Tíminn - 21.12.1962, Page 7

Tíminn - 21.12.1962, Page 7
I Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þói’arinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af. greiðslusími 12323. - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innán. lands. 1 lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Sjálfstæðisflokkurinn viíl aukaaðild Ef marka má Morgunblaðið, er bersýnilegt, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ákveðið að beita sér fyrir því, ao ísland verði aukaaðili að Efnahagsbandalaginu, þótt ríkisstjórnin telji, að tolla- og ‘viðskiptasamningur við bandalagið korni ekki síður til greina. Mbl. heldur stöð- ugt uppi þeim áróðri, að það sé ekki annað en kommún- ismi og þjónkun við kommúnista að taka tolla- og við- skiptasamning fram yfir aukaaðild. Af þeim ummælum Mbl. má bezt marka hver afstaða Sjálfstæðisflokksins raunverulega er, þótt ríkisstjórnin telji að tvær leiðir geti komið til greina. Mbl. reynir mjög að tortryggja Framsóknarflokkinn fyrir það, að hann tekur tolla- og viðskiptasamning fram yfir aukaaðild. Það bendir á, að á fyrri stigum málsins hafi stundum mátt sjá ummæli i Tímanum þess efnis, að íslendingar ættu að kynna sér aukaaðildina. Það er þetta, sem hefur líka verið gert. Á þeim upplýsingum, sem ríkisstjórnin hefur birt um þessi mál — og mörgu öðru, sem hefur komið fram erlendis, — er sú afstaða Framsóknarmanna byggð að kjósa tolla- og viðskipta- samning við EBE, en ekki aukaaðild. Gylfi Þ. Gíslason gerði þennan mun mjög ljósan, er honum fórust orð á eftirfarandi hátt, samkvæmt frásögn Alþýðublaðsins, á Varðbergsfundi fyrir fáum dögum: „RáSherrann sagði, að með því aS gera aukaaSildar- samning viS EBE gætu íslendingar komizt inn- fyrir toilmúr bandalagsins og notið toIIfrelsisins til jafns viS önnur aðildarríki bandalagsins. En hann sagSi, aS þaS kostaSi samninga um viðkvæm mál eins og frjáls- an flutning vinnuafls milli landa og jafnrétti til stofn- unar atvinnurekstrar." Sú afstaða Framsóknarmanna að hafna aukaaðildinni er ekki sízt byggð á þessum upplýsingum Gylfa, að auka- aðild kosti „samninga um viðkvæm mál eins og frjálsan flutning vinnuafls milli landa og jafnrétti til stofnunar atvinnurekstrar“. Framsóknarmenn eru andvígir samn- ingum við aðrar þjóðir um þessi mál og telja þá hættu- lega sjálfstæði þjóðarinnar. En vissulega eru þær upplýsingar Mbl. athyglisverðar, að það sé kommúnismi að dómi Siálfstæðismanna að vilja ekki samning um þessi „viðkvæmu mál“ og kjósa því heldur tolla og viðskiptasamning en aukaaðild. Flokksþingið Eins og auglýst var í blaðinu í gær, hefur verið ákveð- ið, að 13. flokksþing Framsóknarmanna hefjist hinn 7. marz næstkomandi hér í bænum Flokksþing Framsóknarmanna eru venjulega haldin fjórða hvert ár. Seinasta flokksþing var haldið í marz 1959. Flokksþingin marka stefnu flokksins í öllum megin- málum og hafa ákvarðanir þeirra oft ráðið úrslitum i þjóðmálum íslendinga. Það flokksþing. sem nú verður haldið, kemur saman á miklum örlagatímum og ákvarð- Fulltrúar á flokksþingið verða komriir aftur samanam Fulltrúar á flokksþingið verða kosnir eftir sömu regl- um og gilt hafa og er áríðandi, að hvert einasta félag Framsóknarmanna í landinu noti réít sinn til að senda fulltrúa á flokksþingið. T í M I N N, föstudagurinn 21. des. 1962. — Hætta Bretar við acS hafa sérstök kjarnorkuvopn ? ATBURÐIR seinustu daga hafa leitt það ótvírætt í ljós, að Frjálslyndi flokkurinn í Bret- landi hefur haft rétt fyrir sér, þegar hann hefur beitt sér fyr- ir því að undanförnu, að Bretar hættu öllum kjarnorkuvígbún- aði, en styrktu þeim mun meira hervarnir sínar á öðrum svið- um. Flokkurinn hefur talið, að þjóðir Atlantshafsbandalagsins ættu að láta Bandaríkjunum það einum eftir að sjá um kjarnorkuvopnin, en ættu að efla aðrar varnir sínar þeim mun betur. Það væri Bretum og öðrum Evrópuþjóðum of- vaxið að hafa sjálfstæðan kjarnorkuvígbúnað, enda al- gerlega óþörf eyðsla, þar sem treysta mætti á Bandaríkin í þeim efnum. Þetta myndi og leiða til þess, að aðrar þýðing- armeiri varnir væru vanræktar. Þetta sjónarmið Frjálslynda flokksins