Tíminn - 22.12.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.12.1962, Blaðsíða 8
Hringdu undir mionættid- vegna veðmáls um Hávamál Meðal þeirra hundraða bóka, sem runnið hafa úr prentsmiðj unum og á markaðinn í haust og þá 'helzt síðustu vikurnar fyrir jól, eru nokkrar, sem gnæfa eins og klettar úr hafi. Ein þeirra er íslenzkar bók- menntir í fornöld, eftir Ein- ar Ó. Sveinsson, prófessor, sem Almenna bókafélagið hefur gefið út með glæsibrag. Ætíð er það lesfúsum íslend- ingum fagnaðarefni, bæði lærð um og leikum, þegar von er á nýrri bók frá Einari Ó. Sveins- syni prófessor. Hann er ekki að- eins frægur vísindamaður á sínu sviði, heldur og listfeng- ur rithöfundur. Ætli það rát hans, er nefnist Um Njálu, sé ekki ein af sárafáum doktors- ritgerðum, sem almenningur getur lesið sér til yndis og skemmtunar, ekki síður en fróðleiks? Að ég tali ekki um þá bók Einars, sem hann nefn ið Á Njálsbúð. Þúsundir fs- lendinga eru honum þakklátir fyrir safnritin, sem hann tók saman og skrifaði merkilegt forspjall að, Fagrar heyrði ég raddimar, Leit ég suður til landa, Þjóðsagnaúrvalið og fl. Það er raun, að þessar bækur skuli ekki lengur fáanlegar, einkum vegna unga fólksins. fslenzkar bókmenntir í forn- öld verður væntanlega mesta verk Einars Ólafs. Fyrsta bind ið, sem nú er nýkomið, er vafa laust einn mesti viðburður í bókaútgáfu hér á landi í mörg ár (og mun víðar verða talið). Bæði í tilefni þessa og að próf essor Einar var nýlega skipaður fyrsti forstöðumaður Handrita stofnunar fslands, fékk ég að spjalla við hann stundarkorn í annríkinu nú í vikunni, spyrja hann undan og ofan af íslenzkum fræðum hérlendis og erlendis og um sitthvað fleira: — Löngum hefur verið yfir því kvartað hér á landi, hve bláfátækir við íslendingar vær um á eigin bókmenntasögu. Hafið þér orðið varir við, að útlendingar létu í Ijós furðu sína á því, að hér var ekki til gjjjpjæ bókmenntasaga til skamms tíma? — Svarið fer nokkuð eftir því, hvort rætt er um hinar klassísku fomaldarbókmenntir eða bókmenntir síðari alda. Um hið forna eru til svo margar bókmenntasögur á erlendum málum, og aðeins fáir útlend- ingar fara að brjóta heilann um fátækt okkar eða auð á þessu sviði. Um síðari aldimar er til færra á útlendum málum. Bæk ur þeirra Stefáns Einarssonar og Richards Becks hafa sjálf- sagt verið kærkomnar. En á seinni tímum er meira spurt um rit á íslenzku.. — Hve stór verður bók- menntasaga yðar? Ætlið þér Eddukvæðunum hlutfallslega meira rúm en öðrum fornritum okkar? — Ókomin bindi þessa verks eru framtíðarinnar, og framtíð in er, sem kunnugt er, falint. Talað hefur verið um þrjú bindi. Vel má vera, að tiltölu- lega mikið verði um Eddukvæð- in er, sem kunnugt er, falin. skrifað mikið á íslenzku í seinni tíð. Útgáfa Sigurðar Nor dals af Völuspá er merkust þess. En vitanlega eru til verk eftir íslendinga á dönsku um Eddukvæði, eftir Finn Jónsson og Jón Helgason. — En útlendingar? — Þeir hafa skrifað ógrynn- in öll. Tökum sem dæmi hinn mikla lærdóm og elju Þjóðverj anna, nöfn eins og Heusler, Gering, Sievers o.s.frv., og enn eiga þeir mikla lærdómsmenn, ég skal rétt nefna Hans Kuhn. Hollendingar hafa átt ekki all fáa menn i þessum fræðum, og nægir að nefna Boer, Sijmons og nú síðast Jan de Vries. Þjóð- verjarnir leita hins samgerm- anska of mikið, finnst mér. Rýni af hálfu skandinaviskra fræðimanna hefði getað orðið hér til góðs. Þeir höfðu um