Tíminn - 22.12.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.12.1962, Blaðsíða 14
„Nú skulum við fara að öllu með gát,‘‘ sagði Lorenz. f skininu frá vasaljósinu sáu þeir gráu leiðsluna á'gólfinu, þar sem hún hlykkjaðist eftir gólf- fjölunum og hvarf inn undir kass- ann. „Vissi ég ekki?“ sagði Wallnitz. Kassinn var læstur. Þeir lyftu honum svolítið. Hann var býsna þungur, miklu þyngri en segul- bandstæki. Það glampaði á þynn- urnar á hornunum, þegar Lorenz lýsti á þau með vasaljósinu. „Ef við værum nú leynilögreglu menn,“ sagði hann, „mundum við byrja á því að taka fingraför.“ Ef Rosemarie hefði ekki staðið rétt hjá þeim, hefði Wallnitz svar- að því til, að það væri óþarfi og spurt, hvort Lorenz héldi ekki, að þeir mundu geta leyst gátuna án þess. Hann var að velta þvf fyrir sér, hversu vel stúlkan gerði sér grein fyrir því, hve þeir voru í skemmtilegri aðstöðu og svaraði aðeins: „Heldurðu, að við getum opnað hann?“ „Það væri nú annaðhvort-*, sagði Lorenz. Hann tók til verks. „Eigum við að gera það þannig, að það sjáist ekki?“ spurði hann. „Já, helzt.“ Eftir tuttugu mínútur voru þeir búnir að opna báða lásana. Á með- an hann var að því, lýsti dr. Wall- nitz, yfirforstjóri honum með vasa ljósi. Engillinn á SL-sportmódelinu SO hallaði sér upp að rimlunum. Svo sagði hún: „Eg verð að fara niður“, eins og skólastúlka væri að biðja kenn- arann sinn að lofa sér að fara. „Rétt strax, ungfrú, — rétt strax,“ svaraði Lorenz. Þeir fundu margar rafhlöður í kassanum og frekar lítið alúmin- íumhylki, sem um það bil tíu senti metra löng málmnál stóð út úr. „Þetta er nóg,“ sagði Wallnitz. „Langar þig ekki að sjá, hvað er innan í?“ ,>Jú“, sagði Wallnitz. „Eg vildi gjarnan sjá, hvernig þeir fara að því að láta sendinn verka, meðan bandið er í gangi niðri. Og bylgju lengdina líka. En nú held ég að við ættum að fara héðan. Lokaðu kassanum . . . Útvarpssendir! Það var ekki svo vitlaust . . . Þeir hafa e,kki verið að sjá í kostnaðinn." Þeir skildu við allt, eins og þeir komu að því. Þegar þau komu aft- ur niður í íbúðina, sagði Wallnitz við Rosemarie: „Nú viljum við ** að vera einir í fimm mínútur. Hvort viltu heldur vera í eldhús- inu eða baðherberginu á meðan?“ Það vakti ýmsar grunsemdir hjá Lorenz, hve snöggt viðbragð hún tók, um leið og hún þaut fram í eldhúsið. „Er þetta baðher- bergið?'* spurði hann og benti á dyrnar, sam voru næstar legu- bekknum. Wallnitz kinkaði kolli. Lorenz leit þar inn. Hann sá, að það var enginn gluggi á bað- herberginu, en góð loftræsting og veggurinn milli eldhússins og bað herbergisins úr gleri efst. Lorenz náði Rosemarie, áður en hún slapp gegnum forstofuna. „Farðu heldur inn í baðherberg- ið“, sagði hann; þegar hún reyndi að flýja inn í eldhúsið, greip hann fast í handlegginn á henni og dró hana aftur á bak. „Eldhúsið er ekki nógu tryggt. var að byrja ná sér aftur og tauga Spennan að minnka. „Það vil ég ekki,“ sagði hann. Hún hvarf. Þegar hún kom aft- ur, var hún búin að skipta um föt eða réttara sagt klæða sig úr. Hún var í síðum, örþunnum slopp úr gagnsæju efni. Það var auðséð, að hún var ekki í neinu innan undir. Hún er að reyna að slá vopnin úr höndunum á mér, hugsaði Wallnitz. En það var vonlaust. Aðstæðurnar voru ekki þannig, að hann léti freistast. Hann faldi sig bak við blaðið. En Lorenz fær allavega eitthvað til að góna á, hugsaði hann. Rosemarie stóð kyrr á miðju gólfi yzt í skininu frá lampanum. „Fáðu þér sæti,“ sagði Wallnitz. „Hann kemur ekki, fyrr en eftir svolitla stund.