Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.12.1962, Blaðsíða 10
 mmm Stál í stöngum, Stálvír log- og rafsuSuvír Eir og Kona r í sföngum og plöfum, Eirpípur, Tin, Hvífmálmur, Vélareimar, Reimar í flutningsbönd, Gúmmíslöngur, Sk'úfboltar og rær úr járni og stáli, Ventlar og Kranar fyrir gufu, olíu, vatn o. fl. Rafsuðutæki Uíb'ástiíTFgas- cg kælivaMitamælar Oster snittvéiar ÞAÐ VAR yndislegur miðsum- arsmorgun, laust eftir sólarupp- komu, að hinn ungi, hugdjarfi fjallalögreglumaður Dan Beam steig á bak hesti sínum fyrir utan lögregluvarðstöð þá, er hann starf- aði við og hélt af stað til gæzlu- svæðis síns í einum hinna risa- vöxnu háfjallaskóga Kanada. — Oft hafði leið hans legið þangað, o-g oft hafði hann á þessum slóð- um komizt í krappan dans í gæzlu starfi sínu, en þó var það nú samt þann veg, að á hverju sem gengið hafði leitaði hugur hans stöðugt þangað á ný. Dan Beam miðaði vel áfram, unz hann var kominn inn á mitt gæzlusvæðið og lagði hann þá leið sína eins og hann var vanur upp á allháa kjarrivaxna hæð, þaðan sem víðsýnt var og auðvelt að en samt fannst honum það örugg- ara, áður en hann héldi lengra, að skyggnast ofurlítið betur um útnorðuráttina, því oftast hafði hún reynzt honum ótrygg og það- an var jafnan allra veðra von. Hann leit því enn einu sinni þang- að til þess að fullvissa sig um, hvort þar væri nokkur hreyfing sjáanleg. — Jú, — þarna sá hann þó eina mannveru á ferli, sem stefndi til suðausturs i átt til hans. Alldrjúgan spöl þaðan, sem hann var, sá hann koma skálmandi miðl- ungsháan, þrekvaxinn Indíána, sem í hægri hendi bar stóra, bit- urlega sveðju, en strigadruslu í þeirri vinstri. — Kynlegur náungi þetta, — fróðlegt að vita, hvað hann hyggst fyrir, tautaði Dan fyrir munni sér. Fjallalögreglumaðurinn færði tveir fullvaxnir skógarbirnir meö allbreiðu millibili, stefndi sá fyrri til norðurs, en hinn síðari beint í vestur og nálgaðist hann stefnu Indíánans að sama skapi sem hinn björninn fjarlægðist. Rauðskinninn gekk hvatlega og var sporadrjúgur, en þegar ekki nema tvö nokkuð há leiti bar milli hans og bjarnarins, virtist Dan engu líkara en Indíáninn s'kynjaði nálægð dýrsins á einhvern undar- legan hátt, sem honum var mikil ráðgáta Áhugi Dans lögreglumanns óx nú stöðugt. — Hvað mundi nú gerast, þegar fundum þessara tveggja villtu skógarbúa, Indíán- ans og skógarbjarnarins, bæri sam an? Dan færði sig því á hlið við þá "utan í næstu hæð, eins næiri og hann þorði, án þess þó að vekja Smásaga eftir fylgjast með umferð fjallfarenda. Dan lögreglumanni var það vel Ijóst, að hér var hann kominn í námunda við eitt varhugaverðasta eftirlitssvæði fjallalögreglunnar, heimkynni herskárra rauðskinna og hættulegra skógarbjarna; taldi hann það því vissara að fara sem gætilegast, enda þótt vel væri hann vopnaður og á úrvals farar- skjóta. Hann greip því til sjónauka síns, brá honum fyrir augu og lit- aðist um hægt og rólega. — Hér virtist Dan allt með óvenju kyrr- um kjörum og því óþarft að gefa þessum slóðum nánari gætur; — nú skjótlega hest sinn suðaustanl megin niður af háhæðinni, en | skyggndist þvi næst með sjcnauka sínum yfir hæðarbunguna og fylgd ist svo gauingæfilega með ferðum rauðskinnans, sem hann sá að nam nokkrum sinnum staðar, beygði sig niður að jörðunni og skimaði svo rannsakandi í kring- um sig, því næst breytti hann ofur lítið stefnu sinni til austurs eins og hann hefði orðið einhvers sér- staks áskynja, en hélt síöan rak- leitt áfram göngu sinni. Dan forvitnaðist nú