reykið þó vindlana, sem þér kaupið héma? — Auðvitað, en ég þori ekki að kveikja í honum í návist yðar. — Þér skuluð ekki vera feimnir við það, sagði hún og hélt eldspýt unni alveg upp að nefinu á hon- um, svo allur brennisteinsreykur- inn fór ofan í hálsinn á honum. — Það er yndislegt veður, sagði hann. — Dásamlegt, svaraði maddam- an, settist upp á búðarborðið og fór að tala um allt milli himins og jarðar. Pétur Wengel reykti og hóstaði og óskaði maddömunni upp á Galhö tindinn eða á einhvern annan stað jafn hátt uppi. Engebretsen tuggði negulnagla í gríð og ergi. Loksins stóð maddaman upp og lézt fara að laga til í hillu. Pétur greip tækifærið og stakk ■miða í lófann á Engebretsen, og flýtti sér að kveðja. — Lofaðu mér að sjá bréfið, gall við í maddömunni. — Hvaða bréf? — Stattu nú ekki þama og Ijúgðu upp í opið geðið á mér, Engebretsen. Það lyktar af ástar- bréfum um alla búðina. Engebretsen varð að láta af hendi litla Ijósrauða miðann, sem ilmaði sterkt af pogostemblómi og ást. Maddaman las utanáskriftina. — Datt mér ekki í hug. Hana, taktu bréfið og fáðu henni Möllu það, en láttu hana ekki hafa hug- mynd um, að ég hafi séð það. Ef þú minnist einu orði á það, þá — já, þú þekkir mig Engebretsen. Engebretsen fékk Möllu miðann og lét ekki á neinu bera. Hann var líka hálfsmeykur um, að hann gæti orðið fyrir óþægindum frá hennar hálfu, af því hann var svo klaufskur að láta maddömuna sjá, þegar hann tók við honum. Amalía reif upp bréfið með skjálfandi hendi. Frá rósrauðum pappírnum teygðu snotrir bókstafir svarta armana grátbiðjandi til hennar, og báðu með brennandi orðum, að hún vildi mæla sér mót við elsk- huga sinn. Hann hafði sem sé ekki talað við hana síðan þau trúlofuðust. Og nú var hann orðinn leiður á að kyssa litlu indælu miðana frá henni og þráði að heyra ástarjátn inguna af hennar eigin vörum. Nokkru seinna kom maddaman inn í stofuna. — Veiztu hvað, mamma, mér datt í hug að þú ættir að heim- sækja hana frú Olsen og drekka hjá henni kaffisopa. — Finnst þér það, barnið mitt? Jú, ég held bara að ég geri það. Maddaman funsaði sig til og fór, en hún var ekki fyrr komin út úr dyrunum, en Pétur Wengel var setztur við fallega dúkaða borðið, með Amaliu við hlið sér, og drakk kaffi úr postulínsbollum og ást af vörum hennar. Engebretsen ranglaði út og inn, og var hamingjusamur, af því að þau ungu voru hamingjusöm. u

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.