Tíminn - 22.12.1962, Side 6

Tíminn - 22.12.1962, Side 6
BRUIN AÐ BAKI Jónas Jónsson: ALDAMÓTAMENN Bókafol-lag Odds Björnssonar. FyrStu ritsmíðar Jónasar Jóns- sonar, þær er þjóðarathygli vöktu, voru vakningargreinar hans í Skinfaxa. Næst komu sér- stæðar kennslubækur hans í nátt- úrufræði og sögu. Um miðbik æv- innar voru hugir manna á tjá og tundri vegna hvassra stjórnmála- greina hans um þjóðmál, en jafn- framt reit Jónas listrænar grelnar um fegurð lífsins og meTka sam- tíðarmenn. Á efri árum hneigist hann enn meira að því að rita um sögu og samtíð. Jónas Jónsson ólst upp, þegar lokahríð hinnar formlegu sjálfstæðisbaráttu fór eldi um huga þjóðarinnar og kall- aði menn til dáða. Þá snerust ung- ir afreksmenn að stjórnmálum, því að þau voru kall dagsins. Jón- as hlaut að ganga þá braut. En stjómmálahneigð er að líkindum ekki sterkasti eðlisþáttur Jónasar — ef unnt er að beita slíkri grein- ingu. Ef Jónas hefði verið ungur á fimmta eða sjötta tugi þessarar aldar, hefði hann efalítið orðið skáld eða sagnfræðingur. Sá er munur á kalli þessara tíma og tákni. í ritsafni Jónasar Jónssonar, sem kom út fyrir tuttugu árum em allmargar ritgerðir hans um merka samtíðarmenn. Það er löngu viðurkennt, hve afburða- gnjallar þær eru, og fer saman rit- leikni, mannþekking, líkingaauðgi og söguþekking. Það mun ýkju- laust, að fáum sé það betur lagið að lýsa á eftirminnilegan hátt manni og hlutverki hans í lífi og starfi? Á þessum vettvangi hefur ritsnilli Jónasar líklega náð hæst. Aldamótamennirnir eru kyn- slóð Jónasar Jónssonar í rýmstu merkingu, og raunar er honum gjarnt að færa aldamótatímabilið nokkuð langt fram og aftur fyrir aldamótin. Um þá greiningu virð- ist ráða meiru skyldar hugsjónir, viðhorf og viðfangsefni en ártöl, og er sá söguskilningur í fullu gildi. Enginn maður getur lýst forystuliði þessa tímabils betur en Jónas. Því valda kynni hans og skyldleiki við það. Þó að við séum nú nálægari nýjum aldamótum en hinum næst- liðnu, má segja, að aldamótamönn unum — þessu gunnreifa baráttu- liði, sem grundvallaði að nýju sjálfstætt þjóðlíf, h«fi ekki enn verið skipað til rúms [ íslenzkri sögu. Svo seinfær er söguritunin. Æska landsins, sem sækir fróð- leiksmola í skóla, fær meiri kynni þar af hirðstjórum konungs og afturhaldsmönnum snemma á síð- ustu öld en sigurfylkingu alda- mótatímabilsins. Ef til vill má saka æskuna um að hafa látið sjálfstæðisglóðina kulna, en af- sökun hennar er sú, að mennta- stofnanir þjóðarinnar hafa brugð- iðfelhellu yfir hana. Jónas Jónsson hefur lengi bent á þá hættu, sem í þessu felst. Þættir hans um aldamótamennina eru tilraun hans til þess að tengja kynslóðirnar saman og brúa það háskabil, sem seinfær söguritun myndar oftast á bak við það fólk, sem lifir og starfar í landinu, en þá sögu er hverri kynslóð mest nauðsyn að skilja og kunna, því hún er grundvöllurinn, sem hún stendur á. Nú eru komin út þrjú bindi Aldamótamanha, eftir Jónas, hjá Bókaforlagi Odds Björnsson- ar, og þar með gefið í skyn, að flokknum sé lokið. Af því tilefni ritar Jónas allýtarlegan formála að þessu síðasta bindi og gerir þar grein fyrir viðhorfum sínum og ástæðum til þessa verks, og ræðir einnig um söguskilning sinn og skoðanir á forsendum lífrænnar sögukennslu. Er sá þáttur athygl- isverð heimild um manninn og þennan þátt ritverka hans. Á eftir er svo nafnaskrá. Hér skal ekki rakið efni þessa síðasta bindis, en þar er fram haldið sem í hinum fyrri. Þetta safn er orðið mikill kjörgripur, og ætti að verða gilt veganesti æskukynslóð landsins, ef rétt er á haldið. Það á að vera lesbækur í skólum og heimilisbækur. Þetta safn á að gefa ungu fólki. Hvort sem það les sér það til gagns inn- an við tvítugt, kemur sú tíð að það sækir þangað óbrotgjarnan