“ Hún gekk yfir að legubekknum. Wallnitz hætti að lesa. Hann gat ekki einbeitt sér að því að lesa um Figaro, ekki einu sinni, þótt hann hefði verið sýndur í Salz burg. Hlægileg aðstaða, hugsaði hann. Honum var farið að leiðast þófið. Það er ekkert vit í þessu, hugsaði hann. Eg verð bara að tala um þetta við Bernhard, og svo verðum við að binda endi á það. Hann lagði frá sér blaðið. „Áttu nokkuð að drekka?“ spurði hann. Þá hringdi síminn. „Láttu hann vera“, sagði hann, reiðubúinn að stökkva á fætur, ef hún sýndi lit á að lyfta tólinu. Hringingin þagnaði. „Mér þykir mjög leitt að hafa truflað þín reglubundnu viðskipti, ungfrú“, sagði Wallnitz háðslega. Hún anzaði ekki. Þau sátu og biðu. Síminn hringdi aftur, og bjölluhringing rauf jafnframt þögnina. Sennilega dyrabjallan. Nú ætti Lorenz að fara að koma, hugsaði Wallnitz. Rétt á eftir heyrðist dyrabjöll- unni þríhringt, og Wallnitz opn- aði sjálfur fyrir bílstjóranum sín- um. „Gott kvöld, herra“, sagði Lor- enz. Hann gekk inn [ herbergið og sá, hvar Rosemarie sat á bekkn- um. Birtan frá lampanum náði ekki svo langt, að hann sæi allt, sem hún hafði að bjóða. „Gott kvöld, ungfrú“, sagði hann og lagði frá sér tösku fulla af verkfærum. Hann hafði komið með nægilega mörg til að opna meðalpeningaskáp. „Gáðu fram í eldhúsið“, sagði Wallnitz, „en kveiktu ekki. Það á enginn að vita, að neinn sé heima.“ „Eg er með vasaljós“, svaraði Lorenz. Þegar hann kom aftur inn úr eldhúsinu, sagði hann: „Lag- lega gert! Það hlýtur einhver að leggja eyrun við.“ „Já,“ sagði Wallnitz hlæjandi. „Við verðum að minnsta kosti að reikna með tveimur.“ „Ertu búinn að fara upp?“ „Já, en við verðum að fara aftur.“ Wallnitz brann i skinninu að vita, hvað væri í brúna kassanum í koiRpu númer þrjátíu og eitt og vildi nauðugur láta Lorenz fara einan. En ef hann færi upp líka, yrði Rosemarie að fara með þeim, eða það yrði að læsa hana inni og þá þannig, að hún kæmist hvorki í símann né út úr íbúðinni. Bað- herbergið yrði heppilegast. En það fannst honum fullmikil skerðing á persónufrelsi hennar. „Komdu“, sagði hann við Rose- marie. Hún hreýfði sig ekki. Lorenz beindi vasaljósinu sínu að henni. „Nei, maður lifandi!“ hrópaði hann upp yfir sig. „Þú getur fengið kvef, dúfan mín! Þú verður að minnsta kosti að fara í eitthvað utan yfir, — eða hvað heldurðu, að fólk mundi hugsa?“ „Haltu kjafti!“ hreytti Rose- marie út úr sér. „Svona, svona,“ sagði Lorenz í ásökunartón og rétti henni kápu, sem héklc í forstofunni. Hún fór í hana. Þau fóru upp á loftið. Þegar báðir mennirnir lögðu saman, þurftu þeir engin verkfæri til að rífa rimlana frá. Naglarnir dróg- ust s'trax út. Rosemarie stóð hjá, tómlát og dapurleg. 