Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 14
í tíu daga fjaUaferð Framhald af 7. síð'u. Einn hesturinn var týndur. Menn hlupu upp á nærliggjandi hæðir, aðrir tóku hesta og hugðust hleypa á sprett í átt til byggða og freista þess að klófesta stroku- jóinn. Einhver gizkaði á, að strokuhesturinn hefði haft til- hneigingu að elta Klettskónáinn. Eigandi týnda hestsins néri hend- ur sínar í örvæntingu, og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Hesturinn var hér við skálann, rétt áðan, hrópaði hann hárri röddu. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Varla hafði hann sleppt orðinu þe.gar týndi hestur- inn hneggjaði inni í skálanum. Þar beið hann rólegur og fumlaus með beizli og hnakk, en rankaði við sér þegar hann heyrði hrópin í eiganda sínum. Nú var ekekit til tafar að hefja smölun. Nokkrir menn fóru fót- gangandi upp á Kinnabrún og teymdu hestana upp brekkuna ofan vig Kisugljúfur. Göngumennirnir tveir héldu vestur á „sínar“ brekkur. Hinir dreifðu sér inn Klettsmýrina og svæðið þar suður af. Niður á Sandi smöluðu Klettsmennirnir, en við Halldór á Eyrarbakka, fengum það „virðulega hlutvertk“ að skila trússurunum vestur í Sel- árdalinn. Halldór kunni vel að velja beztu leiðina, og sluppum við fram hjá verstu torfærunum að mestu. Þegar leið á morguninn, fór að þykkna í lofti og regnskúrir úr suðvesctri komu í fangið á okkur. tsýni var drungaiegt og þokukúf- ur lá yfir Hestfjallahnjúkunum. Það sást til smalanna öðru hverju upp í Hestfjöllunum, þegar við vorum á leið vestur Þvearárdal- inn. Ágætt fjárgerði er við afrétt- argirðinguna í Selárdalnum. Þar geymdu fjallmenn safnið síðustu nóttina áður en komið var til byggða fyrr á árum. Var þar oft gatt á hjalla að aflokinni smölun afréttarins. „Sungið og kveðið á Saurbæjareldhúsinu". Selárdalur- inn geymir góðar minningar í hugum fjallmanna frá liðnum ár- um. Nú vorum við Halldór mættir þar litlu fyrir hádegi og fjall- safnið stækkaði óðfluga við girð- ingarhliðið. Fjárrennslið kom úr austri, vestri og beint innan að. Lagðprúðar biðu kindurnar við hliðið unz smalarnir voru allir í næsta nágrenni, þá opnaði fjall- kóngurinn gerðishliðið og féð streymdi inn, þúsundum saman, unz síðustu kindurnar hurfu í gegn. Þá gátu fjallmennirnir varp- að öndinni léttar og sötrað ketil- kaffið sem „trússaramenn buðu uppá í ró og næði. Fer'Salok. — SafniÖ fer til byggfta. í Selárdalnum hefst síðasti þátt- ur fjallferðarinnar. Ferðin með féð niður byggðina. Skal nú fara fljótt yfir sögu. Eftir að ég hafði verið eina klukkustund í Selárdalnum, var haldið með safnið til byggða. Fyrst í stað var „spretturinn“ mikill á fénu. Forystukindurnar hlupu hvor fram fyrir aðra, allar vildu þær vera fyrstar. Fjallmenn- irnir röðuðu sér meðfram safninu og vörnuðu fénu að fara útaf hinni réttu safnleið. Smám saman tognaði „halinn“ á safninu. Þeg- ar síðustu kindurnar fóru úr gerð- inu, voru forystukindurnar komn- ar langt niður í Fosshaga. Þannig liðaðist safnig eins og hvítelfur áleiðis niður í byggðina. Það er tignarleg sjón a sjá safnið koma af fjalli, þegar lagðprúðar kind- urnar streyma niður brekkurnar. Það var góð stund til sólarlags þegar safnið var komið á heiðina vestan við Núpsbæina, en þar var því ætlað að vera um nóttina. Þar eru góðir hagar og gott skjól. Okkur gafst ' góður tími að „hreiðra um okkur í tjöldunum við Skaftholtsréttirnar um kvöld- ið. Réltarbóndinn Valentínus Jónsson tóku okkur sem kær- komnum gestum. Enda kunnur í fjallferðum og veit hvað við á þegar menn og hestar koma úr slíkum