hefur verið mjög i samræmi við það, sem Banda- ríkjamenn hafa haldið fram Þeir hafa hvatt hinar banda- lagsþjóðirnar í Nato til að efla aðrar varnir sínar en kjarn- orkuvopnin, því að þar gætu þær treyst á Bandaríkin. Báðir aðalflokkarnir j Bret- landi, íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, hafa hafnað þessari stefnu. Þeir hafa talið það nauðsynlegt til að tryggja stöðu Bretlands sem stórveldis, að það réði yfir kjarnorkuvopnum. Það var stjórn Attlees, sem hófst handa um það, að Bretar framleiddu kjarnorkuvopn. Eftir að íhalds menn komu til valda, hafa þ.eir fylgt þessari stefnu fast eftir. Hins vegar hefur á síðari ár- um verið vaxandi ágreiningur um hana í Verkamannaflokkn- um og stór minnihluti þar viljað, að Bretar afsöluðu sér öllum kjarnorkuvopnum. BRETUM hefur fyrir all- löngu tekizt að framleiða kjarn orkusprengjur, og eiga þeir nú talsverðar birgðir af þeim. Það hefur hins vegar komið í ljós, að til lítils gagns er að eiga kjarnorkusprengjur, ef ekki eru til tæki, sem geta varp- að þeim eða skotið á óvinina. ef til stríðs kynni að koma. Bretar eiga nú talsverðan flota sprengjuflugvéla, er geta flutt kjarnorkusprengjur inn yfir hugsanleg óvinaríki og varpað þeim á stöðvar þar, en þessar flugvélar eru nú að verða úr- eltar, því að óvinirnir hafa stöðugt betri og betri mögu- leika til að eyðileggja þær áð- ur en þær komast leiðar sinn- ár. Þess vegna hafa Bretar á síðari árum unnið að þvf að eignast flugskeyti, sem gætu «leyst flugvélarnar af hólmi. Fyrir nokkrum árum hófu Bret ar undirbúning að því að fram- leiða sérstök flugskeyti, er skotið væri af landi og gæti dregið um 2000 mílna vega lengd. Þetta flugskeyti hlaut nafnið Blue Streak. Fyrir rúm um tveimur árum gáfust þeir Stjórnmálalegir erfiðleikar Macmillans hafa aukizt vegna deilu Banda- rikjamanna og Breta um Skybolt-flugskeytin. Þeir voru þó ærnir fyrir vegna samninga Breta vi3 Efnahagsbandalagið. upp við framleiðslu þess, og voru þá búnir að eyða í tilraun- irnar með það stórkostlegum fjárhæðum. Þá sömdu þeir um það við Bandaríkin, að þeir framleiddu fyrir þá svokölluð Skybolt-skeyti, sem skotið er frá flugvélum og eiga að draga um 1.250 mílna vegalengd. Fyrir fáum dögum tilkynnti svo Bandaríkjastjórn Bretum, að hún ætlaði að hætta við framleiðslu þessa skeytis, þar sem óvíst væri, hvernig það myndi reynast og kostnaður- inn við það yrði líka stórkost- legur. Bandaríkin myndu hér eftir leggja áherzlu á að fram- leiða flugskeyti, sem væri skot- ið frá kafbátum,og langdræg flugskeyti, sem væri skotið frá landstöðvum, Minuteman. Að- aláherzlan verður lögð á fram- leiðslu þessa síðarnefnda skeyt is, og er gert ráð fyrir því, að innan nokkurra ára leysi það kafbátaskeytin alveg af hólmi, ÞAÐ var mikið áfall fyrir brezku stjórnina, þegar Banda- ríkja stjórn tilkynnti henni, að hún væri hætt við framleiðslu Skybolt-skeytanna. í raun og veru þýðir þetta að fyrirætlan ir Breta um sjálfstæðan kjarn- orkuvígbúnað er úr sögunni Þeir eiga að vísu sprengjurnar, en ekki tækin til að flytja þær, en þau kosta mörgum sinnum meira en sjálfar sprengjurnar Bretar hafa sjálfir ekkert fjár- hagslegt bolmagn til að fram- leiða flugskeyti. Það virðist nú helzt koma til mála, að Bretar kaupi af Bandaríkjamönnum kafbáta búna flugskeytum, ef þeir ætla á annað borð að halda áfram að hafa sjálfstæðan kjarnorkuvígbúnað. SKYNSAMLEGASTA álykt- unin, sem Bretar gætu dregið af þessu, er að sjálfsögðu sú, að þeir eigi að hætta við það sjálfir að hafa sérstakan kjarn orkuvígbúnað, þvi að hann er þeim ofvaxinn, en snúa sér þeim mun meira að eflingu annarra vopna. Það er hin eðli- lega verkaskipting í vörnum vestrænna þjóða, að Bandarík- in ai^iist kjarnorkuvígbúnað- inn, en hinar þjóðirnar efli þeim mun betur aðrar varnir. Það er óþörf vantrú Evrópu- þjóðanna að vilja ekki treysta á Bandaríkin í þessum efnum, enda allt Nató-samstarfið þýð- ingarlítið, ef ekki er treyst á Bandaríkin. sem óneitanlega eru helzti hornsteinn þess. Þ.Þ. Agreiningur Bandaríkjamanna og Breta um Skyboltskeytin 7

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.