auð. — AK Haugaeldar Á vegum Bókaútgáfunnar Eddu á Akureyri er komin út bókin Haugaeldar eftir Gísla Jónsson prentara og ritstjóra frá Háreksstöðum á Jökúldal. Þetta er stór bók, rúmar 400 blaðsíður. Gísli er allkunnur mað- ur austan hafs og vestan. Hann var prentari og prentsmiðjueig- andi í Wirnipeg hartnær hálfa öld og hefur ritað margt í blöð og tímarit Vestur-íslendinga. Einnig hefur hann sent frá sér tvær ljóðabækur, Farfugla og Fardaga. Síðustu árin hefur hann verið rit- stjóri Tímarits Þjóðræknisfélags- ins í Winnipeg. Hann hefur á síðustu árum komið nokkrum sinnum til fslands og dvalizt á Akureyri, þar sem hann lærði prentiðn um aldamótin. Bókin hefst á grein um Gísla Jónsson hálfníræðan eftir dr. Stefán Einarsson, en nú er Gísli 87 ára. Síðan koma allmargar greinar eftir Gísla, fyrst greina- flokkur um tónskáld íslenzk og er- lend. Er fróðlegur bálkur um fimmtán vestur-íslenzk tónskáld. Annar hluti bókarinnar eru rit- gerð og erindi af ýmsu tagi og þriðji hlutinn er um samtíðar- menn lifs og liðna. Margar þessar ritsmíðar hafa birzt áður, flestar í Tímariti Þjóðræknisfélagsins. Margt mynda er í bókinni, sem er vönduð að frágangi. Oröhress og dómskár Þúsund ára sveitáþorp Ámi óla: ÞÚSUND ÁRA SVEITAÞORP Bókaútgáfa Mennimgarsjóðs. i Vafalaust er Þykkvibærinn merkileg og ágæt byggð. Þar vaxa heimsins beztu kartöflur og þar er frjósamasta mýri á íslandi. Þetta er sveit en þó ekki strjál- býli. Höfundur þessarar bókar kallar byggðina þúsund ára sveita þorp, og ber vafalaust að skilja það svo, að þarna sé elzla sveita- þorp á landinu og hið eina, sem til var fram að síðustu aldamót- um. Ekki dreg ég það í efa. Líf fólksins á þessum stað er einnig sérstætt og merkilegt, og það hef- ur unnið mikil afrek við að rækta og síaðfesta framtíðarbyggð. Allt þetta er auðvitað gilt bókarefni í landi, þar sem byggð, fólk og saga er svo hugleikið til frásagnar. Árni Óla er lika maður til þess kjörinn að segja slíka sögu vel og skilmerkilega, enda ber bókin því vitni. Þessi saga er islenzk sigur- saga, eins og hún gerist bezt í sveitum landsins. Ég kann raunar ekki um það að dæma, hvort Árni hefur gert sögu Þykkvabæjar nógu góð skil í bók sinni, því að ég er högum þar ó- kunnugur. En þó að ég vilji á engan hátt rýra gildi þessarar bókar og telji eðlilegt, að hún hafi verið samin og gefin út af mönnum, sem telja sér málið skylt, þá get ég ekki varizt furðu vegna þess að hún skuli koma út á vegum Menningarsjóðs. Það er auðvitað ljótt að telja þessa rækt- arsemi við Þykkvabæinn eftir, en þó hljóta menn að spyrja, hvað því valdi, að kjörnir ráðsmenn Menningarsjóðs sjá áslæðu til að gefa út sögu þ'essarar sveitar frem ur en annarra. Eða ber að skilja þessa útgáfu sem upphaf að því, að Menningarsjóður gefi út í vænni bók sögu hverrar einustu ,*>A 11 ■ m wm sveitar eða hrepp»-iá«l*ndi»ju? Se svo, er vert að hafa það r huga, að það er ærið verkefni, svo að varia verður sinnt mörgum slík- um stórvirkjum samtímis, og hing að til hafa menn haldið, að Bóka- útgáfa Menningarsjóðs væri al- þjóðarútgáfa en ekki átthagafé- lag. — A.K. Þorbjörn Bjömsson: AÐ KVÖLDI DAGS ísafoldarprentsmiðja. Þorbjörn á Geitaskarði er einn þeirra íslenzku bænda, sem á efri árum hafa setzt að ritstörfum og skráð ýmislegt af reynslu langrar ævi. Auðvitað verður árangur þess misjafn eftir mönnum, en oft tekst þó svo, að óefað er betur af stað farið en heima setið. Það má hiklaust segja um Þorbjörn, enda er hann merkilegur maður fyrir marga hluti. Hann hefur verið at- orkubóndi, svo að verka hans sér myndarlegan stað í ræktun og byggingum, en þó kemur á dag- inn undir kvöld, að hann hefur að ýmsu öðru hugað — lesið bæk- ur, skráð ýmislegt og leitt hug- ann að mörgu utan túngarðs. Upp- skera þess