ferðum. Kafloðið tún, sem hann lánaði okkur handa hestun- um, til beitar um nóttina, var munargreiði, sem fjallmenn kunna vel að meta. Nokkrir byggðarmenn koma í heimsókn um kvöldið. Néttirnar voru að byrja. Það rigndi mikið aðfaranótt 21. sept. Fyrstu fréttir, sem við tjald- félagarnir fengu um morguninn, voru þær helztar, að sumir af ná- búum okkar hefðu orðið að flýja tjöld sín um nótlina, vegna flóð- hættu og setjast að í ómerkinga- skúrum í Skaftholtsréttum. Jafnvel einum fjallmanni hafði verið bjargað frá bróðum bana á síðustu stundu, er hann sofandi í poka sínum uggði ekki að sér, en félagar hans fundu hann að því kominn að sökkva í regnvatninu, sem rann inn í tjaldið. Kl. 8 um morguinn vorum við búnir að smala Núpsheiðina og reka féð í gerði í Skaftholtsrétt- um. Samkvæmt settum reglum, höfðu Gnúpverjar nú tvo klukku- tíma til að draga sitt fé úr safn- inu, hvað þeir gerðu svo sem unnt var. , Á meðan notuðum við fjall- an farangur okkar og heilsuðum mennirhir tímann og tókum sam- upp á vini og kunningja. Þarna voru komnir flestir félagar mfnir úr Lönguleit, og margt annarra góðkunningja. Skaftholtsrétt er að sögn með elztu réttum á landi hér. Hlaðnar úr hraungrýti, þjóðlegar og fal- legar í senn. Þær voru endur- byggðar fyrir nokkrum árum og bera vott um snilldar handbragð, þeirra, er þar að unnu. Hliðgrind- ur eru úr járni en kampar úr 'steinsteypu. Nöfn bæja eru greypt í plötur yfir dilkdyrunum. Skaft- holtsréttir eru sunnan undir Skaft holtsfjalli og sóma sér betur í sínu umhverfi en hinar hvítu steinsteypuréttir, sem alltof víða sjást í héruðum þessa lands í æp- andi mótsögn við tilgang sinn og umhverfi. Það varð fljótt fjölmenní í rétt- unum. Almenningurinn iðaði af fólki og fé, en uppi á réttarveggn- um, lágu hundarnir fram á lappir sínar og hvíldu sín lúnu bein. Við almenningsdyrnar stóðu nokkrir vangafölir kaupstaðabúar, sem höfðu skroppið í réttirnar af gömlum vana, til að heilsa upp á gamla vini og kunningja. Og tíminn leið. Kl. 10 var „kallið“ komið. Austurleirarsafn- ið er rekið úr réttunum og ferð- in vestur í Skeiðarréttir er hafin. En fjallsafn þeirra Gnúpverja kemur austan móana og fyllir al- menninginn í Skaftholtsréttum á ný. Það, sem ekki rúmast þar, er geymt í gerðinu. Síðan heldur starfið í réltunum áfrám, og ,,réttastemningin“ vex eftir því sem líður á morguninn. Kl. sex síðdegiis er Austurleit- arsafnið komið, í fjárgerðið í Skeiðarárréttum. Litlu síðar er safnið úr1 Vestur-leitinni rekið í gerðið og um svipað leyti fé úr Suðursveitum, sem sótt var upp I Hrunaréttir. Nú gátu fjallmenn varpað öndinni léttar, þeirra skyldustörfum var lokið. Vörubifreið hafði komið með farangur okkar austan úr Skaft- holtsréttum. Gafst okkur aðeins tóm til að tjalda áður en dags- birtan þokaði fyrir haustnóttinni. Regnið streymdi úr loftinu. Menn létu það ekki á sig fá. Hin mikla hátíð haustsins, — réttirnar voru að hefjast. Kl. 7 árdegis, föstudaginn 22. sept. tekur réttastjórinn, Magnús Árfnason, bóndi á Flögu, sér stöðu upp á réttarveggnum, og gefur merki. Hlið gerðisins er opnað, féð streymir í almenning- inn — menn koma að úr ýmsum áttum og blanda sér innan um féð í almenningnum. Réttirnar eru byrjaðar. Skeiðaréttir eru með fjárflestu fjárréttum hér á landi, enda stórt byggðarlag, sem, sem réttar fé sitt þar. Á steini í réttarveggnum er ártalið 1881 grafið. Bendir það til þess, að réttirnar séu 80 ára um þessar mundir. Ekki mun opinber afmælishátíð hafa farið fram af því tilefni. Vera má þó, að ein- hverjir, er réttirnar gistu að þessu sinni, hafi