Tíminn - 21.12.1962, Page 14

Tíminn - 21.12.1962, Page 14
Rosemaríe Nitríhitt Erích Kuby: DÝRASTA KONA HEIMS hann. „Þú skalt láta sem þú sért ekki heima, og ef það verður hringt, þá lofarðu bara að hringja eins og hver vill. Nú förum við upp. Hefurðu vasaljós, eða er ljós uppi?“ „Eg veit það ekki“, svaraði hún. „Eg hef aldrei komið upp.“ Þetta var snjallt hjá henni, hugsaði hann. „Jæja, láttu mig hafa lyklana. Að íbúðinni líka.“ Hún hlýddi. UPP TVO STIGA, — og þau stóðu framan við járnhurðina, sem þurfti að opna til að komast inn á loftið. Handfangið var lóð- rétt, og átti að ýta því niður, þeg- ar lyklinum hefði verið snúið. „Nú, þetta er bara eins og pen- ingaskápur“, sagði hann. Hann gekk á undan henni. Dauf birta féll inn um þakgluggana. Þegar hann studdi á slökkvara við dyrnar, kviknaði á tveim nöktum perum. Loftinu var skipt í margar kompur, þiljaðar sundur með þunnum viði. „Hvar er þitt pláss?“ íjpurði hann. „Eg veit það ekki“, sagði hún. „Eg sagði þér, að ég hefði aldrei komið upp fyrr“. „Hváð ætlarðu lengi að halda áfram að leika?“ spurði hann. Hann tók eftir því, að tölur voru málaðar á hVerjar kompu- dyr í svörtum lit. „Hvaða númer hefur þú?“ spurði hann. „Þrjátíu og eitt". Númer þrjátíu og eitt var fyrir enda gangsins, sem lá eftir endi- löngu loftinu kringum skorstein- inn. Kompan var læst með hengi- lás. Gegnuim viðarrimlana, sem mynduðu kompuvegginn, sá hann gamaldags, brúnan tágakassa með tréplötum á hornunum. Að öðru leyti var kompan tóm. „Eg á ekki þennan kassa“, sagði hún. „Lykilinn!“ sagði Wallnitz. „Eg er ekki með hann“, sagði hún. „Lykilinn!“ hrópaði hann. Nú var hann orðinn raunverulega æstur. Hann var að því kominn að slá hana. Hann þreif í einn tré- rimilinn og reyndi að rífa hann frá. Ef honum tækist að losa tvo, gæti hann troðið sér inn í komp- una. Til þess var hann nógu grannur. Hann efaðist ekki um, að eitthvert samband væri milli kassans og leiðslunnar. Hann var viss um að finna í honum segul- bandstæki. Rimlarnir létu ekki undan. Meðan hann var enn að hrista einn þeirra, sneri Rose- marie sér leiftursnöggt við og rauk á dyr. Hún var mállaus af hræðslu, og hjá henni komst ekki að nema ein hugsun: að flýja. Hann náði henni, áður en hún komst fram í dyrnar. Nú var hann sannfærður um, að hún vissi, hver hefði komið þessu öllu saman fyrir. Það var óhugs- andi, að það hefði verið gert án hennar vitundar. Hvað átti þessi leikaraskapur þá að þýða? Hún hlaut þó að skilja ,að hann mundi ekki gefast upp, fyrr en hann hefði komizt til botns í málinu og gengið úr skugga um, hver hafði notið góðs af leiðslum Mallenwurf & Erkelenz. Hverjir í fjandanum gátu það eiginlega verið? Og hvers vegna höfðu þeir verið að hafa fyrir því? Hefði ekki verið miklu einfaldara fyrir þá að gera samning við Rosemarie um að fá að hlusta á bandið hjá henni í hvert skipti, áður en Lor- enz kom að sækja það. Það var hægt að opna lásinn j eldhús- skápnum með vírspotta. Með því að semja við Rosemarie var það leikur einn, og hefði aldrei þurft að komast upp. En við nánari um- hugsun fylltist hann þakklæti til þeirra: ef hann hefði ekki séð litla hringinn, þar sem leiðslurn- ar