kemur fram í bókum hans nú. Þær sýna, að þar er skap- heitur drenglundarmaður á ferð, gerhugull og áræðinn í hugsun. Hann ritar kjarngott og tilþrifa- mikið mál og kann tök á myndun þess. Hann er dómskár og hrein- 'Skiptinn og slævir hvorki lof né last, sem honum býr í huga. Hann er hugsjónaríkur eldhugi og skort- ir því oft umburðarlyndi við gagn stæð sjónarmið, eins og títt er um slíka menn. Það er hressandi blær yfir öllu, sem hann skrifar, pg áttin jafnan hrein. í bókinni Að kvöldi dags kennir ! margra grasa, enda eru þar sam- , an tíndar greinar, sem ritaðar eru af ýmsu tilefni. Þar eru ferðasög- ur, dýrasögur, hugleiðingar um bækur og þjóðmál. Er þar skýrt og skorinort sagt til synda — sem eru raunar margar og stórar í þjóðlífi og breytni fólks, að dómi Þorbjörns, en heldur ekki dregið af viðurkenningu á því, sem vel þykir gert. Mest er þó vert um bókina sakir oerðfærisins og hiklausra skoðana og ófeim- inna á mönnum og málefnum. Þótt lesandinn sé ekki ætíð sam- mála, líður honum vel í návist svo hi'spurslauss höfundar, sem ekki biður einn eða neinn fyrirgefning- ar á sér eða skoðun sinni en set- ur hana hiklaust fram. — AK Talaö við fdlk og fúin bein Gu'ðmundur Daníelsson; VERKAMENN f VÍNGARÐI ísafoldarprentsmiðja. Þeir, sem séð hafa blaðið Suður- land síðasta áratuginn, hafa ekki hlaupið yfir samtöl, sem þar hafa birzt — samtöl, sem ritstjórinn, Guðmundur Daníelsson, hefur átt við samferðamenn sína og fært í letur. Fullyrða má, að í þessum samtölum hafi komið fram ný hlið á skáldinu og rithöfundinum — og nýir kostir birzt en ekki veilur. Þessi samtöl hafa verið fjörleg, skemmtin og lífræn. Stundum er eins og höfundurinn njóti þess að sleppa fram af sér beizlinu í þess- um ritsmíðum eftir að hafa setið á sér við siðavandari skáldskapar- hirð. Hann iætur gamm sinn geysa og margt fjúka. Guðmundur hefur áður sett saman bók af þessum samtölum — í húsi náungans, sem út kom 1961 Nú lítur önnur dagsins ljós. Hún hefst á tveim samtölum við Sigurð Einarsson skáld í Holti um skáldskap og fleygar hugsanir, í þann mund sem hann hefur lokið við að yrkja kvæðin í bók sína, Undir st-j'örnum og sól, og Skál- holtsljóðin. Þriðja samtalið er einnig við séra Sigurð um viðhorf sextugs manns til líðandi dags og viljann j manninum. öll þessij samtöl eru bráðsnjöll — en þaðj leynir sér ekki, að séra Sigurður á merginn í því máli. Og svo rekur eitt samtalið ann- að — flest við gott og gegnt fólk á Suðurlandi. En Guðmundur er svo viðræðuglaður, að þegar hann fær engan náunga til þess að munnhöggvast við sig, ræðst hann að dagbókinni sinni og jafnvel fúnum beinagrindum og skrifar við þær skelliviðtöL En fólkið, sem hann ræðir við, er af öllum stéttum og samtölin um allt milli himins og jarðar. Hann spjallar við kaupmenn og alþingismenn, búfræðinga oð bændur, hrepp- stjóra og kennara, húsmæður og skáld, skósmiði oig skólastjóra, samvinnumenn og presta. En Suðurlandfið er Guðmundi* ekki nægur spjaflvangur. Hann lýkur bók sinni meið því að spjalla við nokkra menn í Ameríku og segir jafnframt ýmislegt af ferð- um sínum þar og lífshættu mcu dr. Stefáni Einarssyni. Ferðagrein arnar eru hnyttinyrtar vel og kimilegar. Ekki skal meira fjölyrt um þessa bók, en Mn sýnir okkur margar myndir lífsins og góða verkamenn í víngarði. Samtöl eru ofur hversdagsLegt efni í blöð- um, og gleymast flest um leið og þau fæðast — elns og annað rabb fólks á götuhornum lífsins. En svo má samtal gera, að réttlætan- legt sé að geyrna það í bók. Sam- töl Guðmundar Daníelssonar eru ótvírætt af því tagi. Og því skyldu ekki samtöl skemmtilegra manna vera betra bókarefni en eintal sálarinnar? — AK 6 T í M I N N, laugardagurinn 22. des. 1962. —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.