Tíminn - 22.12.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.12.1962, Blaðsíða 7
ÍMÉMt Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af greiðslusími 123"/3. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands. I lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Fjárlög dýrtíðarinnar Það var sameiginlegt með báðum stjórnarblöðunum í gærmorgun, Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu, að þau skýrðu bæði frá, afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir 1963, án þess að greina frá því hver niðurstaða þeirra hefði orðið. Niðurstaða þeirra varð nefnilega sú, að álögur þær, sem ríkissjóður leggur á landsmenn með ýmsum hætti, eru áætlaðar 2,200 millj. króna eða hvorki meira né minna en 1300 milljónum króna hærra en rfjárlögum 1958. Útgjöldin hafa hækkað tilsvarandi. Á sama tíma og álögur þær, sem ríkið leggur á lands- menn, hafa þannig hækkað um 140—150% síðan 1958, hafa laun ekki hækkað nema um brot úr þeirri upphæð. Það er því meira en furðulegt, þegar stjórnarblöðin eru að reyna að blekkja menn með því að skattar og tollar hafi raunverulega verið lækkaðir á þessum tíma. Þessi mikla hækkun álagnanna og útgjaldanna síafar ekki af því að framlög til verklegra framkvæmda hafi aukizt hlutsfalis- lega á þessum tíma. Þvert á móti hafa þau lækkað stór- lega miðað við heildarútgjöldin. Þessi framlög eru nú miklu minni hundraðshluti af útgjöldum ríkisins en þau voru 1958. Hver er þá meginorsök þessarar miklu hækkunar? ■ Meginorsök þessarar miklu hækkunar er hin stórkost- lega aukning dýrtíðarinnar og verðbólgunnar, sem átt hefur sér stað í valdatíð núverandi víkisstjórnar. Verð- lag allrar. erlendrar vöru hefur meira en tvöfaldazt og annað hefur gengið í sömu átt. Sá hluti ríkisútgjaldanna.. sem fer til niðurborgana, fjölskvldubóta og almanna- trygginga hefur stórlega hækkað, án þess að bótaþegar hafi nokkuð verið betur settir eftir en áður. Dýrtíðin hef- ur'séð um það. Við þetta hefur svo bætzt, að hvergi h.efur bólað á raun- hæfum sparnaði í rekstri ríkisins. Það er athyglisvert að bera þessar staðreyndir saman við þau loforð, sem stjórnarflokkarnir gáfu fyrir seinustu kosningar, þá voru það aðalloforð þeirra að stöðva dýr- tíðina og verðbólguna. Efndirnar hafa orðið þær, að aldrei hefur dýrtíð og verðbólga magnazt örara og meira en seinustu þrjú árin og þar valda mestu beinar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sjálfrar, eins og. íilefnislausar gengis- lækkanir, vaxtaokur, hækkun söluskatta o. s. frv. Fjárlögin er glöggt vitni þess hvernig ríkisstjórnin hefur brugðizt fyrirheitum sínum um að stöðva dýrtíðina og verðbólguna. Hún hefur ekki aðeins vanrækt að veita viðnám gegn dýrtíðinni, heldur magnað han-a með aðgerð- um sínum á flestan hátt. Karl og Brynjólfur í Mbl. birtist í gær grein eftir Karl Halldórsson tollvörð, þar sem hann ræðst harölega á kommúnismann og kommúnistá. Bersýnilegt er, að Karl trúir því, að for- ingjar Sjálfstæðisflokksins séu emlægir í krossferð sinni gegn kommúnistum. í greininni veitist Karl m. ,a. mjög hastarlega að Brynjólfi Bjarnasyni fyrir fræðslulöggjöfina. Karl segir Brynjólf „einn harðsvíraðasta kommúnísta hérlendis11. Karli hefur bersýnilega ekki verið kunnugt um, að á sama tíma og hann var að sk'rifa grein sína„ voru þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson að leggja það fyrir fjárveitinganefnd, að hún fiytÞ' tillögu um, að A1 þingi veiti Brynjólfi Bjarnasyni 36 þús. kr. árleg eftir- laun sem viðurkenningarvott fyrir vel unnin störf ’ þágu föðurlandsins! Frá afgreiðslu fjárlaga fyrir 1963: Stjórnin tvífeildi tillögu um nýjan menntaskóla í Reykjavík Við afgreiSslu fjárlaganna fyrir 1963 felldu stjórna flokkarnir tvívegis tillögu um nýjan menntaskóla í Reykja vík og sést á því, að lítið fylgir hugur máli, þótt þeir láti svo í orði kveðnu, að þeir séu því fylgjandi, að reistur verði nýr menntaskóli í Reykjavík. Ályktun borgarstjórnar Eins og kunnugt er, lögðu full- trúar Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur það til í borgarstjórninni í haust, að hún skoraði á rfkisstjórn og Al- þingi að koma upp nýjum menntaskóla í Reykjavík. Kristj- án Benediktsson flutti ýtarlega ræðu, er hann mælti fyrir til- lögunni, og birtist útdráttur úr henni hér í blaðinu. í ræðu Kristjáns voru færð glögg rök að því, að óhjákvæmilegt væri að reisa nýjan menntaskóla í Reykjavík. Fleiri borgarstjórnar- fulltrúar tóku undir þetta og var tillaga Framsóknarmanna því samþykkt samhljóða, lítið breytt. í framhaldi af þessu væntu margir þess, að rikisstjórnin myndi taka þetta mál upp á Al- þingi