Tíminn - 21.12.1962, Síða 1

Tíminn - 21.12.1962, Síða 1
 u4fe«* 238. tbl. — Föstudagur 21. desember 1962 — 46. árg. NAUÐSYN A AUKNU FRAM LAGI TIL NÝRRA GATNA A FUNDI BORGARSTJÓRNAR í GÆR Þessi mynd var tekin í gær á fundi borgarstjórnar, þegar síðari umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar stóð yfir, Hún er af tveimur fulltrúum Framsóknarflokksins í borgarstjórn, þeim Einari Ágústssyni og Birni Guðmundssyni. Þeir flytja gagnmerkar breytingar- og ályktunartillögur við fjárhagsáætlunina. I ÁL EN ANNARS AFLABRESTUR JK—Reykjavík, 20. des. Álaveiðum ársins er nýlokið og varð heildaraflinn miklu minni en svartsýnustu menn bjuggust við. Kemur þetta mjög á óvart, þar sem veiði- filraunirnar í fyrra gáfu góð- an árangur, og hafa menn get-: ið sér margs til um, hvað valdi | þessu veiðileysi í ár. Bfni í blaði nr. II. Lúcia helga, bls. VIII—IX íþróttafréttir, bls. IV. Fréttamyndir, bls. VI. - Smásögur, bls, III, V og IX. Eini ljósi punkturinn í álaveið- um ársins var, ag einn af þekkt- ustu borgurum landsins veiddi um ' 200 kíló af ál í fimm gildrur á| þremur vikum. Maðurinn er Pétur i Hoffmann Salómonsson, en hann I fékk þessa mokveiði neðarlega í Álftá á Mýrum í september í haust. Dæmi voru til þess, að Pétur fengi 50 kíió af ál í gildru á einni nóttu. Sagt er, að Pétur hafi snúið’ gildrum sínum öfugt, látið botninn snúa til fjalla en ekki til hafs eins og venjulega er gert. í fréttabréfi sjávarafurðadeild- ar SÍS, sem kom út í dag, er yfir- lit um álaveiðina á árinu. í byrjun álaveiðanna i maí veiddist sæmi- lega vel, en aflinn fór hraðminnk- andi, þegar kom fram í júní og varð næstum enginn um hásum- arið eða íram í ágúst. Þegar dimma tók á ný um nætur glædd- ist aílinn jítur og náði hámarki Framhald á 15. síðft. MB—Reykjavík, 20. des. Önnur umræða um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 1963 fór fram á borgarstjórnarfundi, sem hófst klukkan 17 í kvöld og var gert ráð fyrir, að umræð- ur sfæðu langt fram á nótt. Fulltrúar Framsóknarmanna lögðu fram margar bre/tinga- og ályktunartillögur við fjár- hagsáætlunina. Meðal hinna merkustu þeirra má hiklaust telja tillögu um lántöku til að útrýma braggaíbúðunufn og tillögu um að auka fjárveit- ingu til gerðar nýrra gatna í höfuðborginni. Tillögunnar um útrýmingu bragganna var getið i bl-aðinu í dag. Þar ér lagt til að tekið verði 15 milljóna króna lán til þess að byggja íbúðir yfir það fólk, sem er.n hýrist í þessum heilsuspill- andi íbúðum, og sá Ijóti blettur, sem braggaíbúðimar eru á höfuð- horginni, verði afmáður. Þá er tillaga um að hækka fjár- veitingar til nýrra gatna um 5 milljónir, úr 35 milljónum i 50 millónir. Það er alkunna, hversu mjög gatnagerð hefur dregizt aftur úr íbúðabyggingum. Götur út- liverfanna er langt frá því að vera forsvaranlegar, margar hverjar og það er borginni og raunar þjóðfé- laginu öllu dýrt spaug að draga gatnagerð svo úr hömlu, sem gert hefur verið hér að undanförnu. Þá eru einnig margar tillögur, sem miða ag sparnaði í rekstri stofnana borgarinnar og einnig til lögur um aukin framlög til mann- úðar og félagsmála. Verður nán- ar vikið að þeim síðar, þegar unnt verður að skýra frá gangi um- ræðna. Aðalefni ályktunartillagna borg arfulltrúa Framsóknarflokksins eru þessi: ■Ar Að jainan séu tryggð næg atvinnutæki. iðnaðinum sé tryggð sem bezt aðstaða; áherzla lögð á stórbætta aðstöðu útgerðarinnar; skattlagningu á atvinnurekstur verði stillt í hóf og greitt verði fyrir nýjum atvinnugreinum. Framhald á 15. síðu. JÓLAVEÐRIÐ KH-Reykjavík, 20. des. Útlit er fyrir umhleyp- ingasamt ve?Sur hér sunnan- Iands um hátíðarnar, senni- lega verður hlákubloti og út* synningsél á víxl. Norðan- og austanlands er búizt við heldur vægara veðri. Hvað spuminguna um hvít jól eða rauð snertir, „er fijótt á litið fullt eins líklegt, að föl verði á jörðu í höfuðborginni á aðfanga- dag“, en hitinn er nú svo nálægt frostmarki, að varla má niuna meira en hálfu hitastigi, hvort snjór nær að festa eða rignir. Meirn vildi Jón Eyþórsson veður- fræðingur ekki lofa, er blað ið átti tal við hann í dag. Um veðurfarið það sem af er vetrar sagði Jón, að vet- urinn liefði verið fremur mildur, cn nokkuð umhleyp ingasamur, en sjaldan lang varandi ótíð. Mættu menn vel við una, og þá ekki síst sjómennirnir, því að gæftir til sjávar hafa verið allgóð- ar þcnnan tíma. 1300 millj. króna ækkun frá TK-Reykjavík, 20. des. Lokaafgreiðsla fjárlaga fór fram á Alþingi í dag og að henni lokinni var þingi frestað til 29. janúar n.k. Niðurstöðu- tölur fjárlaga fyrir árið 1963 eru tæpir 2,2 milljárðar kr og hafa fjárlög þá verið hækk- uð um 450 milijónir króna frá fjárlögum þessa árs, en frá 1958 eða í tíð núverandi valda samsteypu hafa fjárlög hækk- að um hvorki meira né minna en 1300 milljónir króna. Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær guggnaði stjórnin á áframhaldi feluleiksins með lánið í Keflavíkurveg og leit- aði heimildar þingsins fyrir 70 milljón króna lántöku til veg- arins. Er alger samstaða í þing inu um nauðsyn þessarar vega- 1958 framkvæmda og var heimildin veitt með samhljóða atkvæð- um. Hins vegar felldi stjórnar- liðið tillögur Framsóknar- manna um töku láns í Stráka- veg og láns til vegageröar á Vestfjörðum og Austurlandi, en lítil von er til að unnt verði að rétta hlut þessara lands- fjórðunga í vegakerfinu án lán

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.