um austur- hæðirnar og sá þá hvar í ljós komu á sér eftirtekt, en fylgdist svo það- an nákvæmlega með öllu, sem fram fór. Dan sá nú,- að rauðskinninn hljóp nokkur skref upp í hæð þá, sem var milli hans og dýrsins, virti augnablik fyrir sér skógar- trén neðst í brekkunni og valdi sér því næst tré iett, sem var lítið eitt gildara en hann sjálfur, til þess að hafa að baki sér. Að því loknu hóf hann óp og öskur, bað- andi út báðum höndum. Vera má, hugsaði Dan, að Indí- áninn hafi snögglega komið auga á bjöminn, meðan ég færði hest- inn utan í þessa hæð, en það finnst mér ólíklegt, þar sem rauð- skinninn og björninn komu aldrei samtímis upp á hæðirnar. Indíáninn hélt látlaust áfram óhljóðum sínum og bægslagangi hjá trénu í brekkunni og hreyfði sig ekki þaðan. Hann þurfti sann- arlega ekki að bíða langa stund, þvi að eftir fáein augnablik sást koma stór og mikill skógarbjörn fram á hæðarbrúnina og staðnæm- ast þar. — Skimandi niður eftir hlíðinni hvessti björninn glyrnurn ar á rauðskinnann, sem með há- vaða sínum og handaslætti lét nú hálfu verr en áður. Það var engu líkara en bangsa fyndist þessi rauði morgunkyrrð- arspillir vera skóginum og frið- sæld hans ekki aðeins til ama, heldur til hreinnar og beinnar háðungar, og því ekkert sjálfsagð ara en að lækka mesta rostann í tvífætlingnum, svo að hann léti ekki þannig fleiri miðsumars- morgna. Björninn þrammaði nú niður hlíðina án þess að fara sér neitt óðslega og góndi stöðugt á Indíán- ann. — Fitjandi upp á trýnið, urr- andi við og við snögg, reiðileg urr, nálgaðist björninn Indíánann hægt og hægt, sem ekki virtist bregða hið minnsta við komu dýrs ins. Dan lögreglumanni, sem talinn var einhver allra bezta skytta fjallalögreglunnar, hafði tekizt á þessum hörkuspennandi augnablik um að komast mjög nærri hólm- göngustaðnum með tilbúinn marg- hlaðning sinn, en hinkraði þó við vegna hins aðdáanlega hugrekkis og öryggiskenndar, sem svo mjög einkenndi Indíánann. Ekkert ætti að vera því til fyr- irstöðu að verða einu sinni áhorf- andi að þvf frá upphafi til enda hvernig svona hólmganga fer fram, hugsaði Dan. Þessi rauð- skinni er sýnilega hvorki neinn aukvisi né viðvaningur, því að allt bendir til, að hann hafi einhvern tíma fyrr með jafnköldu blóði og nú leikið slíkan leik. Þegar björninn átti eftir ófarna fáeina faðma að Indíánanum, reis hann snöggt upp á afturfæturna í trylltu grimmdaræði, rak upp reiðibaul og slelti hausnum sitt á hvað, meðan hann með másandi gini og framréttum hrömmum, fetaði sig draugslega nær og nær Indíánanum, til þess að taka hann hryggspennutökum. Indíáninn, sem albúinn til varn ar, hélt sér þétt upp að trénu, virtist alls ósmeykur hnitmiða fjarlægð bjarnarins, unz hann leiftursnöggt og margvisst skaut með vinstri hendi strigadruslunni upp í hið uppglennta, hvasstennta gin óargadýrsins, sem við þann óþægilega skyndibita virtist held ur glepjast sóknin, — en á sama augnabliki, líkt og kólfi væri skot- ið, rak rauðskinninn hina flug- beittu sveðju sína á kaf undir bóg bjarnarins, — beint í hjarta- stað.-----Björninn tók ofsalegan kipp og sló hægri hramminum til Indíánans um leið og hann hlaut banastunguna, en rauðskinninn beygði sig eldsnöggt í hnjáliðun- um út á hægri hlið og slapp, að því er virtist með naumindum við heljarhögg bjarnarins. — — Með dimmri, draugslegri dauðastunu G. J. FOSSBERG VELAVERZLUN H.F. VESTUR6ÖTU 3 — REYKJAVÍK Vélar og alis kanar verikfen tl járn- og trésmíði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.