37 — Hann myndi ekki hlusta á það, sem ég hefði til málanna að leggja, sagði hún stuttaralega. — í hvert skipti sem hann sér mig, ásakar hann mig bara fyrir að vera ókvenleg. Jeremías tottaði pípu sína, áður en hann svaraði, að það væri skaði, að hann vissi, hver hún væri. — Hann ljóstrar ekki upp um mig, sagði Horatia rólega. — í hvert sinn, sem hann sér mig í reiðbuxuifi, fölnar hann af skelf- ingu. Hanun hefði ekki átt að vera karlmaður, hann hefði átt að vera selskabsdama hjá hefðarmey. En ég vil gjaman hjálpa honum að fá Lotty. Eg er viss um, að þetta hefur farið í handaskolum hjá honum, vegna þess að hann hefur ekki hugmynd um, hvernig á að fara að. Veslings maðurinn hefur vanizt á að lifa í þeirri trú, að ef hann bara nefnir Latimer á Redd- ings, þá fái allar ungar stúlkur aðsvif af hrifningu. Eg hef á til- finningunni, að móðir hans og systur hafi spillt honum með eftir- læti. Og svo gekk hún til hvílu þetta HKWC n ALLAR HELZTU MÁLNINGARVÖRUR ávallt fyrirliggjandi Sendum heim. Helgi Magnússon & Co. \ Hafnarstræti 19 Símar: 13184—17227 kvöld, þar sem aldrei þessu vant var ekkert samkvæmi og Jere- mías hvatti hana til að nota tæki- færið og fá sér fegurðarblund. — En ég er engin fegurðardís og verð það aldrei, sagði Horatia þurrlega, þegar hún virti fyrir sér sólbrennt andlit sitt í spegilbrot- inu. Og svo lagðist hún til hvflu og gerði alls kyns áætlanir, sem mættu verða hr. Latimer til styrkt ar að vinna Lotty. Ekki varð þó af neinum fratn- kvæmdum næstu daga. En svo var það einn eftirmiðdag, að hún var í útreiðartúr með systrunum og reið fáeinum metrum á eftir þeim, svo að hún gæti riðið fram fyrir þær og rutt greinum til hliðar, þar eð þær höfðu viljað ríða gegnum skóginn. Þegar þær riðu niður brattan stíg, sem lá niður að ánni, kom Horatia auga á mann, sem hún bjóst við, að væri hr. Latimer. Hann var með veiðistöng og var sýnilega að fiska í landi sir Willi- ams. En henni var ókunnugt um, að einmitt á þessum stað lágu lönd sir Williams og Forresters sam- an, hún eygði þarna aðeins gull- ið tækifæri til að gera Richard Latimer að rómantískri hetju. Hún lyfti upp grein til að Minnie kæmist undir, og um leið og hún var komin fram hjá, lyfti Horatia greininni aftur, svo að Lotty kæmist leiðar sinnar. En um leið og Lotty fór undir, sleppti Horatia greininni, svo að hún small niður á bak hestsins. Hest- urinn hrökk við og jós og munaði minnstu, að hann kastaði hefðar- meynni af, og síðan þeyttist hann í loftköstum niður stiginn j áttina til fiskimannsins. Minnie veinaði hástöfum, en Lotty var alltof skelfd til annars MARY ANN GIBBS: SKALDSAGA E R FI N G I N N en reyna að tolla á hestinum, og nú rann upp það æsandi augna- blik, er fiskimaðurinn kom auga á hana. Hann kastaði frá sér stönginni og hljóp í áttina til óða hestsins. Hann greip um taumana og tókst að stöðva hrædda skepn- una. Svo rétti hann hendurnar móti ungu stúlkunni, sem hneig hálfmeðvitundarlaus í faðm unga mannsins. — Ó, ástin mín! hrópaði Ágúst og þrýsti henni að barmi sér. — Hvað kom fyrir? Þú hefðir getað dáið ... — En þú bjargaðir mér, Ágúst, stundi Lotty. — Þú bjargaðir lífi mínu. Og Lotty nötraði af geðs- hræringu og