alda mótin menn eins og Sophus Bugge, Axel Olrik og aðra. Nú munu Magnus Olsen og Elias Wessén vera skærastar stjöm- ur. Ég myndi óska eftir fleiri slíkum. En málfræðingar í þess Prófessor Einar Ólafur Sveinsson í bókasafni sínu. legt, að Þjóðverji meti meira Göthe en stælingu af honum. Til að skilja ljóðskáld eins og Jónas þarf líka svo fádæma næmam skilning á íslenzíku máli. Þegar kemur fram á okk- ar öld, fer þetta að breytast. Þá förum við líka að státa af rithöfundum eins og Gunnari Gunnarssyni og Halldóri Lax- ness. íslenzkar bókmenntir milli 1400 og 1800 þekkja fáir útlendingar. Hinn ágæti brezki fræðimaður William Craigie er hér undantekning. — En hvað um skáld eins og Hallgr. Pétursson? Hefur hann ekki einmitt verið kynntur mik ið erlendis með þýðingum? Mundi ekki útlendingum geta þótt mikið til hans koma? — Ekki efa ég ,að trúræknir menn, sem kynnast sálmum hans, dái þá. Ekki er mér kunn ugt um áhrif þýðinga Jóns Vída líns og Kolbeins Þorsteinssonar (sem voru fyrstu þýðiagar Passíusálmanna og á latínu), sem báðar voru prentarðar. Á vorum dögum er danska þýð ingin eftir Þórð Tómasson væntanlega eitthvað kunn á Norðurlöndum. Kunn er og hin enska þýðing V. Pilchers á hluta Passíusálmanna. Eítir henni mun hafa verið gerð kín verska þýðingin frá 1920. Ég eignaðist eintak af henni á þeim árum og geymdi sem raritet, en svo hvarf hún. — Og Eddukvæðin, hvað hafa þau komizt á margar tung ur? — Þau hafa verið þýdd á fjarska mörg mál, og stundum hefur hver þýðingm rekið aðra á sama máli. — Er ekki sömu sögu að segja um íslendingasögurnar? Hver hefur farið víðast? Hvað Rælt við dr. Einar ÓL Sveinsson próíessor, eftir útkomn „fslenzkra bókmennta í fornöld“ um löndum hafa hneigzt nokk- uð mikið að mállýzkum. í Bret- landi hefjast ísl. fræði við til- komu þeirra Guðbrands Vigfús sonar og Eir. Magnússonar, og Bretar hafa átt skara merkra manna í þeim. Fyrstan skal frægan telja W.P. Ker, þá skal ég rétt geta um Bertha S. Phil potts, William Craigie, G. Tur- ville-Petre, sem allir hafa ið- gnógan fróðleik í fornnorræn- um kvæðum. Og svo koma aðrir yngri. Bretarnir þykja mér hleypidómalausastir og sízt hlutdrægir í sjónarmiðum sín- um. — Hefur áhugi flestra þeirra útlendinga, sem rannsakað hafa j'slenzkar bókmenntir, frekar beinzt að fornbókmenntum? — Já, yfirleitt má segja það. Fornu kvæðin og sögufnar hafa dregið þá að sér. Þess ber að gæta, um síðari alda bókmennt ir á íslandi, hve margt þar er eftirliking útlendra ríta og trauma, og það er ekki óeðli- er að segja um nýju ensku þýð inguna af Njálu? — Ætli Gunnlaugs saga hafi ekki verið þýdd oftast? Og vafa laust er það hið rómantíska efni hennar, sem gert hefur liana gimilega í augum útlendinga, til útgáfu á öðrum málum. Það er skemmtilegt um örlög Njálu á öðrum tungum, að fyrsta þýð ing hennar, sem var á latínu, og gerð af íslendingnum Jóni Johnsonius og kom út 1809, er einhver hin ágætasta, sem til er. Iðulegast þegar til mín er leitað með fyrirspurnir um skilning einstakra setninga, vísa ég á þessa þýðingu, sern er harla nærfærin. Jón Johnson ius var í Danmörku, þegar hann þýddi Njálu, en varð síð- ar sýslumaður í ísafjarðarsýslu Á dönsku kom Njála fyrst út 1841 og oft síðan, en heillegar þýðingar hafa líka komið út á norsku, sænsku, frönsku og íslenzkt handrit. BERGMANN 8 T I M I N N, laugardagurinn 22. des. 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.