minnzt hinna merlcu tímamóta með söng um „guðaveigar“, sem „lífga sálaryl“. — Eða jafnvel látið sér nægja að renna huga til hinna gömlu góðu daga, þegar dansinn dunaði aust- ur á grundunum, og réttarróm- antíkin hertók fólkið svo kröftug- lega, að með herkjubrögðum tókst að draga allt féð, áður en dagur þvarr. En „tímarnir breytast og mennirnir með“. Nú er sundur- drætti að mestu lokið um hádegi og hver heldur til síns heima. Flestir á bílum — jafnvel kind- urnar eru stíaðar upp á vörubíla, sumar hverjar og „komnar heim á hlað“ fyrir miðjan dag. Já, við lifum á öld hraðans, íslendingar. Til eru þeir menn þó enn, sem nota „þarfasta þjóninn“ til rétta- ferða, enn þann dag í dag. Við vorum fimm sveitungarnir, sem rákum reksturinn úr Skeiða- réttum niður í Flóa. Guðmundur Jóhannesson, Arnarhóli, Ólafur Sigurðsson, Syðri-Gegnishólum, Þórður Elíasson, Hólshúsum og Markús ívarsson, Vorsabæjarhól, voru síðustu ferðafélagar mínir í fjallferðinni. Okkur gekk vel niður á Akdreyrina og niður með Þjórsá. Árbakkinn eí greiðfær og forustu-Blesa virtist vita vel hvert ferðinni var heitið og skokkaði á upndan hópnum oftastnær. Það var góð stund til sólarlags, þegar við komum að Kálfhóli, sem er syðsti bærinn á Skeiðum við Þjórsá. Þar var fyrirhuguð nætur- gisting, hjá Auðuni bónda og Kristínu konu hans. Þar var margt manna gestkom- andi er við gengum í bæinn. Rétt- armenn á heimleið. Meðal gest- anna voru nokkrir fjallfélagar mínir úr Fytjarósum og Norður- leití Matborð þeirra hjóna svign- aði undan máltíð kvöldsins — kjötsúpunni — þvílíkt lostætj, eftir „skrínukostinn" undanfama daga. Það var „um margt að spjalla“ og seint gengið til náða á Kálfhóli um kvöldið. Unga kynslóðin fylgdist vei með samræðum gest- anna og skemmti sér konunglega. Réttarrómantíkin gerir þá eldri unga í annað sinn — lífsgleðina meiri — umræðuefnið auðveld- ara. Þvílíkur „luxus“. Að vakna aS morgni laugardagsins 23. sept- ember í dúnmjúku rúmi. Nú var svefnpokinn, sem ég hafði sofið í síðustu 10 næturnar, kominn veg allrar veraldar. Kaffihitun og prímusarstang, tilheyrði liðnum tíma. Síðari áfangi fjallferðarinn- ar — ferðin riður Flóann — var framundan. Kveðjur og þakkir á Kálfhólshlaðinu — síðan var hald- ið af stað suður mýrina niður hjá Skiphól, Skálmholti og Heigarbæ, Dælarétt, Kampholtsmýri, og stefna tekin á Þingdal. Þá var sól gott betur en í hádegisstað Augnablik. Ofan við túnið á Þingdal beið Samúel bóndi komu okkar. „Gjörið þið svo vel, piltar mín- ir“, sagði hann, „nú látið þið kindurnar kroppa á túninu, e komið sjálfir í bæinn. Konan bið- ur með kaffið til reiðu á borðinu. •Slíku kostaboði fyrir fólk og fénað gátu langferðamenn á lei• heim úr réttum ekki neitað. Frá Þingdal er vítt útsýni suð- ur yfir sléttlendið. Flóinn og sléttan mikla austan Þjórsár blas- ir við. Þjórsá sýnist líkari stöðu- vatni en straumvatni, þar sem hún breiðir úr sér áður en hún fellur til sjávar. Lengst austur í hafi rísa Vestmannaeyjar, tignar- legar og nsmiklar eins og vel reistur sveiLabær, með burstir og bæjarþil að fornum sið. Svo er fjallferðinni lokið. — Síðasta spölinn var unga fólkið „fjölmennt“ og hjálpaði til við reksturinn. Það er svo gaman að sjá féð koma af fjalli, en ungum sveini og yngismey leiðist ef biðin er löng að féð komi í hlað. Stefán Jasoinarson. Við þökkum viöskipfamönnum okkar, nær og fjær, fyrír viðskiptin á yfirstandandi ári. CjfeÍifecý jóf! ^’aróœft nýcír! Verzlunarfélagið Valur Blönduósi. í ' ' AHVERRIKDNNU... ’**~ SAflGfl ~

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.