aðdáunaraugnaráðið, sem hún sendi Ágústi, hefði orðið hverjum karlmanni um megn. Það var að minnsta kosti of mikið fyrir Ágúst, og hann beygði sig niður að henni pg kyssti hana. — Þau sögðu mér, að þú ætl- aðir að giftast hr. Latiiher, sagði hann og þrýsti henni fastar að sér. — Aldrei! hrópaði Lotty titr- andi'. — Aldrei . . . ég elska hann ekki, Ágúst . . . ég sagði pabba, að ég elskaði hann ekki. — En gætirðu elskað mig, ynd- ið mitt? sagði Ágúst frá sér num- inn. — Eg hef alltaf elskað þig, sagði Lotty blátt áfram — Það veiztu fullvel meira að segja i þegar þú kleipst mig og dróst mig iá fléttunum og stríddir mér, vegna þess að ég var hrædd við kú . . . Þegar Minnie og Horatia komu til þeirra, var allt fastmælum bundið. Þau ræddu um, hvenær heppilegast væri, að Ágúst talaði við sir Williams, og þegar Minnie var spurð ráða, taldi hún hyggi- legast að bíða með það, þar til eftir miðdegisverðinn, þegar fað- irinn væri orðinn ögn hýr af port- víni. — En jafnvel þótt þú fáir hann á þitt band, sagði hún og hristi höfuðið, — er einn, sem ekki mun falla það í geð, og það er veslings hr. Latimer. Hr. Latimer féll það alls ekki í geð. Hann kom til Horatiu sama kvöld, þegar dimmt var orðið og kyrrt í hesthúsinu og hestasvein- arnir og ökumennirnir höfðu skroppið niður á krána. Hapn kom að henni, þar sem hún sat ein og yfirgefin og döpur í bragði. — Svo að hér eruð þér, sagði Richard Latimer og Horatia leit á hann án þess að bæra á sér, en hún fékk innvortis skjálfta. — Já, sagði hún eymdarlega. — Hér er ég. Byrjið bara, skammið mig. Eg veit, að ég á það skilið — Hvernig í ósköpunum datt yður i hug að gera þetta!, hróp- aði hann. — Minnie segir, að þér hafið sleppt grein, sem lenti á baki hestsins, og það sé kraftaverk, að Lotty slapp lifandi frá þessu. — Það var alveg óviljandi, sagði Horatia full auðmýktar. — Eg ætlaði bara rétt að dangla í hann . . . ekki svona fast. Það var engin furða, þótt veslings dýrið hrykki við. Þetta var engan veg inn hestinum að kenna. — Þér þurfið ekki að afsaka vini yðar, hestana, sagði hr. Lati- mer. En ég vil fá að vita, hvernig stóð á því, að þér ætluðuð að dangla í hann. — Eg gerði það til að hjálpa yður. Horatia var mjög döpur. — Til að hjálpa mér? Hann var orðlaus af undrun. — En í ham- ingju bænum, hvernig hugðust þér hjálpa mér með því að reyna að drepa Lotty? — Eg ætlaðist vitaskuld ekki til, að slíkt kæmi fyrir. Eg hélt, að það væruð þér, sem væruð að fiska í ánni, útskýrði hún alvöru- gefin. — Og ég hugsaði með mér, að þyti hesturinn niður eftir . . Lotty er svo hrædd á hesti eins og þér vitið . . . þá kæmuð þér hlup- andi og björguðuð henni og vær- uð stór og mikil hetja. Þá hefði hún með gleði samþykkt að gift- ast yður og dáðst að yður að eilífu jfyrir snarræði yðar. En ég dangl- j aði alltof fast j hestinn, og auð- i vitað varð hann ofsahræddur, og i ofanálag var það heimskinginn hann Ágúst, sem stóð þar og beið þess að taka við hlutverki hetj- unnar. Og allar mínar ráðagerðir I fuku út í veður og vind. 14 T f M I N N, laugardagurinn 22. des. 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.