tvær voru tengdar, hefði hann aldrei komizt á sporið. Eg verð að vita, hvað er í þess- um kassa, hugsaði Wallnitz. Og til þess þarf ég bæði aðstoð og verkfæri. „Við skulum koma nið- ur‘, sagði hann. Hann slökkti Ijós- ið og lokaði járnhurðinni. Þegar þau komu aftur inn í íbúð Rosemarie, gekk hann að Símanum og hringdi í sitt eigið númer. Hann lét sem hann sæi ekki Rosemarie, en þegar hún ætlaði sem snöggvast út úr her- berginu, sagði hann stuttaralega: „Þú verður kyrr ellegar . . . “ Þjónustustúlkan svaraði, eins og brýnt hafði verið fyrir henni: „Þetta er hjá Wallnitz, — það er þjónustustúlkan, sem talar.“ „Gusti“, sagði hann, „viltu gefa mér samband við Lorenz.“ „Augnablik, herra Wallnitz', sagði Gusti. „Hann er að borða. Eg skal gefa þér samband við hann.“ Bílstjórinn og fjölskylda hans bjuggu í þriggja herbergja íbúð uppi yfir bílskúrnum, sem stóð skammt frá garðshliðinu. Hann kom strax í símann. „Lorenz“, sagði Wallnitz, „þeg- ar þú ert búinn að borða, þá taktu bílinn og komdu strax til Frank- furt. Þú veizt, hvar ég er. Gefðu vel inn á leiðinni, og hringdu bjöllunni þrisvar, þegar þú kem- ur.“ „Eg kem eins og skot“, sagði Lorenz. „Og komdu með nokkur verk- færi með þér„ hamar og klípitöng, kúbein og nokkra nagla.“ „Það skal gert“, sagði Lorenz. Wallnitz lagði á. „Hann ætti að verða kominn hingað eftir rúman hálftíma“, sagði hann við Ros!e- marie. „Þá fáum við sem sagt tíma til að gera út um nokkur atriði okkar í milli.“ Rosemarie sat í djúpum stól 49 langt úti í horni. Hún leit hvorki upp né svaraði. „Þú ert meira en lítið vitlaus, ef þú hlustar þegjandi á mig segja það“, sagði Wallnitz. „Við fáum allavega að vita þetta. Sjáðu nú til, það er ekkert smáræði, sem við borgum þér. En ef þér finnst það of lítið, þá hefðirðu getað haft orð á Því í staðinn fyrir að leggja út í svona vitleysu.“ „Eg veit ekki, hvað þú ert að tala um,“ sagði Rosemarie. Hún var farin að kenna í brjósti um sjálfa sig og byrjuð að gráta. „Það er óþarfi fyrir þig að grenja“, sagði Wallnitz. „Allt og sumt, sem þú átt að gera, er að tala. Eg vil fá að vita, hver lagði þessa leiðslu gegnum eldhúsið." „Það voru þrír menn“, sagði hún. „Þeir voru hér heilan dag. Þú hlýtur að þekkja þá. Þeir komu frá ykkur, var það ekki?“ „Jú“, sagði Wallnitz. „Það voru okkar menn, en ég á ekki við þá. Þeir hafa ekki lagt leiðsluna út um gluggann.“ „Hvernig á ég að vita, hvað þeir gerðu?“ sagði Rosemarie kjökrandi. Wallnitz sá, að þetta þýddi ekki neitt. Einhver gesturinn hafði skilið eftir eitt eintak af Frank- furter Allgemeine í herberginu. Það var tveggja daga gamalt. Hann gekk út að glugganum og dró tjöldin fyrir. Síðan kveikti hann á gólflampa og fór að lesa grein um Salzburghátíðina. Eg vildi, að ég væri kominn þangað núna, hugsaði hann. Rosemarie hætti brátt að snökta og kjökra. Hún reis á fætur. „Hvert ætlarðu?" spurði Wall- nitz. „Fram í baðherbergi“, sagði hún. „Þú getur komið með, ef þú vilt.