Tíminn - 21.12.1962, Qupperneq 2

Tíminn - 21.12.1962, Qupperneq 2
-f SNIGLAR GERA SITT GAGN Vatnaillgresi hefur löngum veriS hin mesta plága í Banda ríkjunum, og hefur útrýming þess jafnan haft töluverðan kostnað í för með sér. Nú hafa vísindamenn fundið lausn á þessu vandamáli, sem er ný- stárleg að því leyti, að þeir hafa tekið snigla í þjónustu sína. Illgresisætan, sem staðið hefur sig svo vel í þessari iðju, er snigla tegund, sem vatnsbúraeigendur í Florídafylki ræktuðu til mann- eldis fyrr á tímum. En þeir urðu að binda endi á framleiðsluna, þegar í ljós kom, að uppáhalds- matur snigilsins voru hinar verð- mætu jurtir vatnsbúranna. Þegar vísindamenn við land- búnaðarráðiineyti Bandaríkjanna í Fort Lauerdale fengu þessa vitneskju, létu þeir ekki við svo búið standa og hófu þegar rann- sóknir á þessu fyrirbæri. Þeir dreifðu sniglum þessum, sem á visindamáli eru nefndir Marisa cornuarietis L., í illgresistjarnir víða um héruð, og var árangur rannsóknanna miklu betri en þeir höfðu búizt við. Sniglarnir átu sem sé upp til agna fjórar teg- undir vatnaillgresa í vötnum þess- um, sem allar höfðu verið hin Amerfskir vísindamenn búast við að geta hreinsað hin skipgengu fljót í suðurríkjum Bandaríkjanna af alls konar illgresi, sem breiðist ört út og veldur margháttuðum vandræðum við siglingar um fljótin og viðhaldi þelrra. Það hefur sannazt af prófunum, sem staðlð hafa yfir ( nokkur ár, að sniglllinn Marisa cornuarietis L. hefur sérstakt dálæti á þcssum plöntum, sem vandræðunum valda. Þessi tjörn var þakin vatnaliljum, eins og sést á efrl myndinni, áður en gerð var tllraun með Marina sniglana. Neðri myndin sýnir sömu tjörn, þegar snigiarnir höfðu gert sér gott af plöntunum svo rækiiega, sem sjá má. Marisasniglar hafa nærzt á rótum tveggja vatnahíasintajurta t. v. á mynd- inni, og þannig kyrkt vöxtinn svo að þær ná sér ekki aftur á strlk. T. h. sést vatnahíasinta, sem fengið hefur að vaxa óáreitt og er hreinasta plága á mörgum fljótum i Suðurríkjum Bandaríkjanna. mesta plága fyrir vatnsbúra- og jarðyrkjendur, og töfðu fyrir vexti allmargra annarra. Hin upphaflegu heimkynni Mar- isa-snigilsins er Suður-Ameríka. Eru aienn þeirra skoðunar, að vatnsbúraeigendur hafi flutt hann til Florídafylkis fyrr á tímum, og dreift honum í skurði og vötn, þegar illgresisplágan var sem mest. Ekki hefur snigillinn fund izt annars staðar f Bandaríkjun- um. í Florída og Puerto Rico hafa verið gerðar ýtarlegar rannsókn- ir með snigilinn við ' eyðslu ill- gresis á hrísgrjónaökrum. Kom í ljós við þær rannsóknir, að snigillinn eyddi nýsáðum hrís- grjónum, en olli sáralitlum skaða, eftir að þau voru orðin þriggja mánaða eða eldri. Þessum xann- sóknum verður haldið áfram, þar til skorið verður úr um, hvaða endanleg áhrif sniglarnir hafa á hrísgrjónaframleiðsluna. Þessar sniglarannsóknir hafa verið starfræktar í Puerto Rico allt frá því árið 1957. Hefur snig- illinn þótt mesta þarfaþing þar í landi til að stemma stigu við ofvexli á vatnaliljum. Þá útrýmdi snigillinn næstum gjörsamlega öðrum snigli, sem verið hefur hinn mesti vágestur þar í landi og or- sakar hitabeltissjúkdóm (schisto- somiasis). Vísindamenn í Bandaríkjunum eru mjög bjartsýnir um niðurstöð ur rannsókna sinna. Þeir þykjast fullvissir um, að Marsia snigill- inn sé svar við vandamáli, sem kostað hefur vatnsbúra- og jarð- yrkjendur drjúgan skilding til þessa; með aðstoð snigilsins verði nú hægt að stemma stigu við of- vexti vatnaillgresis með mjög litlum tilkoslnaði. Þá ætla þeir að snigillinn geti reynzt hjálpleg- ur við að ráða niðurlögum hita- beltissjúkdóma víða um heim. Frá StáBstólum Braufarholii 4 Tökum upp á morgun 15 krómuð eldhússett. Lítils háttar ólofað. — AthugiS hversu verðíð er hagstætt. Seljum einníg straubretti á 350 kr,. og kolla á 150 kr. meðan birgððr endast. Simaborð á 685 kr. o£ blémagrindur á 340 kr. Getum afgreitt fyrir jól þá sem jianta í dag eSa á morgun. Stálstólar Brautarhelti 4, sími 3656? PÓSTSENDUM UM IAND ALLT T í M I N N, föstudagurinn 21. des. 1962.____

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.