Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 2
Margt er gert Breytti iíkvagni i íbúð á hjólum Frá því að Richard Stilgoe var sex ára hefur hann langað í Rolls Royce. Nú, þegar hann er nítján ára, hefur hann fengið sér einn — þrjátíu ára gamlan líkkistu- vagn. En þegar hann var búinn að horga þau 65 pund, sem hann postaði, haxði hann ekki efni á að borga húsaleiguna. Svo hann breytti líkvagninum í íbúð á hjól um. Rúmið stendur, þar sem lík- kisturnar eiga að vera, og nóta þarf sérstaka tækni við að af- klæða sig. Það verður að gera það liggjandi á rúminu. En heppnin var með Richard. Hann fékk vinnu við að syngja gamansöngva eftir sjálfan sig í næturklúbb einum í London. Og nú loksins hefur hann efni á að borga húsaleiguna. Svo líkkistuvagninn stendur á götunni fyrir utan íbúð Richards í Chelsea og er notaður sem gestaherbergi. Vinum mínum líkar ágætlega að sofa í honum, segir Richard. Þessi þriggja tonna líkkistu- vagn fer ekki nema átta mílur á einu galloni af henzíni, þannig að Richard hefur ekki efni á að keyra hann. Hann er kannski að hugsa um að breyta vagninum í baðherbergi, þar sem honum finnst ófært að eyða húsnæðinu í ekki neitt. Einnig kemur til greina að hann fái sér eitthvað stærra. Richard er nefnilega að læra að verða óperusöngvari, og til að geta æfa sig, veitir hon- um ekki af píanói. Þess vegna væri upplagt að fá sér bíl til að flytja húsgögn í. Jayne Mansfield með Hoiiandi kjölturakka í tðsku til fjáröflunar Kona og sonur hennar borginni Liege í Beigíu standa nú fyrir einu óþrifa- legasta fyrirtæki í heimin- um. Þau nota sér óhamingju ungrar móður í sömu borg til að græða 5 franka á klst. Hópar af fólki standa fyrir ut- an upplýstar inngöngudyr nóv- ember-skemmtiviku, sem haldin er í Liege. Þegar inn kemur, er þeim m.a. boðið að skoða „ó- venjulegt og lifandi fyrirbrigði". Fyrirbrigði þetta á að vera thalidomide-barn, sem er níu mánaða að aldri. Nafn barnsins er Marie Jeanne og hún er handa laus og fótalaus. Þegar viðskiptavinirnir ganga fram hjá vöggunni fyrir sína fimm franka, standa móðir og sonnr hennar við hlið barnsins í læknisslopp og hjúkrunarkonu búning. En þessi ógeðfellda sýning sýn ir alls ekki bam, heldur hold- litla dúkku, handa- og fóta- lausa. Vanskapaður Alsírbúi, sem sjálfur er handa- og fótalaus, kom fyrst upp um svikin. „Hún lítur bara út fyrir að vera lif- andi“, varð honum að orði. Nálægt stað þessum er heim- ili hinnar tuttugu og fimm ára gömlu Suzanne Vandeputte, lag- legrar belgískrar húsmóður, sem varð fyrir því óláni, að eiga van skapað stúlkubarn, vegna áhrifa thalidomide. Frú Vandeputte var sem kunn ugt er ákærð fyrir morð, þar sem hún deyddi barn sitt í mannúð- arskyni. Einnig voru ákærð mað ur hennar, móðir og systir, og læknir sá er útvegaði henni thalidomide-meðalið. Öll voru þau sýknuð. Mæðgin þau, sem halda sýn- ingu á vansköpuðu brúðunni, hafa séð sér leik á borði, til að hagnast á þjáningum Vande- putte-fj ölskyldunni. Fjöldi manns, sem hefur of- boðið sýning þessi hefur kvartað. En þetta er dæmigerð auglýs- ingabrella skemmtivikna í Belg- íu. Vanskapað barn hefur verið eitt skemmtiatriði á svona sam- komum í mörg ár. En öllum mun bera saman um, að þetta sé viðurstyggileg aðferð til að ná sér í peninga, þó marg- ar þeirra séu miður þokkalegar. Eplakon- ungur I Jayne Mansfield og ítalski kvikmyndaframleiðandinn Enri- co Bomba, en það er einkavinur Jayne, eftir að hún skildi við vöðvafjallið' Mike Hagerty, eru hér á Lundúnaflugvelli og bíða eftir flugvci til Beirut. Yfirmönn um flugvaiiarins brá illa í brún þegar kjölturakki gægðist upp: úr tösku Jayne og litaðist um, en j þeir höfðu ekki komið auga á; hann í tollskoðuninni. í Bretlandi j er stranglega bannað að flytja | nokkur dýr til landsins, nema' þau hafi verið í sex mánaða sótt- j kví og oft kemur fyrir að hund- ar eða önnúr dýr deyi í sóttkví þessari úr sorg og leiðindum. En ekkert þvíiíkt kom fyrir Soubie j Wee, það er kjölturakkinn, þój honum fyndist hann lenda á nokkuð óvirðulegan hátt á Lund únarflugvelli. | Þessi tíu ára snáði á myndinni var kjörinn eplakonungur í þorpi einu í Hollandi af öllum leik- systkinum sínum. Hann fór með 25 kíló af eplum heim til sín úr prestsgarðirlum, þegar prestur- inn kom tíl að hindra eplaþjófn- aði, hafði boðið öllum börum þorpsins að koma og borða eins! mikið og þau gætu og fara svo j með heim til sín eins og þau' gætu borið. Stúlkurnar bundu vandlega á sig svuntur og strák- arnir fylltu buxna- og jakkavasa. Með því hafðj presturinn líka reiknað, en þessi litli kom hon- um á óvart. Hann hafði bundið fyrir buxnaskálmarnar og farið i peysu af stóra bróður sínum, enda var íiann rækilega klyfjað- ur. ÍIAFH) þið athugað hvaða vinningar eru í happdrætti okkar, hvenær dregið verður og hvað miðinn kostar? Þeir, sem þetta vita, eru ábyggilega búnir að ná sér í mið'a, en það viljum við ráðleggja öllum að gera. Sá, sem gr heppinn og lilýtur vinning hinn 23. désember n. k„ fær splunkunýjan og fallegan OPEL CARAVAN, sem kostar 180.000 krónur. Þetta þýðir, að liver króna margfaldast 7200 slnnum, því miðinn kostar aðeins 25 krónur. Vinningar eru reyndar TVEIR Opelbílar, annar blár, hinn hvítur. Kosta samtals 360.000 kr. Kaupið miða meðan eitthvað er til. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.