“ Henni virtist þessi maður ekki lengur mjög hættulegur, og 36 Williams gekk hann samstundis út til að finna elztu dótturina, fastákveðinn í að ljúka þessu af. Nærvera Horatiu á Merpleton var alltof truflandi, til að hann gæti gengið fram hjá henni. Lotty var á göngu með systur sinni í rósagarðinum, og þegar hann spurði, hvort hann gæti fengið að tala við hana undir fjögur augu, reyndi hún með öllum ráðum að fá systur sína til að verða eftir líka. En Minnie reif sig lausa frá systur sinni og flúði. Veslings Lotty skildi þá, að hr. Latimer ætlaði að bera upp bónorð við hana, og hún var ekki tilbúin að hlýða á það. Ef nokkrir möguleikar hefðu verið fyrir hendi, hefði hún flúið eins og systir hennar. En engin undan- komuleið var, og hún leit í kring- um sig eins og hún væri að fá að- svif, en þessi framkoma, sem var í stil við þrýstnina og spékopp- ana, kom Richard á engan hátt á óvart. Virðulega — en af eins mikilli hlýju og hann gat — tjáði hann Loty, að hann hefði leyfi föður hennar til að tala við hana og hún MKWC, n ALLAR HELZTU MÁLNINGARVÖRUR ávallt fyrirliggjandi Sendum heim. Helgi Magnússon & Co. ! Hafnarstræti 19 Símar: 13184—17227 vissi sjálfsagt, hvað hann ætlaði að spyrja hana um. Hann þagnaði til að ná andanum, og Lotty jafn- aði sig svo, að hún gat beðið hann að gera það ekki, en rödd hennar var veik og lág, svo að orð henn- ar voru alls ekki sannfærandi. Hann hélt hraðmæltur áfram: — Eg vona að þér viljið gera mér 'þann heiður að verða konan mín, Lotty. Lotty var nákvæmlega eins þrumulostin ‘og hún átti að vera yfir þessurn heiðri, sem henni var sýndur. Það var vissulega góðs viti, taldi hr. Latimer, að hún var að því komin að bresta í grát, en svo hrópaði hún allt í einu ákveð- in og ólík sjálfri sér: — Nei . . . nei, það get ég ekki . . . það er' ómögulegt! Þér eruð mjög vingjarnlegur, hr. Latimer . . . ég er upp með mér og þakk- lát . . . en ég get ekki gifzt yður . . . aldrei! Og svo hljóp hún eins og fætur toguðu á braut. Richard Latimer var undrandi og gramur. Þetta var of mikið af því góða! Honum datt sem snöggv- ast í hug, hvort Horatia hefði tal- að illa um sig við Lotty. Ungi hestasveinnmn hafði sannarlega alltof frjálsar hendur, eftir að þau komu til Merpleton og reið út með ungu stúlkunum, hvert sem þær fóru. En svo flaug honum í hug, að ástæðan væri Ágúst Forr- ester. Var pilturinn virkilega svo vitlaus, að hann reyndi að tæla unga stúlku, sem bauðst annað e:ns ráðahagur? Hann var ekki í siíkr; efnalegri aðstöðu, að hann gæti sjálfur vonazt eftir að kvæn- ast Lotty. Hr. Latimer var fullur af rétt- látri reiði, þegar hann stikaði aft- vr heim að húsinu, og komst þá að raun um, að auðmýkjandi svar hennar var þegar þckkt og vitað af mörgum. I-Iann stakk gremju- MARY ANN GIBBS: SKALDSAGA ERFINGINN lega upp á því, að það væri kannski bezt hann færi samstundis frá Merpleton, en lafði Grant grát- bag hann að vera kyrran. — Lotty er bara óþroskað barn, afsakaði hún dótturina með tárin í augunum. — Eg er viss um að sú tilhugsun að verða frú Latimer hefur komið henni úr jafnvægi. Eg skal bíðja föður hennar að tala við hana Og svo var Lotty — sem hafði læst sig inn í herbergi sínu — kölluð niður í bókaherbergið, þar sem faðir hennar virti fyrir sér tárvott andlit hennar, gremjulegur á svip og heimtaði skýringu á ívamferði hennar. En vesalings Lotty grét enn beisklegar. — Hvað