við afgreiðslu fjárlaganna. Tillaga Þórarins og Ólafs í fjárlagafrumvarpinu sjálfu var hins vegar ekki gert ráð fyrir neinu framlagi til nýs mennta- skóla í Reykjavík. Þar var aðeins gert ráð fyrir 3 millj. kr. fjár- veitingu til byggingar mennta- skólans í Reykjavík. í fjárveitinganefnd komu ekki heldur fram neinar tillögur frá ríkisstjórninni um framlag til nýs menntaskóla j Reykjavík, þegar aðalathugun nefndarinnar á fjárlagafrumvarpinu fór fram, þ.e. fyrir aðra umræðu. Þeir Þórarinn Þórarinsson og Ólafur Jóhannesson fluttu þess vegna þá tillögu við 2. umræðu, að á 20. grein fjárlagafrumvarps- ins yrði veitt 5 millj. kr. fram- lag til byggingar nýs mennta- skóla i Reykjavík. Þetta framlag hefði tryggt, að byggingarfram- kvæmdir hefðu getað hafizt strax á næsta ári. Þessi tillaga fékk ekki stuðn- ing ríkisstjórnarinnar, þótt flokkar hennar hefðu lýst sig fylgjandi nýjum menntaskóla í borgarstjórn Reykjavíkur. Til laga þeirra Þórarins og Óiafs var því felld með atkvæðum stjórn arliða gegn atkvæðum stjórnar- andstæðinga. Kaogenr ao reisa viöbyggingar vio gamla Menntaskólann fyrir 22 millj. Stjórnln vaknar Þessi tillaga þeirra Þórarins 0g Ólaís varð þó bersýnilega til þess að vekja ríkisstjórnjna af svefni, því að um það leyti og 3 umræða fjárlaganna átti að hefj ast j þinginu, var þingfundi frest að og kallaður saman ráðherra fundur, þar sem m.a. var sam þykkt að i'ara þess á leit við fjárvei inganefnd, að hún flytti tillögu, er heimilaði ríkisstjórn Þórarinn Þórarinsson inni „ að taka allt að 28 millj. króna lán til byggingar mennta- skóla, kennaraskóia og hjúkrun- arskóla", en aftur skyldu þá teknar 8 millj. kr. lánsheimild vegna kennaraskólans og 2 millj. kr. lánsheimild vegna hjúkrunar- skóla. Virðist samkvæmt þessu, sem stjórnin vildi fá 18 millj. kr. lánsheimild vegna byggingar menntaskóla. ViSbyggingarnar vi$ gamla menntaskótann Strax eftir að þessi tillaga kom fram í þinginu, flutti Þór- arinn Þórarinsson þá breytinga- tillögu, að tillagan skyl.di þannig orðuð: ,,Að taka allt að 28 millj. kr. lán til byggingar menntaskóla, þar á meðal til nýs mennta- skóla í Reykjavík, kennara- skóla og hjúkrunarskóla“. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra lagðist strax gegn þess- ari tillögu Þórarins. Hann skýrðj frá því, að stjórnin hefði ákveð- ið að hefjast handa um miklar viðbyggingar við gamla mennta- skólann f Reykjavík, og væri á- ætlað, að þær myndu kosta um 22 millj. kr. Af því var Ijóst, að sú lánsheimild, sem hér var ósk- að eftir, var af hálfu ríkisstjórn- arinnar eingöngu miðuð vjð gamla menntaskólann. Gylfi upplýsti það enn fremur, Ólafur Jóhannesson að þessi ráðgerða viðbót á gamla menntaskólanum yrði orð- in ófullnægjandi eftir 3—4 ár, og þyrfti því eigi að síður að byggja nýjan menntaskóla Stjórnin hefði því áætlun í smíð- um um það, að byrjað yði á byggingu slíks skóla haustið 1964. Áætlun í stað ákvörðunar Niöurstaðan varð sú, að tillaga Þórarins var felld með 26:24 at- kvæðunt. Sex stjórnarþingménn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og sátu aldrei svo margir stjórn- arþingmenn hjá við neina aðra tillögu frá stjórnarandstæðingi. Þrír Alþýðubandalagsmenn voru fjarverandi. Ríkisstjórnin hefur þannig látið tvífella við afgreiðslu fjár- laganna, að hafizt skuli handa um byggingu nýs menntaskóla í Reykjavík. Hún viðurkennir þó fullkomlega nauðsyn þess. Samt vill hún ekki, að þingið taki bindandi ákvörðun um málið. í staðinn lofar hún áætlun um að hafizt skuli handa eftir tvö ár. Það þarf ekki að ræða, hve mik- ið má treysta slíkum áætlunum, sem eru gefnar út rétt fyrir kosn ingar. „Bláu bækur“ íhaldsins, sem hafa verið gefnar út fyrir undanfarnar bæjarstjórnarkosn- ingar, eru bezti vitnisburðurinn um það. Garðar og Glófaxi Margt góðta og girnilegra nýrra ■ boka er auglyst og til sýnis í 'bóka- j búðum um þessar mundir. Rit- dómar nafa oirzt um margar þeirra I og lesnir enj í útvarp kaflar úr ] mörgum hinna nýju bóka til þess að kynna þær og greiða þeim leið fyrir augu væntanlegra les-j enda. Ein 'af nýiu barna- og unglinga- j bókunum er Garðar og Glófaxi eftir Hjört Gíslason. Hún er 1.1 bókin ai 4, sem höfundur ætlar að skrifa ir;eð þessu bókarheiti. Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar h.í., Akureyri. Hér verður ekki skrifaður neinn rudómur um bókina En þess er yert að geta að höfundi sögunn- ar veitist einkar létt að setja sig í spor drengja og vísa þeim með lipurð og lagni á æskileg mark- mið og leiðir að þeim. Framhaid á 13 síðu T I M I N N, laugardagurinn 22. des. 1962. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.