hefurðu á móti hr. Latimer? spurði faðir hennar án þess að hirða um tár hennar. — Eg héit að þér félli vel við hann . . . — Mér féll vel við hann ... ég meina, mér líkaði vel við hann, snökti Lotty. — En .... ég .... ég elska hann ekkj pabbi? — Og hvar kemur ást þessu , máli við, með leyfi að spyrja? . sagði sir William Grant strengi- lega. — Hver hefur talað um ást? Svo hélt hann áfram í ögn mildari ton. — Góða barn, þú gengur með rómamískar grillur. Það er sennarlega vími til korninn, að þú •’^rðir fullorðin. Eg get sagt þér. að hvorki rnamma þín né ég vor- um ástfangin hvort af öðru, þeg- ar við trúlofuðumst. Okkur datt ekki einu sinni í hug að hugsa svoleið'is. En við virtum hvort annað — og það gerum við enn. Svo að segja öll hjónabönd grund- vallast eingöngu á slíkri tilfinn- mgu. Þú mátt treysta því, að reynsla min gerir mér kleift að dæma um svona mál, Lotty. En Lotty hristi bara höfuðið og leit svo örvæntingarfull á hann, að það gekk honum til hjarta og hann lagðj handlegginn utan um hana. — Svona, svona, góða mín, sagði hann. — Nú skal ég þurrka tár- in. og svo segi ég hr. Latimer, að þú hafir hreinlega fengið tauga áíall og misst stjórn á þér. Eg skal biðja hann að gefa þér tíma til að venjast tilhugsuninni. Má ég segja honum það, væna mín? Og eftir nokkra stund samsinnti Lotty því eymdarlega, jafnvel þótt hún sýndist ekkert sælli á eftir. Það var Ágúst, sem áttj hjarta hennar, en Ágúst hafði ekki beð- ið hennar, og það leit ekki út fyrir að hann hefði hugsað sér að gera það. Ó, bara að hann Ágúst hefði átt Reddings, hvílíkur hamingjudagur hefði þetta þá ekki verið! Atburðurinn var ræddur af á- huga við miðdegisverðarborð þjónanna og aftur af Horatiu og Jeremiasi um kvöldið, þegar hún sat með honum í neðsta þrepi stigans, sem lá upp á hesthúsloftið inn í litlu herbergin þeirra tvö. Horatia svaf í hinu innra og Jere- mías færði rúmið sitt alltaf að dyrunum, svo að engin hætta væri á, að neinn af hinum hestasvein- unum kæmi að henni að óvörum. Á hverjum morgni sótti Jeremías vatn í könnu, svo að hún gæti .þvegið sér, áður en hinir hesta- sveinarnir, sem sváfu hinum meg- in á loftinu, vöknuðu. Þótt hann hefði verið barnfóstra og hún heitt elskað barn, hefði hann ekki getað verið henni meiri umönn- un. — Eg er hrædd um, að hr. Lati- mer hafi ekki tekizt að stíga nið- ur af sínum háa hesti, Jerry, sagði hún og andvarpaði. — Hann vinn- ur Lotty aldrei á þennan hátt. Eg heyri allt, sem þær tala um, þeg- ar þær ríða út saman, og samtalið snýst eingöngu um Forrester kap- tein, þær eru uppfullar af alls konar rómantískum grillum. Áður töluðu þær alltaf um hr. Latimer. Ágúst er hetjan þeirra, og Lati- mer er alveg í skugga hans. En ef hann gerði nú eitthvað reglu- lega rómantískt . . eins og til dæmis að bjarga Lotty úr elds- voða eða kastaði sér í ána eftir henni, er ég viss um, að þeim myndi lítast miklu betur á hann en Forrester. — Þá held ég, að það væri heillaráð, að einhver stingi upp á þessu við hr. Latimer, svaraði Jeremías þurrlega. Horatia leit á hann og roðnaði. 14 T I M I N N, föstudagurinn 21. des. 1962. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.